Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRÍL 1992 Stéttarfélögin og heildarsamtök þeirra Þótt samanlögð velta stéttarfé- laga og ýmissa sjóða þeirra — að lífeyrissjóðum frátöldum — sé á bilinu 2.000 til 2.500 millj- ónir króna og að eignir sömu að- ila séu að líkindum komnar hátt upp í 8 til 10 milljarða, er engin leið að komast að nákvæmu um- fangi þeirra. Félögin eru ekki skatt- eða framtalsskyld og ekki eftirlitsskyld; þurfa ekki að gera opinberlega skil á tekjum sínum, gjöldum, eignum og skuldum. Til að komast að óyggjandi nið- urstöðu um umfangið þarf að leita til hvers einasta félags íyrir sig — og þar er dyrum oftar en ekki lokað á „utanaðkomandi" aðila. AFNÁM SKYLDUAÐILD- AR GÆTISKERT TEKJ- URNAR ÁÞREIF ANLEGA Stéttarfélög landsins hafa hlaðið um sig öflugum tekju- póstum og eignum á umliðnum ámm, ekki síst í skjóli skylduað- ildar launafólks. Sérfræðinga- nefnd Eyrópuráðsins telur að skylduaðildin brjóti í bága við félagsmálasáttmála Evrópu og er talið lfldegt ísland verði að laga sig að þessari túlkun. Þá má jafn- vel búast við því að drjúgur hóp- ur launafólks kjósi að vera utan félaga. Annars vegar af því að fólkið vill ekki vera þar og hins vegar vegna þrýstings frá vinnu- veitendum sem kynnu að gera það að skilyrði fýrir ráðningu að viðkomandi sé ekki í stéttarfé- lagi. ASI hefur bent á, að þegar horft sé á séríslenskar aðstæður verði ekki unnt að halda uppi virku starfi í verkalýðsfélögum án hvata til almennrar þátttöku og að félögin séu ráðandi á hverjum stað um kaup og kjör félagsmanna. Að starfsmenn verði í miklum mæli utan stéttar- félaga myndi veikja félögin og hteyfinguna í heild. Ef stór hluti launafólks færi úr stéttarfélögunum yrðu félögin fyrir áþreifanlegu tekjutapi. Ef Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. „Ertu félagi?" var blaðamaður PRESS- UNNAR spurður á skrifstofu SR. Úr því svo var ekki feng- ust ársreikningar ekki. Ekki einu sinni gamlir reikningar. aðildin minnkaði um t.d. 15 pró- sent yrðu félögin fyrir 300 til 400 milljóna króna tekjutapi. HAGSMUNASAMTÖK: 1.900 STARFSMENN OG 1.100 MILLJÓNIR í LAUN Engum vafa er undirorpið að „hagsmunagæsla" er orðin mikil atvinnugrein hér á landi, en þá er átt við hagsmuna- og starfs- greinasamtök bæði vinnuveit- enda og launafólks. Árið 1990 höfðu samtök í þessum flokki á sfnum snærum um 1.900 laun- þcga. Mjög hátt hlutfall þessara starfsmanna reyndist í hluta- störfum, því ársverkin töldust aðeins 714. Til samanburðar má nefna að ársverk reyndust 450 árið 1980 og var aukningin því nær 60 prósent á 10 árum. Greidd laun í þessari atvinnu- grein reyndust á núverandi verð- lagi 1.100 milljónir. Til að gefa einhverja hugmynd um umfang hagsmunasamtaka má nefna til samanburðar að ársverkin hjá Eimskipafélaginu 1990 voru 732 og heildarlaunagreiðslur þar um 1.200 milljónir — og Eim- skip var þrettánda stærsta fyrir- tæki landsins. Á íslandi eru launþegar ná- lægt 100 þúsundum talsins, en vegna fjölda þeirra sem eru 1 hlutastörfum eru ársverkin nokkru færri. Algengt er að 1 prósent af launum fari í félags- gjöld og auk þess ákveðinn hundraðshluti þeirra í sjúkrasjóð og orfofssjóð eftir atvikum. Þessi skattur launþegafélaganna er mjög mismunandi, en getur farið allt upp í 2,5 prósent af launum, ýmist föstum eða öllum. ASÍ: Á AÐ FÁ SKÝRSLUR FRÁ FÉLÖGUM EN FÆR ÞÆREKKI Þegar leitað var eftir því hjá Magnús L. Sveinsson, formaður umfangsmesta og ríkasta verkalýösfélags landsins. Reikn- ingar 1991 fengust án erfiðleika; Félagið og sjóðir þess veltu í fyrra 333 milljónum að núvirði og skiluðu 71 milljónar króna hagnaöi, þrátt fyrir talsverð útgjöld vegna afmælishátíðahalda. Eignir sömu aðila voru um síöustu áramót upp á 912 milljónir; yfir 85 þúsund á hvern félags- mann og hafa tvöfaldast að raunviröi á fjórum árum. Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur og Ásmundur Stefánsson, formaöur ASÍ. PRESSUNNI var boöiö upp á 5 til 8 ára gamla ársreikninga til skoðunar. „Viö höfum ekki tekiö ákvörðun um að birta reikningana á opinberum vettvangi og höfum skýrar reglur um það.“ ASÍ veltir árlega um 90 milljónum og á eignir upp á 185 milljónir. einstökum félögum að fá árs- reikninga í hendur, nýja eða eldri, voru svörin ærið misjöfh. Nokkur félög neituðu alfarið beiðni PRESSUNNAR um að- gang að ársreikningum. í lögum Alþýðusambandsins er t.d. kveðið á um að fyrir 1. apríl á hverju ári skuli félög senda til miðstjómar skýrslu um starf- semi félagsins, yfirlit yfir tekjur og gjöld og svo um annan efna- hag. Sérstök eyðublöð hafa verið prentuð vegna þessa. Flest félög- in virða þetta lagaákvæði að vettugi og skrifstofa ASÍ fylgir þessu ekki eflir. En víkjum að stóru heildar- samtökunum. Hjá Alþýðusam- bandinu vinna um 20 manns. Nýjasti reikningurinn sem PRESSUNNI var boðið upp á er ársreikningur fyrir 1987 — fimm ára gamall! Miðað við framreiknaða ársreikninga sam- bandsins, Listasafhsins og MFA fyrir 1989 námu tekjumar 133 milljónum króna það árið og gjöldin 126 milljónum. ASI sjálft var með tekjur upp á 86 milljónir. Af 80 milljóna króna rekstrargjöldum ASI mnnu lið- lega 24 milljónir eða 30 prósent til að greiða laun og launatengd gjöld. Listasafhið var rekið með 1,5 milljóna króna hagnaði og MFA var rekið með 1 milljónar króna hagnaði. Hins er að gæta að af 36 milljóna króna tekjum MFA bámst tæplega 20 milljón- ir frá ríkinu, annars var MFA rekið með 19 milljóna króna halla. ASÍ, Listasafhið og MFA eiga til samans eignir upp á um 185 milljónir króna. Þar af teljast fasteignir um 41 milljón og hlutabréf um 35 milljónir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.