Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRÍL 1992 Rannsólin lolðð á kærum málarans við Landspftalann RLR hefur lokið rannsókn vegna kæru Finnboga Jónsson- ar, fyrrum málara við Landspít- alann, á hendur þeim Agli T. Jóhannssyni, umsjón- armanni spítalans, og Þorvaldi Thoroddsen, tæknifræðingi á spítalanum. Samkvæmt tilkynn- ingu frá skrifstofu Ríkisspítala kom ekkert fram í rannsókninni sem benti til misferlis, en Finn- bogi sakaði þá m.a. um að hafa látið starfsmenn spítalans, aðal- lega þó iðnaðarmenn, vinna fyrir sig persónulega á vinnutíma spítalans og á kostnað hans. Rannsóknin fór fram að ósk Ríkisspítala og telur skrifstofan að með þessari niðurstöðu hafi mannorð þeirra Egils og Þor- valds að fullu verið hreinsað. Þar kemur einnig fram að til greina komi að mál verði höfðað gegn Finnboga, en að engin ákvörðun hafi verið tekin um það að svo komnu máli. Löginnheimtufyrirtækið Lög- tak h/f hefur verið gert upp sem gjaldþrota. Lögtak h/f sá um inn- heimtuþjónustu og rak skrifstofu sína á Austurströnd 3 á Seltjam- amesi. Fyrirtækið var stofnað ár- ið 1985 en úrskurðað til skipta í mars 1991. Það tók ár að gera þrotabúið upp, en þá höfðu engar eignir fundist upp í kröfur upp á - 1.097.563 krónur og eru vextir og kostnaður þá ekki með í reikningnum. Með öðrum orð- um reyndist árangurslaust fyrir kröfuhafa að innheimta hjá inn- heimtufyrirtækinu. Aðaleigendur Lögtaks h/f em ekki ókunnugir í bransanum, þeir Helgi Rúnar Magnússon og Skúli Sigurðsson lögfræðingar, ásamt eiginkonum. Kpeflasl lokunar Heilbrigðiseftirlit Suðumesja hefur farið fram á það við um- hverfisráðherra að hann svipti Fiskmjölsverksmiðju Njarðar í Sandgerði starfsleyfi þar sem verksmiðjan uppfylli í engu þær kröfur er til slíkra verksmiðja em gerðar. „Þessi verksmiðja hefur ekki uppfyllt neitt af þeim skilyrðum, ekki eitt, sem vom forsendur fyr- ir starfsleyfinu,“ sagði Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins, í samtali við PRESSUNA. Umgangi hráefnis og tækja mun vera í ýmsu ábótavant og umgengni öll mjög slæm. Regl- um um frárennsli er ekki fram- fylgt og þá mun verksmiðjan hafa skemmst talsvert í óveðrinu í febrúar 1991, en engar viðgerð- ar hafa farið fram. íkveflqan iKIúbtmum enn oupplyst Hjá Rannsóknarlögreglu rík- isins er enn til rannsóknar íkveikjan í Klúbbnum í Borgar- túni 32. Ekki er vitað að hverju rannsóknin beinist nú og óvíst hvenær henni lýkur. Ekkert virðist hafa komið út úr þriggja vikna yfirheyrslum yf- ir Hallgrími Marinóssyni, sem rak Sportklúbbinn f húsinu, en hann var gmnaður um íkveikj- una. Lögreglunni hefurekki tek- ist að staðfesta þann gmn. Tunglinu mun nú hafa veriö endanlega lokað, en í fyrst- unni ráku staöinn Þorleifur Björnsson og Vilhjálmur Svan Jóhannsson. Þeir komu einnig við sögu veit- ingastaöanna Café Hressó, Fimmunnar og fleiri staöa. Þorleifur Björnsson og Vilhjálmur Svan 80 MILUONA GJALD- HOTVEGNA Hlutafélag Þorleifs gert upp með 40 milljóna króna kröfum sem ekkert fékkst upp í. Ekkert bókhald fannst til að byggja á. Veitingafyrirtækið Ásbak h/f, sem rak um skeið Tunglið í Lækjargötu og kom við sögu veitingahúsanna Fimmunnar og Café Hressó, hefur verið gert upp sem gjaldþrota og fundust engar eignir upp í alls tæplega 40 milljóna króna kröfur, auk vaxta og kostnaðar. Samkvæmt heim- ildum PRESSUNNAR reyndist örðugt að afgreiða þrotabú þetta, sérstaklega í ljósi jress að engin gögn lágu fyrir, ekkert bókhald fannst, hvað þá ársreikningar. Aðalforsprakki Ásbaks var Þorleifur Björnsson, sem tók við nefndum veitingastöðum af Vil- hjálmi Svan Jóhannssyni, öðmm kunnum manni úr veitingabrans- anum. Ásbak var stofnað í októ- ber 1988 af Þorleifí, foreldmm hans, fyrirtækinu Ársæli og Ól- afi Sigurmundssyni, fram- kvæmdastjóra félagsins. Það var úrskurðað til skipta í september- lok 1991, en skiptum lauk í síð- asta mánuði. Við meðferð þrotabúsins lágu fyrir forgangskröfur upp á rúm- lega 9 milljónir króna, annars vegar launakröfur en hins vegar kröfur frá lífeyrissjóðum. Það kemur væntanlega í hlut ríkisins að standa skil á þessum pening- um. Almennar kröfur hljóðuðu hins vegar upp á liðlega 30 millj- ónir, þar af um 14 milljónir ffá Gjaldheimtunni í Reykjavík og önnur eins upphæð frá Tollstjór- anum í Reykjavík. Búast má við að þar sé um áætlanir að ræða, enda engum skattframtölum ver- ið skilað fyrir hönd hlutafélags- ins. Mjög óljóst er hversu umfang Ásbaks var mikið. Væntanlega hefur starfsemi félagsins einkum snúist um rekstur Tunglsins, en blandast inn í rekstur Fimmunn- ar við Hafuarstræti og Hressó í Austurstræti. Sem fyrr segir fannst ekkert bókhald fyrir hlutafélagið. í því sambandi er rétt að rifja upp frétt PRESSUNNAR ffá því í mars á síðasta ári, en þá hafði fundist skjalabunki í skáp nokkrum sem einstaklingur keypti, en Þorleifur hafði átt. Meðal annars fannst af- rit af samkomulagi milli Þorleifs og Páls G. Jónssonar í Pol- aris/Sanitas, en Páll og fýrirtæki hans höfðu gerst sjálfskuldar- ábyrgðaraðilar fyrir Þorleif vegna stoffiunarTunglsins. I samkomulaginu kom meðal annars ffam að Polaris gæti grip- ið inn í eða yfirtekið rekstur veit- ingahúsanna Fimmunnar, Tunglsins og Café Hressó kæmi til vanskila eða vanefnda á við- skiptaskuldbindingum þeim sem Polaris, Sanitas eða Páll G. Jóns- son væru í ábyrgðum fýrir. Ofangreint samkomulag var sýnilega undirritað til að tryggja hagsmuni Páls, sem gerst hafði sjálfskuldarábyrgðarmaður vegna alls sjö milljóna króna skuldabréfa sem Þorleifur hafði fengið hjá þeim Leó Löve, Jóni Guðmundssyni og Birgi Páli Jónssyni. Áður en Þorleifur tók við Tunglinu hafði Vilhjálmur Svan rekið staðinn og reyndar fleiri staði, undir hatti hlutafélaganna Lækjarveitinga og Lækjamiðs. Bæði þessi félög fóru á hausinn án þess að nokkuð fengist upp f kröfur. í tilfelli Lækjarveitinga fuku 28 milljónir og í tilfelli Lækjamiðs um 13 milljónir. í þessi þrjú hlutafélög Þorleifs og Vilhjálms, sem aðallega snemst um rekstur Tunglsins, bámst því alls um 81 milljónar króna kröf- ur, án þess að nokkuð fengist upp í þær. Friörik Þór Guömundsson D E B E T „Eiður er mjög vel vinnandi maður sem afgreiðir mál fljótt og vel. Það er hægt að treysta því að hann af- greiðir þau erindi sem hann er beðinn fyrir," segir Sveinn G. Hálfdánarson, endurskoðandi ríkisreikn- inga og fyrrverandi varaþingmaður Eiðs á Vestur- landi. J samskiptum mínum við hann reyndist hann mér þannig að það var hægt að treysta því sem hann sagði og hann kom aldrei aftan að manni. Hann lét mig yfírleitt vita af hlutum sem vom að gerast og hann taldi að ég þyrfti að vita um líka, þannig að hann var heiðar- legur í viðskiptum. Ég var ánægður með öll viðskipti við Eið Guðnason þessi ár sem við vomm saman á þingi,“ segir Skúli Alexandersson, fyrrverandi þing- maður Alþýðubandalagsins á Vesturlandi. „Eiður er heiðarlegur og orðvar og lofar ekki upp í ermina á sér. Hann er þægilegur í umgengni, góður félagi og ágætur fundamaður," segir Gísli Einarsson, forseti bæjar- stjórnar á Akranesi og varaþingmaður Eiðs. „Eiður er ákaflega hreinskiptinn og segir skoðanir sínar af- dráttarlaust. Hann virðir líka skoðanir annarra og er mikill og skipulagður vinnuþjarkur. Og hann er mjög skemmtilegur í vinahópi," segir Magnús Bjarnfreðs- son, vinnufélagi Eiðs á sjónvarpsárunum. Ei&ur Gu&nason K R E D I T „Eiður gefur sér ekki nægan tíma til að sinna kjördæminu, þó svo að hann sé ekkert minna á ferðinni en aðrir þingmenn Vesturlands. Hann er óþolinmóður og oftast á hraðferð. Hann hlustar ekki nægilega vel á kjósendur sína — sérstaklega ef hann er ósammála þeim,“ segir Sveinn G. Hálfdánar- son. „Eiður er nokkuð stífur í lund og það kom þó nokkuð oft fyrir í nefndarstörfum að Eiður festist í skoðunum sínum og það var ekki þægilegt á nefnd- arfundi að leysa málin með því að fá Eið til að slá af, það varð að gerast einhvers staðar annars staðar," segir Skúli Alexandersson. „Hann á það til að reiðast snögglega ef honum flnnst á sig hallað. Hann mætti gjarnan beita fyrir sig glettni, hún er til staðar hjá honum en það ber lítið á henni. Hann hleypir fólki ekki að sér, heldur sig fjarri persónulegum tengsl- um,“ segir Gísli Einarsson. „Hann á það til að vera fullsnöggur upp á lagið, af því hann liggur ekkert á skoðunum sínum. Þetta taka margir að ósekju þannig, að það fjúki í hann. Það er misskilningur — að minnsta kosti oft á tíðum,“ segir Magnús Bjam- freðsson. HBOTBHBHBBBBBfllOTnBBOTHBBHHBHBIBOTOTOTIBHIBIHOTOTOTHOTI Fyrirhuguð þátttaka fslendinga á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro hefur mikið verið rædd undanfarið. Eiður Guðnason er umhverfisráðherra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.