Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9.APRÍL1992 23 STJÓRNMÁL ÖSSUR SKARPHEÐINSSON Dragbítar Framsóknar Ólafur Þ. Þórðarson er framsýnastur framsóknarmanna. Að sönnu hefur hann á síðustu ámm einkum getið sér orð fyrir að taka hvem þingforsetann á eftir öðrum á taugum með eitruðum aðfinnslum um þingsköp, svo meira að segja dólgum Framsóknar frnnst á stundum skorta nokkuð á kristilega meðlíðan hins vest- firska goða með nánasta umhverfi sfnu. En umhyggja hans fyrir sínum minnstu bræðrum hefur eigi að síður komið fram, þó með öðrum hætti sé og þar ekki síst hefur framsýni þingmannsins birst. Arum saman barðist hann einn við steintröllin í flokki sínum, og reyndi að fá þá til að breyta úreltum lögum sem bönn- uðu erlendum skipum að landa afla sínum á íslandi. Aftur og aftur lagði hann ffam frumvörp sem miðuðu að því að brjóta glufu í múr hins mikla banns með því að leyfa vinum okkar og frændum, Græn- lendingum og Færeyingum, óheftan að- gang að íslenskum höfhum. Þetta gerði þingmaðurinn af mörgum ástæðum. I fyrsta lagi er hann bibh'ufastur einsog allir góðir Vestfirðingar, og veit að maður á að elska náunga sinn, einkum og sér í lagi sína minnstu bræður, sem í þessu til- viki eru fyrmefndar smáþjóðir. I öðm lagi kann þingmaðurinn Islend- ingasögumar afturábak og áfram og veit að sömu keltnesku þrælamir og eiga uppi- stöðuna í genabanka íslendinga sáðu sín- um villtu fræjum af engu minni þrótti er þeir áðu í skýldum vfkum Færeyja á leið sinni yfir hafið. Þess vegna em þeir frændur. Sömuleiðis grunar hann af lestri sömu sagna að það hafi verið grænlenskt örlæti sem langa hríð hélt líftómnni í síð- ustu Islendingunum í Vestri-Byggð í Grænlandi, áður en fimbulskeiðið sem hægt er að lesa úr grænlenskum jöklum lagði þá endanlega að velli uppúr 1300. Vegna þessa hefur Ólafur Þórarinn bund- ið vináttu við granna vora í vestri, og vill þeim vel. En í þriðja lagi er þingmaðurinn stríð- inn. Og líkt og margir Vestfirðingar hefur hann sérlega ríka þörf fyrir að sýna sjálf- stæði sitt með því að storka þeim sem fara með valdið og dýrðina. Fyrr á öldum hefði þingmaðurinn fengið útrás fyrir þetta villieðli með því að ögra kirkjufeðr- unum og gerast efasemdarmaður um hin dýpstu rök. ígildi þess í Framsóknarflokki vorra daga er að storka erkipáfanum Hall- dóri Ásgrímssyni með því guðlasti sem felst í opnun fslenskra hafha fyrir erlend- um veiðiskipum. í Framsóknarflokknum hefur það árum saman verið trúarsetning, rakalaus kredda, að leyfa ekki erlendum skipum að koma með afla til löndunar á Islandi. Erkipáfi kreddunnar hefur vitaskuld verið Halldór Ásgrímsson, en meðan hann var sjávarútvegsráðherra var það einsog að snúa faðirvorinu uppá andskotann að nefha löndun erlendra skipa í hans eyru. En nú er Framsókn ekki lengur við stjómvöl, og Alþingi greip færið og afnam löndunarbannið. Nýju lögin stað- festa þá meginreglu, að erlend skip mega landa afla sínum hér á landi. En þó þarf sérstakt ráðherraleyfi til að landa afla úr sameiginlegum stofnum, sem ekki er búið að semja um. Þessi langþráða breyting mun skapa verulegar tekjur fyrir land og þjóð. Um leið og skip geta komið hingað til löndunar verður líka hægt að selja þeim hvers konar þjónustu. Frændur okkar írar gerðu kringum 1988 mikinn samning við Rússa um viðhald og viðgerðir á stórum veiðiflota. Haughey forsætisráðherra kall- aði það stóra vinninginn. Vitaskuld hefði verið miklu eðlilegra að þessi floti leitaði til íslands. En fyrirstaða Framsóknar kom í veg fyrir það og svipti þannig íslensku þjóðina þeim tekjum, sem samningurinn hefði gefið í aðra hönd. Um leið var hindrað að hrömandi skipaiðnaður í land- inu fengi lífsnauðsynlega blóðgjöf. Jafhaðarmenn vöktu í tíð síðustu ríkis- stjómar ítrekað athygli þáverandi sjávar- útvegsráðherra á nauðsyn þess að opna fyrir löndun erlendra skipa. Það er til skjalfest. En Framsókn svaf. Halldór „Fyrr á öldum hefði þing- maðurinn fengið útrás fyrir þetta uillieðli með þuí að ögra kirkjufeðrunum og gerast efasemdarmaður um hin dýpstu rök. ígildi þess í Framsóknarflokki uorra daga er að storka erkipáfanum Halldóri Ás- grímssyni. “ varði kredduna. Er nema von að þjóðin varpi önd léttar að vera laus við þá í bili? Nema vitaskuld vin Grænlendinga og Færeyinga, félaga Ólaf Þórarin Þórðar- son, sem bakaði sér reiði hins austfirska gæslumanns kreddunnar með því að vilja aukið frelsi. VOUeðhð að vestan stendur alltaf fyrir sínu. í þessu ljósi er auðvelt að halda því fram, að Ólafur Þ. sé mesti nútímamaður- inn í hópi Framsóknar. Hitt ber þó að við- urkenna, að það kann að segja meira um flokkinn en hann... Höfundur er formaöur þingflokks Alþýöuflokksins. STJÓRNMÁL MORÐURARNASON Maðurinn með baklandið Evrópulæti og samningastapp undan- famar vikur hafa skyggt á merkilegan at- burð í pólitíkinni: frumvarpið sem ekki kom fram. Sjálfur Jón Sigtirðsson varð að lúta í lægra haldi í eigin þingflokki þegar hann ætlaði að skella ríkisbankafrum- varpi undirbúningslaust inná þingið og stilla bæði samstarfsmönnum sínum og mótheijum ffammi fýrir gerðum hlut — einsog venjulega. Þessi atburður er merkilegur vegna þess að hann sýnir gengisfallið sem Jón hefur orðið fyrir innan og utan eigin flokkslandamæra síðustu misseri, og jafn- framt þau völd og áhrif sem hrannast kringum Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún kærir sig um og hefur nef tíl. Hann er líka merkilegur vegna þess að hér er á ferð vísbending um að stjómar- sinnar séu hættir að geta blásið í eigin segl þeim anda sem hingað til hefur knúið skútuna áfram, — anda krossferðarinnar, sannfæringarkrafd hinna heittrúuðu. Eftir ál og Evrópu er enn eitt lausnarorðanna lent í pólitískum hafvillum: sjálf einka- væðingin. Það ýtir undir túlkunarfysn að sjálft firumvarpið virðist ekki sérlega róttækt, og ekki víst að breytingamar sem það boðar væm umdeildar í öðm samhengi. Margt mælir með því að breyta rekstrar- formi ríkisbankanna og gera úr þeim samskonar fyrirtæki og önnur á fjár- magnsmarkaði. Að minnsta kosti virðist þurfa meiriháttar klössun og umsmíði í stjómkerfi Landsbankans. í málflutningi Jóns Sigurðssonar skiptu slíkar umbætur hinsvegar ekki máli fyrren fiumvarpið var komið í stórsjó og brim, heldur var málið frá upphafi kynnt sem fyrri hálfleikur við að koma bönkunum tveimur úr ríkiseigu og yfir í paradís einkavæðingarinnar. En við slíka fyrirætl- un em einfaldlega harla margar athuga- semdir og fyrirspumir í samfélaginu, og hefur engin þeirra hlotið svar eða skýr- ingu frá Jóni Sigurðssyni og bandamönn- um hans. Það er auðvitað spurt hversu hyggilegt það sé af samfélagi 250 þúsund sálna að láta frá sér langöflugustu fjár- málastofnun sína, Landsbankann, um sama leyú og lagt er á hið evrópska djúp og innlendur peningamarkaður er samein- aður alþjóðlegri kauphöll. Það er líka spurt um þær nauður sem nú reki þjóð- kjöma ráðamenn til að losa sig við Bún- aðarbankann, eitt af fáum fyrirtækjum sem gefa góða nyt í fjósi ríkisins. Og svo er spurt um áhrif á hlutafjármarkað og vaxtastig, um réttindi starfsmanna og ör- yggi viðskiptafólks, og um fslenskt láns- traust erlendis. En í tengslum við yfirlýsingar Jóns og félaga um einkavæðingu bankanna hefur helst verið spurt um það hvort Jón ætli sér nú að endurtaka ævintýrið um Útvegs- bankann sem fjórtán fjölskyldur og einni betur eignuðust á útsölu um árið. Hvar séu annarstaðar á landinu til peningar fyr- ir banka? — hvort nú um stundir sé eftir- spum eftir þeirri vöm ef til vill heldur minni en framboð? — og þessvegna hætt við að hlutir fari „á hálfvirði" í samræmi við ffæga yfirlýsingu Friðriks Sophusson- ar. Hvort það sé kannski eitt markmiða Sjálfstæðisflokksins í stjómarsamstarfinu að koma ríkisbönkunum í arma kolkrabb- ans? Kaup kaups við Jónana? Þótt flestir getí út af fyrir sig tekið undir það að sparisjóðsrekstur sé ekkert skyldu- verk ráðherra eða alþingismanna ættí að vera augljóst að landsmenn vilja ekki kasta burt þessum sameiginlegu eignum nema að afskaplega vel yfirlögðu máli, og þá fyrir sanngjamt verð, og ekki til þess að efla enn veldi guðfeðranna fjórtán. Eftir að Jón Sigurðsson gekk í slóð sjálfstæðisráðherra og játaði trú á einka- væðingu einokunarfyrirtækjanna hefur þessarar almennu skynsemi lfka orðið vart í Jafnaðarmannaflokki íslands. Það er reyndar eitt af því merkilega við þennan atburð sem ekki varð, og bendir til að inn- an flokksins sé kominn upp raunvemleg- ur vilji til framhaldslffs útyfir örlög stjóm- arsamstarfsins við Davíð Oddsson, fyrr- „Auðuitað er spurt huort það sé eitt markmiða Sjálfstœðisflokksins í stjórnarsamstarfinu að koma ríkisbönkunum í arma kolkrabbans. Kaup kaups uið Jónana?“ verandi aðalfundarstjóra Eimskips. Svo vom opinber viðbrögð viðskipta- ráðherra við óróanum í flokkinum sínum skemmtilega dæmigerð fyrir embættis- manninn sem í tvígang hefur verið settur í efsta sætí á framboðslista Alþýðuflokks- ins án tilstyrks ffá flokksmönnum og kjósendum. Eg skil ekkert í þessu, sagði Jón Sig- urðsson, — það styðja mig næstum allir í ríkisstjóminni. Óviljandi hreinskilni af þessu tagi er stundum kennd við Freud sálfræðing af því þar kemur í ljós meira en mælandinn hélt. Og hér sést sumsé hvar stjómmála- maðurinn Jón Sigurðsson telur sig hafa raunverulegt póhtískt bakland: Hjá hinum ráðherrunum. Höfundur er íslenskufræöingur. F J O L M I L A R Blaðamenn eiga sér engan talsmann Þótt hálffáránlegt sé að segja það, þá er það nú einu sinni svo að blaðamenn virð- ist sárvanta einhvers konar talsmann sem tekur upp málstað þeirra annað slagið. Sérstaklega núna þegar dómar á borð við dóm Borgardóms í máh Úlfars Þormóðs- sonar og Gallerís Borgar gegn PRESS- UNNI og dóm Hæstaréttar yfir Halli Magnússyni faUa. Aðalfundur Blaðamannafélagsins sendi reyndar ffá sér samþykkt vegna máls Halls, sem ég hugsa að hafi farið framhjá flestum. Blaðamannafélagið skipti sér hins vegar ekkert af dómi Borgardóms yfir PRESSUNNI. Samt er það svo að ef Hæstiréttur hnekkir ekki þeim dómi geta íslenskir blaðamenn gleymt því að skrifa fréttir um viðskiptahættí fyrirtækja. Þeir verða að kyngja því að dómstólar taki ekkert tillit til hlutverks fijálsrar frétta- mennsku og fjölmiðlunar í þjóðfélaginu. Samkvæmt dómi Borgardóms eiga fjöl- miðlar ekkert að vera að kássast upp á hvemig fyrirtækjum dettur í hug að kynna neytendum vöm sína og þjónustu. Aðalatriði dómsins er að Gallerí Borg hefði hugsanlega getað skaðast af skrif- um PRESSUNNAR. Minna máU skiptir hvort þau vom réttmæt eða ekki. Dómur- inn gekk meira að segja svo langt að dæma galleríinu skaðabætur án þess að forsvarsmenn þess sýndu ffam á nokkum skaða. Nú ætti PRESSUNNI í sjálfu sér ekki að verða skotaskuld úr því að kvarta ein og óstudd undan þessum dómi. En þar sem blaðið er ekki óvilhallt í málinu hafa slíkar umkvartanir takmarkað gildi. Það hefði því verið gaman ef Blaðamannafé- lagið hefði séð ástæðu til að meta boð- skap hans. Það kemur mér ekki á óvart að félagið skuli ekki hafa gert það. Undanfarin ár hefur þetta félag ekki gætt hagsmuna blaðamanna eða haldið á lofti nauðsyn- legu hlutverki þeirra í þjóðfélaginu. Það síðamefnda hefúr þó orðið æ meira að- kallandi þar sem við virðumst vera að sigla inn í tíma þar sem fféttir em metnar eftir því hversu óþægilegar þær em fyrir þá sem koma við sögu en ekki eftír því hversu mikið erindi þær eiga við almenn- ing. Þess í stað hefur Blaðamannafélagið lagt aðaláherslu á menntunarmál blaða- manna. Formaður félagsins hefur marg- sinnis tekið opinberlega undir gagnrýni á óvönduð vinnubrögð blaðamanna og viljað nota hana sem sönnun þess að blaðamenn séu of menntunarlausir og að á þeim sé of mikið álag til að þeir geti unnið verk sitt vel. Svona tal er náttúrlega vatn á myllu þeirra sem vilja hefta frjálsa blaða- mennsku og kemur því starfandi blaða- mönnum síst til góða,_________________ Gurmar Smári Egilsson „ Við höfum marg- oft séð fœtur lengj- ast, fólk lœknast í baki og í haust sem leið urðum við vitni að því að stúlka, sem var blind á öðru auga og sá illa með hinu, varð alheil á því auga sem hún sá illa með og fékk svipaða sjón á því blinda og hafði verið á verra auganu áður. “ Stefán Ágústsson, forstöðumaöur Vegarins. 'ý^ctí AiA,tLcvLcccp.ic> ,Úg hef lengi verið með ónýta hálskirtla en þeir voru ekki teknir úr mér fyrr en í haust.“ Sigriöur Beinteinsdóttir söngkona. "Ot- (crccyitA, ýyö’c^- ý-lýtcA, Lý^ycVVc^cf cmi£icvcc ? ,Aíitt hlutverk er eiginlega að sigla á milli skers og báru og reyna að ná höfh.“ Guölaugur Þorvaldsson semjari. Áicvi CiL&CvsÁoc cvÍvicvcvccCYccVcvcvi „Ég gekk á fund fram- kvæmdastjórans á dögunum og tjáði honum að ég væri alls ekki sáttur við gang mála.“ Guöni Bergsson boltastrákur. '&t-ý>c\Jb e-ÁÁi crc&iccic)? „Island nýtur mjög góðs láns- trausts erlendis.” Ólafur Isleifsson lántakandi. ÁfócrS'tuA' ■þcaecp-c) ( 'CMs- WWVíU- „Þeir frægustu töluðu hins vegar ekki við okkur.“ Hlédís Sveinsdóttir fréttaritari. °£jikicS ve-Actcct- ý>6- cvcS crccte-icv , J>að er alrangt sem sumir hafa haldið fram að það sé skylt sam- kvæmt lögum að prestar séu við- staddir útfarir." Helgi Sigurösson, siömenntaður maður. Ácv+ccLcvtr „Sara Ferguson var bresku konungsfjölskyldunni til skammar. Hún var eins og ljótur blettur á fjölskyldunni frá upp- hafi.“ Spencer, jarðaöur jarl.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.