Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRÍL 1992 9 Ástþór Bjarni Sigurðsson hjá Frístund GJALDÞROIA EN REKUR FYRIRTÆKIfl í NAFNIÓLÖGRAÐA RARNA SINNA Ástþór Bjarni Sigurðsson, verslunarmaður í Frístund, hefur verið úrskurðað- ur gjaldþrota. Margt bendir til þess að gjaldþrotið verði stórt og íslands- banki tapi verulegum upphæðum. Rétt fyrir gjaldþrotið þinglýsti Ástþór leigusamningum vegna fyrirtækjanna og seldi eigur sínar börnum sínum, sem eru 12 og 15 ára. Astþór Bjarni Sigurðsson, verslunarmaður í Frístund, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota en hann heldur þó áfram fyrir- tækjarekstri. Það gerir hann með því að stofría nýtt fyrirtæki um rekstur fyrirtækja sinna og selja það síðan bömum sínum og eig- inkonu. Astþór hefur rekið verslunina Frístund og nokkrar mynd- bandaleigur í Keflavík og Njarðvík. Til skamms tíma rak hann einnig verslanir og verk- stæði með sömu nöfnum í Reykjavík en hefur nú selt þær. Þrotabú hans og Frístundar verður rekið samhliða enda ljóst að persónulegur rekstur hans hefrír blandast mjög inn í fyrir- tækjareksturinn. Þá hefur komið í ljós að bókhald var í molum. Ekki er hægt að segja til um hve stórt gjaldþrot hér er um að ræða þar sem kröfulýsingar- frestur er ekki útrunninn. Þá er athyglisvert að skömmu áður en til gjaldþrots kom, nánar tiltekið í desemberlok, flutti Ástþór lög- heintili sitt á Þangbakka 10 í Reykjavík. Það er sama heimil- isfang og hjá Helga M. Her- mannssyni sem hefur rekið Frí- stund verkstæði hf. ásamt Ást- þóri. Lögheimilisbreytingin átti sér stað rétt áður en lögmaður ís- landsbanka, sem fór fram á gjaldþrotið, lagði inn gjaldþrota- beiðni hjá fógetanum í Keflavík. Þetta tafði málið aðeins þar sem reka varð það fyrir skiptarétti í Reykjavík. Ástþór var síðan úr- skurðaður gjaldþrota 3. febrúar og eftir því sem komist verður næst em engar eignir til í búinu. Sigurmar K. Albertsson hrl. hefur verið skipaður bústjóri. „Mér skilst það,“ sagði Sigur- mar er PRESSAN spurði hann hvort þama væri um gjaldþrot upp á tugi milljóna að ræða. Kröfulýsingarfrestur rennur út þann 19. þessa mánaðar og því á ugglaust talsvert af kröf- um eftir að berast. SELDI BORNUNUM EIG- UR SÍNAR SKÖMMU FYR- IR GJALDÞROTIÐ Eignaleysi búsins stafar af því að skömmu fyrir gjaldþrotið seldi Ástþór allar eigur sínar hlutafélagi sem hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni, Margréti B. Haraldsdóttur. Um leið seg- ist hann hafa lagt Frístund niður. Hlutafélag þetta heitir ÁBS Frí- stund hf. nú en hét í upphafi ÁBS. Þá var meðal annars Olaf- ur Sigurgeirsson hdl. varamaður í stjóm, en hann hefur verið lög- maður Ástþórs. ÁBS var stofnað 20. septem- ber síðastliðinn af jteim hjónum og er skráð í Njarðvík. Hlutafé var skráð 400.000 krónur. 30. nóvember var hins vegar nafrí- breyting samþykkt og hét fyrir- tækið eftir það ÁBS Frístund. Helmingshlutur Ástþórs í ÁBS Frístund var ekki lengi í eigu hans, því Ástþór seldi hlutabréf sín í félaginu bömum sínum, sem eru 12 og 15 ára. Þau skipa nú stjóm félagsins ásamt móður sinni samkvæmt stjómarsamþykkt frá 11. janúar síðastliðnum. Tilkynning unt það barst til Hlutafélagaskrár 16. mars. Ólíklegt er að stjórnarseta barnanna standist samkvæmt lögum þó að skrá megi þau fyrir hlutafé. f 50. grein hlutafjárlaga stendur: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skulu vera lögráða, fjár síns ráðandi..." Hjá Hlutafélagaskrá fengust þær upplýsingar að skrásetning bamanna sem stjómenda yrði að teljast yfirsjón. Þá útbjó Ástþór leigusamn- inga við ÁBS Frístund skömmu fyrir gjaldþrotið um leigu á rekstri eigna Frístundar. Voru þessir leigusamningar til fímm ára og þeim þinglýst á allar fast- eignimar. Eftir því sem komist verður næst em flestir þessir samningar riftanlegir, en það veltur hins vegar á vilja kröfuhafa hvort það verður gert. Þá ber að hafa í huga að riftunarmál geta tekið nokkur ár og kosta eflaust nokkra peninga. SKULDARISLANDS- BANKA 80 MILLJÓNIR Stærsti kröfuhafinn er ís- landsbanki í Keflavík, en þar hefur Ástþór lengi verið í við- skiptum — einkum þó við gamla Verslunarbankann — og mun mikið af skuldunum eiga uppmna sinn þar. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR eru heildar- skuldir Ástþórs og fyrirtækja hans við bankann um 80 millj- ónir króna. Asbjörn Jónsson hdl., lögmaður Islandsbanka, vildi þó ekki staðfesta þessa tölu enda hefur bankinn ekki enn gengið frá kröfulýsingu sinni. Bankinn er þó þegar farinn að leysa til sín eigur Astþórs. „íslandsbanki hefur þegar keypt eina fasteigna Ástþórs á nauðungamppboði og er í samn- ingaviðræðum við þrotabúið um að leysa til sín hinar tvær fast- eignimar," sagði Ásbjöm í sam- tali við PRESSUNA. Fasteignin sem bankinn hefur þegar leyst til sín er íbúðarhúsnæði Ástþórs. FJÖLDIFYRIRTÆKJA I KRINGUM ÁSTÞÓR Eins og áður sagði hefur íyr- irtækjarekstur Ástþórs verið nokkuð viðamikill á síðustu ár- um. Hann rak Frístund í Kefla- vík og Njarðvík, sem var einka- fyrirtæki hans. Þá átti hann Frí- stund rafeindafyrirtæki sf. ásamt Þór Ostensen en það var stað- sett í Síðumúla. Einnig átti Ást- þór Frístund verkstæði hf. í Skútuvogi 11, en bæði framan- töld fyrirtæki voru skráð í Reykjavík. íslandsbanki hefur einnig farið fram á gjaldþrot Frí- stundar rafeindafyrirtækis sf. og Þórs persónulega. Sömuleiðis átti Ástþór í Frí- stund Kringlunni sem hann seldi í ágúst 1991 HK hf„ sem er að mestu í eigu Hermanns Auðuns- sonar. Nafni þess hefur nú verið breytt í Heimskringlan/Frístund- Kringlan hf. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að við- skiptin með verslunina í Kringl- unni hafi verið óeðlileg. Sá rekstur sem ÁBS Frístund hefur nú með höndum er fyrst og fremst í kringum mynd- bandaleigumar. Þær em fjórar; ein í Garði, tvær í Keflavík og ein í Njarðvík. Haraldur Jórísson og Sigurður Már Jónsson Ástþór Bjarni Sigurösson verslunarmaöur: Islandsbanki tap- ar verulegum upphæöum á gjaldþroti hans. Ein af mörgum aftökum bankakerfisins “Nei,“ sagði Astþór Bjarni Sigurðsson, er PRESSAN spurði hvort hann væri búinn að stofna nýtt fyrirtæki um rekstur Frístundar. Stofnaðir þú ekki ÁBS Frí- stund hf.? „Nei ég er ekkert í því.“ Þú stofnaðir ABS ásamt eiginkonu þinni. „Að vísu stofnaði ég fé- lagið en síðan seldi ég það aftur.“ Er ekki rétt að þú hafir selt börnum þínum hlutabréf þín íÁBS? „Jú.“ Þau eru skráð í stjórn ÁBS en eru ekki nema 12 og 15 ára og því hvorki lög- né fjárráða eins og stjórnarn- menn skulu vera samkvœmt hlutafjárlögum. Telur þú þetta löglegt? „Ég veit ekki annað.“ Telurðu ekki óeðlilega að þessu staðið? „Ég kannast ekki við það.“ Er rétt að gjaldþrot þitt persónulega og Frístundar nemi 80 milljónum? „Nei, engan veginn. Það er ekki komið í ljós hversu miklar fjárhæðir þama er um að ræða og ég get ekki svar- að því einn tveir og þrír.“ Er þetta gjaldþrot upp á einhverja tugi milljóna? „Nei, það er af og frá. Þetta gjaldþrot er bara ein af mörgum aftökum sem bankakerfið hefur fram- kvæmt á undanfömum miss- erum.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.