Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRÍL 1992 39 Þeir eru margir safnararnir og fólk safnar öllu mögulegu og ómögulegu. Páll A. Pálsson, Ijósmyndari á Akur- eyri, erþó í sérflokki meðal íslenskra safnara. Hann safnar nefnilega krítar- kortum og öðrum plastkortum. Á FLEIRI KRÍTARKORT EN NOKKUR ANNAR Hvaða þáttur er það í mönn- um sem gerir þá að söfnurum heldurðu? „Þetta er í okkur öllum og er eins og hvert annað tómstundagaman,“ svarar Páll. „Hingað til mín á ljósmynda- stofuna kemur fólk í myndatöku og tekur upp veskið og ég neita þvf ekkert að ég kíki í veskið hjá því,“ heldur Páll áfrarn og hlær. „Maður sér svona einn sjöunda- áttunda af kortinu og sé það eitt- hvað sem maður kannast ekki við þá er bara að gerast kurteis- lega forvitinn og spyija; má ég fá að sjá? Ég veit ekki um neinn annan í þessu á landinu, en ég veit að svona krítarkortasöfnun er þekkt út um allan heim, mjög þekkt. Og ég er alveg viss um að ef ég byði eitt íslenskt kort erlendum safnara — ég tala nú ekki um nýju Visa- eða Eurokortin — þá gæti ég fengið heila möppu með kortum fyrir það. En það kemur ekki til greina að ég geri slíkt, mér er treyst fyrir kortunum og ég læt þau ekki frá mér fara.“ En kortafyrirtœkin sjálf, leggja þau ekkert upp úr því að fá útrunnin kort til baka? Er þeim alveg sama þótt þessu sé haldið til haga annars stað- ar? „Kortið er óumdeilanlega eign fyrirtækisins sem gefur það út og fólk hefur bara af- notarétt af því. En með góðum vilja handhafa kortsins og bankastofnunarinnar hefur þetta gengið upp,“ er svarið. Það ætti að sjálfsögðu að vera óþarft að taka fram að kortin eru auðvitað öll útrunn- in og þvf í sjálfu sér einskis nýt. Engin hætta er því á að mögulegt sé að misnota kortin á nokkum hátt. Ef Páll glataði korti úr safni sínu og finnandi þess myndi hugsa sér gott til glóðarinnar yrði viðkomandi fyrir vonbrigðum ryki hann á barinn með kortið. Pál vantar ekki nema eitt af elstu gerðum Vísakorta í safn sitt, fyrstu útgáfu Sparisjóðs Hafnarfjarðar. „Það er búið að skipta nokk- uð oft um grunnmynd f Vísa- kortinu, en núverandi mynd á því er afspyrnu skemmtileg. Þar er ísland nafli heimsins og þessi teikning er alveg frábær- lega skemmtileg.“ Nú skyldi enginn halda að Páll safnaði bara Vísakortum. Nei, nei, hann safnar banka- kortum, svokölluðum VIP- kortum, úttektarkortum frá fyrirtækjum, félagsskírteinum frá alls konar klúbbum og yfir- leitt bara öllum kortum úr plasti. En hvað kom til að þú byrj- aðir á þessari söfnun? Ég safna íslensku myntinni og þá varð að taka kortin líka út frá því. Þetta er nýja myntin, hún er úr plasti," svarar Páll. „Þegar tveir hlutir eru komnir saman ertu farinn að safna. Þegar þú ert búinn að setja tvo penna ofan í skúffu hjá þér ertu farinn að safna pennum. Það eru allir safnarar en það verður hver að finna sitt svið. Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu, og þetta er garnan." En vœri ekki praktískara að safna einhverju sem hœgt er að koma í verð? „Væri þá ánægjan eins mik- il? Það held ég ekki.“ Þú átt við að þá vaeru menn farnir að safna til að auðgast, en ekki til að hafa gaman af því? „Já, það er nefnilega málið,“ segir Páll. Þótt hann eigi fjöldann allan af kortum er ekki að vita nema einhver kort séu í umferð sem hann veit ekki af og á ekki og hann biður fólk endilega að láta sig vita eigi það kort sem það hefur ekki not fyrir lengur. „Eg tek við öllu og geymi þetta mjög vel og ég er viss um að fólk vill frekar vita af kort- unum hjá mér en í drasli ofan í skúffu,“ segir Páll A. Pálsson kortasafnari. Páll A. Pálsson, Ijósmyndari og kortasafnari á Akureyri, ömsson osm) tWtjjar tðlcitðltnf þjóitlðöf|Uf Það var á keppnisferð ís- lenska handboltalandsliðsins íyrir nokkuð mörgum árum að einn leikmannanna, Sigur- bergur Sigsteinsson, varð fyrir hrekkjum félaga sinna. Á þessum tíma var Sigur- bergur með yfirvaraskegg, sem var ekki þéttvaxið eða mikið á nokkum hátt. Einn morguninn, þegar flestir leik- mannanna voru vaknaðir, kom ffam tillaga um að gera Sigurbergi grikk. Menn náðu í raksápu og sköfu og hófu að raka helm- t. ing skeggsins af. Þegar því var lokið og það án þess að Sigurbergur svo mikið sem mmskaði var sápan þurrkuð úr andliti hans. Menn biðu spenntir eftir að Sigurbergur vaknaði. Þegar að því kom varð hann einskis var. Þvoði sér og klæddi og hélt út í daginn. Það var nokkuð liðið á dag þegar Sigurbergur varð þess var að mikið var horft á hann og það var ekki fyrr en um miðjan dag að hann varð var við hvað félagar hans höfðu gert honum. (úr íþróttamannasögum) RIMSÍRAMS GUÐMUNDUR ANDRITHORSSON Burt með Hriflukerfið! Við þurfum öflugan flokk þjóðrœkinna einangrunarsinna að hamast á móti Uppkastinu og við þurfum opingáttarmenn til að gera ný og ný uppköst. Brýnasta úrlausnarefni ís- lenskra stjómmálamanna nú er að Ieggja niður flokkaskiptingu Jónasar ffá Hriflu og koma á ný á þeirri sem var fyrir hans tíð. Tími stéttastjómmálanna er í raun mnninn á enda fyrir löngu; Gúttóslagnum er lokið. Spum- ingin um herinn vekur engar ástríður lengur nema ef væri hjá Bimi Bjamasyni. Framsóknarflokkurinn er ekki flokkur bænda heldur flokkur framsóknarmanna. Hið sama gildir um A-flokkana tvo, hvorugur er flokkur alþýðu, hvaða fólk sem það nú annars er, báðir em flokkamir vett- vangur framagosa og atvinnu- stjómmálafólks, sem sumt er ágætlega hæft til að vinna að lausn ýmissa vandamála, prýð- ishæfir tæknikratar, en ekki fólk sem maður kýs beinlínis til þess að sjá einhverjar hugsjónir rætast — þannig séð. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur aldrei haft skýra stefnu sem slíkur, hefur fram að þessu hangið saman á kommúnistahræðslu meðlima sinna, sem sýnast í fljótu bragði eiga fjarska fátt sameiginlegt annað en algjört áhugaleysi um stjómmál. Hann hætti smám saman að vera sá gæsluflokkur hagsmuna auðmanna sem íhaldsflokkar annarra norður- landa vom, rétt eins og íslenskir sósíalistar urðu furðu fljótt óháðir línunni frá Mosvku — fyrstu evrópukommúnistamir. En allt er það liðin tíð. Búið, afgreitt. Kvennalistinn er sennilega sá eini af núlifandi þingflokkum sem maður sér að eigi sér nokkum tilvera- grundvöll, stofnaður kringum hagsmuni tiltekins þjóðfélags- hóps sem á undir högg að sækja og aðrir flokkar hafa vanrækt. Flokkamir sem samkvæmt Hriflukerfmu eiga að heita and- stæðumar í íslensku flokka- kerfi, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag, era hvor með sínum hætti í raun óstarfhæfir sökum stefnuleysis. Hvor um sig er margklofmn í öllum þeim málum sem varða þjóðina ein- hverju. Hver er stefna þessara flokka í sjávarútyegsmálum? í Evrópumálinu? í byggðamál- um? Hinir raunverulegu andstæðuflokkar íslenskra stjómmála eru smám saman að verða gömlu Hrifluflokkamir, framsóknarmenn og kratar, en báðir era þeir of máttlausir, of fylgislausir, of þrúgaðir af sögu, of fullir af fólki sem hefur komið sér þar fyrir til þess að tryggja hagsmuni sína í stöðu- veitingum. Hvorugur hefur nokkra burði til að verða fjöldaflokkur. Við þurfum tvo flokka. Þessa gömlu tvo: Heimastjómarmenn og sjálfstæðismenn, síðan eiga þeir Hannes Hafstein og Skúli Thoroddsen að takast á. Hin gamla andstæða íslenskra stjómmála er á ný komin upp á yfirborðið — hvarf sennilega aldrei. Við þurfum öflugan flokk þjóðrækinna einangr- unarsinna að hamast á móti Uppkastinu og við þurfum opingáttarmenn til að gera ný og ný uppköst. Við kjósendur verðum að fá eitthvað að kjósa um. Við þurfum öfgamenn til beggja hliða. Þannig fæst skap- legust niðurstaða; en meðan við búum við gersamlega úrelt flokkakerfi sitjum við uppi með stjómmálamenn í leit að hug- sjón — stjómmálamenn að þvælast um allan heim á dag- peningum í leit að hugsjón.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.