Pressan - 09.04.1992, Page 20

Pressan - 09.04.1992, Page 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9.APRÍL1992 Sagan af Alexander Rubin og Evald Mikson GUUHMMR Bffll UPPTÆKTí SVIÞJOB Vitnisburður samstarfsmanna Evalds Miksons, lög- regluskýrslur og framburður frá Tallinn, skýrslur ";v: j sænska útlendingaeftirlitsins og frásagnir eftirlif-f á enda hníga allar í sömu átt: Evald Mikson og félagar( 1 hans í stjórnmálalögreglunni handtóku gyðinga til að komast yfir eigur þeirra. Evald Mikson haföi gull í farteskinu þegar hann kom til Svíþjóöar. Hann sagöist hafa keypt þaö hjá starfs- manni Alexanders Rubin. / '1% j; / ■' Y " - ’ Þau gögn sem fram eru komin í máli Evalds Miksons varpa býsna skýru Ijósi á hvað gerðist og hvað gerðist ekki þá sex mán- uði sem meintir stríðsglæpir hans eru sagðir hafa átt sér stað. Enn eru þó eyður í þeirri sögu, enda enn mikið af skjölum sem á eftir að koma í dagsljósið. FYLLT UPP í EYÐURNAR Eins og fram hefur komið seg- ist Mikson hafa verið sýknaður af öllum ákærum í Svíþjóð, enda hafi 27 af 33 vitnum borið sér gott orð sem eistneskum föður- landsvini. Nú er ljóst að Mikson var vísað úr landi, vitnin voru ekki nema 29 og þar af voru ekki nema tólf sem vissu eitthvað um störf hans hjá stjómmálalögregl- unni í Tallinn haustið 1941. Ein hjón þekktu til starfa Miksons í Tartú, en flestir höfðu hvorki séð né heyrt Mikson fyrr en löngu seinna. Eftir standa ellefu manns sem störfuðu í Aðalfangelsinu í Tall- inn með Mikson, að viðbættum einum óbreyttum borgara sem Mikson sjálfur handtók. Af þess- um ellefu vissu nfu ekki til þess að Mikson hefði handtekið neinn né yfirheyrt. Annaðhvort fór þetta fólk rangt með eða þá að störf Miksons fóru leynt, því að tveir lögreglumenn höfðu verið viðstaddir handtökur með Mikson og sjálfur viðurkenndi hann þátttöku í þremur „rass- íum“. En í vitnisburði þessa fólks koma þó ffam atriði sem saman fylla upp í mynd af störfum Mik- sons og ganga að flestu leyti þvert á það sem Mikson sjálfur hefur sagt. Þetta á sérstaklega við um það sem beinist að Alex- ander Rubin og dóttur hans, Ruth, en Mikson er sagður hafa handtekið og drepið þau bæði. Þegar vitnaleiðslumar í Svíþjóð em bomar saman við skjöl sem fundist hafa í Eistlandi verður til saga þar sem atburðir, einstak- lingar og dagsetningar falla sam- an í eina heild. MIRIAM LEPP KEMUR í HEIMSÓKN Byrjum á að leiða hjá okkur það sem Mikson hefur sagt í ís- Ienskum fjölmiðlum, að hann hafi aldrei heyrt á þetta fólk minnst. Skjölin ffá Svíþjóð stað- festa það sem PRESSAN hafði skýrt frá, að Mikson þekkti Al- exander Rubin ágætlega fyrir stríð, enda rak hann þekkta skart- gripaverslun í miðborg Tallinn. Frásögnin hér á eftir er byggð á eismeskum gögnum (yfirheyrsl- um, handtökuskipunum, lög- regluskýrslum), vitnisburði í Svíþjóð, skýrslum sænska út- lendingaeftirlitsins og öðmm skráðum frásögnum. Ekki er hægt að finna tengsl á milli þess- ara heimilda; frásegjendur eru „báðum megin borðsins“. Fyrst verður fyrir okkur ffá- sögn Eiks Vareps, bílstjóra hjá stjómmálalögreglunni, sem bar vitni í Svíþjóð. í kringum tíunda september 1941 var hann stadd- ur í bflageymslunni í Aðalfang- elsinu, þar sem lögreglan hafði aðsetur, þegar til hans kom gyð- ingakona sem sagðist eiga erindi við Mikson. Þessi kona var Miri- am Lepp og var gift Konstantín Lepp, háttsettum lögreglumanni. Þegar Miriam fékk ekki inn- göngu skrifaði hún bréf og bað Varep að koma því til Miksons. Þegar Varep kom að skrif- stofu Miksons og opnaði dymar sá hann Mikson þar ásamt illa út- lítandi gyðingi. Mikson reiddi eitthvað, sem Varep hélt vera gúmmíkylfu, til höggs að hálsi eða hnakka mannsins og sagði: „Segið mér hvar þér geymið það.“ Varep lagði bréfið frá sér á skrifborð og fór aftur út. Vakt- maður á ganginum fyrir utan sagði Varep að maðurinn væri gyðingurinn Rubin. Við yfirheyrslumar í Svíþjóð mótmælti Mikson þessu, sagðist aldrei hafa yfirheyrt, hvað þá slegið, Rubin. Hann sagðist heldur ekki kannast við neitt bréf og ekki einu sinni vita að eigin- kona Konstantíns Lepps væri gyðingur. í æviminningum sín- um 42 ámm síðar skýrir Mikson frá því að hann hafi einmitt um þetta leyti sérstaklega varað Miriam Lepp við því að Þjóð- verjar væru að handtaka gyð- inga. NICOLAIROSENBERG BENDIR Á RUTH RUBIN Lítum næst á yfirlýsingu Ruth Rubin sem hún gaf lögreglunni þegar hún var handtekin. „Þar til fjórtánda september bjó ég [hjá foreldrum mínum] þar til þau voru handtekin af því að þau eru gyðingar. [Þá] fluttist ég að Söö- stræti 6 í Nömme til kunningja míns, Ungermanns." Nú höfðu Alexander Rubin og eiginkona hans verið handtekin, en Ruth flúði til Oswalds Unger- manns, starfsmanns í skartgripa- verslun föður hennar. Víkur þá sögunni að öðrum starfsmanni Rubins, Nicolai Ro- senberg. Þann 25. september er hann handtekinn í Nömme, út- hverfi Tallinn þar sem Unger- mann bjó. Rosenberg var þá til- tölulega nýkominn til Tallinn eftir fjarveru, en við yfirheyrslu skýrði hann lögreglumanninum Köstner frá því að hann hefði verið beðinn að grafa verðmæti úr verslun Rubins í bflskúrsgólf- inu heima hjá sér. Nú væm þau horfin, en hann vissi hins vegar til þess að Ruth Rubin væri í fel- um heima hjá Ungermann. Þennan sama dag undirritar Mikson handtökuskipun á Ruth Rubin. Um kvöldið fer hann ásamt þremur lögreglumönnum og bflstjóranum Varep að húsi Ungermanns, þar sem Unger- mann-hjónin, dóttir þeirra og Ruth Rubin vom handtekin. Að sögn Vareps skipaði Mikson Ungermann að láta af hendi ein- hvem hlut, en þegar Ungermann sagðist ekki hafa hann ákvað Mikson að handtaka þau og fara með þau öll í Aðalfangelsið. Þessi frásögn er í samræmi við vitnisburð Ungermanns sjálfs. Síðar segir Varep að Ungermann hafi sagt sér að Mikson hafi vilj- að fá verðmæti úr verslun Ru- bins. í ffamburði Ruth Rubin hjá lögreglunni segir: „Þann 25. sept- ember var Ungermann handtek- inn á grundvelli þess að hann hefði leynt eignum og ég var handtekin ásamt Ungermann og flutt í Aðalfangelsið í Tallinn.“ LEITIN BER ÁRANGUR Tveimur dögum eftir hand- tökuna kom lögreglumaðurinn Köstner með Ungermann í bfla- geymslu fangelsisins og sagði Varep að aka þeim heim til Un- germanns. Köstner hafði með- ferðis tösku og fór með hana inn í húsið. Þegar hann kom aftur var taskan full af armbandsúrum, sem Varep segist hafa séð sjálfur og hafi verið venjuleg úr, ekki úr gulli. Mikson var ekki með í þessari ferð. Á meðan Ungermann sat í haldi kom Mikson ásamt ungum manni, sem Varep skildist að væri fangi, og sagði Varep að fara með þá að Tööstuse-götu 1. Þar gengu þeir inn, Mikson og ungi maðurinn, en fóru síðar í bflskúr- inn, þar sem Varep sá unga manninn grafa í moldargólf eins og hann væri að leita að ein- hverju. Skömmu síðar birtist Mikson með gullhlut í hendi og stærði sig af því að hafa komist yfir tuttugu og átta kfló af gulli. Ungi maðurinn varð eftir í hús- inu. Síðar heyrði Varep að hann hefði verið í heimsókn hjá Rubin, en hann vissi ekki hvort Rubin hefði átt heima í viðkomandi húsi. Vitað er að Rubin átti ekki heima við Tööstuse-götu, heldur að Tödva-stræti númer eitt. Al- exander og Ruth Rubin létu lífið skömmu síðar. Nicolai Rosen- berg og Ungermann-fjölskyld- unni var sleppt, enda ekki gyð- ingar. Dóttir Ungermanns býr enn við Soo-stræti númer 6. MEÐ GULLIÐ TIL SVÍ- ÞJÓÐAR Þegar Mikson kom til Sví- þjóðar hafði hann í farteskinu gull sem gert var upptækt. í skýrslum sænska útlendingaeft- irlitsins kemur fram að hann hafi sagst hafa keypt það gull af Nic- olai nokkrum Rosenberg. I vitnisburði sínum í Svíþjóð sagðist Varep hafa séð hluta úr- anna, sem Köstner tók heima hjá Ungermann, í hillu eða skáp á skrifstofunni hjá Mikson. Mik- son mótmælti þessu, sagðist engin úr hafa haft þar, enda hefði ekki einu sinni verið skápur eða hilla á skrifstofunni. Fjórum dögum síðar bar vitni Martin Jensen, samstarfsmaður Miksons (sem PRESSAN ræddi við fyrir tveimur vikum) sem bar vitni fyrir hann í Svíþjóð. Hann sagði að á skrifstofu Miksons hefði verið skápur þar sem með- al annars voru úr, skammbyssur og myndavél. Þremur dögum seinna sagði Uno Richard Andrusson, annar samstarfsmaður Miksons sem bar vitni fyrir hann, að á skrif- stofunni hefði verið skápur með myndavélum, vopnum og út- varpstækjum. Þegar Mikson var handtekinn um haustið var hon- um borið á brýn að stela eigum handtekins fólks og var sérstak- lega spurst fyrir um útvarpstæki. Karl Th. Birgisson Um borö I skipinu sem færöi hann til íslands. Gullið varö eftir ISvíþjóð.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.