Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9.APRÍL1992 41 Haldiö af staö austur. Frá vinstri: Hadda Þorsteinsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Por- geröur Árnadóttir, Hrafnhildur Ingvars- dóttir, Herborg Friðjónsdóttir, Ernst Back- man, Einar Rúnar Stefánsson og Hrafn- hildur Gunnarsdóttir fremst. Á myndina vantar nokkur barnanna. Allir dansa jenka á ströndinni sumariö 1965. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Hrafnhildur Ingvarsdóttir, Kristín Páls- dóttir, ónefndur Þjóöverji, Herborg Friðjónsdóttir fararstýra, Hadda Þor- steinsdóttir og Hrafnhildur Gunnars- dóttir fremst. er minnisstæðust ferð þar sem heimsótt var eítirlíking af geim- stöð og þótti meiriháttar upplif- un. Ánægjulegasta atvikið var þegar ég kynntist stelpu frá Austur-Þýskalandi sem ég skrif- aðist á við í nokkur ár.“ Fararstýra í jressari fýrstu ferð var Herborg Þorsteinsdóttir, dóttir Maríu. Eftir að hópurinn sótti heim æskulýðsbúðimar Pi- onierrepublik Wilhelm Pieck í úthverfi Berlínar var ákveðið að íslendingar gistu þær búðir næstu árin. Það hélst óbreytt næstu 23 árin eða þar til síðasti hópurinn hélt heim frá Austur- Þýskalandi sumarið 1989. Öll aðstaða í búðunum var hin besta, umhverfið fallegt og vandað til vistarveranna. ÞÓTTIPÚKALEGT AÐ FARA TIL AUSTUR- ÞÝSKALANDS Freyja Þorsteinsdóttir, bama- bam Maríu, fór fyrri ferð sína sem bam árið 1975 undir farar- stjórn Oddfríðar Þorsteinsdótt- ur. „Ég man illa hvað krakkamir hétu, að undanskildum Þorsteini Ingimarssyni, sem er sonur Agn- esar Löve píanóleikara og dokt- ors Ingimars Jónssonar. Það er nú alveg rétt, og maður heyrði það útundan sér, að það þótti púkalegt að fara til Austur- Þýskalands í sumarbúðir en síð- an spurðist það út hvað það var gaman í þessum ferðum, sem fengu gott orð á sig jtegar fram í sótti. Lengi vel vom þetta vin- sælustu fermingargjafimar á Norðfirði," sagði Freyja. „Opnunarhátíðin var hátíðleg. Einn fulltrúi frá hverri þjóð sleppti hvítri dúfu sem tákni um frið og samstöðu. Það var alltaf fjör í þessum ferðum og við vak- in með rokki og róli en ekki þjóðsöngnum. Dagurinn hófst á fánastund þar sem þjóðimar skiptust á að heilsa á smu tungu- máli og syngja söng. Þá las einn forstöðumannanna alþjóðlegar fféttir og sagði okkur af veðri. Síðan tók við morgunleikfimi. Yfir daginn gerðist margt, meðal annars vináttufundir þar sem krakkamir sögðu frá þjóð og landi og skiptust á gjöfum. Okkur var gefinn kostur á að mynda tengsl við þá sem við óskuðum og á þann hátt eignað- ist maður óteljandi vini. Eg fann aldrei fyrir því að verið væri að halda að manni einhverjum ákveðnum boðskap heldur var þetta bara stöðugt fjör.“ VERKSMIÐJUVINNA TÁKNRÆN SAMSTAÐA „Litlu Ólympíuleikamir vom haldnir á hverju ári, við fómm í útilegu, tjölduðum og fómm í draugaferð að kvöldi til inn í skóg. Það var voða spúkí, hvít lök hér og þar á trjánum og draugasögur sagðar. Ekki má gleyma útibíóinu þar sem sýndar vom kúrekamyndir með þýsku tali. Á sama stað vom haldin diskótek einu sinni í viku. Haldið var kamival þar sem mikið var sprellað og ég gifti mig þar nokkmm strákum. Það var viss passi að við þurft- um að vinna f verksmiðju og átti það að vera táknrænt fyrir sam- stöðu. Ég man nú ekki alveg ná- kvæmlega hvað það var sem við bjuggum til en það var eitthvert stykki í vélar. Andvirði vinnunn- ar rann til alþjóðlegrar bama- hjálpar." ÍSLENDINGAR ÓLÁTA- BELGIR MEÐ NJÁLG Árið 1986 fór Freyja sem far- arstýra og sagði það hörkuvinnu. „Ég held að við íslendingamir höfúm haft sérstöðu innan hóps- ins því við vomm svo miklir ólátabelgir. Forstöðumennimir vom bara nokkuð ánægðir ef Is- lendingamir gátu staðið rólegir á meðan á athöfnum stóð. Við er- um ffekar óöguð hér á landi og með einhvem njálg. Þar að auki höfðum við yfutiöfuð meiri pen- inga en hinar þjóðimar," sagði Freyja. „Nöfnin eru ekki á neinum Stasí-skýrslum ef þú heldur þaö!“ sagöi Möröur Árnason. María tók undir orð Freyju þegar hún rifjar upp fýrstu ferð- ina. „Allir í búðunum fengu viss- an vasapening sem átti að duga. Það urðu af þessu einhver vand- ræði þar sem íslensku krakkamir höfðu mismunandi mikla pen- inga, þannig að foreldrar vom beðnir að stilla peningagjöfum í hóf. Það sama skyldi ganga yfir alla,“ sagði María. Dóttir Freyju, Yr Sigurðar- dóttir, fór síðustu ferðina og er því fulltrúi ungu kynslóðar sam- tímans. „Það sem ég man helst var sú hroðalega tónlist sem vakti okkur á morgnana, eld- gömul lög með Tinu Tumer og þess háttar gamalt popp.“ Ýr borðaði yfir sig af bláum ís í Berlín, fékk matareitmn og var lögð inn á spítala. „Þeir ætluðu aldrei að hleypa mér heim. Á endanum sagði ég nei takk og hljóp út með hjúkmnarkonuna á hælunum. Við stálumst alltaf út á nótt- unni til að hitta strákana, en það máttum við ekki. Okkur var refs- að með því að við fengum ekki að taka þátt í dagskránni næsta dag. Við misstum því alltaf af öllu og fengum meðal annars ekki að fara í skoðunarferð í fangabúðir. Síðan misstum við af kjúklingunum, en við hlökk- uðum svo mikið til að fá eitthvað gott að borða. Við urðum ógeðs- lega íeið þegar það gerðist.“ BUNDU SAMAN LÖKIN OG KOMUST ÚT „Forstöðumennimir vom famir að ná okkur þegar við læddumst út á nóttunni þannig að síðustu nóttina bundum við saman lökin og komumst þannig út. Eina nóttina þegar við vomm úti tók fararstjórinn dýnumar úr rúmunum og þá nóttina þurftum við að sofa á gormunum. Við vorum svo hneyksluð. í Berlín fómm við að sjálf- sögðu beina leið í Inter-Shop. Þar fylltum við töskumar af namnti og kóki. Arabamir vom duglegir að kaupa af okkur sæl- gæti, sólgleraugu og bókstaflega allt. Einn þeirra bauð mér 200 mörk fyrir bleikan íþróttagalla semég varmeð. Bestu vinkonumar voru frá Búlgaríu og arabísku strákamir vom líka írábærir. Það var mikið grátið á kveðjustund og ég hef skrifast á við marga síðan ég kom heim.“ Fastur liður á meðan á dvöi- inni stóð var helgardvöl hjá fjöl- skyldu. Heimsóknimar vom vel undirbúnar af gestgjöfunum og taldi Freyja þær ekki endilega hafa gefið raunhæfa mynd af dæmigerðu fjölskyldulífi. „Var ekki gaman að vera hjá foreldr- um yfir helgi?“ spurði María bamabamabam sitt. „Ó nei. Ég lenti hjá eldgömlum hjónum sem vom svo reið af því að ég borðaði ekki fisk. Konan tók föt- in mín þegar ég kom og klæddi mig í skósítt pils og prjónaðan stuttermabol. Viljið þið trúa því? Síðan sat hún á svölunum með einhverri frænku sinni og spilaði Svarta-Pétur. Ég varð síðan að sitja inni alla helgina meðan hinir krakkamir fóm út og hittust á kvöldin. Kon- an var mjög hrifin af því hvað ég var góð stúlka, en ég sat bara í sófa alla helgina og sagði ekki orð því það var ekkert við að vera. — Annars var alveg rosa- lega gaman í ferðinni og mér finnst að það ætti að taka þær upp aftur. Ég mundi ekki beint fara!“ 'Anna Har. Hamar Síöasti barnahópurinn sem flaug austur yfir múrinn. „í Berlín fórum við aö sjálfsögöu beina leiö í Inter-Shop. Þar fylltum viö töskurnar af nammi og kóki sem arabarnir voru duglegir aö kaupa af okkur,“ sagði Ýr Sigurðardóttir, fjóröa frá hægri í fremri röö. K Y N L í F JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR A Inæm isóskarinn Þegar Jodie Foster tók við Óskarsverðlaununum sínum var hún að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi og með rauða slaufu í barminum. Hún var ekki sú eina með slíkt barm- Efíslensk kvik- mynd hefði ekki verið tilnefnd til Óskarsverðlauna hefði hópur íslen- sks kvikmynda- gerðarfólks varla komið sér fyrir á krá í Reykjavík til að horfa á beina útsendingu frá athöfninni um miðja nótt. skraut. Allir leikaramir sem ijölmenntu á verðlaunaafhend- inguna bám sams konar rauða slaufu við hjartastað. Þetta ákváðu þeir að gera til að vekja athygli á alnæmisvandanum og hvetja stjómvöld til að verja meiri fjármunum til alnæmis- rannsókna. Þessi samhugur leikaranna fékk mig til að leiða hugann að ástandinu hér heima og hversu miklu það virðist breyta að hafa persónulega reynslu af afleiðingum sjúk- dómsins. Leikarar og annað listafólk í Bandaríkjunum á margt vin, kunningja eða einhvem ná- kominn sem smitaður er af HlV-veimnni eða sem hefur dáið úr alnæmi. Það er með rennan sjúkdóm eins og aðra vágesti heilsunnar — þeir sem hafa reynslu af sjúkdómnum láta sig málið mestu varða. En Durfúm við íslendingar að bíða eftir að einhver okkur nákom- inn, jafhvel við sjálf, smitumst af HÍV-veimnni til að við ljúk- um upp augunum? Meðal annars vegna fá- mennisins og hættunnar á for- dómum hafa HlV-jákvæðir á Islandi ekki mikið haft sig í frammi, með einstaka undantekningum þó. Til að við tökum mark á því að alnæmi snertir raunvemlega líf okkar þurfum við að heyra meira um mannlegu hliðina. Þess vegna fannst mér það ómetanlegt þegar ungur HlV-jákvæður maður, Einar Þór Jónsson, steig fram á sjónarsviðið og leyfði landanum að kynnast sér. Með þessu móti hefur hann gert mikið í að gera umræðuna um alnæmi persónulegri og þar af leiðandi nálægari þeim sem búa hérlendis. Þótt ekki sé hægt að líkja sjúkdómnúm alnæmi saman við aðra sjúkdóma eins og krabbamein og áfengissýki eiga þeir það sameiginlegt að vera langvarandi. Það er ekki ýkja langt síðan fólk sem uppgötvaðist með krabbamein skreið með veggjum og al- menningur þorði varla að nefna þann sjúkdóm. Nú hefur þetta breyst. Sama máli gegnir um viðhorf til alkóhólisma. Einu sinni taldi fólk að einu alkóhól- istamir væru rónamir í strætinu og sjúkdómurinn stafaði bara af helberum aumingjaskap. Viðhorfin hafa mikið breyst síðan þá. Viðhorf til alnæmis eru líka að ganga í gegnum vissa þróun. Með því að opna umræðuna aukast þekking manna og skilningur. Með skilningi minnka fordómamir. Það var því vel við hæfi að vekja athygli á alnæmisvand- anum við Óskarinn. Tengslin hafa mikið að segja. Ef íslensk kvikmynd hefði ekki verið tilnefnd til Óskarsverðlauna hefði hópur íslensks kvik- myndagerðarfólks varla komið sér fyrir á krá í Reykjavík til að horfa á beina útsendingu frá athöfninni um miðja nótt. En við vomm ekki með rauða slaufu í barminum. Fyrir lang- ílesta er alnæmi eitthvað sem „kemur bara fyrir aðra”. Fámennið hér á landi gerir okkur ekki bara erfitt fyrir við að færa alnæmissjúkdóminn nær raunveruleikanum. Til dæmis er hægt að tala um „íslensk” skyndikynni. Er- lendis er yfirleitt átt við með skyndikynnum að tveir blá- ókunnugir einstaklingar hafi kynmök og síðan ekki söguna meir. Á íslandi er þessu öðm- vísi háttað. Vegna fámennisins er ef til vill sjaldnar um ókun- nugt fólk að ræða heldur en kunnuga. Ef þetta er rétt er spuming hvort erlendar leiðbeiningar um hættuminna kynlíf eigi við í okkar samféla- gi. Eitt dæmi: „Ekki sofa hjá mörgum — sérstaklega þeim sem þú þekkir ekki.” Það er hæpið að við tökum þessa varúðarráðstöfun mikið til okkar því við þekkjum svo marga samlanda okkar í sjón. Þeir sem ganga lengst í að aíheita tilvist alnæmis telja sig þá „ömgga” af því þeir „þekkja viðkomandi”. Þetta er varhuga- verð ályktun því það að „þekkja” einhvem getur hæg- lega verið falskt öiyggi. Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.