Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRÍL 1992 1 Óstöðugleiki og þverrandi sláifstraust framundan SKOTLAND Verkamannaflokk- urinn vann 50 sæti af 72 á Skotlandi í síðustu kosningum, en nú sækja skoskir þjóSernissinnar hart fram. Ihalds- menn eiga sér vart viðreisnar von. Kosiö er um 651 þingsæti og þarf Verkamannaflokkurinn aö vinna 94 þingsætl til viöbótar svo hann hafi 326 þingmenn eöa eins þingsætis meirihluta. íhaldsmenn mega ekki tapa fleirum en 44 sætum til þess aö sigra fjóröa kjörtímabilið í röö. Frjálslyndir demókratar vonast til þess aö bæta viö sig nokkrum sætum, en þeir hafa nú 22. Fái hvorugur stóru flokkanna 326 þingmenn kjörna er stjórnarkreppa yfirvofandi og valdajafnvægiö í þinginu veröur í höndum frjálslyndra demókrata, þjóöernissinna á Skotlandi og Wales og sambandssinna á Noröur-írlandi. NOROUR-ÍRLAND Sambandssinnar og Sinn Fein keppa báöir um atkvæöi, sem frjálslyndir demókratar hafa talið sér vis. jfeMSHP fm WALES Fornt vígi Ver mannallokksins, en Plald Cymru (þjóð- emissinnar) og _________ frjálslyndir ' demókrat- v. w I LONDON Verkamannaflokkurinn freistar þess að ná 21 af 84 þingsætum íhaldsmanna í höfuöborginni, en það eru sæti, sem ihaldsmenn hrepptu með minna en 16% meirihluta í síðustu kosningum. Þá vonast þeir til þess að ná þremur þingsætum öðrum á sitt vald. Á hinn bóginn eiga þeir á hættu að tapa að minnsta kosti einu sæti til frjálslyndra demókrata. Punktarnir sýna kjördæmi, sem eru f hættu, og hvaöa flokkur „á“ sætiö ■ . -. JÉU m •’ ,Ai p' p f ■ # mj ■ w Ihaldsflokkur I Verkamannaflokkur' Frjálslyndir demókratar I Aörir I PRCSSAN/AM Allar líkur benda nú til þess að stjómarkreppa muni ríkja á Bretlandi eftir kosningamar í dag, því samkvæmt skoðana- könnunum er enn svo mjótt á mununum milli íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins að hvomgur flokkanna nær þing- meirihluta ef spámar ganga eftir þegar talið verður úr kössunum. Á síðustu dögum hefur Verka- mannaflokkurinn reyndar aðeins sótt í sig veðrið, en á móti kem- ur að Frjálslyndir demókratar hafa gert slíkt hið sama. Þrátt fyrir að skoðanakannan- ir hafi mjög verið á sömu leið undanfarnar vikur verður að hafa í huga að sjaldan hafa fleiri sagst vera óákveðnir jafn- skömmu fyrir kosningar, margir hafa ekki einu sinni gert upp við sig hvort þeir ætli að kjósa og vegna kosningafyrirkomulags geta minnstu sveiflur haft afger- andi áhrif á úrslitin. Fylgisaukn- ing hjá hvaða flokki sem er — þótt hún nemi ekki nema einum hundraðshluta — getur skipt sköpum, svo framarlega sem hún verður í réttum kjördæm- um. Eins og sjá má á meðfylgj- andi korti er afar mjótt á munun- um í fjölda kjördæma. Leiðtogar stóru flokkanna —- íhaldsmaðurinn John Major for- sætisráðherra og Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins — reiða sig beinlínis á slíka breytingu á síðustu dögum kosningabaráttunnar, en miðað við reynsluna er fremur ólíklegt að þeim verði að ósk sinni, breskir kjósendur virðast tregir til að skipta um skoðun á loka- sprettinum. Segja má að John Major dugi þó fátt nema kraftaverk. Kosn- ingabarátta íhaldsmanna hefur þótt frámunalega léleg og mátt- laus. Að Michael Heseltine slepptum (sem mörgum íhalds- mönnum þótti nú ekki par merkilegur pappír fyrir nokkrum vikum) hafa frammámenn í flokknum verið til hlés, en stafnbúinn sjálfur er svo kurteis og hlédrægur að hann hefur ekki kunnað við að ráðast á andstæðinga sína. Dagblaðinu The Times reikn- ast svo til samkvæmt síðustu skoðanakönnun að Verka- mannaflokkurinn fái 319 þing- menn, en þeir þurfa sjö þing- menn til viðbótar til að hafa þingmeirihluta. Ihaldsmönnum spáir blaðið 287 þingsætum, frjálsyndum demókrötum 20 sætum, þannig að þingflokkur joeirra minnkar í raun, en að aðr- ir flokkar, fyrst og fremst skosk- ir aðskilnaðarsinnar, fái 27 þing- menn alls. TVEGGJAFLOKKA- KERFIÐ FYRIR BÍ En það gildir einu hver sigur- vegari kosninganna verður þeg- ar upp er staðið, tveggjaflokka- kerfi Breta virðist vera að syngja sitt síðasta. Um leið og það ger- ist er hætt við að óstöðugleiki fari að einkenna bresk stjóm- mál, þótt þau verði nú ósenni- lega með sama yfirbragði og verið hefur á ftalíu. En jafnvel þó svo annar hvor stóm flokkanna fái hreinan þing- meirihluta er næsta víst að sá meirihluti verður afar naumur og fyrir vikið þyrfti ríkisstjómin að hafa mun meiri áhyggjur af flokksaga stjómarliða en nokkm sinni stjómarandstöðunni. Djarf- legar ákvarðanir líkt og ein- kenndu 11 ára stjórnartíma Margaretar Thatcher verða úr sögunni. Hin nýja ríkisstjórn þarf að hafa sig alla við á hinum pólitíska vettvangi innanlands og það verður að teljast hætt við að leiðtogahlutverk Breta í alþjóða- stjómmálum, sem Thatcher end- urheimti eftir niðurlægingu eftir- stríðsáranna, glatist á ný. VANDI VERKAMANNA- FLOKKSINS Verkamannaflokkurinn hefur ekki haldið um stjómartaumana í 13 ár og í raun fáir í þing- flokknum, sem þekkja annað en stjómarandstöðu. Fái flokkurinn sigur bíða hans ærin verkefni. Talið er að hefðbundið vantraust athafnamanna á vinstristjómum muni veikja sterlingspundið og þá munu Neil Kinnock og fjár- málaráðherraefni hans, John Smith, þurfa að standa við stóm orðin um vaxtahækkun fremur en gengisfellingu. Það myndi duga til að friða peningamark- aðinn, en að líkindum fram- Iengja efnahagslægðina. íhaldsflokkurinn hefur síð- ustu daga róið lífróður gegn sókn Verkamannaflokksins og fijálslyndra demókrata og kallar möguleikann á stjóm Kinnocks „Martröð í Downing-stræti“. Michael Heseltine umhverfis- ráðherra hefur ekki skafið utan af hlutunum: „Hver sá sem heldur að sósíalisminn veiti svörin þarf ekki annað en að horfa yfir Ermarsund þar sem forsætisráðherra [sósíalista] þurfti að segja af sér og það em óeirðir á götum Marseille. Allt þetta er hörmuleg áminning um hvað gerðist þegar Verka- mannaflokkurinn var síðast við stjóm.“ KRÖFUR FRJÁLS- LYNDRA DEMÓKRATA En hvað tekur við ef svo fer sem horfir og enginn flokkanna fær þingmeirihluta? Þá er hætt við að langar og strangar stjóm- armyndunarviðræður taki við. Paddy Ashdown, leiðtogi fijáls- lyndra demókrata, hefur margoft ítrekað að forsenda stjómarþátt- töku eða stuðnings flokks síns við minnihlutastjóm sé að hlut- fallskosning verði tekin upp á Bretlandi, en einmenningskjör- dæmin hafa undanfama áratugi séð til þess að fylgi hinna smærri flokka hefur ekki nýst þeim nema að örlitlu leyti. John Major hefur sagt að slíkt verði ekki á dagskrá í hugsan- legu ráðuneyti sínu, en Neil Kinnock hefur aftur á móti orð- að möguleikann á því að sérstök þriggjaflokkanefnd taki málið fyrir að kosningum loknum eða jafnvel að málið verði borið undir þjóðaratkvæði. Nái frjáls- lyndir demókratar lfam kröfum sínum hafa þeir hins vegar gull- tryggt stöðu sína í framtíðinni og verða þá líkast til í svipaðri stöðu og frjálsir demókratar í Þýskalandi undir stjóm Hans- Dietrichs Genscher, en þar í landi verður engin ríkisstjórn mynduð án stuðnings þeirra. Hvað sem verður er ljóst að um gífurlega vandasamt mál er að ræða og ólíklegt að niðurstaða fáist sem nokkrum lfki. En það eru fleiri málefni á dagskrá en kosningalöggjöfin. Þrátt lyrir að Verkamannaflokk- urinn hafi mjög dregið í land í veigamiklum málum eins og utanríkismálum, vamarmálum og efhahagsmálum verður eng- inn hægðarleikur fyrir hann að fylgja stefhu, sem frjálslyndum demókrötum mun líka. Þá er af- ar sennilegt að hið sérstaka sam- band Breta við Bandaríkjamenn muni kulna undir stjórn Neils Kinnock. Á móti kemur að Verkamannaflokknum er hlýrra til Evrópusamrunans en íhalds- mönnum og líklegt að samskipt- in við skriffinnana í Brussel batni. í velferðarmálum hvers- konar hefur Verkamannaflokk- urinn lofað til hægri og vinstri, en það er öldungis glögglega augljóst að skattheimta mun aukast verulega fýrir vikið. Sér- staklega mun það bitna á há- tekjumönnum og óttast margir að atgervisflótti sigli í kjölfarið. Þrátt fyrir að frjálslyndir demókratar telji óhjákvæmilegt að auka skattheimtu eitthvað er mjög ósennilegt að þeir geti sætt sig við ómengaða efnahags- stefnu Verkamannaflokksins. Flokksagi þeirra er líka minni en gengur og gerist hjá stóru flokk- unum og þar munar meiru um hvert atkvæði. Margir frjáls- lyndir eru vísir til þess að snúast á sveif með íhaldsflokknum í efnahagsmálunum og Kinnock því engan veginn öruggur jafh- vel þó svo honum takist að semja við frjálslynda um kjör- dæmamálin. Hið sama á við um John Major og íhaldsmenn að því ógleymdu að í þeirra eigin flokkum er fjöldi þingmanna, sem gætu átt það til að svfkja lit í einstökum málum. Það er sama hvemig fer — jafnvel þó svo öðrum hvorum stóm flokkanna takist að merja meirihluta — óstöðugleiki, þverrandi sjálfstraust og var- færni eiga eftir að einkenna bresk stjómmál á næstunni. Þeir dagar em liðnir að forsætisráð- herra gat stjómað sem einvaldur með drjúgan meirihluta þing- manna á bak við sig, en aðeins um 40% atkvæða. Andrés Magnússon

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.