Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9.APRÍL1992
31
íkmi wmm m
m m ¥iiui
— og allra síst til að leika eins ótrúlegt hlutverk og sjálfan mig sem ég veit bókstaflega ekkert um,“ seg-
ir Dagur Sigurðarson skáld um leik sinn í nýrri heimildakvikmynd, sem fjallar um hann sjálfan. Leik-
stjórinn, kvikmyndatökumaðurinn og nánast allt þar á milli er Kári Schram, sem hefur þá fyrirætlan að
sýna alþjóð „óvenjulegan mann, á óvenjulegum tíma, á óvenjulegum stað“.
Hann varð illur þegar ekki var
veitt meira í staupið. í sannleika
sagt var fjandinn laus og kveðj-
umar vom kaldar þegar gengið
var út í kvöldsortann. En þetta
var víst aðeins í nösunum á hon-
um — eða svo sagði Kári
Schram sem skipulagði viðtalið
og þekkir hann betur en margur,
heíiir elt hann á röndum í fleiri
vikur, með kvikmyndavélina á
öxlinni og þann tilgang einan í
farteskinu að gera um manninn
heimildamynd.
Dagur Sigurðarson skáld seg-
ist vera landsfrægur ,jiér í sveit-
inni“, en hefur þó ekki trú á sjálf-
um sér sem leikara, jafnvel þótt
hann sé „fótógen“. I myndinni
leikur hann sjálfan sig eins og
hann kemur fyrir, hvorki feguni
né ljótari, hvorki skemmtilegri
né leiðinlegri.
Frumleikinn fólginn í þrjósk-
unni
Samstarfið hófst með því að
Kári var nánast búinn að keyra
Dag niður þar sem hann lá og
hvfldi sig á grasbala.
D: „Kári lýgur því nú alger-
lega, en þó... kannski er sann-
leikskom í því. Þú varst lengi á
eftir mér er það ekki Kári?“
K: „Jú, ég bar búinn að
reyna að nálgast þig í nokkur
skipti en þú tókst þetta aldrei í
mál. Þú ert nú svo djöfull
þrjóskur og frekur."
D: „Eg er nú bara þannig
gerður, og frumleiki minn er
fólginn í þijóskunni. Ef maður er
þijóskur og heldur áfram að trúa
á það sem maður gerir þá kemur
að því fyrr eða síðar að maður
verður heppinn með það.
Ef ég er í vafa um að geta tek-
ið að mér verk læt ég ganga á eft-
ir mér í mánuð—eða tvo eins og
Kári gerði — þar til ég er orðinn
sannfærður um að ég geti leyst
það. Ég er miklu þekktari fyrir
það að ganga vel ffá hlutum en
að eiga auðvelt með að byija á
þeim.“
Kári taldi að maðurinn væri
einstakur og ákvað að freista
þess að gera um hann heimilda-
mynd. Hann álítur það skyldu
kvikmyndagerðarmanna að
koma hugmyndum sínum á
framfæri, leita uppi það sem
þeim finnst áhugavert og mynda
það á sannan hátt.
K: „Mér fannst í fljótu bragði
oft vera fjallað um h'tt spennandi
fólk sem hafði fátt að segja og
þótti það vera of oft í sviðsljós-
inu. Dagur er bara einstakur ka-
rakter og átti það skilið að ein-
hver tæki þetta verk að sér svo
fólk gæti upplifað þennan mann
í þeirri mynd sem hann kemur
fyrir. Óvenjulegur maður, á
óvenjulegum stað, á óvenjuleg-
um tírna."
Fór að detta í hug alveg ótrú-
legustu lygasenur
Mynd um skáld hlýtur að
geyma skáldskap, nema hún sé
alls ekki um skáld heldur aðeins
um áberandi mann í bæjarlífinu.
Mann sem flestir kannast við í
sjón eða af afspum, en færri
þekkja. Líf hans er kvikmyndað
og hégómagimdinni fullnægt.
K: „Þetta er heimildamynd
um líf Dags. En til þess að
mögulegt sé að sýna það þurfum
við kannski að endurskapa ein-
hverjar senur um hann sem em
minnisstæðar. Þetta er því
blanda af lygi og sannleika og
verður til hægt og hægt en ekki í
skipulagðri samfellu. Og er þetta
ekki allt skáldskapur, Dagur?“
D: „Það er voðalega erfitt að
vera fyrir framan kvikmyndavél
og ég var alltaf að kíkja á hvað
þeir vom að gera og það
skemmdi margar fallegar mynd-
ir. Ég var ekki fæddur til að vera
leikari og síst af öllu til að leika
svo ótrúlegt hlutverk sem sjálfan
mig, sem ég veit bókstaflega
ekkert um. Þetta er ekki bara
upplifun heldur líka eins og
hvert annað djobb. Maður reynir
að vanda sig við það sem getur
verið erfitt fyrir framan kamer-
una, því ég hef alltaf verið þann-
ig að ég er ákaflega feiminn við
myndavélar.
En svo fann ég upp trikk, því
þegar við emm byrjaðir á þessu
fer mér að finnast gaman að því.
Mér fóm að detta í hug alveg
ótrúlegustu lygasenur... því ég
er skáld. Við vomm sérstaklega
heppnir með eina sem var tekin á
Bíóbamum. í þeinri senu kem ég
inn á bar og betla fyrir bjór. Eitt-
hvað vomm við búnir að skrifa
en svo fórum við að leika okkur
að senunni. Það var mjög snið-
ugt. Sérðu, ég hef trú á mér sem
handritshöfundi en ekki sem
leikara - jafhvel þó ég sé „fótóg-
en“.
Jú, senan á Bíóbamum er
skáldskapur. Og auk þess þýðir
ekkert að gera kvikmyndir án
þess að menn séu skáld, það er
margsannað mál. En hégóma-
gimd minni er ekki fullnægt. Ég
finn svo mikið til mín hvort eð er
að ég þarf ekki að spegla mig.“
Agndofa yfir mínu maskúlína
baki
D: „Svo þegar við fómm að
skoða myndimar uppgötva ég
helvíti skemmtilegan vinkil á
sjálfum mér sem ég hef aldrei
séð áður. Það var mitt maskúlína
bak, sem ég var bókstaflega agn-
dofa yfir.“
En það er maðurinn með lins-
una sem sér Dag eins og hann
kemur fyrir.
K: „Um leið og vélin er látin
ganga er búið að fanga hann, og
tímann um leið. Dagur kemur
manni fyrir sjónir eins fríður og
eins ljótur og hann getur verið.
Alveg eins og fólk sér hann hér á
vappi í bænum. Hann er hins
vegar mesta ljúfmenni og hrok-
inn sem hann á til er aðeins
gríma sem hann setur stundum
upp. Það skín í gegn að drengur-
inn er óvenjulega vel upp alinn
og hann er geysilega kurteis. Við
Jón Proppé, sem unnum í þessu
saman, vorum bara nokkuð
ánægðir með hann, burtséð ffá
því sem honum finnst sjálfum.“
Mældur með ungpíublóð-
þrýsting í beinni töku
I einni senunni voru þeir
staddir í Suðurgötukirkjugarðin-
um. Þar talaði Dagur við Alffeð
Flóka og sagði söguna um Gin
Lane. Reyndar sagði hann fleira
þann daginn... en þá kom vind-
urinn... og vindurinn fór í
„mækinn“ og eyðilagði allt
hljóðið í senunni. Dagur segist
ekki hafa orðið bofs full, en það
sést á honum langar leiðir að
hann var ekki hið minnsta hress
með þessa uppákomu og vildi
hafa haft tuttugu manna aðstoð-
arlið til að fyrirbyggja svona
nokkuð.
K: „Það kemur meiri dýpt í
karakterinn því við vorum svo
fáir og senumar verða magnaðri
fyrir vikið. Það er ekkert vesen,
ekkert stúss.“
D: ,J?n vindurinn! Hann eyði-
lagði allt í kirkjugarðinum."
K: „Nei, Dagur, við náðum
mjög sterkum senum þar.“
En maðurinn, sem mældur var
með ungpíublóðþrýsting í beinni
kvikmyndatöku, maldar í móinn
frekjuíega og sýnir að hann er
geðstirður með eindæmum. Það
hlýtur að hafa tekið á taugamar
að vinna með honum.
K: ,T>að hefur verið hundleið-
inlegt og bráðskemmtilegt. Þeg-
ar hann drekkur verður hann erf-
iður en stundum ákaflega
skemmtilegur líka. Hann er
mjög sérstakur karakter. Ég get
ekki dæmt um leik hans en með
samstarfið er ég þokkalega
ánægður."
D: ,JÉg ætla nú að eiga síðasta
orðið í þessu! Ég geng seint til
leiks og er maður sem fæstir
halda að funkeri í samvinnu. Ég
er sérvitur en gef hins vegar allt í
það þegar á annað borð er farið
af stað.“
Fæðist til nýs iífs í draumum
Stundum fæðist Dagur til nýs
lífs í draumum sínum að nóttu.
Hann á sér því fleiri líf en eitt og
fleiri en tvö, og jafnvel ótal
þeirra, en myndin fjallar aðeins
umeitt.
D: „Mig dreymir alltaf vel.
Ekki kann ég skýringu þar á og
væri hvort eð er ekki mark á því
takandi, því ég hef alltaf verið
mjög lélegur í útskýringum.
Bestur var ég þó í því fram að
þrítugu en síðan hætti ég að vera
lógískur, varð leiður á því og hef
verið lélegur í útskýringum síð-
an. Ég fæðist á ný í draumi og á
mér mörg líf. Ég sýni þau hins
vegar ekki öU.“
Myndin er þá aðeins lítið brot
úr lífi Dags.
D: „Nei það eru engin brot
þama, engin brot... og alls ekki
lítil brot. Við gerum heild úr
þessu.“
K: „Að sjálfsögðu verður
myndin heild. Hún verður eins
og þessi falska hógværð sem
Dagur hefur yfir að ráða, jafn
fölsk og hún er sönn, jafh falleg
og hún er ljót. En í hverjum
sannleika er lygakom sem gerir
sannleikann að því sem hann er.“
D: ,£g hugsa þetta þveröfugt.
Ef allt væri lygi þá myndi út-
koman verða sannleikur. A end-
anum lít ég svo á að þetta séu
tómar falsanir og aðeins sumt
satt. Síðan fékk ég þá skrítnu
hugmynd að ef maður lýgur öllu
þá verði það satt. Allt sem er lygi
verður sannleikur."
Það er ef til vill svipað og þeg-
ar tveir mínusar verða plús.
K: „Ég er ekki frá því að það
komi fram í myndinni mörg
sannleikskom um persónuna
sem Dagur Sigurðarson hefur að
geyma. Við getum lagt saman
plúsana og mínusana, en útkom-
an er einhver óþekkt stærð sem
enginn getur sagt hver er.“
I elma L. I omasson
A
letrið
DV segir aO Sjálfstæöisflokkur-
inn hafi ekki veríö jafnóvinsæll
og nú allt frá kosningunum 1987
og ber fyrir sig álit 600 heimildar-
manna blaOsins, sem talaö var
viö um síöustu helgi. Þetta er
samt ekki neitt voöalegt efhlut-
irnir eru skoöaöir í féttu sam-
hengl. Manni hefur nefnilega
skilist á opinberum starfsmönn-
um, aO þessi ríkisstjórn sé aö
ganga at velferöarkerfinu
dauOu, auk alls kyns annarra
hrellinga, sem ekki gefst rúm til
þess aö teija upp hér. Steingrím-
ur Hermannsson var ekki lengi
aö kveikja á samhenginu milli
fylgishrunsins og ofnataidra ráö-
stafana. En hinkrum augnablik
og hugsum aftur til 1987. Þá var
bullandi góbæri, þjóöin hló á
betri bíl (sem var hreint ekki frá
Bílasölu Guö/inns heldur giænýr
frá umboöinu), menn voru sam-
mála um aö ríkisstjórnin heföi
staöiö sig afar vel og allt var í
lukkunnar velstandi. EOa hvaö?
Nei, eitt bjátaöi á: Albert GuO-
mundsson var látinn fljúga út
úr ríkisstjórn og þaö án ráö-
herrabílsins, sem hann þó vildi
halda. Og fylgi Sjálfstæöisflokks-
ins var enn minna þá en nú. Af
þessu má ekki draga nema eina
ályktun: Allur niöurskuröurinn,
aöhaldsaögerðirnar, einkavæö-
ingin og hvaö þetta heitir nú allt
saman, jafnast ekki á viö nema
tæpan Albert. Sumir hafa áður
haldiö því fram aö Albert væri
mlkilmenni, en þær fullyröingar
hafa ekki veriö rökstuddar meö
tölfræöllegum líkindum fyrr en
nú.
Annars eru óvinsældir SjálfstæO-
isflokksins sem krækiber í hel-
vlti f samanburöi viö gagn-
kvæmar óvinsældir þeirra Jóns
Baldvins Hannibalssonar og
Þorsteins Páissonar hvor í ann-
ars garö. Þetta byrjaöi allt saman
þegar Þorsteinn lagöi meö rýt-
Ingl til Jóns Baldvins í stjórninni
góöu, sem fyrr varnefnd. Rýting-
urinn var í líki athugasemda um
lækkun á söluskatti á matvöru.
Jón Baldvin þakkaöi svo fyrir sig
meö þvl að stinga öörum í bak
Þorsteins meO því að slíta ríkis-
stjórn og mynda aöra I belnnl
útsendingu. Á eftir fylgdu alls
kyns athugasemdir um ab Þor-
steinn værí lelölnlegur, Jón
Baldvin ómerkilegur og svo
framvegis. Kannski Bryndis
Schram hafi komist næst hinu
sanna þegar hún sagði helsta
galla Þorsteins vera þann, aö
hann heföi aidrei „tekiö glas meö
strákunum". I Ijósi viöburöa
seinni tíma var það ef til vill eins
gott.
Svo hétdu menn aö allt hefði fall-
iö í Ijúfa löö þegar stjórnin var
mynduö I Viðey. Þaö varnú ööru
nær, því nú fyrst hófust tætin.
Þaö kann að vera vegna aö Jón
Baldvin hafi vegna vinskapar
viö Davfö Oddsson tatiö sérskylt
aö pirra Þorstein áfram, þó ekki
væri riema vegna þeirrar ósvífnl
hans aö hafa boöiö sig fram
gegn DavíO á landsfundi. Þor-
steinn, sem fram aö því hafði
ekki haft neinar sérstakar skoö-
anir á sjávarútvegsmálum, las
þaö i blaöi aö Jón Baldvin væri
hlynntur veiblleyfagjaldl á út-
gerbina. Og þaö var eins og viö
manninn mælt: Þorsteinn geröist
sérlegur erindreki LÍÚ á ríkis-
stjórnarfundum.
Þegar verktakamál á Keflavík-
urflugvelli komust í deigluna hélt
Jón Baldvin aö hann heföi sln
mál á þurru, en næst þegar
hann opnaöi útvarpiö helltust
yfirlýsingar Þorsteins um hiö
gagnstæöa yfir hann. Mánuöi
eftir aö Daviö Oddsson fékk
bréf í ísrael ákvaö Þorsteinn aö
gera eitthvað f því og reyndi aö
tata viö þjóöréttarfræöing í utan-
rikisráöuneytinu um máliö. Jón
Baldvin sá sér leik á boröi og lét
klippa á símalínuna yfir í dóms-
málaráðuneytiö. Og hann var
varía búinn aö því þegar annaö
gulliö tækifæri kom upp i hend-
urnar á honum. Þorsteinn vildi
breyta áfengislöggjöfinni og
haföi vandaö frumvarp tilbúiö þar
aö lútandi. Og þrátt fyrír aö Jón
Baldvin sé áhugamaöur um
áfengi, lét hann þaö ekki koma í
veg fyrir aö hann „torpederaöi“
frumvarpiö.
Nú á Þorsteinn leikinn... Hvaö
geristnæst?