Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRIL 1992 15 Þótt stéttarfélög landsins og heildarsamtök velti árlega upphæð sem er á milli 2 og 2,5 milljarðar króna og eigi eignir sem nálgast 10 milljarðana loka mörg þeirra dyrum sínum þegar beðið er um ársreikninga. Ýmislegt bendir til þess að tekjur verkalýðsfélaga í gegnum félagsgjöld og önnur launatengd gjöld hafi aukist um helming að raun- virði á síðustu árum og á sama tíma hefur átt sér stað umtalsverð eignaaukning, ekki síst í orlofs- húsum. Guömundur J. Guðmundsson, formaöur Dagsbrúnar. Aðalfundur er framundan og félagið auglýsir að endurskoöaöir reikningar liggi frammi á skrifstofu þess. En ekki fyrir hvern sem er. Eftir því sem næst veröur komist eru eignir Dagsbrúnar um 300 milljónir króna. BSRB Á ORLOFSHÚS SEM METIN ERU Á 500 MILLJ- ÓNIR Hjá BSRB skiptast reikningar í aðalsjóð og orlofsheimilasjóð. Tekjur sjóðanna voru 1990 alls 87 milljónir að núvirði en gjöld um 85 milljónir. Um 40 prósent af 44 milljóna króna gjöldum aðalsjóðs fóru í laun og launa- tengd gjöld, um 22 prósent fóm í útgáfu- og fræðslustarf, fundi og ráðstefnur, erlent samstarf, risnu, gjafir og ráðstefnur og um 14,5 prósent í húsnæðiskostnað og al- mennan skrifstofukostnað. Af 40 milljóna króna gjöldum or- lofsheimilasjóðs fóru nær 30 prósent í vexti og verðbætur og 20 prósent í viðhaldskostnað, en 16,5 prósent í laun og tengd gjöld. í BSRB eru um 15.500 félag- ar og tekjur sambandsins því um 5.600 á mann. Eignir sambands- ins námu hins vegar um 600 milljónum króna, sem gera um 38.700 krónur á mann. Þar af liggja eignir upp á um 500 millj- ónir í orlofshúsum og tengdum byggingum. Verkamannasambandið er stærsta einstaka landssambandið innan ASÍ. PRESSAN fékk tak- markaðar upplýsingar um fjár- hag sambandsins, en áætlaður kostnaður við að reka samband- ið í ár er 18,5 milljónir króna. Þar af eiga 6,9 milljónir að fara í laun og launatengd gjöld eða 37,3 prósent. Kostnaður vegna sambandsstjómar og fram- kvæmdastjómar er 2,6 milljónir til viðbótar eða 14,1 prósent. Þá em 2,7 milljónir ætlaðar til rekstrar- og húsnæðiskostnaðar skrifstofunnar eða 14,6 prósent. Er þá búið að telja upp 66 pró- sent eða tvo þriðju hluta rekstrar- kosmaðarins. Eftir standa t.d. 1,4 milljónir í erlend samskipti, 1,2 milljónir í samningakostnað, 400 þúsundir í erindrekstur og 1,4 milljónir renna til deilda sambandsins. VR: VELTI333 MILLJÓN- UMOG SKILAÐI70 MILLJÓNA HAGNAÐI Af einstökum félögum innan ASÍ er VR það öflugasta. Rekst- urinn skiptist í þrjá sjóði; félags- sjóð, orlofssjóð og sjúkrasjóð. Árið 1991 jukust heildartekjur sjóðanna þriggja úr 283 milljón- um í 333 milljónir króna og hreinn hagnaður varð svipaður milli ára eða 71 milljón eða sem nemur fimmtungi af tekjum. Heildartekjur sjóða VR skipt- ast þannig að 35,8 prósent vom iðgjöld sjúkrasjóðs, 28,6 prósent vom félagsgjöld, 8,7 prósent ið- gjöld orlofssjóðs og 20,6 prósent vom fjármagnstekjur. Þegar far- in em fjögur ár aftur í tímann kemur í ljós að félagsgjöld og ið- gjöld sjóðanna hafa aukist að raunvirði um 52 til 58 prósent, sem aðeins að litlum hluta skýr- ist af fjölgun félagsmanna. Á hinn bóginn skiptust út- gjöldin þannig að 17,4 prósent vom vegna launa og launa- tengdra gjalda, 25,7 prósent fóm í útgáfu, fundahöld og ýmsan rekstrarkostnað, 17,7 prósent fóm í bætur og styrki, 7 prósent mnnu til ASI, 7,4 prósent fóm í rekstur orlofshúsa og 8,2 prósent mnnu til hjúkrunarheimilisins Eirar. Hjá VR störfuðu 22 manns árið 1990. Til saman- burðar má nefna að 1990 störf- uðu 20 manns hjá ASÍ, 16 manns hjá BSRB, en hjá VSÍ18 manns. EIGNIR VR: ÚR HÁLFUM í HEILAN MILLJARÐ Á 4 ÁRUM Eignir félaga og samtaka launafólks em að líkindum hátt í 10 milljarðar. Þar er ekki síst um fasteignir að ræða, skrifstofuhús og orlofsheimili, en einnig er stórar upphæðir að finna í hluta- bréfum, skuldabréfum og öðm. Þannig em eignir BSRB nálægt 600 milljónum, Iðju liðlega 250 milljónir, ASÍ 185 milljónir, Dagsbnínar 300 milljónir króna og félög eins og Félag bókagerð- armanna og Sókn em talin eiga eignir upp á um 150 milljónir hvort. En VR er samt ríkasta verka- lýðsfélag landsins. Félagið sjálft á eignir upp á 214 milljónir, or- lofssjóður þess 216 milljónir og sjúkrasjóðurinn 482 milljónir, samtals 912 milljónir. í VR vom á síðasta ári alls 10.675 fúllgildir félagar og félagar eldri en 70 ára. 912 milljóna króna eignir sam- svara því að hver þessara félaga eigi 85.430 krónur. Til samanburðar má neíha að eignir Vinnuveitendasambands Islands, framkvæmdasjóðs þess og vinnudeilusjóðs hljóða upp á um 470 milljónir miðað við árs- lok 1990. Ekki einasta em eignir VR miklar, þær hafa aukinheldur aukist til muna á síðustu ámm. Frá árslokum 1987 til ársloka 1991 jukust þannig eignir sjóð- anna að raunvirði úr 457 millj- ónum í 912 milljónir. Eignir juk- ust þannig um nær hálfan millj- arð á aðeins ljómm ámm eða um tvöfölduðust. Af eignum liggja 227 milljónir í orlofshúsum eða ljórðungur eigna, 112 milljónir í öðmm fasteignum, 38 milljónir í öðmm rekstrarfjármunum, 80 milljónir í hlutabréfum og heilar 418 milljónir flokkast sem „handbært fé“. ÓSKILJANLEG TREGÐA VIÐ AÐ OPINBERA REIKNINGA Stéttarfélög og hagsmuna- samtök yfirleitt em ekki skatt- skyld, framtalsskyld eða háð op- inberu eftirliti. Þeim er það um leið í sjálfsvald sett hvort þau veita fjölmiðlum upplýsingar um rekstur sinn og eignir. Mörg þeirra veita umbeðnar upplýs- ingar, oft reyndar takmarkaðar. en mörg þeirra loka á allar dyr. Þegar PRESSAN bað um árs- reikninga Dagsbrúnar, sem nú em til sýnis vegna væntanlegs aðalfundar, var svarið nei. Hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur var blaðinu alfarið neitað um reikn- inga, jafhvel þótt beðið væri um eldri reikninga. Verkamanna- sambandið samþykkti að veita blaðinu takmarkaðar upplýsing- ar; áætlanir um gjöld ársins 1992, en ekkert fékkst um tekjur eða eigna- og skuldastöðu sam- bandsins. BSRB veitti upplýs- ingar, en ekki án ræðuhalda um tilganginn með skrifum blaðs- ins. Viðbrögð ASÍ vom þó einna furðulegust. Blaðinu var boðið upp á ársreikninga 1984 til 1987, en ef ætlunin væri að fá eitthvað nýrra þyrfti blaðið að bíða þar til eftir sambandsþing á hausti komanda. „Við höfum ekki tek- ið ákvörðun um að birta reikn- ingana á opinberum vettvangi og höfum skýrar reglur um það,“ sagði Lára V. Júlínsdóttir, lög- fræðingur sambandsins. „Það hvílir engin leynd yfir þessu og reikningamir em afhentir á sam- bandsstjómarfundum, þar sem sitja um 70 manns. En okkur er illa við að afhenda blaðamönn- um þessar upplýsingar til að slíta úr öllu samhengi." Aðspurð hvort almennur fé- lagsmaður í einhverju félaga ASÍ, er starfaði á PRESSUNNI, gæti fengið reikningana sagði Lára:, Jlann yrði að koma hing- að og við myndum leiða hann í allan sannleikann. En ég geri ekki ráð fyrir að við myndum af- henda honum reikningana." Friðrik Þór Guðmundsson Ögmundur Jónasson, formaöur BSRB. Sjóðir sambandsins velta „aðeins" 90 milljónum. Eignir þess nema hins vegar um 600 milljónum króna eða nær 40.000 krónum á hvern fé- lagsmann. Þar af liggja eignir upp á um 500 milljónir í orlofs- húsum og tengdum byggingum. SIGRÚN Eðvaldsdóttir er mikið fyrir fiðlur eins og allir vita. Nú er hún búin að fá draumahljóð- færið og bara eftir að finna draumapeningana til að borga með. Hún er reyndar að kom- ast í málaflokk með Björk GuÖmundsdóttur söngkonu, en sá fiokkur sérhæfir sig í smábamamáli. Málið verður jseim eins og aukatjáning um að þær séu ekki fullvaxta í list sinni þannig að enn geti aðdá- endur þeirra vænst frekari af- reka. En talandi um bama- stjömur þá er matvörubransinn búinn að eignast eina en það er JÓN Ásgeir Jóhannesson, sonurJó- hannesar í Bóntts. Jón Ásgeir hefur skotist fram á ritvöllinn og boðar að sjálfsögðu Bónus- andann scm Miklagarðsmað- urinn Björn inpmarsson virð- ist vera búinn að tileinka sér. 1 ofanálag má kaupa Mikla-bón- usandann hjá Bimi með krftar- korti, scm verður að teljast neytendavænt framtak. Annars er það helst að frétta af mat- vörumarkaðinum að þar hafa menn tekið upp sína útgáfu af dvergakasti. Fyrst henti Jó- hannes út Miklagarðsdvergun- um við njósnastörf og Bjöm svaraði fyrir sig með því að henda út Bónusdvergunum. Einu dvergamir sem fá að vera f friði eru Hagkaupsdvergam- ir. En nú er vorið framundan og því sjálfsagt að geta þcss að einn vorboðinn er horfinn á braut. Það cr INGI U. Magnússon, fyrrverandi gatnamálastjóri. Nú fær maður ekki að sjá hann gráta yfir nagladekkjum og ónýtum göt- um allan aprílmánuð. Inga Ú. er nefnilega alveg sama um nagladekkin í ár enda sestur í helgan stcin og lætur eftir- mann sinn, SigurÖ Skarphéö- insson, um áhyggjurnar. Og talandi um einkennileg gatna- kerfi þá rekur nú Sleinn Lá- russon harðan áróður fyrir því að íslendingar aki um Eng- land. Af hvcrju skilur enginn. Ekki nóg með að Englending- ar hafi götumar öfugar heldur eru stýrin vitlausu megin. Far- fugl vikunnar verður án efa EIÐUR Guðnason, sem vill með hálft stjómkerfið til Ríó hvað sem tautar og raular. Er ekki annað hægt en dást að þrautseigju Eiðs, sem berst um á hæl og hnakka fyrir þessu helsta bar- áttumáli á sviði umhverfis- vemdar. Nú hefur þingflokkur Alþýðubandalagsins blandað sér í málið, en hann vill endi- lega koma Hjörlcift Guttorms- syni mcð Eiði.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.