Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRÍL 1992
H Ú S
FAUUEGUSTU BYGGINGARNAR
ÁSMUNDARSAFN Fallegt og skondið. Frábær viðbygging,
gerö af mikilli tilfinningu.
PJÓNUSTUMIÐSTÖÐ-
INí LAUGARDAL
Mikil tillitssemi við
umhverfið og ákaf-
lega fallegt. Látlaust,
skemmtilega íslenskt
og aðlaöandi.
RÁÐHÚSIÐ Húsið er i sjálfu sér skartgripur eða skúlptúr. Pað
er alþjóðlegt í víðu samhengi og miöaö viö það sem er að ger-
ast í Evrópu er það verðugur fulltrúi þess og er einstaklega
vel reist frá fagurfræöilegu sjónarhorni. Pað er samspil glers-
ins, efnis, vatns og hönnunar sem er óvenjulegt. Aö margra
mati flottasta byggingin í bænum. Húsiö þykir framúrskarandi
vel hannað en líður mjög fyrir stærö sína og staðsetningu.
Framúrstefnuiegt og vel hugsað mannvirki af arkitektanna
hálfu. Lyftistöng fyrir íslenskan arkitektúr.
MELASKÓLINN Ævintýralegur og upphafinn. Mjög vel leyst
sem skólabygging á sínum tíma og athyglisvert að svo mikil
virðing hafi verið sýnd slíkri byggingu. Væri tii eftirbreytni í
dag. Afar tignarlegt hús í bæjarrýminu.
EPAL-HÚSIÐ
Frábærlega
einfalt og lát-
laust.
SJÓVÁ - ALMENNAR Falleg bygging og frumleg samsetn-
ing efna. Stendur upp úr í umhverfinu.
—
LANDSBÓKASAFNIÐ Fulltrúi fyrir gamla tíma, neóklassískt
og eitt af fáum byggingum sem við eigum til i þeim anda. Full-
komlega symmetrískt hús, reisulegt og aö öllu leyti vel gert.
Sérstaklega vel heppnað og gott dæmi um klassískan, ís-
lenskan arkitektúr sem stenst tímans tönn.
PERLAN Falleg og Ijóöræn bygging og ákaflega fagmannlega
byggö. Rós í hnappagatið fyrir Reykjavík þrátt fyrir galla í
innra skipulagi er takmarka mjög fjölbreyttari og menningar-
legri nýtingu hússins. í framtíðinni — þegar öllu tali um pen-
inga veröur hætt — gæti þetta jafnvel oröið einhvers konar
borgartákn.
HEILSUVERNDARSTÖÐIN
Barn síns tíma en er mjög
létt í þeirri asymmetríu sem
hún byggist á. Ólíkum þátt-
um skeytt saman, sem ekki
er mjög einfalt, það eru garð-
arnir og brýrnar. Ótrúlega lif-
andi bygging og á undan
samtíma sínum.
Þá kröfu má gera
til þeirra húsa,
sem allur almenn-
ingur hefur jafnan
fyrir augunum, að
þau séu útlitsfög-
ur og henti vel til
þeirra notkunar
sem til er ætlast.
Dæmi um hið
gagnstæða eru of
mörg til að telja
upp hér, en bent
skal neðar á síð-
una til nánari upp-
lýsingar. Dómnefndarmenn tilnefndu
margir hverjir sömu byggingar og
auðveldlega hefði verið hægt að
veita gull, silfur og brons í þessum
flokki. Auk hönnunar þótti staðsetn-
ing húsanna skipta meginmáli og
samspil þeirra við aðrar byggingar í
kring, ekki síður
en notagildi.
PRESSAN sýnir
niðurstöður í
myndformi.
NORRÆNA HUSIÐ Otrulega áhrifamikiö hús í ein
faldleika sínum þrátt fyrir smæðina. Það þykir
snjallt, dulmagnað og fagurt við hin óllku birtu-
skilyröi sem einkenna íslenskt náttúruljós. Húsiö
var nefnt vinur Esjunnar og alls fjallahringsins og
þykir hafa víð tengsl við umhverfið. Mjög einfalt
hús en afar rfkt í einfaldleika sínum og vel leyst
að öllu leyti. Það er vel staösett, hefur fallega inn-
ganga og Ijós og rými spila þar vel saman. Alger
perla. Innrýmiö er mjög sérstakt og vel hannað.
Það virkar og hefur gert þaö allt frá fyrsta degi.
J
ftÍ&wnu'W ttu
LAKASTI BYGGI NGARSTÍLLI N N
„INDÍÁNATJALDIÐ" í BREIÐ-
HOLTI
Það þarf í sjálfu sér ekkert að
segja um en hefur sjálfsagt
verið tilraun á teikniboröinu.
Að það skuli hafa veriö út-
fært er skandall út af fyrir
sig. Hljómburður þykir víst
afar slæmur þar líka en
stundum hefur Ijótleiki haft
tilgang í sjálfu sér, — sem
viröist ekki vera tilfelliö
þarna.
PJÓÐARBÓKHLAÐAN
Nær því ekki að vera
skemmtilega Ijót en þaö
munar sáralitlu.
Steingelt og ósveigjanlegt
minnismerki. Hjákátlegur
rembingur, í senn formrænn
og tilgerðarlegur, einkennir
þessar byggingar. Ekki við
hæfi í lýöræöislegu landi er
þarfnast fjölbreytileika,
fólksins vegna. Steinrunniö
og óspennandi. Sumar bygg-
ingar geta verið algerir leið-
indapúkar.
Ytri hjúpurinn er ólíkindaleg-
ur hrærigrautur af formum
og efnum. Alls ekki slæm
innan dyra og margt þar
ágætlega gert. Hins vegar
snýr húsið rassinum í bæinn
og okkur borgarana. Alveg
óskaplega Ijót miðað við all-
an þann pening og allan
þann fjölda fólks sem þang-
að fer. Alveg hryllingur og
svo Ijót að engin orð fá henni
lýst.
HÁHÝSIÐ VIÐ SKÚLAGÖTU
Billeg klisja sem ekki er leyst
í samræmi við mælikvaröa.
Er eins og ofvaxinn sumar-
bústaður sem teygður hefur
verið í plankastrekkjara.
MORGUNBLAÐSHÖLLIN
Engin höli, heldur dragbítur á
eðlilegan framgang miðbæj-
arins, ofvaxið tröll í fíngerðu
umhverfi. Virkilega leiðinlegt
bákn.
HÓTEL ÍSLAND
Undarlegur hrærigrautur af
efnum og formum sem mað-
ur finnur ekki samhljóminn í.
Áberandi hús, en formið illa
unniö, frágangur og litaval
ósmekkleg og stenst engan
veginn tímans tönn.