Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9.APRÍL1992 „Þegar ég hlæ líður mér vel. / Eg hló mikið þegar ég var / barn. Eg eyði- lagði einu sinni afmœli fyrir bróður mínum með hlátri. Amma mín hló líka mikið. Hann er í fjölskyldunni, þessi hlátur. “ PRtSSAN/Jim Smart Vildi ég verða söngkona ? Talað við Ingu J. Backman um algleymi, berklaveika blómastúlku, góða æsku og að það er aldrei of seint. „Ég upplifi algleymi í söng. Og kemst í upphafið ástand þegar ég er í góðu formi og söngstuði. Þá getur gerst að söngurinn verður mjög gefandi. Það er ef til vill hægt að lýsa því þannig að ég er á valdi söngsins. Allt annað hverfur. Ég upplifi einingu, líkt og allir kraftar starfi saman. Ég hef alltaf haft gaman af því að túlka. Þá verð ég að bæta við ífá eigin bijósti. Eg sé myndir við hvert lag. Eins og í „Sofnar lóa, er löng og mjó, Ijós á flóa deyja, verður ró um víðan sjó, vötn og skógar þegja.“ Mér finnst þetta ljóð svo undurfallegt. Lag og ljóð kalla fram mynd í huga mér. Ég upplifi kyrrð, fagra liti, kynlega birtu, stemmningu. Ég hverf inn í þessa mynd. Þetta er minn heimur sem ég miðla öðrum í söngnum þótt enginn sjái heiminn eins og ég.“ Inga J. Backman hefur blómstrað sem söngkona á síð- ustu árum. Hún hefur sópran- rödd, syngur hlutverk Mimi í La Bohéme eftir Puccini sem Óperusmiðjan sýnir nú. Við sitj- um heima hjá Ingu í gömlu and- ríku húsi á Bráðræðisholti, hún segist sakna þess að hverfið hafi ekki fengið að verða það hlýlega þorp í borginni sem arkitektinn gerði ráð fyrir. íbúamir sóttust eftir að fá yfirgefna verksmiðju fyrir vinnustofur, kaffihús og skemmtilegheit en ekki varorðið við óskum þeirra. Nú er þorpið umkringt pasteldúkkuhúsum en í næsta garði hjá trillusjómannin- um stendur íslensk varða. HÚN VAR SKOTIN í HONUM Hver erMimi? „Mimi, aðalhlutverkið í La Bohéme, er fátæk stúlka í París sem býr ein. Hún býr til blóm, sennilega fýrir ríka fólkið, og er með tæringu. A hæðinni fyrir of- an búa bóhemar, blásnauðir listamenn. Eitt kvöldið fer hún og biður einn þeirra, Rodolfo, um ljós á kertið sitt. Ég held að þetta hafi verið úthugsað hjá henni. Hún hafi verið hrifin af honum. Þetta er jólakvöld og þau segja hvort öðm sögu sína. En hún talar aldrei um veikindi sín. La Bohéme er vinsæl ópera og spennandi hvemig Puccini samræmir tónlist og söguþráð. Þetta er saga um manneskjur, ástina, vináttuna, hvemig allir em viðkvæmir innst inni. Puccini hefur fullkomið vald á bæði gleði og sorg. Óperan spannar allan skalann. Hann er ítalskt þjóðlegt tónskáld sem hafði fullkomið vald á tónrænni gamansemi. Það em afskaplega fallegar laglínur í verkinu." PUCCINI HEFUR HJÁLPAÐ MÉR AÐ SKILJA MIMI Hvernig undirbýrðu þigfyr- ir hlutverkið? „Ég reyni að skilja persónuna, fylla upp í mynd hennar og skilja tónlistina. Ég reyni að skilja hvað er á bak við hverja setn- ingu. Afhveiju segir hún þetta? Það gerist mest á æfingum og með það veganesti get ég púslað saman þessari persónu. Puccini hefur hjálpað mér að skilja Mimi. Þetta er sama ferli og hjá leikumm. Maður er ekki bara að syngja fallega tóna, heldur túlka eitthvað sem hver skilur á sinn hátt. Svo er mikilvægt að styrkja sig ltkamlega og að vera í and- legu jafnvægi." UNAÐSLEGT SÖNGHÚS „Ópemsmiðjan varð til þann- ig að nokkrar söngkonur undir forystu Margrétar Pálmadóttur tóku sig saman og ákváðu að búa sér til vinnu. Fyrsta sýningin var Systir Angelica í samvinnu við Leikhús ffú Emilíu, síðan höfum við unnið fýrir sjónvarp, útvarp og komið fram á konsertum. Við höfum lagt fé fyrir og fengið styrki og þess vegna gátum við ráðist í að setja upp La Bohéme. Það er í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Það er unaðslegt hús að syngja í. Samstarfið hefur verið frábært og ég verð að fá að nefna G.G. sem er sviðsstjóri, hann er dásamlegur maður. Ég er ánægð með hljómsveitarstjór- ann, Guðmund Óla, nákvæmur og músíkalskur maður sem hefur hjálpað mér mikið. Bríet Héð- insdóttir leikstýrir, hún er flínk og ákveðin og hefur tilfmningu fyrir svona uppfærslum. Mess- íana Tómasdóttir gerir leiktjöld og búninga afar smekklega. La Bohéme er mannmörg sýning, þrettán einsöngvarar sem skipt- ast á um hlutverk, bamakór, Óperusmiðjukórinn og hljóm- sveitin. Framkvæmdin hefur hvílt á herðum Hafliða Arn- grímssonar, Margrétar Pálma- dóttur og Júlíusar Vífils. La Bo- héme er fafleg sýning." AÐ DRUKKNA EKKI Ert þú svo alltaf syngjandi? „Já, það er rétta orðið. Ég hefði einhvemtíma sagt að ég væri of hlédræg og tilfinninga- rík, sem þarf alls ekki að vera neikvætt fýrir sönginn. Ég byrj- aði seint að læra, var orðin 33 ára þegar mér datt í hug í gríni og al- vöm að fara í inntökupróf. Ég vann með skólanum, ein með þrjú böm, svo þetta var erfiður tími að mörgu leyti. Þegar ég var komin áleiðis í náminu stóð ég frammi fyrir því að ég varð að taka ákvörðun. Hvað vildi ég með náminu? Vildi ég verða söngkona? Ég var allt í einu farin að syngja! Þetta var alvarlegt mál! Það var eins og að lenda í straum og ég varð að gæta mín að drukkna ekki.“ ÞÚ EINA HJARTANS YNDIÐ MITT „Stundum saknaði ég þess að geta ekki helgað mig náminu óskipt. Ég hafði samviskubit, var alltaf að keppa við tímann. Ég fann fyrir reiði, fannst ég eiga það skilið að eiga nokkur ár fýrir sjálfa mig. En þetta fór allt vel og ég varð efst í áttunda stiginu. Hlédrægni mín er sennilega ástæðan fyrir því að ég byrja ekki fýrr að læra. Þegar bömin stálpuðust fór ég í öldungadeild, þá passaði elsta stelpan oft þau yngri og var mjög hjálpleg. En þar kynntist ég leiklist sem er líklega það næstbesta sem hefur komið fyrir mig. Leiklistin gaf mér áræði. Svo var ég mætt í inntökupióf. Þar sátu allir helstu söngvarar Islands og ég söng: „Þú eina hjartans yndið mitt.“ DJÚPT í VITUNDINNI Veitir söngurinn þér ham- ingju? „Það tekur langan tíma að læra og öðlast tónlistarlegan þroska. Námið er dýrt og erfitt en ef það tekst er það gefandi. í skólanum kynntist ég allskonar tónlist. Þá var oft erfitt að gera sér grein fýrir hvað hentaði. Nú hef ég gaman af þessum einfoldu og indælu lögum einsog Smala- drengnum. Þá skiptir túlkunin öllu máli. Og mér þykir gaman að velta ljóðum fyrir mér, formi, hrynjandi og boðskap. Við eig- um svo mörg falleg íslensk lög. íslensku þjóðlögin snerta streng í mér sem liggur djúpt í vitund- inni. Það eru kannski rætumar." FINN FYRIR MEIRI STYRK „Ég hef starfað mikið í kirkj- unni og syng við kirkjulegar at- hafnir. Það er mikill munur hvort ég syng við jarðarfarir, brúðkaup eða á skemmtun. Ég finn fyrir miklu meiri styrk en ég gerði áð- ur eftir að byrjaði að starfa í kirkjunni og kynntist öllu fólk- inu þar. Það fer ífam mikið starf í kirkjunni fýrir alla aldurshópa. En mér finnst erfitt að fara út í trúmál. Mér finnst ég svo fáffóð um trú og trúarleg efni. En prest- ar vinna gott og mikið starf. Ég held að öllum sé hollt að kynnast starfi kirkjunnar. Og innan kirkjunnar em svo góð tækifæri fyrir söngvara og tónlistarmenn til að öðlast reynslu. Það er vel þegið og fólk sem kemur að hlusta er þakkfátt. Tónlistarflutningur hefur aukist svo mikið. Ég stjóma kór gamla fólksins í Neskirkju og nýt þess. Það er líka gaman að syngja fýrir gamla fólkið. Og það skilur þessi gömlu íslensku lög og ljóð á allt annan hátt en við sem yngri er- um. Ég syng líka í Kirkjukór Neskirkju og hjálpa þar til við þjálfun." NÆSTUM ÞVÍ „Ég held að fólk hafi sungið meira hér áður fýrr og að söngur hafi verið eðlilegri hluti af dag- legu lífi fólks. Eg var að raula í sturtu í sundlaugunum í dag og þá segir lítil stelpa við mig: ,JEr gaman að syngja?“ Þegar við fómm að tala saman kom í ljós að hún hafði bara lært söng í skólanum ffá 6-9 ára aldurs. Ég veit að talsvert er sungið á bama- heimilum en það vantar mikið upp á nákvæmni í tónlistinni. Þetta er allt „næstum þvf‘. Það er „næstum þvf‘ farið upp á þennan tón og „næstum þvf‘ farið niður á annan. Það er svipað og við myndum tala ningumálið næst- um því. Mér finnst vanta meiri tónlistarmenntun fyrir fóstmr, kennara og marga fleiri. Tónlist- armenntun hefur mikið gildi og hún styður alla aðra menntun og tengir saman þætti í persónuleik- anum og líkamanum. Að ná tök- um á söngtækni er vinna og affur vinna, glíma. Þegar ég er búin að æfa söng líður mér vel.“ ÞESSI HLÁTUR OG FYRIRBOÐAR „Þegar ég hlæ líður mér vel. Eg hló mikið þegar ég var bam. Ég eyðilagði einu sinni afmæli fýrir bróður mínum með hlátri. Amma mín hló líka mikið. Hann er í fjölskyldunni, þessi hlátur. Ég átti svo góða æsku. Og þó það hafi komið erfiðir kaflar í lífi mínu hafa þeir styrkt mig. Það var mikið líf og fjör á æskuheim- ili mínu á Akranesi. Við áttum heima í stóru húsi. Við emm fjögur systkinin og svo bjó skemmtileg fjölskylda í hinum hluta hússins. Pabbi var í leikfist, félagsstörfum, pólitík og þau mamma vom í dansi. Mamma var líka í kirkjukómum. Það var alltaf margt fólk heima, húsið var fuflt af aflskonar fólki. Pabbi kenndi mér gömlu dansana. Dans var hans líf og yndi. Hann var frægur dansari og vann verð- laun. Pabbi plataði mig stundum með sér í Þórscafé eftir að við fluttum suður. Við gátum dansað endalaust. Það átti reyndar ekki vel við mig þegar ég kom til Reykjavíkur fimmtán ára gömul. Ég vaið skyndilega ókunnug. Ég verð hlédræg við nýjar aðstæður. En ég hef alltaf getað treyst á systkini mín og fjölskyldu. Ég lærði á píanó sem bam, m.a. tvö ár hjá Hauki Guðlaugs- syni. Ammundur bróðir minn lék á harmóníkku og Emst, sem er auglýsingateiknari, var alltaf að móta í leir og teikna. Edda Heiðrún er yngst, hún var alltaf sjálfri sér næg og var aldeilis ekki að deyja úr leiðindum. En það er skrítið hvað maður gerir þegar maður er bam. Það er oft fýrirboði.“ Elísabet Jökulsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.