Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRÍL 1992 Fjölmiðlakönnun Gallup PRESSAN best lesna blaðið Samkvæmt könnuninni er PRESSAN ekki útbreiddasta blað landsins. Lesendur PRESSUNNAR finna hins vegar miklu meira við sitt hæfi í blaðinu en bæði lesendur Moggans og DV. Það var sama um hvaða efni blaðanna var spurt: Lesendur PRESSUNNAR lásu mikla meira í sínu blaði en lesendur hinna blaðanna. Að neðan sést hversu vel menn lásu blöðin. Efst er hlutfall þeirra lesenda, sem lásu mest allt blaðið, þá hlutfall þeirra, sem lásu það að hluta, en fyrir neðan núllið er hlutfall þeirra, sem lásu ekkert, 100 I ÍMest allt 60 40~ 20- 100% 80 I ÍAð hluta lEkkert Súlur Morgunblaðsins og DV sýna meðaltalslestur svarenda þá daga, sem blððin komu út._ Súla PRESSUNNAR sýnir lestur hennar I vikunni. PRESSAN er ekki jafhvíðles- ið blað og Morgunblaðið eða DV. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum fjölmiðla- könnunar Gallups á lestri blaða og undrar víst engan. En í könn- uninni kemur einnig fram að lesendur PRESSUNNAR lesa mun meira í blaðinu en lesendur DV og Moggans lesa r sínum blöðum. Þótt PRESSAN sé ekki mest lesna blað á Islandi samkvæmt þessari könnun er það örugglega það best lesna. TÆP 40 PRÓSENT LES- ENDA PRESSUNNAR ERU MEIRA EN EINN DAG AÐ KLÁRA BLAÐIÐ Samkvæmt könnuninni lásu 53,3 prósent landsmanna Morg- unblaðiö að meðaltali þá daga sem könnunin náði yfir. Að meðaltali lásu 43,5 prósent þátt- takenda DV þessa daga. Morg- unblaðið hefiur því um 22,5 pró- sentum stærri lesendahóp en DV að meðaltali. Lesendahópur Moggans rokkaði frá 50 prósentum og upp í 57 prósent milli útgáfu- daga. Lesendahópur DV var ffá 40 prósentum og upp í 50 pró- sent. PRESSAN kom náttúrlega bara einu sinni út þá viku sem könnunin náði yfir. Alls sögðust 16 prósent þátttakenda hafa les- ið blaðið. Lesendahópur PRESSUNNAR er því tæpur þriðjungur af lesendahópi Moggans og rúmur þriðjungur af lesendahópi DV. Þar sem PRESSAN er viku- blað dreifðist lestur þess á nokkra daga. Ef lestur allra vikudaganna er lagður saman er útkoman 22 prósenta lestur. Samkvæmt því má ætla að PRESSAN dugi 40 prósentum lésenda til lestrar í meira en einn dag. Þetta er að sjálfsögðu miklu hærra hlutfall en hjá bæði Mogganum og DV. LESENDUR PRESSUNNAR LÁSU MEIRA AF ÖLLUM EFNISÞÁTTUM í SÍNU BLAÐIEN LESENDUR HINNA BLAÐANNA I könnuninni var spurt sér- staklega hversu vel fólk hefði lesið blöðin sín. Spurt var um fimm efnisþætti; innlendar ffétt- ir, erlendar fréttir, aðsent efni, ritstjórnarefni og loks efni um fólk. I niðurstöðunum kemur fram að í öllum tilfellum sögð- ust lesendur PRESSUNNAR lesa blaðið sitt betur en lesendur hinna blaðanna og munar þar umtalsverðu. Ef miðað er við útgáfudag PRESSUNNAR og meðaltal út- gáfúdaga hinna blaðanna — það er frá mánudegi til laugardags hjá DV og allir dagar nema mánudagurinn hjá Mogganum — em niðurstöðumar þessar: 24.7 prósent lesenda Morgun- blaðsins sögðust hafa lesið mestallar innlendar fféttir blaðs- ins og 28,5 prósent lesenda DV. Hjá PRESSUNNI er sama hlut- fall 43 prósent. Samt er innlend- ur fréttapakki PRESSUNNAR stærri en meðaltalið hjá báðum þessum blöðum. 17.7 prósent lesenda Morgun- blaðsins sögðust hafa lesið mestallar erlendar fréttir blaðs- ins og 21,2 prósent lesenda DV sögðust hafa gert það sama. Þetta hlutfall er 37 prósent hjá PRESSUNNI. Öll þessi blöð birta að meðaltali erlendar fféttir á þremur síðum. 14 prósent lesenda Morgun- blaðsins sögðust hafa lesið mestallt aðsent efhi í blaðinu og 17,3 prósent lesenda DV sögð- ust hafa gert það sama. Þetta hlutfall er 32 prósent hjá PRESSUNNI. Hvorki DV né PRESSAN birta viðlíka mikið af aðsendu efni og Mogginn — sérstaklega ekki ef minningar- greinamar em taldar með. 14,2 prósent lesenda Morgun- blaðsins sögðust hafa lesið mestallt ritstjómarefni í blaðinu og 16,7 prósent lesenda DV sögðust hafa gert það sama. Þetta hlutfall er 42 prósent hjá PRESSUNNI. Enginn sýnilegur munur er á því magni sem blöð- in birta af leiðurum og öðru ámóta. 22 prósent lesenda Morgun- blaðsins sögðust hafa lesið. mestallt efni blaðsins um fólk og 27,5 prósent lesenda DV sögðust hafa gert það sama. Þetta hlutfall er 41 prósent hjá PRESSUNNI. Þessi efnisflokkur er dáh'tið loðinn og sjálfsagt erf- itt að segja til um hvenær efiii er til dæmis frétt og hvenær það fjallar um fólk. Ef það segir eitt- hvað hversu margir núlifandi fs- lendingar em nefndir í blöðun- um hefur PRESSAN án efa vinninginn yfir bæði hin blöðin. Það sannreyndi þolinmóður starfsmaður PRESSUNNAR sem hafði fyrir því að telja sam- an þá sem blöðin nefhdu til sög- unnar og munaði helmingi á PRESSUNNI og næsta blaði. PRESSAN GAGNAÐIST SÍNUM LESENDUM BET- URENHINBLÖÐIN Ef gert er ráð fyrir að þessir fimm efnisþættir hafi nokkum veginn jafnt vægi er meðaltal þess sem lesendur lesa mjög vel í blöðunum eftirfarandi: Að meðaltali er hver efnis- þáttur Moggans lesinn vel af 18,6 prósentum lesenda. Sama hlutfall hjá DV er mun betra eða 22,2 prósent. Lesendur PRESS- UNNAR hafa hins vegar áber- andi mestan áhuga á sínu blaði. Hlutfallið hjá PRESSUNNI er 39 prósent eða meira en helm- ingi hærra en hj áMogganum. Eins og áður sagði geyma um 40 prósent lesenda PRESSUNN- AR blaðið til frekari lestrar næstu daga. Ef hægt væri að rekja einstaka lesendur í niður- stöðum könnunarinnar yrði því hlutfall þeirra sem lesa mestallt efni PRESSUNNAR enn hærra. Miklum mun færri geyma Moggann og DV milli daga og því mundi hlutfall þeirra blaða lítið hækka. Þótt niðurstöður könnunar- innar sýni að lesendur PRESS- UNNAR fái mun meira fyrir sinn snúð í blaðinu sínu en les- endur Moggans og DV er mun- urinn þeim mun meiri í raun- vemleikanum. Og skýringin á því að stór hluti lesenda PRESSUNNAR les blaðið sitt upp til agna á meðan lesendur Moggans og DV rétt kroppa í sín blöð liggur ekki í því að PRESSAN sé fljótlesnari. Það sést bæði á því að öll þessi blöð birta nokkuð svipað magn af lesmáli í hverju eintaki og eins að lesendur PRESSUNNAR ná ekki einu sinni að klára blað- ið í einum áfanga heldur geyma það til frekari lestrar síðar. Ef fólk vill nota þessar niður- stöður til að komast að því hvaða blað er mest lesið af les- endum þá er svarið PRESSAN. Ef fólk vill fá að vita hvað þeim sem ekki lásu blaðið fannst um það verður hins vegar fátt um svör. Gurinar Smári Egilsson LESTUR EINSTAKRA EFNISÞATTA Aö neöan sést hversu vel menn lásu einstaka efnisþætti blaöanna. Efst er hlutfall þeirra lesenda, sem lásu mest allt blaðið, þá hlutfall þeirra, sem lásu þaö aö hluta, en fyrir neðan núllið er hlutfall þeirra, sem lásu ekkert. Miöaö er við meöaltalslestur á útgáfudögum viökomandi blaöa. 100 Ritstjórn- arefni I IMest allt I IA5 hluta I Ekkert PKCSSAN/AM PUmnö SKÓR - GÆÐASKÓR Á GÆÐAVERÐI Teg. 5309 King Junior. Fótboltaskór Litur: svart/hvítt. Stærðir: 28-39. Verð kr. 2.980,- Teg. 2019 Mercuny. Joggingskór nVriflás. Litur: Grátt/blátt. Stærðir: 41-47. Verð kr. 3.190,- Teg. 6310 Raider Low. Sterkir leðurskór Litur: Hvítt/svart. Stærðir: 36-45. Verð kr. 4.980,- Teg. 6331 Unlimited High. Uppháir leður- skór. Litur: Svart/hvítt. Stærðir: 39-46. Verð kr. 5.290,- Teg. 2053 Lady Trinomic Topp hlaupa- skór m/dempara í hæl. Litur: Hvítt/bleikt. Stærðir: 37-42. Verð kr. 5.790,- Teg. 4333 Max Q Hicut. Uppháir leður- skór. Litun Hvítt/bleikt. Stærðir: 37-42. Verð kr. 5.780,- Teg. 6330 Raider Hi. Uppháir leðurskór Litur: Hvítt/svart. Stærðir: 36-47. Verð kr. 5.290,- Teg. 5519 King Junior. Gervigrasskór Litur: Svart/hvítt. Stærðir: 28-39. Verð kr. 3.165,- Teg. 1910 Mirage. Joggingskór Litur: Ljósgrátt/lilla. Stærðir: 36-47. Verð kr. 2.480,- Teg. 1903 Skipper. Joggingskór m/riflás. Litur: Ljósgrátt/bleikt/lilla. Stærðir: 28-41. Verð kr. 2.195,- Sendum I póstkröfu, símar 813555 og 813655. Opið laugard. frá kl. 10-14 sportbúðin ÁRMÚLA 40 • símar 813555 og 813655.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.