Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9.APRÍL1992 Á L I T Á styrkjakerfi ríkisins til lislamanna rétt á sér? í dag eru 108 stöðugildi listamanna á launum hjá ríkinu. Þeir sem fá hæstu styrkina fá um 50 þúsund krónur á mánuði fyrir utan tekjur. Á síðustu fimm árum hafa 469 listamenn fengið styrk og flestir þeirra oftaren einu sinni. Árið 1991 voru veittar 14 milljónir íHeiðurslaun listamanna, en þangað fara hæstu styrkimir. GUÐMUNDUR A. THORSSON ritstjóri ,Já, við getum kallað það mannréttindi og lífskjör að geta notið listar. Því miður er ekki hægt að njóta listar nema til séu listamenn því enn hefur ekki ver- ið fundin upp vél sem getur búið til list. Listamenn þurfa að hafa ákveðna lágmarksaðstöðu og frið. Það þarf að trufla markaðinn, markaðslögmálin hafa enn ekki sýnt að þau séu færiim að sinna listum og menningu. Ég vil ekki sjá Sinfóníu- hljómsveit íslands spila í Coke-bolum.“ EINAR KÁRASON formaður RSÍ ,J grein í PRESSUNNI er því slegið upp að lista- menn séu á súperstyrkjum. í ljós kom að verðug- ustu listamenn þjóðarinnar em með um 50.000 krónur á mánuði sem eru ekki súperstyrkir heldur laun undir framfærslumörkum. Ef mannkynssagan í gegnum tíðina hefði mótast af því að það væri talið of mikið að lista- menn væru á framfærslusiyrkjum sem nálguðust lægstu örorkubætur væri mannkynið ekki til. Ut frá því sjónarmiði hefðu Eddukvæðin og Passíusálmamir aldrei verið skrifuð því það stóð aldrei til að selja eitt einasta einstak af þeim. Þcir sem tclja þessar 50.000 krónur mikla styrki telja sjálfsagt að þjóðinni væri betur borgið ef áðumefnd lista- verk hefðu aldrei verið skrifuð." GUÐMUNDUR ÓLAFSSON hagfræðingur ,£g er á móti þcssu kerfi því reglumar eru alveg út í hött. Mér sýnist að röngu fólki sé úthlutað. Það em allt of litlir pcningar í þcssu því listir og menning em eitt það dýrasta sem samfélag fer út í. Ef menn ætla sér eitthvað í þessum efnum þá verða þeir að vcita miklum fúlgum í málefnið. Hins vegar er of flókið mál að út- skýra hvemig eigi að dreifa fénu. Styrkir koma til greina eingöngu í lengslum við vcrkefni sem verið er að vinna og að teknu tilliti til ann- anra tekna. Aðrar styrkvcilingar til lista em jafnvel enn vitlausari. Til dæmis samningar við lcikara hjá Þjóðleikhúsinu og skattívilnanir til bókmcnnta í gegnum niðurfellingu á virðisaukaskatti." ÞOR VIGFUSSON formaður SÍM „Styrktarkerllð er öðmvísi í ár en það var á síð- asta ári og er að breytast til batnaðar. Það er ekk- ert annað sem þarf að gera en auka það og bæta. Það væri gaman ef fólk gerði sér grein fyrir hvað gerðist cf þetta væri ekki fyrir hendi. Þetta snýst um að listamenn fái laun fyrir vinnu sfna.“ ÞORGEIR OLAFSSON listfræðingur „Listamannalaun hafa miklu meiri þýðingu fyrir menningarlíf en flestir gera sérgrein fyrir. Tilraunir „ lil að gcra þau tortryggilcg em til óþurftar. Núgild- fjj andi lög cm einfaldari og áhrifamciri cn þau gömlu og til bóta. Vcita á mcira fjármagni til listamanna- launa þannig að hvcr og cinn hljóti laun í minnst eilt ár í scnn. Hcið- urslaun em gamalt fyrirbæri scm crfltt cr að hrófla við. Það vcrður þó að tcljast scrkcnnilcgl að listamcnn í góðum og vcllaunuðum stöðum fái þau. oft til að fylla upp í pólilískan kvóta Alþingis. Skynsamlegra væri að hciðurslaununum yrði brcytl íeftirlaunasjóð listamanna." GUÐMUNPUR MAGNÚSSON sagnfræðingur og starfsmaður Sjálfstæðisflokksins var í gær settur þjóð- minjavörður til tveggja ára af Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra. Eg leitaði ehki eftir bessu starfi Finnst þér eðlilegt ctð verct skipciður í stöðu sem ekki vcir ciuglýst lctus til umsóknar? „Já, mér finnst það. Við verð- um að líta á það. að hér er aðeins verið að skipa mig í takmarkað- an tíma, í fjarveru embættis- manns. Ég er eingöngu að hlaupa í skarðið og hcld að þetta sé mjög cðlilegt. Ég veit ekki bclur cn þctta viðgangist þcgar yfirmcnn stofnana fá samnings- bundin leyfi." Sóttist þú eftir þessu stcnfi, eðci leitciði rcíðherrci tilþín? „Ég leitaði ekki eftir því. Sannlcikurinn er sá, að ráöhcrra átti f'mmkvæðið í þessu máli “ Telitr þú þig hcifci þti mennt- iin og reynslu sem þcuf til cið gegttti svo viðcuniklit stcufi? „Já. ég tel það nú svo sannar- lega. Þjóðminjalög hafa ákveðna klásúlu um þctta efni. Þar segir að sá scm gcgnir þessu starfi skuli að jafnaði hafa menntun á sviði menningarsögu. Ég hcld að mcnntun mín, f sagnfræði, heim- spcki og aðferðafræði vísinda, falli vel að þessu skilyrði; ekki síst þau atriði sem ég lagði áherslu á í sagnfræðinámi rnínu, sem var meðal annars listasaga. Ég hcf þannig engar efasemdir í þessum efnum, og hefði aldrei Ijáð máls á því að taka að mér starf af þcssu tagi ef ég teldi mig ekki valda því.“ Þii óttcist þci ekki cið rciðning þín incvlist illct fyrir, til dcvinis hjcifornleifcifrci'ðingitin? „Nci, Ijarri því. Mcr heyrist á öllum scm cg þckki og ræði við. og cm í tcngslum við þjóðminja- vörsluna, að ráðning mfn mælist vcl fyrir. Ég er mjög lcginn því og hlakka til að starfa með þessu fólki. Ég hcf vcrið svo heppinn að ciga viðræður við þetta fólk á undanfömum vikum, vegna þess að mcnntamálaráðherra fól mér í febrúar að undirbúa endurskoð- un þjóðminjalaga og gera tillög- ur um framtíðarskipan húsnæð- ismála safnsins. Ég hcf þannig haft tækifæri til þess upp á sfð- kastið að ræða við það fólk sem sinnir þjóðminjavörslunni. Ég kvíði engu og hlakka frekar til þeirra verkefna sem bíða. Þau em vissulega mjög viðamikil “ Þii hefur lengi verið tcils- inctðiir niðurskurðar í ríkis- fjcírmáliun. Nii blasir þcið við cið Þjóðininjascifnið er í mikilli fjárþörf Hvernig œtlar þií að réttlcvta kröfitr iim ciukin frcun- lög úr ríkissjóði? „Ég hcf fyrst og fremst verið talsmaður þcss að ríkið marki sér ákveöinn bás í þjóðarbúskap okkarog að ríkið geri upp við sig á hvaða sviðum það haslar sér völl. Ég hcf um lcið vcrið tals- maður þeirra skoðana að umsvif BÆTIFLÁKAR MATTLAUS VERKALÝÐUR „Ég tel að verkalýðslireyf- ingin liafi ekki barist í þessari kjarabaráttu í samrcvmi við stvrk sinn. Foiysta hreyfng- arinnar hefiir vamnetið styrk liennar' Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, Tíminn. Ásmundur^ Stefánsson, formaður ASÍ: „Þessum orðum held ég að Halldór sé ekki að beina að mér eða öðrum sem sitja hér í for- ystu ASÍ. Hann er að tala um hreyfmguna í heild. Mönnum sýnist væntanlega alltaf sitthvað um það hver staðan er og það er alveg ljóst að hún er metin mis- jafnlega í hreyfingunni í dag.“ GEYSILEGA VENJULEG- UR GOSHVER „Án gosanna er Geysir bara venjulegur goshver og af þeim er mýgriítur á íslandi. Það er því spurning, livort það sé skeinmd á náttúruvcetti að fjarlœgja nokkur kisillög, sem fallið hafa át ci hverbarm- inmn?“ Víkverji Mbl. Þóroddur Þóroddsson, framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs: „Ef það væri gert væri Geysir eins og hver annar hver í heim- inum sem búið er að skemrna af mannavöldum, eða eins og aðrir hverir á landinu sem margir hafa dalað við það að búið er að virkja þá til hitaveitu." ÓBÆRELEGIR STRÆTIS- VAGNAR „Reynslan af þessum vögn- um er slcvm. I fyrsta lagi eru gangar mjög þröngir, ekki hcvgt að ganga framlijá öðr- iun, sœtin eru lítil, fyrir litla og granna. I öðru lagi er liit- itnin stórgölluð, því aðeins er licvgt að Iwfa mjög lieitt eða slökkva alveg ci hitanum. Því verður ofl óbœrilegt í þessum vögnum.“ Linda Jóhannesson í Mbl. um Renault-strætisvagna sem Hag- vagnar hafa keypt. Pétur Óli Pétursson, framkvæmdastjóri Bílaum- boðsins: „Vagnamir sem hún talar um eru allt annarrar tegundar en þeir sem við erum að flytja inn. Svo er líka mótsögn í þessu. Hún segir að bæði gangurinn og sætin séu þröng. Allir strætis- vagnar eru af hámarksbreidd, sem er 2,50 metrar. Því er Ijóst að ef sætin eru þröng þá er gang- urinn breiður og öfugt.“ KVENMANNSLAUSIR TIL RÍÓ „íslenskar konur hafa lcitið umhverfismál sig vcirða. Geta íslensk stjórnvöld komist af cín sjánanniða kvenna í umhverf- isincilum? Munu raddir kvenna hljóma í Rió í júní? Hve margcir konur verða er- indrekar Islendingci þar? Guðrun Agnarsdóttir, grein i Mbl. Magnús Jóhannesson, að- stoðarmaður umhverfisráð- herra „Við höfum vænst þess að forsetinn sæki fundinn, hún er auðvitað mjög verðugur fulltrúi kvenna. Sendinefndin sem sjálf hefur hins vegar ekki verið ákveðin. Hún verður að sjálf- sögðu skipuð þannig að við get- um tekið sem virkastan þátt í því sem fer fram.“ HEFÐIKJARVAL HNEYKSLAST? „En gleymið því ekki að Kjarvalsstaðir eru nefndir eft- ir okkctr mikla listamanni, Jó- hannesi Kjarval, og ci licinn það ekki skilið að fyrir honum sé borin meiri virðing en svo, cið hinir veglegu salir Kjar- valsstaða séu gerðir að rti- slakistum ctf misvitru og dóm- greindarlausu fólki?“ Ragnheiður Brynjólfsdóttir, les- endabréf Mbl. Gunnar Kvaran, for- stöðumaður Kjarvalsstaða: „Á síöustu árum hefur sér- staklega verið kynnt list Kjar- vals, meiraen nokkru sinni fyrr. Vitandi að Kjarval var á sínum tíma framsækinn listamaður, sem endumýjaði sýn okkar á landi og þjóð, fylgjum við for- dæmi hans og styðjum við alla frjálsa hugsun og nýsköpun í listinni." ríkisins séu alltof mikil á ákveðnum sviðum. Hvað varðar atriði eins og þjóðminjavörslu, þá álít ég að á samdráttartímum eins og nú, verði eitt meginverk- efni mitt sem þjóðminjavarðar næstu tvö árin að finna leiðir til þess að afla fjár með nýjum hætti. Það felur í sér að ekki verður leitað einvörðungu til rík- isins og ég held að Þjóðminja- safnið njóti gtTurlegrar velvildar í þjóðfélaginu. Þjóðminjasafnið er ekki umdeild pólitísk stofnun, heldur á vissan hátt óskabam þjóðarinnar, eins og sagt var um annað fyrirtæki sem ég hcf starf- að fyrir. Það kemur fyllilega til greina að leita til einstaklinga, fyrir- tækja og stofnana í miklu mcira mæli en verið hef'ur. Ég held að þegar menn sjá hvert ástand safnhússins við Suðurgötu er, þá átti þeir sig á því hversu niður- lægjandi það er fyrir okkur öll. Við þurfum einnig að skil- greina hvað við ætlum okkur með Þjóðminjasafni íslands, hvaða tilgangi starfsemin þjónar og hvaða markmið við setjum okkur. Mér finnst að það vanti svolftið upp á skýra hugsun í þeim efnum. Ég vil líka beita mér fyrir því að Þjóðminjasafnið verði öfiug fræði- og rannsókn- arstofnun sem á hverjum tíma hefur það fólk í þjónustu sinni sem hæfast er.“ Þú hefur lengi verið starfs- maður Sjálfstæðisflokksins. Er þessi stöðuveiting ekki bara, þegar öllu er á botninn hvolft, einn af þessum pólitísku bit- lingum? „Það verður hver og einn að meta fyrir sig. Mér finnst að ég hafi menntun og starfsreynslu sem er fyllilega samboðin starf- inu. Ég hef háskólamenntun í þetta starf, ég hef starfsreynslu sem háskólakennari, í mennta- málum og á stjómunarsviði. Per- sónulega finnst mér að ég sé hæfur ti! að gegna þessu starfi. Ef ég væri að taka við starfi sem væri ekki í samhengi við mennt- un mína og starfsreynslu, þá væri sjálfsagt hægt að segja að það væri pólitískur bitiingur." Hrafn Jökulsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.