Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 42

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRÍL 1992 Næturlífið í Reykjavík Otyn^efðisltfi cIV dLr — eða kannski bara opnir fyrir öllum möguleikum, álítur kunnur næturlífskönn- uður frá New York sem eyddi helgi á skemmtistöðum og í partíum í Reykjavík Michael Musto er dálkahöf- undur hjá Village Voice, víð- lesnu vikublaði sem gefið er út í New York. Hann sérhæfir sig f að skrifa um hið Ijúfa líf, part- ífólk og skemmtanafíkla. Fyrir nokkrum vikum dvaldi Musto í Reykjavík og sótti skemmti- staði, veitingahús og partí af ákafa. Svo fór hann hcim og skrifaði grein í blaðið sitt. Hér birtist hún, þýdd og örlítið stytt. Musto færir greinilcga í stílinn og að hætti amerískra er hann opinskárri en við eigum að venjast úr íslenskum blöðum; en látum lesendur um að dæma hvort þetta er sannferðug mynd af reykvísku næturiíll. Millifyr- irsagnir eru okkar smíð. Ég var of sexí fyrir kulda- skóna mína þegar ég valhoppaði glaðlega um ísland um daginn. Nei, það er ekki nýr klúbbur. það er land — með jöklum og fjöllum og hverum. Þversagnimæ- em lærdómur út af fyrir sig. ísland hefur 250 þúsund viðmótsþýða íbúa sem láta endalausan snjóinn ekki aftra sér frá því að komast til vinnu hvern dag. Á kvöldin breytist þetta fólk í hoppandi djöfla sem þamba Svarta dauða, eftirlætisvodka þjóðarinnar, sem er selt í listilega smíðuðum litl- um líkkistum. Höfuðborgin, Reykjavík, er skrítið og dálítið miðaídalegt þorp, sem ánetjast þessum drykk á miðnætti. Þá dansa allir íbúamir naktir um götumar og hella brennandi vaxi hvcr á annars geirvörtur. I2ða þannig. Við vorum þarna á vcgum Ingvars Þóriiursonar. snöfur- legs klúbbstjóra, en fyrirlækið hans Popp og kók framlciðir fjölskyldumyndir á borð við Sódómt. Rexkjavík og scr um auglýsingar fyrir Kóka kóla. vökva sem heiur líka trúarlcgt gildi á eyjunni. Jttlie Jewels. rit- stjóri Projecl X. var stóri fiskur- inn í hópnum og sncri fólki í kringum sig mcð snjallyrðum cins og: „Skemmtið mér 5-4-3- 2-1. Mér er ekki skemmt" og „Ég á auðvelt mcð að lála mér leiðast. svo útvegið eldfjall". Það gerðu þeir. Þcir útvcguðu líka ferð báðar leiðir fyrir DJ Keoki. sem vakti hrifningu framúrstefnuliðsins með tækni- músík, og Re.x Richardson. vin Julie. sem varð kynlífsdraumur hjá fjölda manns. þótt hann væri ekki frá Vanity Fair eins og var auglýst á plakatinu. Ég var þama sem fulltrúi Willage Wo- ice. eins og hinir innfæddu þrá- uðust við að kalla það. Og það var ég, en líka blautur í fætuma. Ánægt fólk sem leiðist Við komumst fljótt að því hvað tímanum leið á Islandi: langlífi er mikið og ekkert at- vinnuleysi, svo fólk er ánægt en samt leiðist því; bjór var leyfður 1989 og síðan hefur þjóðin ver- ið að vinna upp þann tíma sem tapaðist. Kynferðislega eru allir kolringlaðir — cða kannski bara opnir fyrir öllum möguleikum. Það var dæmigert þcgar lcikari hvfslaði í eyrað á mér: „Þti ert nokkuð laglegur náungi." Um leið varð mér litið við og sá konuna hans vclta sér á rúminu mcð vinkonu sinni. Tilgangur scndifcrðar okkar var að beina þcssu rcikula og ráðalausa fólki í rcttan farvcg. Ég hugsaði með mér: ef hverju okkar tckst að brcyta cins og þrcrnur manns- ævum til hins bctra. getum við sctt upp gcislabaugana á nýjan lcik og farið aftur til Ncw York. Hcimavígstöðin var Hótel Borg. þar scm er hvorki sjón- varp né tónvalssími. Hins vegar virðist fylgja hvctju herbergi út- úrfullur deli sem bankar af öli- um kröftum á dymar. Ég hleypti mfnum inn. hélt hann fylgdi með í partíinu. Svo kom í Ijós að hann var ein af hinum víð- förlu hótcl fy 1 libyttum sem eru mjög vinsælar á íslandi. Út í snjóinn með þig. drulludeli! Nýlegri og velmetnari fylli- byttur borðuðu með okkur kvöldverð í Perlunni. ríkmann- legu veilingahúsi sem snýst á efstu hæð gríðarstórrar gler- hvelfingar. „Við snúumst á rak- vélarblaði lífsins," tuldraði ein konan ofan í glasið sitt af glað- hlakkalegum þumbaraskap. Þegar við komum aftur á Borg- ina. inn á herbergið hjá Julie. spurði einn gestgjafi okkar, gegnsósa í vodka. hvort hann mætti sofa hjá Rex. Aðeins klukkustundu áður hafði hann með viðhöfn kynnt okkur fyrir „unnustu sinni". Ég gaf honiim leyfi. en lagði til að hann ráðg- aðist fyrst við Rex. Það gerði hann. Rcx svaraði að maðurinn væri „ógcð". svona í gríni. Við þetta rann á manninn áfengisæði og hann öskraði samhengis- laust: „Ekki tala svona við mig! Ég gæti tckið ykkur báða í rass- gatið! Þið mynduð aldeilis vera ánægðir mcð það á morgun!" („Ég yrði ánægður mcð það núna." ansaði ég bjálfalega.) Niðri. í veislunni sem var haldin okkur til heiðurs. var bílstjórinn okkar að játa að hann hcfði skil- ið konuna sína eftir vegna þess að þau ættu í „erfiðleikum með kynlífið". Á sama tíma voru tvær stelpur — stelpur! — grát- biðjandi um að fá að koma upp í herbergið hjá mér og Keoki. Áttar einhver sig á megin- straumnum (vísbending: kvn- ferðisleg ringulreið?) Er þetta partíið? Úti á götu hafði rósemd dags- ins vikið fyrir eigrandi ung- lingafiokkum sem helltust út af börunum í leiðindum og ör- væntingu: fiöskur og ælukekkir fiugu eins og banvæn skeyti um loftið. „Hvar er partí'?" voru allir að spyija. en í raun virtist þetta vera sjálft partíið. Daginn eftir hleyptum við út citurefnunum í gufubaði. helltum síðan Fin- landia út í kaffið og þeystum út úr bænum. Við keyrðum um þrönga og hála vegi. umlukin snævi þöktum fjöllum sem vöktu yfir ísilögðum vötnum. Það var bæði ógnvekjandi og hrífandi fallegt — fullkomlega eðlilegt. en þó eins og sýnishom af heiminum eftir dómsdag. Við komum auga á hver sem gaus — það var sannkölluð há- tíð fyrir Kodak. Og svo Bláa lónið. stór tjörn full af heitu vatni við orkuver. en það var enga Brooke Shields að sjá í grenndinni. Sagt er að vatnið hafi lækningamátt (sérstaklega fyrir þá sem eru í sárum vegna jjess að þeir em með psoriasis) og því flykkjast ferðamenn þangað. Þetta var vondur dagur fyrir hárið á Julie og henni var meira umhugað um að láta ekki gufuna eyðileggja andlitsfarð- ann á sér. En allar áhyggjur hurfu þcgar Siggi. ljóshærður og svipmikill strákur í sundskýlu. hlítti fortölum Ingvars og kom ofan í vatnið með bakka af kók- flöskum. Gosið blandaðist við gufuhjúpinn yfir vatninu og þá miklu hljómkviðu sem er Siggi. og útkoman var eins og fiís úr súrrealísku Shangri-la. Gærkvöldið skiptir engu máli Um kvöldið vorum við á gestalistanum á Café Óperu. smáhýsi fullu af eftirlíkingum og kitsi. þar sem píanistinn spil- aði „lmagine". Bjarni Breið- fjörð (stórlax úr klúbbalífinu sem er gefinn fyrir að panta verðlaunavín og skýra frá því að hann sé með á nótunum. viti h\ að er að gerast) sagði hæðnis- lcga: „Njótum öll þessarar þunglyndislegu stundar." Bjami var kominn með glóðarauga. scm hann var ekki með daginn áður. en á lslandi skiptir það sem gerðist í gærkvöldi engu máli. Eitthvað annað hlýtur að hafa verið í deiglunni. því Julie hélt nú í anninn á Ingvari og út- skýrði: „Ég er búin að sjá að hann er mjög mikilvægur maður sem getur komið mörgu í verk. Hann er draumlyndur." Og Dóra — þeirra útgáfa af mér. eða svo var mér sagt — fór ekki ofan af því að hún væri besti vinur Grace Jones á Islandi og hrópaði: „Bijóstin á mér eru að detta af!” Og svo í klúbba á borð við Casablanca og Ömmu Lú. glæsilega skreyttan stað. yfir- fullan af harðviði. kertastjökum og teppum sem grúfa yfir hausamótunum á fólki. Þar spil- aði Keoki smátæknipopp og eldri maður öskraði hástöfum: „Ekki meira rokk og ról!” Við fórum líka á hommabar. en það var engin leið að sjá að það væri hommabar nema á mvndinni af Cher sem hékk á veggnum. Síðasti stóri skemmtistaður- inn var Ingólfs Café, tveggja hæða ljósum prýdd stofa. full af glæsilegum og tískuklæddum sykurmolum. Þar ýtti mér ein- hver frá salemisskálinni, hann þurfti að æla í hana; einu svert- ingjamir á íslandi reyndust vera Ameríkanar sem vom komnir til að keppa á eróbíkkmóti: og enn einn ráðvilltur náungi kyssti mig á höndina. en síðan kom fát á hann og hann sagði: „Öh. þær eru fallegar stelpurnar héma. finnst þér það ekki?" Jú. það finnst mér. Heima hjá Ingvari týndi Julie brjóstahaldaranum sínum, en skapmikill listamað- ur. sem Ingvar sagði að „gæti bara málað í þunglyndisköst; um“, sveifiaði um sig sverði. í húsinu vom líka svipur. stigi og mótorhjól. sem Ingvar játaði að væri allt sem þarf til kynlífs fyr- ir stráka og stelpur. Við það bætist svo tölvan hans — „en ekki spyija mig hvemig er farið að". Þetta fólk verður aldrei samt eftir. Eftir hádegisverð á Hard Rock (það em tvö. en enginn McDonalds) vomm við búin að vinna okkur inn fyrir geisla- baugunum. Og nú er ég kominn aftur í landið þar sem Hollv Hunter auglýsir hárnæringu. Bíddu eftir mér. Siggi. Bolludagurinn vekur furðu ísland kemur reyndar viðar við sögu í pressunni i New York. I marshefli tímaritsins Spy, nokkuð háðsku blaði sem er mikið lesið af ungu fólki, segir af þeim furðulega sið islendinga að haida hátið- legan sérstakan bolludag, og er háttalag íslenskra barna þann dag borið saman við háttalag jafnaldra þeirra í heimsþorginni. Orðrétt segir á þessa leið: „ísland heldur uþp á sér- stakan bolludag (..Bun Da/j. Okkur er sagt að þá ráðist böm inn í hús. vopnuð litrik- um prikum, og fái gefnar boll- ur með þeyttum rjóma. Á svipaðan hátt ráðast ung- menni í New York inn í hús, vopnuð prikum sem eru ekk- ert sérstaklega litrík, og heimta að þeim séu gefnir peningar og steriógræjur. “

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.