Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRÍL 1992 33 E R L E N T Kynlífsdraumar Madonnu „Þegar Madonna grípur um klofið á sér er þjóðfélagsskipan- inni alvarlega ögrað,“ er haft eft- ir bandarískum háskólaprófessor sem hefur skrifað bók um tákn í myndböndum þessarar um- deildu stórstjömu. Aðrir mundu segja að athæfi hennar flokkaðist undir hreina sýndar- og sölu- mennsku. Kollegi hennar Elvis Costello segist hafa lesið að hún sé snillingur að selja kynlíf. „Það þarf nú aldeilis snilligáfuna til þess!“ bætir hann við kaldhæðn- islega. Eftir leikstjóranum Oliver Stone er haft:, jvladonna. Hún er eins og klósettpappír. Hún er á forsíðu hvers einasta tímarits. Fallin í verði.“ En Madonna sýnir ekki á sér neinn bilbug. Hún segist vilja að fólk hneykslist á sér, tali um sig dag og nótt. Og tilefnin hafa svosem verið ærin, enda hefur hún lengi rambað á mörkum þess sem er talið velsæmi. Textar hennarþykja í meira lagi tvíræðir. Hún hefur gert myndbönd þar sem er ýj- að að ýmsum kynlífsat- höfnum sem venjulega fara fram bak við glugga- tjöld. Og hún þykir ekkert sérstaklega passasöm í I orðavali. [ í viðtali hefur hún sagt að við séum öll tvíkyn- hneigð. Hver karlmaður hafi gott af því að fá tungu annars karlmanns upp í sig einhvem tíma á ævinni. Hún hef- ur líka sagt frá því sem örvar hana kynferðislega: Karlmenn sem kyssast. Ef hún elskast með konu og aðrir horfa á. Eftir ástarævintýri með kyn- tröllinu Warren Beatty var hún heldur ekkert ófeimin við að tjá sig. Hvemig var hann? Svar: „Eg mældi hann ekki, en hann var al- veg mátulega stór.“ Sjónarspil? Líklega. Madonna virðist alltént gæta þess vandlega að hún hverfi ekki augnablik úr sviðsljósi fjölmiðla. Nýjasta uppátækið er bók sem hún er með í smíðum og fjallar um kyn- lífsdrauma hennar. Ekki er vitað hvenær eða hvort hún kemur út, en skandallinn er þegar skeður: Þegar verið var að taka nektar- myndir í bókina af Madonnu og stórfyrirsætunni Naomi Camp- hell á strönd við Miami stalst óforskammaður ljósmyndari til að taka sínar eigin myndir úr leyni. Þær hafa síðan borist út um heimsbyggðina. Sumir segja að hún sé í eilífri uppreisn gegn ströngu kaþólsku uppeldi, enda kvað siðavöndum föður hennar enn mislíka athæfi dótturinnar. Sjálf segir hún: „Hvemig hefði ég getað orðið nokkuð annað — með þetta nafn? Ég hefði annaðhvort orðið nunna eða það sem ég er.“ Madonna situr fyrir allsber á strönd við Miami ásamt Naomi Campbell og þeldökk- um rappsöngvara. Er Mikki mús rofla? í Eurodisney mætast stálin stinn. Annars vegar kaldhamrað- ir klókir amerískir bisnessmenn og hins vegar þvermóðskufullir og þjóðemissinnaðir Frakkar sem finna fyrirtækinu allt til for- áttu, telja það táknmynd fyrir ameríska lágkúru sem sé að leggja undir sig heiminn. Vand- ræðin í kringum þetta íyrirtæki em í raun ágætt dæmi um þau vandræði sem geta komið upp þegar tveir ólíkir menningar- heimar mætast í návígi. Eurodisney verður opnað á pálmasunnudag, 12. apríl, í Mame-la-Vallée, 32 kílómetmm íyrir austan París. Þar verða einir 12 þúsund starfsmenn. Fyrirtæk- ið þarf 11 milljón gesti á ári til að það beri sig. Aðgangseyrir verð- ur um 2.500 krónur fyrir full- orðna, 1.600 krónur íyrir böm. Á svæðinu er hótel með rými fyrir um 5.000 gesti. Herbergið kostar frá 4.000 upp í 25 þúsund krónur nóttin. Á þriðja hundrað millj- arða hefur farið í framkvæmdir sem tengjast skemmtigarðinum. Þar af hefur franska ríkið eytt miklum fjármunum í að byggja vegi, biýr og jámbrautarstöðvar, auk þess sem Eurodisney hefur fengið hagstæð lán og skattaf- slátt. Skemmtigarðurinn verður með mjög svipuðu sniði og Disneyland í Kalifomíu, Disn- eyworld í Flórída og Disneypark Kim II Sung afhjúpaður Alþýðuleiðtoginn ástkæri, Kim II Sung hefur verið af- hjúpaður. Park-II Peter Alex- andfovitsj, sem er Rússi af kóresku bergi brotinn, leysti frá skjóðunni í viðtali við breska blaðið The Independ- ent, en hann var gerður út af Stalín til þess að semja „bylt- ingarsögu" og ævisögu bylt- ingarleiðtogans eftir hemám Sovétmanna í Norður-Kóreu. Auk þess var honum falið að kenna leiðtoganum undir- stöðuatriði marxisma. Forsenda þess að Kim II Sung komst í valdastól átti að vera barátta hans gegn hinum japönsku nýlenduherrum. Park-Il segir þetta þvætting, að hann hafi verið að pota niður kartöflum heima hjá foreldrum sínum meðan aðrir börðust. „Hann var aldrei marxisti. Hann vissi ekki hvað marxismi var," segir Park-Il. Hann segir Kim II Sung í meðallagi greindan, hann hafi talað rangt mál, en verið fremur viðkunnanlegur piltur fyrir utan raupsemina. í Tókýó. Þetta er heimur fullur af ævintýrum og góðvild, tóm blekking auðvitað, en samt eins og tilbúin Paradís á jörðu. Þó hlakka ekki allir til opnunardags- ins. Jack Lang menningarmála- ráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að vera viðstaddur ef hann geti komist hjá því. Fjar- staddir verða einnig þeir fjöl- mörgu sem sóttu um vinnu, en fengu ekki af ýmsum ástæðum. Disney-menn hafa engan áhuga á að ráða hið fjölbreytileg- asta fólk til sín. Það hefur farið fyrir brjóstið á fjölmörgum hinna frönsku umsækjenda hversu hörð skilyrði starfs- Eurodisney: Heimur fullur af ævintýrum og góðvild, en samt eru margir Frakk- arfúlir. menn þurfa að uppfylla. A bann- lista em meðal annars gallabux- ur, leðurklæðnaður, stutt pils, strípur í hári, eymalokkar, skegg, mikill andlitsfarði og sterkur varalitur. Feitabollur fá ekki vinnu. Skilmálamir em útmálað- ir á átta blaðsíðum; þar eru starfsmenn líka skikkaðir til að nota svitalyktareyði og konur til að ganga ekki í djörfúm nærföt- um. Þeir mega heldur ekki koma of seint og þurfa alltaf að vera reiðubúnir að vinna; mottóið er að, Jtafa yndi af því að gera aðra hamingjusama". Kaupið er á bilinu 60-70 þús- und krónur á mánuði. Af þessum ástæðum hafa ýmsir hætt sem jtegar vom búnir að fá vinnu. Nógir verða þó til að hlaupa í skarðið, enda vom um- sækjendur 30 þúsund þrátt fyrir að verkalýðsforingjar segðu það andstætt lögum að kveða á um útlit launþega í starfssamningi. Ekki vom þeir heldur hressir yfir því að tilvonandi starfsmenn þurftu að svara spumingum um „40 milljónir Bandaríkja- manna reyktu gras. Þeir einu, sem fannst þaö ekki gott, voru Clarence Thom- as og Bill Clin- ton.“ Jay Leno háðfugl um síðbúnar játningar manna í sókn eftir opin- berum embættum. Æfingin skapar meistarann í Kenmore í New York-fylki reyndi maöur nokkur ítrekað að fremja sjálfsmorð síöastliöinn mánudag. Hann henti sér út um glugga í íbúð sinni á fjórðu hæö, en lenti á bíl og liföi. Hann fór því aftur inn í húsið, tók lyftuna upp og stökk á nýjan leik. Allt kom fyrir ekki og hann er nú lítt slasaður í sjúkrahúsi. hvort þeir tilheyrðu einhverju fé- lagi eða samtökum. Einna ókátastir em þó verk- takar, en í fjölmiðlum hafa geis- að deilur milli jreirra og Disney- manna. Sumir hafa leitað réttar síns fyrir dómstólum og ein- hverjir farið á hausinn. Þeir kvarta yfir því að Eurodisney standi ekki við gerða samninga og noti hvert tækifæri til að losna við að greiða fyrir unnin verk. Verktakamir reyndu að ná fram hefndum með því að skaða hina hreinu ám Disney- fyrirtækisins. Á þeim var að skilja að Mikki mús væri í rauninni rotta. Robert Fitzpatrick, framkvæmdastjóra Eurodisney, tókst að kveða þá í kútinn með fimmtíu viðtölum á fimmtán dögum. Og þeir em fleiri sem ekki hlakka til: Bændur í nágrenninu em óhressir yfir tilmælum um að þeir hætti að bera skít á tún. Og íbúar í nágrenninu — þeir hafa áhyggjur af umferðinni og ekki síður miklum flugeldasýningum sem áætlað er að verði á hveiju kvöldi. Þú hefur gott af smáblýi! Saddam Hussein reynir nú ákaft aö fá leysta út sérútbúna og skot- helda límúsínu, sem hann festi kaup á í Bandaríkjunum nokkrum dögum fyrir innrásina í Kúveit. Bandarísk yfirvöld lögðu þá hald á hana og eru nú mjög treg til að láta hana af hendi, segja Saddam ekk- ert hafa við skotheldan bil aö gera. Kosningabar- áttan harönar vestanhafs Richard Darman, fjársýslustjóri Bush Bandaríkjaforseta, hélt að hundur sinn væri týndur þegar leyniþjónustan hringdi í hann og kvaðst hafa hundinn undir höndum. Hann haföi veriö fangaður eftir að hann haföi (hund)elt skokkara nokk- urn tveggja og hálfs kílómetra leið. Leyniþjónustan haföi afskipti af mál- inu, þar sem skokkarinn var enginn annar en Patrick Buchanan. Enginn sleppur Ný rannsókn breskra vísinda- manna bendir til þess að karlmenn, sem sneiða hjá feitum mat og minnka þannig líkur á hjartasjúk- dómum, auki líkur á ótímabærum dauðdaga af völdum þunglyndis. ÍSLENSKT SJÓNARHORN Sigur Thatchers BIRGIR ARNASON Talsverðar líkur em á því að í dag, 9. apríl, bindi kjósendur á Bretlandseyjum enda á rúmlega tólf ára valdaferil íhaldsflokks- ins. Verður þá lokið merkileg- um kafla í stjómmálasögunni. Forystumenn Verkamanna- flokksins breska kættust mjög þegar íhaldsmenn völdu Marg- aret Thatcher til að hafa fyrir sér forystu um miðjan áttunda ára- tuginn. Töldu þeir einsýnt að Verkamannaflokknum væri tryggð stjómarseta að minnsta kosti til aldamóta. Öðm nær. Ríkisstjóm Verkamannaflokks- ins féll þegaríkosningum 1979, rúin trausti með gjaldþrota stefnu. Valdataka Thatchers á Bret- landi markaði tímamót í stjóm- málaþróun eftirstríðsáranna. Það verða seint allir ásáttir um „Hinn endurnýjaði Verkamanna- flokkur hefur í raun gert að sínum flestar þœr grundvallarforsendur, sem Thatcher fór afstað með fyrir hálfum öðrum áratug... “ það, sem hún gerði og stóð fýrir. Engu að síður er óhjákvæmilegt að viðurkenna það, sem hún gerði vel. Hún boðaði markaðs- búskap í stað sívaxandi ríkisaf- skipta af efnahagslífinu, hún beitti sér fyrir einkavæðingu í stað þjóðnýtingar, hún stóð fyrir því að verkfallsrétturinn var tak- markaður á Bretlandi til að draga úr því tjóni, sem sífelldur ófriður á vinnumarkaði veldur, og svo framvegis og svo fram- vegis. Stefna Thatchers var hug- myndafræðileg bylting, sem hafði víðtæk áhrif langt út fyrir landsteina Bretlandseyja. Á meðal frjálslyndra manna í Austur-Evrópu var hún dáðust af vestrænum stjómmálamönn- um og sóttu þeir til hennar hug- myndir, sem þeir leitast nú við að gera að veruleika. Hlutverk hennar í hmni kommúnismans verður seint ofmetið. Á Bretlandi kvað Thatcher Verkamannaflokkinn svo ræki- lega í kútinn, að meðan hennar naut við bar hann ekki sitt barr. Raunar má halda því fram að hún hafi gengið af þeim Verka- mannaflokki dauðum, sem spjót hennar beindust að. Sá Verkamannaflokkur, sem nú er risinn upp úr öskustónni, er að flestu leyti annar en sá Verka- mannaflokkur, sem galt afhroð í kosningunum 1979, 1983 og 1987. Verkamannaflokkurinn, sem gengur til kosninga í dag, boðar markaðslausnir í efna- hagsmálum, hefur gefið þjóð- nýtingu upp á bátinn, ætlar ekki að afnema hömlur á verkfalls- réttinum, hafnar einhliða kjam- orkuafvopnun, og svo framveg- is og svo framvegis. Hinn end- umýjaði Verkamannaflokkur hefur í raun gert að sínum flest- ar þær grundvallarforsendur, sem Thatcher fór af stað með fýrir hálfum öðrum áratug. Um hvað snúast kosningam- ar í dag? Harla lítið. Hug- myndafræðilegu átökin eru horfin. Flokkamir metast á um það hvor geti stjómað Bretlandi betur í tæknilegu tilliti. Þessi þunni þrettándi er eðlileg afleið- ing þess, að Verkamannaflokk- urinn hefur algerlega snúið við blaðinu í helstu stefnumálum. Að einu leytinu hefur Verka- mannaflokkurinn þó ekki breyst svo nokkru nemi. Forystumenn hans em svo til allir þeir sömu og áður. Hvað það segir um hversu trúverðug stefnubreyt- ing flokksins er verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig. Eg myndi hins vegar aldrei kjósa slíkan sinnaskiptaflokk— hvort sem er á Bretlandi... eða á íslandi. Höfundur er hagiræöingur hjáEFTA.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.