Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 9. APRIL 1992 og frekar fyrr en síðar ! Hvers vegna ekki að láta nú drauminn rætast og drífa sig með Norrænu í sumar ? Norræna siglir frá Seyðisfirði vikulega 4/6-1/9 til nágrannalanda okkar, Færeyja, Danmerkur, Hjaltlands og Noregs. Og nú bætist einn áfangastaður við, Skotland, með gamla góða Smyrli, sem siglir frá Seyðisfirði til Aberdeen og til baka frá Scrabster á norðurströnd Skotlands. Norræna getur flutt 1050 farþega og 300 bíla.. Öll aðstaða um borð er eins og best verður á kosið. Lúxusklefar með tvöföldu rúmi, tveggja manna klefar, fjögurra manna klefar eða svefnpokapláss. Leikherbergi fyrir bömin, sólbaðsþilfar - og verslanir með mikið úrval af tollfrjálsum vamingi. Fyrsta flokks veitingastaður og ágætur skyndibitastaður. Notalegur bar og næturklúbbur með lifandi tónlist fyrir nátthrafna. Sigling meb Norrænu - ævintýralegt sumarfrí. Sigling með Norrænu er ævintýri, sem allir ættu að láta eftir sér, Af hverju ekki að aka af landi brott... meö Norrænu ? NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Öll almenn farseölasala Laugavegi 3, Reykjavík, sími 91-626362 og Fjarðargötu 8, Seyðisfirði, sími 97-21111 ZJ A Aérlendis er stödd ung stúlka að nafni Sæunn Þórsdóttir sem hefur þann starfa, fyrst íslenskra kvenna, að vera plötusnúður. Hún stundar starf sitt að mestu á ýmsum klúbbum í London, sem er takmark sem margan piltinn dreymir um en enginn hefur náð til þessa. Sæunn spilar aðallega fönk- djass, tónlist sem sjaldan heyrist hér- lendis. Hún gerir stuttan stans á veit- ingastaðnum 22 um helgina... G, • ísli Snær Erlingsson, sem forð- um sá um Poppkom í sjónvarpinu en nemur nú kvikmyndagerð í París, hefur sent íþrótta- og tóm- stundaráði Reykja- víkur bréf þar sem hann falast eftir Laugardalshöllinni til tónleikahalds þann 16. júní næstkom- andi. Meiningin er að 5 íslenskar poppsveit- ir komi fram. Ef af þessu verður verða tónleikamir kvikmyndaðir og notaðir sem umgjörð í leikinni bíómynd. Nú er bara að sjá til hvað Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, og félagar hans í ráðinu gera... s elfyssingar ættu að vera nokkuð . ömggir um líf sitt og limi um helgina því á Selfossi verða staddir lögreglu- menn hvaðanæva af landinu. Ekki þó í embættiserindum heldur fer þar fram landsmót lögreglumanna í fótbolta inn- anhúss. Alls taka 13 lið þátt í mótinu. Keflvíkingar eiga titíl að verja og hafa reyndar unnið þetta mót síðastliðin 3 ár... Tónleikar hoi- lensku blús-rokksveitarinnar 1N CONCERT A GIRL 14., 15. og 20. apríl Forsala miöa í verslunum Skífunnar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.