Pressan - 30.04.1992, Síða 34
34
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRIL 1992
BkfuftiÁ
- Elns og alþjóð vcit hefur
Davíð Oddsson ekki afsalað
sér sæti sínu sem borgarfull-
trúi þótt hitnn hafi tekið sæti
forsætisráðherra. Þetta
tryggði honum t.d. setu í
veislunni góðu þegar ráðhús
Reykjavíkur var vígt, því að
öðrum kosti hefði hann eng-
an rétt átt á því að sitja veisl-
una. Þá hefði Jóna Gróa Sig-
urðardóttir mætt en ekki
Davíð.
En ráðhúsið kostaði sem
sé næstum 3,5 milljarða
króna. Það gera um það bil
35 þúsund krónur á hvem
borgarbúa. Sumum finnst
þetta óheyrilega há upphæð.
í þessu sambandi má hug-
leiða hversu miklu aðrir
kaupstaðir og sveitarfélög
þyrftu að eyða ef þau ætluðu
sér hlutfallslega jafnreisulegt
hús, miðað við höfðatölu að
sjálfsögðu.
Kópavogur yrði að eyða
585 milljónum, Keflavík 266
milljónum, Vestmannaeyjar
173 milljónum og Borgames
62 milljónum svo nokkur
dæmi séu nefnd. Af fámenn-
ari byggðarlögum má nefna
að Suðureyri þyrfti að byggja
hús upp á 12 til 13 milljónir
til að ná ráðhússtiginu en
Hnseyingar slyppu með tæp-
ar 10 milljónir.
- í nýjasta hefti tímaritsins
„Arkitektúrs og skipulags"
ritar Gestur Ólafsson ein-
hvers konar leiðara og varpar
þar fram nokkmm gagnrýn-
um spumingum, sem vert er
að endurtaka: „Hvers vegna
þurfum við íslendingar Þjóð-
arbókhlöðu þegar upplýsing-
ar leika á öldum Ijósvakans
heimshoma á milli inn í tölv-
ur og sjónvörp á hverju
heimili? Hvcrs vegna fjölgar
slysum stöðugt, þegar aldrei
hefur verið til meiri þckking
á því hvemig á að byggja ör-
uggt umhverfi? Hvers vegna
þurfum við ráðhús á tímum
valddreifingar og samdrátt-
ar? Hvers vegna er bygging-
arlist samtímans jafnfiókin
og sundurleit og raun ber
vitni þegar okkur hefúr sjald-
an iegið jafnmikið á að fara
vel með peninga? Hvers
vegna em vínbúðir Áfengis-
verslunar ríkisins að verða
cins og lager á jámsmíða-
verkstæði?*
„RAÐHYSKAN“
RYÐURSÉRTIL RÚMS
Prentvillan dýra í ljóðinu hans
Tómasar Guðmundssonar á rúð-
unni í ráðhúsinu — þar sem
„glóbjört“ varð óvart að „gljób-
jört“ — hefur haft sín áhrif. Við
spáum því að „ráðhýska" komist
í tísku, sem sé að bókstafurinn
jof> fari að þröngva sér inn í mál
borgarfulltrúa í tíma og ótíma á
eftir bókstafnum 1 og á undan
sérhljóðum.
Þá er átt við að t.d. í vígslu-
ræðu borgarstjórans hefði getað
komið kafli á borð við þetta: „...
og gljeðilegt sumar.
Þegar ég ljít á þetta gljænýja
hús finnst mér asnaljegt að vera
með barljóm. Nú ljækkar verð-
bólga og ég hljakka til — ég er
léttur í ljund og mér er hljátur í
huga. Ég ljæt gagruýni ljönd og
ljeið.“
30 Á
FRÁ'"
MO
UM SÍA-LEYNI-
SKÝRSLURNAR
Nú í maí verða liðin 30 ár ffá
því að Morgunblaðið skúbbaði
SÍA-skýrslunum svokölluðu, en
þar var um að ræða skýrslur og
bréf frá ungum kommúnistum
við nám austantjalds til Einars
Olgeirssonar, yfirkomma á Is-
KAMPAVIN
SNÚSS ERU INNI
Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins hefur látið þann boðskap
út ganga að heildarsala áfengis
hafi dregist saman fyrstu þrjá
mánuði ársins miðað við sama
tímabil í fyrra. Samdrátturinn
nam nær 12 prósentum í lítrum
talið.
Á þessu er þó ein mikilvæg
undantekning. Neysla á kampa-
víni og freyðivíni jókst sem sé
um 14 prósent. Önnur merkileg
breyting á neysluvenjum lands-
manna birtist í því að nef- og
munntóbaksneyslan jókst um
nær 11 prósent á sama tíma og
sígarettu- og vindlareykingar
drógust saman.
Hvað kampavíns- og freyði-
vínsvinsældir snertir getum við
aðeins komið auga á eina hald-
bæra skýringu. Hér eru sem sé á
ferðinni áhrif hinnar góðu aug-
lýsingar Davíðs Oddssonar í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Ber-
múdaskálin. Landsmenn urðu
vimi að því í beinni útsendingu
hversu skemmtilegir menn verða
við það að drekka slíka drykki
og í kjölfarið kom í ljós hvað lít-
ið þarf af þessum eðaldrykkjum
til að komast í góða stemmn-
ingu. Svo komu handboltamenn-
imir okkar heim sem A-klassa-
þjóð í mars.
Þetta með nef- og munntóbak-
ið er hins vegar erfiðara við-
fangs. Hvenær fékk Davíð sér í
nefið?
landi. SIA stóð fyrir Sósíalistafé-
lag íslendinga austantjalds og á
meðal hinna ungu manna sem
komu þar við sögu voru Árni
Bergmann, Hjörleifur Guttorms-
son, Hjalti Kristgeirsson og fleiri
góðir menn.
í bréfunum var að finna átak-
anlega lýsingu ungkommanna á
lífinu fyrir austan undir jámaga
Kommúnista-
flokksins og svo
lýsingar á arma-
skiptingu ís-
lenskra flokks-
bræðra þeirra. Við
ætlum þó ekki að
rifja upp innihald
bréfanna.
Hins vegar rit-
aði Benedikt
Gröndal,
formaður Alþýðu-
flokksins og utan-
ríkisráðherra,
grein í Alþýðu-
blaðið um hvemig
Mogginn fékk
bréfin ffá ungum
manni og við gríp-
um inn í lýsingu
Benedikts.
„Við mundum
ekki líta við, þótt
við mættum hon-
um á götu. Hann
er ósköp venjuleg-
ur maður, ungur
maður, sem hæg-
lega fellur inn
Einar
Arni
hverfum bæjarins. Hann er
fæddur og uppalinn utan borgar-
innar, en hefur dvalizt hér árum
saman — rétt eins og þúsundir
annarra Reykvíkinga. Hann hef-
ur stundað ýmiss konar almenna
vinnu...
... hefúr hann komist nær og
nær kjama kommúnistastarfsins
í Reykjavík, fengið að ganga um
skrifstofur og ræða við
trúnaðarmenn flokksfor-
ingjanna. Svo fékk hann
tækifærið, sem hann hafði
lengi stefnt að. Hann
komst yfir fjölda af bréf-
um og skýrslum frá ung-
kommúnistum í Austur-
Þýskalandi,
mannhafið í Reykjavík, án þess
að eftir honum sé tekið. Samt
hefur hann haft mikil áhrif á
æðstu stjómmál þjóðarinnar í
vor. Þessi ungi Reykvíkingur
býr í lítilli íbúð í einu af ytri
Moskvu og
víðar um jám-
tjaldslöndin...
og hann stakk
þeim í vasa
sinn...
Ungi mað-
urinn gekk
með skjölin í
v a s a n u m
nokkra daga,
unz hann fékk
tækifæri til að
skila þeim. Sá, sem tók við
þeim, er hátt settur maður í
innra skipulagi Sjálfstæð-
isflokksins. Þar vom skjöl-
in skoðuð og afrituð. Og
nú hafa tvö fyrstu þeirra
Hjörleifur verið birt í Morgunblað-
inu, skýrslan frá Austur-
Þýskalandi og um SÍA...“
Þama vantar sem sé ekkert
nema nafn unga mannsins og
upphæðina sem hann fékk
greidda fyrir njósnastarfsemina!
SLÆR HALLDOR METIÐ?
T V
N
A
A
TVIFARAKEPPNI PRESSUNNAR- 42. HLUTl
Fyrir rúmum sextfu árum sá Orson Wclles um útýárpsþætti
f New York og endaði ferilinn glæsilega með Irairásiimi frá
Mars, Nú cr Stefán Jón Hafstein ineð útvarpsþátt og sama út-
litið og gekk svo vel í New York-búa fyrir sextfu árum. í stað
pípunnar er hann kominn með kisu-könnuna óborganlegu.
Og eins og marsbúamir lögðu heimsbyggðina að fótum sér
og vestræna ntenningu í rúst eru þcssir sautján, sem hringja
inn í þjóðarsálina hans Stefáns, á góðri leið með að lcggja
........ð og rústa menningunni. Og allt út af þessu út-
,<u'' .... Stefán (Stcbbi
.......,r,....................
.....................................
Hann Halldór Asgrímsson
(fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra, nokkuð þybbinn en stráks-
legur náungi ættaður úr Homa-
firði -— þið munið, þessi úr
hvaladeilunni) er búinn að sitja á
þingi í 17 ár. Og þó ekki nema 45
ára. Búinn að sitja á þingi 37 pró-
sent ævinnar.
Hal ldór var ekki nema hálfþrí-
tugur þegar hann komst á þing
fyrir atbeina kjósenda Fram-
sóknarflokksins. Það út af fyrir
sig er ekki met. Hins vegar má
ætla honum langra lífdaga og
segja sem svo, að hann endist á
þingi viðlíka og Matthías
Bjarnason, sem hefur eins og
kunnugt er níu líf í pólitíkinni.
Nú, Matthías er sjötugur (fór á
þing 42ja ára, sem sé verulega
farið að slá í hann). Ef Halldór
verður ennþá á þingi sjötugur að
aldri — árið 2017 — verður
hann búinn að vera á þingi í 43
ár. Og 43 ár af 70 gera 61,4 pró-
sent. En þegar bamdómurinn er
skilinn frá og miðað við 18 ára
kosningaaldur blasir við að þeg-
ar Halldór verður sjötugur þing-
maður og búinn að vera 18 ára
og eldri í 52 ár þá hefur hann ver-
ið á þingi 82,7 prósent fullorðin-
sævi sinnar. Geri aðrir betur!