Pressan - 30.04.1992, Page 41

Pressan - 30.04.1992, Page 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992 41 TILVERAN EFTIRMIDNÆTTI „Ég startaði þessu bandi og er búinn að láta mikla fjármuni í þetta en það skiptir ekki máli. Peningar eru bara til að eyða þeim,“ segir Guðlaugur Falk, aðalsprauta rokksveitarinnar Ex- ist. Guðlaugur fékk í lið með sér vana rokkara sem hafa verið lengi í bransanum og kunna sitt- hvað fyrir sér. Eiðw Örn Eiðs- son syngur en hann var meðal annars í Þmmuvagninum og Tí- volí. Sigurður Reynisson lemur húðir og gerir víst af fítonskrafti enda segist Guðlaugur aldrei hafa kynnst öðmm eins slag- krafti og hjá Sigurði. Það er síð- an Jón Guðlaugsson sem plokk- ar bassann. í gamla daga lék Jón með hljómsveitinni Arbliki en við þá sveit birtist frægt viðtal í Samúel. Plata er á leiðinni ffá Exist og hefur hún hlotið nafnið After Midnight og er væntanleg ein- hvem tíma seinnipart maímán- aðar. Eins og nafnið gefur til kynna er sungið á ensku. Guð- laugur segir að það sé einfald- lega sökum þess að meiningin sé að reyna að koma sveitinni á framfæri erlendis. Þreifmgar í þá átt em þegar hafnar, menn í Los Angeles ku vera hrifnir og vilja fá meira að heyra. „Það er allt mjög jákvætt og þeir vilja fá fleiri spólur og myndir. Þetta fer allt gegnum lögfræðinga, sem er gott, því þá er allt á hreinu,“ segir Guðlaug- ur. KREFST ALMENNILEOS SKÓFATNAÐAR „Við höfum ekkert spilað opinberlega síðan á Borginni á gamlárskvöld þangað til núsegir Hörður Bragason, einn meðlima hljómsveitar- innar Júpíters. Hljótt hefur verið um sveitina síðustu fjóra mánuði en hún hefur þó langt því frá setið að- gerðalaus, því nýlokið er upptökum á fyrsta geisladiski sveitarinnar og er hann væntanlegur á markað í júní. Þá fór sveitin í tónleikaferðalag til London í febrúar og lék þar á klúbbum og í beinni útsendingu hjá BBC. I kvöld stígur sveitin hins vegar á stokk á ný hér á landi og leikur á tónleikum á Púlsinum. Júp- íters spila þar meðal annars efni sem verður á diskinum nýja. Júpíters er ekki fámenn hljómsveit. Viðmiðun- artala meðlima er 13 og koma þeir úr ýmsum hljómsveitum og lúðrasveitum. Tónlistin er dálít- ið sérstök og ekki auðvelt að skilgreina hana. Enda svo sem engin þörf á því að vera að líma einhvem merkimiða á tónlistina. Hörður segir ýmsa hafa reynt að skilgreina tónlistarstefnuna en með misjöfhum árangri. Þeir spila, syngja og dansa og tonlistin er engu lík. SKACFIRSK SÖN6LIST Skagfirska söngsveitin í öllu sínu veldi. Skagfirska söngsveitin heldur árlega vortónleika íyrir styrktar- félaga sína og aðra velunnara nú um helgina. Þeir verða í Lang- holtskirkju á morgtm, 1. maí, og á laugardaginn og hefjast klukk- an 17. báða dagana. Söngsveitin hefur starfað óslitið frá því í september 1970 eða í tæp 22 ár og starfsemin ávallt verið með miklum blóma. Sveitin hefur gefið út nokkrar hljómplötur og eins farið utan í tónleikaferðir og hefur hvar- vetna verið gerður góður rómur að söng hennar. Á tónleikunum nú um helgina verða flutt innlend og erlend lög. Meðal annars óperettu- og óperutónlist og Gloria eftir Vi- valdi. Nær öll efnisskráin verður flutt með hljómsveitarundirleik en konsertmeistari er Agústa Jónsdóttir. Einsöngvarar verða Halla Soffía Jónasdóttir, Fríður Sig- urðardóttir, Ragnheiður Daní- elsdóttir Fjeldsted, Guðmundur Sigurðsson, Einar Gunnarsson og Svanhildur Sveinbjörnsdóttir, öll meðlimir söngsveitarinnar. BIOIN STEIKTIR GRÆNIR TÓMATAR Fried Green Tomatoes at the Whistle Stop Cafe HÁSKÓLABÍÓI Ljúf mynd og skemmtileg. Meira aö segja mjög skemmtileg. Fær áhorfandann til að finnast hann hálf skítugur á sálinni eftir hinar myndirnar í bíóhúsunum. ★★★ SVELLKALDA KLÍKAN Stone Cold SÖGU BÍÓI Þeir sem misstu af Sniglunum á frumsýningunni geta nagaö sig í handarbökin. Án alvöru leöurlykt- ar í bíóinu er þessi mynd ekki svipur hjá sjón. ★ Ég sá hann stíga fyrstu sporin í Rín um áriö. SJÓNVARP • Hann gaf alnæminu andlit nefnist þáttur úr þáttarööinni Fólkiö í landinu, þar ræðir Sigrún Stefánsdóttir viö Ein- ar Þór Jónsson, formann Samtaka áhugafólks um alnæmisvandann. Ein- ar er sjálfur sýktur og hefur, einn fárra sem þannig er ástatt um, veriö dugleg- ur viö aö benda á hversu illa er aö al- næmissmituöum búiö. Sjónvarpið fim. kl. 21.15. • Kynlíf, lygar og myndbönd. Dálít- ið skrýtin en skemmtileg mynd um þaö BÓKIN LANDNÁMINGÓLFS SAFN TEL SÖGU ÞESS 4 Hverjum manni er hollt að lesa smásagnffæði endr- um og eins — þótt ekki væri nema til þess að vera gjald- gengur í spumingakeppni. I seinni U'ð hafa sagnfræðing- ar reynt að endurheimta fýrri skemmtilegheit. Bestur er auðvitað Kristján heitinn Eldjám, en hann er jú að skrifa um draug. Bókin er 172 bls. og fær 8 í ffóðlega flokknum. hvernig kynlíflö getur stjórnað fólki. Leikstjórinn Soderbergh sló í gegn meö þessu verki og fékk Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes á sín- um tíma fyrir vikið. Hinn ágæti leikari James Spader var einnig verölaunaö- ur í Cannes fyrir hlutverk sitt í myndinni en hann hafði fram aö því svo til ein- göngu leikiö spillta yfirstéttardrengi í unglingamyndum. Sjónvarpiö fös. kl. 22.35. • HM í klettaklifri innanhúss. Kletta- klifur er íþrótt sem nýtur töluveröra vin- sælda erlendis og er rétt aöeins aö ná fótfestu hér á landi. Innanhúss er klifr- aö á sérhönnuðum veggjum og í þessari mynd verður sýnt frá heims- meistaramótinu sem fram fór í Birm- ingham á Englandi nýveriö. Slöð2lau. kl. 16.00. • Róbinson Krúsó. Sagan af skip- brotsmanninum og vini hans Frjádegi er öllum kunn og þeir eru ófáir sem í æsku dreymdi um aö lenda í viölíka ævintýrum. Margir ævintýramenn hafa enda sótt hugmyndir aö svaöilförum í söguna um Krúsó. Mynd fyrir alla fam- ilíuna og þá sérstaklega feöur og syni. Sjónvarpiö lau. kl. 21.50. Aspel og félagar. Michael Aspel nær góöu sambandi við viðmælendur sína og þættirnir eru skrambi góöir. Helsti galli þeirra er sá aö stundum þekkjum viö (slendingar helst til lítið til gestanna og afreka þeirra. En þeir eru duglegir VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1 Regarding Henry 2 Toy Soldiers 3 Teen Agent 4 Shattered 5 Lömbin þagna 6 Commitments 7 Sheltering Sky 8 Homer and Eddie 9 Fjörkálfar 10 Backdraft við að segja brandara og yfirleitt má hlæja dátt. í þessum þætti eru þaö grinistinn Toni Slattery, tónlistarmaö- urinn Joe Cocker og leikkonan Prun- ella Scales sem líta inn. Stöð 2 sun. kl. 21.15. LÍKA í BÍÓ BÍÓBORGIN í klóm arnarins” Leitin mikla" Faöir brúöarinnar** Víg- höfði**** BlÓHÖLLIN Banvæn blekk- ing'* Leitin mikla** Faöir brúðarinnar” Síðasti skátinn" Kuffs" JFK" HÁ- SKÓLABÍÓ Steiktir grænir tómatar*** Litli snillingurinn*** Frankie & Johnny" Háir hælar** Tvöfalt lif Veróniku”* Lömbin þagna*** LAUGARÁSBl'Ó Hetjur háloftanna* Reddarinn* Víg- höföi**** REGNBOGINN Freejack* Catchfire** Kolstakkur**** Kastali móöur minnar*** Léttlynda Rósa*** Homo Faber**** SÖGU BÍÓ Svell- kalda klíkan* Læknirinn” STJÖRNU- BÍÓ Hook" Strákarnir í hverfinu** Stúlkna mín*" Böm náttúrunnar"* ... fær Heimir Steins- son fyrir ræðuna eftir úr- slitaleikinn í kvenna- handboltanum. Og starfsmenn sjónvarpsins fá líka hrós fyrir að hafa ekki sjónvarpað ræð- unni. Og svo fær Heimir líka hrós fyrir að hafa ekki rekið þá fyrir það. VISSIR ÞÚ ... að þeir 1.800.000 stúd- entar í Bandaríkjunum sem út- skrifast í vor munu leigja skikkjur og húfur fyrir um 45 milljónir dollara eða 2,7 milljarða króna? ... að 1,7 prósenta launa- hækkun til launþega sem hef- ur 55 þúsund krónur á mánuði eru 935 krónur. Það eru 30 krónur og 74 aurar á dag. 1,7 prósenta launahækkun til þess sem hefur forsætisráðherra- laun (um 320 þúsund á mán- uði) er 5.440 krónur. Það eru 178 krónur og 85 aurar á dag. ... að heildarsala á tómat- sósu í Bandaríkjunum er 600 milljónir dollara árlega? Það eru 36 milljarðar íslenskra króna. ... að það kostar 1.800 krónur að skoða höfuðstöðvar KGB í Moskvu? Það kostar hins vegar ekkert að skoða höfuðstöðvar FBI í Washing- ton. daga FRlAR hbmsenmnqar allan SÓLARHRINQINN 7 DAQA VHCUNNAR PÖNTUHARSlMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grantásvogl 10 - þjónar þér allan aólarhringlnn Kantríkráin I í J I s \ K BORGARVIRKIÐ J KÁNTRÍBANDIÐ AMIGOS leikur frá finuntudegi til suimudags PAT TENNIS, stálgítarleikari ásamt VIÐARI JÓNSSYNI og ÞÓRI ÚLFARSSYNI Ekta kántrímúsík - Mæluni með hattana — AldurHtukmark 23 úr a? •••*»»«••»« BORGARVIRKIÐ * ÞINGHOLTSSTRÆTI2 * S: 13737 ! 5 I \ l l 0 m

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.