Pressan - 02.07.1992, Síða 5

Pressan - 02.07.1992, Síða 5
Myndbœr Umbylting í þágu réttaröryggis: AÐSKILNAÐUR DÓMSVALDS OG UMBOÐSVALDS í HÉRAÐI - tók gildi 1. júlí 1992. 1. júlí tóku gildi lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði nr. 92/1989. Með þeim eru gerðar grundvallarbreytingar á stjórnsýslu- og dómstólaskipan landsins. Mark- miðið er að skilja algerlega á milli þeirra starfa sem handhafar dóms- valds og handhafar framkvæmdar- valds hafa með höndum. Einnig tek- ur gildi ný löggjöf á öllum sviðum réttarfars, sem varðar meðal annars réttareglur um dómstóla og meðferð mála fyrir dómstólum. Héraðsdómur Norðurlands vestra Suðurgötu 1, Sauðárkróki Héraðsdómur Norðurlands eystra Hafnarstræti 107, Akureyri Héraðsdómur Austurlands Lyngási 15-17, Egilsstöðum Héraðsdómur Suðurlands Austurvegi 2, Selfossi Héraðsdómur Reykjaness Brekkugötu 2, Hafnarfirði Reykjavík eru, auk Reykjavíkur, eft- irtalin sveitarfélög: * Seltjarnarnes * Mosfellsbær * Kjalarneshreppur * Kjósarhreppur Sýslumaðurinn á Akureyri Auk sveitarfélaga sem tilheyrðu um- dæminu áður bætast við eftirtalin sveit- arfélög við austanverðan Eyjafjörð: * Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur usta sem almenningur getur sótt til sýslumannsembætta eru eftirfarandi: Lögreglustjórn (I Reykjavík embætti lögreglustjóra) Tollstjórn (í Reykjavík embætti tollstjóra) * Innheimta á tekjum ríkissjóðs á þeim stöðum þar sem hún er ekki falin sameiginlegum gjald- heimtum ríkis og sveitarfélaga ::' Umboðsstörf fyrir Trygginga- stofnun ríkisins (I Reykjavík Tryggingastofnun ríkisins) Landið skiptist í átta dómumdœmi. Einn héraðsdómstóll er í hverju umdæmi. ÁTTA NÝIR HÉRAÐSDÓMSTÓLAR TAKA TIL STARFA í DAG 1. júlí tóku til starfa átta nýir héraðs dómstólar, einn í hverju kjördæmi landsins og fara þeir eingöngu með dómsstörf. Héraðsdómstólarnir átta hafa að- setur á eftirfarandi stöðum: Héraðsdómur Reykjavíkur Dómhúsinu við Lækjartorg Héraðsdómur Reykjavíkur kem- ur í stað borgardómaraembættisins, hluta borgarfógetaembættisins, sakadóms og sakadóms í ávana og fíkniefnamálum. Umdæmi héraðsdómsins til- heyra, auk Reykjavíkur, eftirtalin sveitarfélög: ::' Seltjarnarnesbær * Mosfellsbær ::' Kjósarhreppur ::' Kjalarneshreppur Mörk annarra dómumdæma en héraðsdóma Reykjavíkur og Reykja- ness fylgja kjördæmamörkum. Héraðsdómur Vesturlands Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Héraðsdómur Vestfjarða Hafnarstræti 1, ísafirði 27 SÝSLUMENN FARA MEÐ FRAMKVÆMDARVALD í HÉRAÐI Stærsti hluti allrar stjórnsýslu ríkis- ins í héraði er í höndum 27 sýslu- manna í jafn mörgum stjórnsýslu- umdæmum. Embættisheitin bæjar- fógeti, borgarfógeti og lögreglu- stjórinn á Keflavíkurflugvelli falla þar með niður. Skrifstofur sýslu- manna eru þær sömu og sýslu- manna, bæjarfógeta og borgarfógeta voru áður. Starfsemi sem sýslumenn utan Reykjavíkur annast að öllu leyti, skiptist einkum niður á þrjú embætti í Reykjavík, auk sýslumannsemb- ættisins: ::' Lögreglustjórann í Reykjavík * Tollstjórann í Reykjavík Tryggingastofnun ríkisins BREYTT UMDÆMAMÖRK Ýmsar breytingar eru á mörkum stjórnsýsluumdæma á Norðurlandi, Austurlandi og Reykjanesi. Sýslumaðurinn í Reykjavík I umdæmi sýslumannsins og áð- urgreindra þriggja embætta í Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Umdæmamörk breytast með þeim hætti að eftirtalin sveitarfélög verða í umdæmi sýslumannins á Seyðisfirði: * Skriðdalshreppur * Vallahreppur * Eiðahreppur ::' Egilsstaðir Sýslumaðurinn í Neskaupstað Norðfjarðarhreppur tilheyrir framvegis umdæmi sýslumannsins í Neskaupstað. Sýslumaðurinn í Keflavík íbúabyggð utan afgirtra svæða varnarliðsins tilheyrir umdæmi sýslumannsins í Keflavík í stað um- dæmis Keflavíkurflugvallar. Sam- kvæmt samkomulagi dómsmálaráðu- neytisins og utanríkisráðuneytisins annast lögreglan í Keflavík löggæslu á svæðum sem teljast til varnarsvæða á Suðurnesjum en eru utan afgirtra svæða varnarliðs Bandaríkjanna. HVAÐA ÞJÓNUSTA ER SÓTTTIL SÝSLUMANNA? Helstu störf sýslumanna og þjón- ::' Borgaralegar hjónavígslur og skilnaðarleyfi * Málefni barna - umgengnisréttur og meðlagsgreiðslur * Lögræðismál ::' Þinglýsingar ::' Eftirlit með dánarbússkiptum ::' Framkvæmd fjárnáms og annarra aðfarargerða ::' Framkvæmd nauðungarsölu Sýslumaður er lögbókandi (not- arius publicus) Atkvæðagreiðslur utan kjörfundar ::' Skráning firma og annarra félaga en hlutafélaga ::' Utgáfa á ýmsum leyfum og skír- teinum svo og ýmsar skráningar. NÁNARI UPPLÝSINGAR UM AÐSKILAD Nánari upplýsingar um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði er að finna í kynningarbæklingi sem dómsmálaráðuneytið hefur gefið út um efnið. Bæklingurinn liggur frammi, m.a. í dómsmálaráðuneyt- inu, hjá sýslumannsembættum og héraðsdómstólum, bönkum, spari- sjóðum, pósthúsum og skrifstofum sveitarfélaga. DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.