Pressan - 02.07.1992, Page 19

Pressan - 02.07.1992, Page 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JULÍ 1992 19 L O G F R Æ Ð JÓNAS FR. JÓNSSON Málfrelsi fjölmiðla og áhrif Þorgeirsdómsins Mörk málfrelsis eru huglægs eðlis og ekki hægt að draga þau við einstök orð eða tilefni. Islenska stjómarskráin geymir ákvæði sem vemdar prentfrelsi en hins vegar er ekkert ákvæði sem vemdar beint málifelsi eða tjáningarfrelsi. Málífelsi og skoðanafrelsi fá nokkra vemd af ákvæð- um stjómarskrár um trúfrelsi, fundafrelsi og félagafrelsi, svo og af þeim almennu lýðræðiseinkennum sem koma fram í stjómarskránni. Prentmiðlar njóta vemdar prentfrelsis- ákvæðis stjómarskrárinnar, svo langt sem það nær, en einnig má færa sterk rök fyrir því að túlka beri ákvæðið þannig, að það nái einnig til ljósvakamiðla. Hér er þó um lögfræðilegt ágreiningsefni að ræða, sem ekki verður farið nánar út í hér. Helstu lagaákvæði sem takmarka mál- frelsi fjölmiðla em hegningarlög og þá aðallega ákvæði um ærumeiðingar eða ffiðhelgi einkalífs. Ærumeiðingar em ólögmætar árásir á æm annars aðila (einstaklings eða lögper- sónu) með það að markmiði að spilla áliti hans. Ærumeiðing getur verið ffamin með hverjum þeim hætti sem mannleg hugsun getur birst í, t.a.m. með orðum, tónum, látbragði og myndum. Refsiverð æmmeiðing þarf ekki endilega að vera sett ffam sem staðreynd, hún getur þess vegna verið í formi gmnsemda og spum- inga. Ekki er heldur nauðsynlegt að hinn æmmeiddi sé nefndur á nafti, ef ekki fer á milli mála að hveijum aðdróttun beinist. Engu skiptir hvort æmmeiðing er höfð eftir öðmm eða ekki, því söguburður er refsiverður. Þannig leysir það ekki undan refsiábyrgð að heimildarmaður sé til- greindur eða sjónarmið hins æmmeidda fái að koma fram. Friðhelgi einkalrfs er einnig vemduð af refsilögum. Þannig er fjölmiðlum væntan- lega óheimilt að skýra ffá heimilis- og fjöl- skylduh'fi manna (þ.e. gegn vilja þeirra). Einnig mætti segja, að umræða um hrein persónumálefni einstaklings s.s. ffamhjá- hald, ástarsamband, sjúkdóma, sérvisku, sjálfsmorðstilraun o.þ.h. myndi yfirleitt verða talin brot gegn friðhelgi einkalífs. Friðhelgisbrot getur verið ffamið með rit- uðu og mæltu máli en einnig með hljóði og myndum (Ijósmyndum og sjónvarps- myndum). Telja verður óheimilt að mynda fólk án leyfis við heimili þess eða annars staðar utan almannafæris. Það væri sennilega einnig brot á friðhelgi einkahfs að sýna mynd af fólki á almannafæri ef myndin vegna aðstæðna, myndartexta að greinartexta gæfi afbrigðilega mynd af viðkomandi einstaklingi. Þó svo að hér hafi verið talin upp helstu brot fjölmiðla verður þó að hafa nokkum fyrirvara. Gagnvart æmmeiðingarbrotun- um leysir það yfirleitt undan refsingu að fara með satt mál (en þó ekki ef ærumeið- ingin verður talin gersamlega tilefnislaus, sbr. 237. gr. hegningarlaga, eða sett ffam á ótilhlýðilegan hátt við opinberan starfs- mann, sbr. 108. gr. hegningarlaga). Sanna þarf þau atvik sem dróttað er að mönnum. Ekki er nægilegt að bera ffam hálfsann- leik, draga rangar ályktanir af sannri at- vikalýsingu eða færa staðreyndir í óhæfi- legan búning. Sönn frásögn kann að valda því að ekki sé refsað fyrir æmmeiðingu, en sönn ffásögn getur hins vegar brotið gegn ákvæðum um ffiðhelgi einkahfs. I kenningum um ábyrgð fjölmiðla hafa fræðimenn viljað meina að almannaper- sónur (public figures) njóti minni æm- og friðhelgisvemdar en almennt, einkum að- ilar sem gegna trúnaðarstörfúm í þágu al- mennings. Slík umræða þarf þó að vera í tengslum við störf þeirra, s.s. launakjör, eða hegðun sem hefúr áhrif á trúverðug- leika þeirra (t.d. drykkjuskapur). Rökin em þau að þessir aðilar verði almannaper- sónur að eigin ósk, vitandi vits um afleið- ingar þess, auk þess sem almenningur eigi rétt á upplýsingum um þá sem gegna störfum í þágu hans. Hjá Hæstarétti hefur komið ffam að í þjóðmálaumræðu sé um „rýmkað málfrelsi" að ræða og stjóm- málabarátta verði ekki rekin í lýðræðis- þjóðfélagi með málefnalegum rökum ein- um saman. Hæstiréttur hefur einnig látið í það skína að almannapersónur verði að þola að vissu marki að teiknaðar séu af þeim skopmyndir og það sama á væntan- lega við um gamansögur. Rýmkað mál- frelsi einskorðast ekki við almannaper- sónur heldur er einnig talið af ýmsum fræðimönnum að í lýðftjálsu þjóðfélagi leiði það af tjáningarfrelsi, að þörf sé á op- inberum og óhindmðum umræðum um störf opinberra aðila (stofnana, nefnda, ráða ríkis og sveitarfélaga), störf dómstól- anna og kenningar vísindamanna svo eitt- hvað sé nefnt. Þessa skoðun mátti m.a. lesa út úr sératkvæði eins hæstaréttardóm- ara sem dæmdi í máli Þorgeirs Þorgeirs- sonar hér á landi og síðan auðvitað í dómi Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. í þessum efnum verður þó að gera þá kröfu til fjölmiðla, að þeir fjalli um málefni á hludægan og tilhlýðilegan hátt. Hér hefur í stuttu máli verið íjallað um helstu takmörk málffelsis ijölmiðla. Um áhrif Þorgeirsdómsins er ekki gott að segja, þó má leiða líkum að því, að í ffam- tíðinni muni íslenskir dómstólar hta meira á tilefni ummæla og að hveijum þau bein- ast í stað þess að líta til orðanna sjálffa. Einnig má gera ráð fyrir því að dómstólar muni líða harðari gagnrýni á opinbera að- ila svo fremi hún sé sett ffam á málefna- legan og rökstuddan hátt og snúist um störf hins opinbera aðila, þ.e. að greint verði betur á milli persónunnar og hins opinbera aðila (jafnvel persónunnar og al- mannapersónunnar). Áhrifin geta þó spannað víðara svið en eingöngu varð- andi tjáningarffelsi, einkum ef mannrétt- indasáttmálinn í heild sinni yrði lögtekinn eins og dómsmálaráðherra hefur nefnt sem möguleika. Dómurinn ætti einnig að hvetja fjölmiðlamenn til þess að óska eftir ótvíræðu tjáningarífelsisákvæði í stjóm- arskrána auk sérstakrar löggjafar um fjöl- miðla, hlutverk þeirra og ábyrgð. Höfundur er lögfræðingur Verstunarráðs íslands og höfundur ritgerðar um refsiábyrgð fjölmiðla. STJÓRNMÁL MÖRÐUR ÁRNASON Tilraun um pólitíska algebru Þegar leiðtogar og þingmenn Alþýðu- bandalagsins fóru að búa sér til stefnu í Evrópumálum varð þeim fljótt ljóst að flokkslínan um EES varð að þræða ljóra punkta. I fyrsta lagi þurfti hún að vera þannig að þeir gætu allir greitt atkvæði eins á þinginu í haust. Hún mátti ekki raska að ráði viðkvæmu valdajafnvægi innan- flokks. I öðru lagi þurfti hún að vera þannig að filkostnaður yrði sem minnstur í stuðningi meðal kjósenda. I þriðja lagi þurfti hún að vera þannig að flokkurinn yrði ekki hleginn shax útúr alvömpólitík og þarmeð ffá stjómarþátt- töku, hvort heldur er á þessu kjöm'mabili eða næstu. I fjórða lagi, síðast en ekki síst, þurfti lína flokksins að stangast greinilega á við stefnu ríkisstjómarinnar í málinu — eink- um Alþýðuflokksins. Þetta hlaut að verða flókin formúla, en sem betur fer nýtur flokkurinn góðrar fag- menntunar og verkþjálfunar í forystu- sveit. Bæði fyrsta skilyrðið og það fjórða útilokuðu það að hægt væri að samþykkja EES, hvað sem líður stjómarskrá og þjóð- aratkvæði. Það var augljóst að þingflokk- ur og forysta hefði aldrei sameinast um beint eða óbeint samþykki við sjálfan EES-samninginn. Til þess var efnisleg andstaða alltof megn í forystuhópnum, og hefur styrkst vemlega við raunvemlega eða ímyndaða kjördæmahagsmuni lands- byggðarinnar, sem hefur traustan meiri- hluta í þingflokknum. Og fyrst ríkisstjóm- in vill samþykkja samninginn, þá verður Alþýðubandalagið auðvitað að vera á móti honum. Annað skilyrðið og það þriðja komu hinsvegar í veg fyrir að flokkurinn gæti í heild sinni hafnað EES að efninu til. Þrátt fyrir allt (— því miður, mundi margur Állaballinn segja) er höfúðborgarsvæðið uppspretta fylgis á landskvarða og ekki vel gott að líta út einsog viðundur frammi fyrir neytendum og ungu fólki í Reykja- vík og nágrenni. Að auki hefði þvert nei á efnisatriði EES-samningsins lokað öllum samvinnuleiðum nema til Framsóknar og hreinhfisarmsins í Kvennó. Niðurstaða Alþýðubandalagsins í mál- inu verðskuldar sinn sess í stjómmála- skólum framtíðarinnar, og verður sjálf- sagt skoðuð vandlega í dæmatímum í póhfi'skri algebru. Hún er í stuttu máli sú að segja bæði nei og já. Nei við EES- samningnum, en já við megininnihaldi hans öllu. Við eigum ekki að gera EES- samninginn með EFTA-ríkjunum. Hins- vegar eigum við að gera EES-samninginn einir sér. Á þennan hátt geta þingmennimir greitt atkvæði allir saman í guðs ffiði og góðum félagsanda. Hver um sig hefur svo sitt leyfi til að vera á móti hvemig sem hann „Aðeins eitt gleymdist í Alþýðubandalaginu. Og það var sjálft við- fangsefnið. EES-samn- ingurinn einsog hann liggur fyrir. “ vill, bara ef hann er á mófi. Sumir em á móti fríverslun, aðrir telja fullveldið í hættu, aðrir að útlendingar kaupi jarðir í sveitunum þeirra, aðrir em á móti Jóni Baldvini. Og enn aðrir telja fiyggast að vera á móti því sem maður skilur ekki. En á þennan hátt á líka að forða flokkn- um frá því að standa með allt niðmm sig gagnvart þeim kynslóðum kjósenda sem telja að náið alþjóðasamstarf sé Islending- um hagfelldur kostur og eðlilegur. Um það var nefnilega samið að um stund fall- ist þeir sem em á móti fijálsum viðskipt- um á að flokkurinn sé með frjálsum við- skiptum, bara ef þau fara firam annarstað- ar en á Evrópska efnahagssvæðinu. Og niðurstöðunni núna fylgir líka lítið en elskulegt bros til landsbyggðararmsins í Sjálfstæðisflokknum, enda í gmndvellin- um svipuð og stefha þess flokks í síðustu stjómarandstöðu. Þá var bara eftir að skýra það fyrir þjóðinni hversvegna flokkurinn sat í ríkis- stjóm í þijú ár meðan EES-viðræðumar fóm fram án þess að stöðva þær viðræður. En það var víst bara til að athuga hvort það kæmi virkilega eitthvað útúr viðræð- unum. Þannig fæddist sú málamiðlun Alþýðu- bandalagsforystunnar að fella fyrst EES- samninginn og neyða síðan Evrópu- bandalagið í tvíhliða viðræður um miklu betri samning. Þetta var svo tilkynnt í miðstjóm flokksins þar sem samstaðan ríkti ein öllu æðri. AJf ánægju út að eyr- um... Aðeins eitt gleymdist. Og það var sjálft viðfangsefnið. EES- samningurinn einsog hann liggur fyrir með kostum og göllum. Avinningar íslendinga af þeim samningi. Áhættan sem honum fylgir, og ekki síður áhættan við það að hafná honum, — samningsstaðan í framhaldinu. Það gerð- ist sumsé einsog oft áður í pólitískri um- fjöllun á Islandi að dæmið reiknaði sig sjálft, en málið sem um átti að véla varð útundan, vegna þess að það skorti hug- rekki til að ræðast við í hreinskilni og tak- ast á um málefnin án bellibragða. Það er leiðinlegt fyrir Alþýðubandalag- ið, og færir andstæðingum þess óvænt vopn í verkfúsar hendur. En við hin skul- um rétt einu sinni vona að Eyjólfur hress- ist.____________________________________ Höfundur er íslenskufræðingur. FJÖLMIÐLAR Hirting Hœstaréttar ur; það er að hirta bæri Þorgeir fyrir orð hans, hefði mannréttindadómstóllinn sjálfsagt einnig hnekkt þeim dómi. Umræðan um þetta mál Þorgeirs hefur nær eingöngu snúist um 180. greinina og er það miður. Málið snýst ekki um sér- staka vemd opinberra starfsmanna fyrir málfrelsinu í núgildandi lögum, heldur um fomeskjulegan skilning íslenskra dómstóla á málfrelsinu. í dómi sfnum bendir Mannréttindadómstóllinn íslensk- um dómumm hæversklega á að málfrelsi sé ekki einungis til að fi'unda almælt fi'ð- indi heldur sé það einmitt lögfest til að tryggja fólki rétt til að segja það sem fá- heyrt er og sumum kann jafnvel að þykja móðgandi. Þeir sem telja að einu viðbrögð íslend- inga við dómi Mannréttindadómstólsins í Haag í máli Þorgeirs Þorgeirssonar gegn ríkinu eigi að vera sú að afnema 180. grein hegningarlaganna misskilja dóminn. I honum felst mun víðtækari álitshnekkir fyrir íslenska dómskerfið en svo, að hann sé eingöngu bundinn við þessa lagagrein. Sem kunnugt er fjallar 180. greinin um vernd opinberra starfsmanna fyrir málfrelsinu. í raun bannar hún fólki að hallmæla opinberum starfsmönnum. Þótt fólk segi satt og rétt frá skömmum opin- berra starfsmanna má dæma það ef dóm- urum þykja skammimar ekki settar ffam á tilhlýðilegan hátt. Mannréttindadómstóllinn eyðir ekki mörgum orðum á þessa lagagrein, enda er hún í sjálfu sér það fáránleg að það hefði ekki mikið upp á sig. Dómstóllinn kemst einfaldlega að þeirri niðurstöðu að skrif Þorgeirs Þorgeirssonar um lög- regluofbeldi hafi verið réttmæt og engin þau orð sem hann notaði þar um fauta- skap lögreglumanna séu hrottalegri en efni stóðu til. Að dæma hann fyrir þessi skrif sé brot á málfrelsisákvæðum mann- réttindasáttmálans. Samkvæmt þessu hefði engu skipt þótt Lögreglufélagið hefði farið í einkamál við Þorgeir í stað þess að klaga hann fyrir ríkissaksóknara. Ef borgardómur hefði komist að sömu niðurstöðu og sakadóm- Ég hef oft velt því fyrir mér hvemig standi á því að íslendingar virðast hafa afskaplega litla tilfinningu fyrir gmnd- vallarmannréttindum. Fáar þjóðir era jafnviljugar til að takmarka rétt einstak- lingsins með fáránlegustu boðum og bönnum. Ef til vill stafar þetta af því að íslendingar þurftu ekki að beijast fyrir þessum mannréttindum heldur fengu þau send með pósti frá Danmörku. Hirting Mannréttindadómstólsins á Hæstarétti sýnir að þótt mönnum sé fyrirlagt að lesa sér til um mannréttindi f stjómarskrá og alþjóðasáttmálum er það ekki fil neins ef skilningurinn nær ekki til hjartans. Gunnar Smári Egilsson „ Við erum langt homnirmeð þakið. Þjóðminja- safnið erekki of blautt í þeim skilningi til að geyma brennivínið. “ Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður (ý^jcirc aotíc ccci viicu ---- (cCCCC fLuu Svcrcucc tiLLö-cyu.! „Hún er bara að biðja um fund til að taka fyrir aftur þessa tillögu sem ekki er hægt að taka fyrir vegna þess að þetta er bara ragl.“ Helga Kress formaður ivcrcvcc öLrycu.'v, „Ekki svona reiður, Eiður.“ Ingólfur Guðbrandsson ferðaguð 'E/Cc cíLj^ctcnciio? , Annars er það helst álið sem hefúr sýnt aukningu og það sannfærir mig um að í því sé framtíðin fólgin.“ Jón Sigurðsson álmálaráðherra c.Líýcu'cbLcucsii) •jc-í. C jci! , Ath. Þetta er ekki tilraun til fyndni." Árni Þór Sigurðsson ritstjóri /AL vec^ t t VÍ(A,WC\, „Þetta er gífurleg vinna og ég er til dæmis að fara í vinnuna núna.“ Salome Þorkelsdóttir á mánudagsmorgni 'Efc'Ldi rrciprccLi ety cLciLcc Lve.LcLu.’c „En ég hef ekki lagt það í vana minn að deila við dómarann." Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis cS VO-CCCC fc.’C jíp’ci’C j>e.icrc óecyc e-t u. trcec) t(deytcu.i(dccyo „Við horfum fram á það að verið er að gera bændur að tekjulaus- um aumingjum." Guðbjartur Gunnarsson bóndi

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.