Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 E R L E N T „Kæru vinir, ég verö stuttorö- ur...“ Síðustu orð Mohammeds Boudiaf, forseta Alsírs, en skömmu síðar réð tilræðismaður hann af dögum. Örvhentir sigra Það er sama hver sigrar i forseta- kosningunum í Bandaríkjunum í haust; sigurvegarinn verður örvhent- ur. George Bush, Ross Perot og Bill Clinton eru allir örvhentir, sem er merkilegt þegar til þess er litið að- eins um 10% mannkyns eru örv- hent. Sumir segja þetta hið besta mál, því „Hnappurinn" (sem öllu eyð- ir) er einmitt hafður forsetanum á hægri hönd við skrifborð hans. grori! gr°"t:ar ,grolul ****”•■■■■ Skrifar enginn um Volgu? 17 ára Moskvubúi, Vítalfj Klímakhín að nafni, hætti námi á síðastliðnum vetri til að gerast rithöfundur. Hann fór í sumarbústað foreldra sinna og sat við skriftir í þrjá mánuði sam- fleytt. Nú er meistarastykkiö tilbúið, 400.000 orða skáldsaga. Eini gallinn er sá að í bókinni kemur aðeins fyrir eitt orð: Ford. „Verk mitt getur kallað fram allar mannlegar tilfinningar," segir Vitalfj, en útgefendur virðast ekki vera sammála, og reyndar er útgefandi heimsmetabókar Guin- ness hinn eini, sem sýnt hefur bók- inni áhuga. Vitalíj segir erfitt að út- skýra hvaöa hvatir liggi að baki skriftunum, en kveðst vera mikill að- dáandi Ford- bíla. Lífiö ein hryll- ingssaga Hryllingsbókahöfundurinn Stephen King á ekki sjö dagana sæla. Um daginn birtist maður í heimabæ Kings í Maine og upplýsti að það heföi verið King en ekki Mark Chap- man, sem myrti John Lennon. Mað- ur þessi var vart farinn f geðrann- sókn þegar grunsamlegur pakki birt- ist á tröppunum hjá King á sunnu- degi. Pósturinn ber ekki út á sunnu- dögum og að þessu sinni rýmdi lög- reglan hverfið og sprengdi pakkann í tætlur. Því miður sá meira á húsi Kings en pakkanum, en í honum reyndist vera bókin „lt“ eftir King sjálfan ásamt beiðni um áritun frá einum aðdáenda hans. Framfarir og verðlækk- anir í tölvuheiminum Verð á einkatölvum hefur far- ið hríðlækkandi á undanfömum árum, en neytendur hafa kannski ekki orðið þess svo mjög varir vegna þess að verðlækkunin hef- ur fyrst og fremst falist í að sífellt koma á markaðinn fullkomnari og hraðvirkari vélar, sem kosta svipað og síðri og hægvirkari forverar þeirra. Nú bendir hins vegar ýmislegt til þess að alvöru- verðlækkanir séu á leiðinni. Tveir af helstu tölvurisum heims, IBM og Compaq, hafa nú sett á markað nýjar PC-tölvur, sem kosta um 25-50% minna en ófullkomnari forverar þeirra. Af ótta við að glata ella virðingu á markaðnum vilja Compaq-menn reyndar ekki játa að nýju vélam- ar séu „ódýrari" aðeins að verðið væri „viðráðanlegra“. Svipaða sögu er að segja af IBM, sem sel- ur nýju vélamar undir dulnefn- inu Ambra. Apple hefur hins vegar farið aðra leið með Mac- intosh og lagt áherslu á að vera með mikla breidd í getu véla, en jafnframt lækkað verð vemlega (verð öflugustu vélanna mest) og ávallt gætt þess að allar Macint- osh-tölvur, frá hinum hæstu til lægstu, séu fyllilega samhæfðar. Þetta er að vissu leyti merki þess að menn hræðist að tölvu- markaðurinn sé að mettast og að vinna þurfi ný lönd. Það skiptir þó ekki minna máli að fram- leiðslukostnaður fer sílækkandi og samkeppnin harðnar að sama skapi. Að vissu marki má segja að tölvubyltingin hafi étið bömin sín. A undanfömum ámm hafa tölvur verið seldar í tugmilljóna- tali og hugbúnaðarpakkar svo hundmðum milljóna skiptir. Neytendur em ekki tilbúnir til þess að skipta um forrit vegna þess eins að nýrri tækni er til reiðu og enn síður er það fust til þess að láta gömul göfn sigla sinn sjó. Fyrir vikið hafa tölvu- smiðir ávallt þurft að fóma nýj- ungum fyrir samhæfni aftur í tímann. Að sumu leyti hefur þetta gengið út í öfgar og orðið sambærilegt við það að í öllum bílum væri að finna ok, fótstig, gufuvél og bensínvél. Stórstígar framfarir í smfði á tölvuflögum munu að líkindum breyta þessu til hins betra. Kostnaðurinn við ffamleiðsluna hefur stórlækkað og framleið- endur era í auknum mæli að snúa sér að smíði á sérhæfðum tölvuflögtnn, sem létta undir með örgjörvanum (en svo nefn- ist gangverkið í hverri einka- tölvu) og gera honum jafnframt kleift að sinna forritum á öllum aldri. Sjálfir örgjörvamir em líka að verða betri og betri og ódýrari í framleiðslu. Framfarir í röntgen- geislatækni gera kleift að smækka örgjörva enn frekar en orðið er og ný efni tryggja frek- ari hraða. Intel hefur hannað og framleitt þorra örgjörva í PC- vélar: 286, 386 og 486, en hinn síðastnefndi er flaggskipið. Að undanfömu hafa þeir keppst við hönnum 586-örgjörvans, en vegna óvæntra erfiðleika og nýj- unga hefur komið til tals að sleppa honum úr röðinni og beina kröftum sínum að hönnum 686, en sú vinna er þegar komin á góðan rekspöl. En hvers er þá að vænta? Sennilegast er að innan tíðar annist tölvunotendur samsetn- ingu véla sinna að miklu leyti sjálfir. Menn geta þá keypt kassa með móðurborði í og fundið sér örgjörva við hæfi í það. Vilji menn síðar fullkomnari örgjörva geta þeir tekið þann gamla úr sæti sínu og skipt um, kassinn yrði áfram hinn sami. Og þeir myndu vitaskuld velja sér skjá, lyklaborð, harða diska og hvað það allt heitir í samræmi við sér- þarfir sínar, rétt eins og menn leyfa sér í dag að kaupa flíkur sína í hveiju lagi. I ffamtíðinni verður fjarskipt- um væntanlega gert hærra undir höfði en til þessa; skilin milli sjónvarps og tölvu verða óljós- ari, nettengingar verða inn- byggðar í flestar vélar og teng- ingar við símkerfið verða auð- veldari bæði til gagnaflutninga og faxsendinga. Síðast en ekki síst mun samsetning í heimahús- um (eða á skrifstofunni) verða til þess að tölvur verða sérhæfðari og jafhffamt öflugri á þvt sviði sem notandinn hefur valið sér. Atvinnulausir njósn- arar flæða yfir Evrópu Á hvíta tjaldinu heita einka- spæjaramir nöfnum eins og Sam Spade og Philip Marlowe. Og þeir leysa ekkert mál án þess að slaka niður eins og tveimur flöskum af Jim Beam og slaka á með að minnsta kosti jafnmörg- um ljóskum. I raunvemleikanum heita þeir Claus G.F. Jensen, Jacques Staffert, þeir em flestir harðgiftir og hika við að fá sér bjór um helgar. I fyrri viku var haldið þing evrópskra einkaspæjara í Bem í Sviss. Þar vom kynntar nýjustu græjur: myndbandstökuvélar fýrir næturtökur, hlemnartól ým- is, tæki sem þefa uppi hlemnar- tæki, stefnuvirkir hljóðnemar og annaðafþvítagi. Athygli þinggesta beindist hins vegar ffemur að fyrirlestr- um um lagagloppur, hversu langt einkaspæjarar megi ganga í eftirgrennslan sinni án þess að fara út fyrir lagaramma Evrópu- bandalagsins um ffiðhelgi einka- h'fsins, hvemig beri að bregðast við sálrænum vanda skjólstæð- inga og svo framvegis. Það sem Evrópuspæjurunum er mest umhugað um er þó fjöldi fyrrverandi leyniþjónustumanna KGB í Sovétríkjunum og Stasi í Austur-Þýskalandi, sem nú flykkjast vestur á bóginn í leit að vinnu. „Þetta em mjög færir menn á sínu sviði, en vegna for- KGB-menn verða að temja sér nýtt viðmót í nýju starfi. tíðar sinnar fá þeir ekki vinnu hjá leyniþjónustum í vestri. Þeir ger- ast þess vegna einkaspæjarar og við eigum einfaldlega ekki neitt í þá,“ segir þýski spæjarinn Wem- er Sachse. Hann vill hins vegar að áður en þessir menn fá leyfi úl þess að starfa sem einkaspæjarar verði gengið úr skugga um að þeir hafi ekki brotið mannrétt- indi á fólki eða drýgt glæpi í nafhi öryggis ríkisins. Frakka langar að segja nei EFTIR HUGHES BEAUDOUIN V Það verður að segjast eins og er. Neiyrði Dana við Maast- richt-samningnum hefur ekki kollvatpað Evrópubandalaginu. En hvað ef Frakkar freistuðust til að segja nei við Maastricht? — ekki sökum þess að þeir séu ekki nógu Evrópusinnaðir, sú er alls ekki raunin, heldur vegna þess að þá blóðlangar til að segja „nei“ við Francois Mitt- errand forseta, í eitt skipti fýrir öll. Slíkar em óvinsældir forset- ans ffanska að þetta er ekki ffá- leitur möguleiki. Og slík er óánægjan með stjóm sósíalista að jafnvel ýmsir forystumenn flokksins vonast eftir breytingu. Það hefur ekki breytt neinu þótt stjómarandstaða fijálslyndra og íhaldsmanna sé margklofin, mál flutningur hennar sé óljós og hún sé ófær um að koma sér saman um markmið: andstaðan hefur meirihluta í öllum skoð- anakönnunum. Þótt Jacques Chirac, borgarstjóri í París og fyrrum forsætisráðherra, hafi ekki haft erindi sem erfiði í tvennum forsetakosningum, bendir flest til þess að hann verði næsti forseti. Það er ömgglega orðið of „Frakkar eru meira en lítið „danskir“ í lund. Það þarfekki annað en að leggja hart að þeim að segja já til að þeirsegi nei. “ seint að snúa við blaðinu: Svo mjög tengjast Sósíalistaflokkur- inn og leiðtogar hans sífelldum spillingarmálum, fjármála- hneykslum, réttarmisferli og uppistandinu sem varð þegar komst upp að eyðnismitað blóð hafði verið notað á spítölum allt til ársins 1989. Og þeir virðast ráðþrota andspænis vandamál- um á borð við atvinnuleysi, glæpi og úthverfi í upplausn. Evrópu stafar ógn af því hversu Maastricht-samningur- inn er samslunginn nafni franskra sósíalista. Ásamt Þýskalandi er Frakkland bak- hjarl Evrópusammnans. Samn- ingurinn hefði verið óhugsandi nema vegna þess að Frakkland og bandalagsríki þess handan Rínarfljóts tóku saman höndum. Þýska utanríkisþjónustan fylgist grannt með stjómmálaþróun- inni í Frakklandi; í Bonn þykjast menn vita að það myndi valda jarðskjálfta í Evrópu ef Frakkar segðu nei. Sjálfum gmndvelli bandalagsins yrði stefnt í hættu. Franski forsetinn hefur vissu- lega ekki valið auðveldustu leiðina; þjóðaratkvæðagreiðslu um Maastricht-samninginn, þegar hann hefði hæglega getað farið miklu auðveldari leið í gegnum þingið. Enn em fýlgis- menn samningsins í meirihluta í Frakklandi og þeir hafa fengið byr undir báða vængi með já- yrði Ira og samþykki 89 pró- senta þingmanna við breyting- um á frönsku stjómarskránni, sem er fýrsta skrefið til að samn- ingurinn geti öðlast gildi. Þeir eygja líka von í því hversu sund- urleitir andstæðingar samnings- ins em; þar em í fararbroddi kommúnistar, hægriöfgamenn undir stjóm Jean Marie Le Pen, umhverfissinnaflokkur og nokkur brot úr stóra íhalds- flokknum. Á móti vegur að þjóðarat- kvæðagreiðslan verður ekki haldin fýrr en í lok sumarleyfis- tímans, þegar Frakkar em ekki í neitt sérstaklega góðu skapi. Andstæðingar Maastricht hafa komist upp á lag með að nota öll meðul til að sanna að þama sé í uppsiglingu stórfellt afsal full- veldis og skirrast sumir ekki við að beita argasta lýðskmmi. Her- ferð andspymuhreyfingarinnar er þegar komin á fullt skrið. Margir rifja upp að franskt hetjumenni, sá sami d’Artagnan hertogi og Alexandre Dumas gerði frægan í Skyttunum þrem- ur, féll í umsátri hers Loðvíks XIV um Maastricht 1673, hróp- andi fullum hálsi: „Maastricht, restons franfais." (Maastricht, vemm franskir!) Svona getur sagan verið gagnleg. En fýrst og fremst em Frakk- ar meira en lítið „danskir" í lund. Það þarf ekki annað en að leggja hart að þeim að segja, já“ til að þeir segi „nei“. Ef stjóm Mitterrands á ekki að sæta mik- illi niðurlægingu þarf hún að fara með ýtmstu vaifæmi að svo öfugsnúinni og sérlundaðri þjóð. Kannski mætti reyna að gefa franska forsetanum góð ráð? Að tengja úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar við sína eig- in framtíð, líkt og de Gaulle gerði með miklum hádgnarbrag 1969. Þá hét hann afsögn sinni ef hann fengi neiyrði í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Svarið var nei og hershöfðinginn sagði af sér samdægurs. En í þetta skiptí ætti Mitterrand að segja: ,£f svarið er já, þá segi ég af mér.“ Sam- stundis færi allt á betri veg í ríki Frakka. Maastricht- samningur- inn yrði samþykktur með mikl- um meirihluta atkvæða, Mitterr- and stígi með viðhöfn inn í for- dyri mannkynssögunnar og kallað yrði tíl nýrra forseta- og þingkosninga. Meirihluta Frakka tíl mikils léttís, ef marka má nýlegar skoðanakannanir. Hughes Beaudouin er fyrrum blaðafulltrúi franska sendiráðsins í Reykjavík og ritar fyrir franska dag- blaðið Libération. Elli kerl- ingu í Japan Menn hafa löngum gert gys að aldri kínverskra ráðamanna og tíl þess var tekið í síðustu viku að yngsti maðurinn í valdaklíkunni í Peking hefði hrokkið upp af, aðeins 83 ára að aldri. En handan Japans- hafs, í Tókíó, eiga menn við sama vanda að glíma. Orðrómur er sífellt í gangi um að hinn eða þessi stjóm- málaleiðtogi sé veikur, hugs- anlega dauðvona. Stjómmála- skýrendur hafa ekki svo mikið íýrir því að lesa á milli h'nanna í ræðum og ritgerðum pólitík- usanna, heldur fylgjast þeir grannt með þvf hversu oft þeir koma ffam opinberlega, þaul- skoða myndbönd ásamt lækn- um tíl þess að grennslast íýrir um heilsufar þeirra og gera út njósnara tíl þess að hlýða á tal lækna helstu sjúkrahúsa á nær- liggjandi bömm. Flestir helstu ráðamenn í Japan em þegar orðnir aldur- hnignir og margir þeirra hafa fengið slag eða orðið fýrir öðr- um áföllum. Það, sem kannski gerir illt verra, er sá siður í Jap- an að hlífa sjúklingum við slæmum fréttum af ótta við að þeir gefi upp alla von. Gamlingjamir sitja því ffam í dauðann, fyrir vikið komast yngri menn seint að og þegar þeir loksins forframast háir reynsluleysi þeim vemlega. Þrátt fyrir að Japan sé lýð- ræðisríki gleymast gamlir siðir seint og engum stjómmála- manni þar í landi myndi detta tíl hugar að gagnrýna kollega sína fyrir að vera famir að gamlast. Og engum myndi detta í hug að bjóða sig ffam gegn sitjandi manni án þess að hafa ömggan stuðning flokks- forystunnar og hún er ekki lík- leg til þess að láta strákling velta aldinni kempu úr sæti. Eins og David E. Sanger, fféttaritari The New York Tim- es, orðar það: „Stærsta von japanskra stjómmála er mað- urinn með ljáinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.