Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 Þetta segja konur sem hafa eignast börn mjög ungar. Samt tekur almcnningur ákaf- lega létt á barneignum ung- lingsstúlkna. „Þetta reddast einhvem veg- inn,“ er oftast viðkvæðið hjá okkur Islendingum þegar eitt- hvað fer úrskeiðis. Við „björg- um málunum". Það er kannski þess vegna sem okkur finnst það ekki svo mikið mál þegar ung- lingsstúlkur verða mæður, þótt þær hafi ekki nógan þroska til að bera og búi sjaldnast við þær að- stæður, sem við viljum geta boð- ið bömunum okkar uppá. Það hafa reyndar alltaf verið til ung- lingsmæður og verða alltaf til á meðan náttúran svíkur okkur ekki. Það skýtur samt skökku við í velferðarþjóðfélagi eins og okkar þar sem heilbrigðisþjón- usta er góð og allir hafa jafnan aðgang að henni, að hlutfall ungra mæðra á Islandi skuli vera ívið hærra en í nágrannalöndun- um. Getur það verið að við séum svona illa upplýst um kynlíf og getnaðarvamir? Eða er ástæð- unnar að leita hjá þjóðarsálinni? Viðhorf fólks til bameigna stúlkna yngri en 20 ára er alveg ótrúlega jákvætt hér á landi. Þeg- ar borin var fram hugmyndin að þessari grein fannst mönnum hún ótrúlega hallærisleg. Böm- um ungra mæðra vegnaði ekkert verr í lífinu og því væri engin ástæða til að agnúast út í það að unglingar eignuðust böm. Það er heldur ekki ætlunin. Spumingin er hvemig stendur á því að við tökum svona létt á því þegar unglingsstúlkur eignast böm og hvers vegna er það svona ótrú- lega algengt. I nálægum löndum er fæðing- artíðni kvenna á aldrinum 15-19 ára allmiklu lægri en á íslandi. Jaíhvel færeyskar stúlkur eignast færri böm en íslenskar, svo að ekki sé talað um Noreg, Dan- mörku, Svíþjóð og Finnland, þar sem hlutfallið er miklu lægra en hér. Af nálægum löndum í Evr- ópu er tíðni fæðinga í aldurs- hópnum 15-19 ára hvergi næni eins há og á Islandi, nema í Bret- landi. Munurinn er aftur á móti sá, að fæðingar utan hjónabands em mun óalgengari þar, eða 26,6% á móti 55,2% á íslandi. Það kemst reyndar ekkert ná- grannalanda okkar með tæmar þar sem við höfum hælana í þeim efnum. Ekki einu sinni Danmörk, þar sem hlutfallið 1,1 EKKI MEÐ ÞVÍ AÐ VERÐA MAMMA 5VONAUNG nálgast fimmtíu prósentin. Samt hefur þróunin verið sú, alls stað- ar í Evrópu síðustu tuttugu árin, að sífellt fleiri böm fæðast utan hjónabands. FÓSTUREYÐING EÐA FÆÐING Eitt af því sem styður þá skoð- un þeirra sem PRESSAN ræddi við, að Islendingar líti bameignir ungra stúlkna ekki eins alvarleg- um augum og nágrannaþjóðim- ar, em tölur um fjölda fóstureyð- inga á móti Qölda bameigna. Á Norðurlöndunum er hlutfall fóstureyðinga eitthvað hærra en hér á landi. Þær verða því ekkert síður óléttar stelpumar þar. Akvörðunin sem stúlkumar taka hlýtur því að stjómast af nkjandi viðhorfum í hverju landi. íslend- ingurinn segir: „Þetta bjargast einhvem veginn", á meðan Sví- inn hefur kannski meiri áhyggjur af framtíðinni. Hvemig ætlar unga móðirin að komast af? Hér er ekki verið að segja að fóstureyðing sé æskilegur kost- ur. En það er ekki að ástæðu- lausu að í 9. gr. laga um fóstur- eyðingar segir að hún sé heimil „þegar konan getur ekki vegna æsku og þroskaleysis annast bamið á fullnægjandi hátt“. Samt taka fleiri bamshafandi stúlkur þá ákvörðun að eignast bömin en að fara í fóstureyð- ingu. Enda fóstureyðing ekki auðveld ákvörðun fyrir stúlku, sem hefur kannski ekki einu sinni velt því fyrir sér hvort hún ætlar að eignast bam og ennþá síður því hvað henni finnst um fóstureyðingar. Viðmælendur blaðsins em þó sammála um það að fóstureyðingar verði að vera til sem kostur fyrir konur. Það sé aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir þær og svo er engin getnaðarvöm 100% ömgg, nema kannski skírlíft! RINGLUÐAFÖLLU SAMAN Þóra Karlsdóttir varð ófrísk 14 ára og móðir 15 ára. Hún er þrítug í dag. „Eg átti bamið um vetur og hætti þá í skólanum, en bytjaði aftur um haustið." Hún bjó heima hjá foreldrum sínum og segist hafa verið hvött til að halda sambandi við félaga sína. „Þessi reynsla breytir manni og það var ekki eins og áður. Það era allt aðrar kröfur gerðar til manns, maður dettur út úr munstrinu og sér félagana í öðra ljósi. Það var líka erfið reynsla að búa heima hjá foreldranum. Ég var orðin foreldri, en var samt krakkinn á heimilinu. Þau vildu taka þátt í uppeldinu og það skapaði togstreitu um það hver væri ábyrgur, sem var ekki gott. Ég varð hálfringluð á öllu saman." Þegar hún svo flutti að heiman varð það úr að bamið varð eftir hjá foreldram hennar, meira að þeirra ósk en hennar eigin. „Á meðan ég bjó ein var ég mjög upptekin af sjálfri mér. Það var eins og ég væri að bæta mér upp árin á undan með miklu sukki og flippi. En þegar ég fór í sambúð um tvítugt og var farin að slaka á vildi ég fá hana til mín aftur. En þá vildi hún vera hjá þeim.“ Dóttir Þóra flutti ekki til hennar fyrr en fyrir ári, en Þóra heldur að tilkoma systkina haft ráðið meiru um þá ákvörðun en hún sjálf. „Hana langaði í systkini og venjulega fjölskyldu, því þó að aft hennar og amma væra henni mjög góð, þá held ég að það haft verið erfitt fyrir hana að alast upp hjá þeim, af því það var öðruvísi." FRÆÐSLA UM KYNLÍF OG GETNAÐARVARN- IR FYRIR ALMENNING Það hafa engar rannsóknir verið gerðar á ungum mæðram á Islandi, né aðstæðum þeirra, en ekki er ólíklegt að þær hafi margar sömu sögu að segja og Þóra. Reyndar var einu sinni byrjað á slíkri rannsókn, en henni var aldrei lokið. Einn af þátttakendunum í henni var Svava Stefánsdóttir, félagsfræð- ingur á Landspítalanum. Starf hennar felst meðal annars í því að taka viðtöl við konur sem óska eftir fóstureyðingu. „I þessari rannsókn sem við byijuðum á tókum við viðtöl við stúlkur nokkram áram eftir að þær eignuðust bömin. Það var alveg upp og ofan hvemig þeim hafði vegnað. Þeim sem höfðu góðan stuðning á bak við sig hafði vegnað best. En þær vora allar sammála um það, að þær myndu ekki mæla með þvf að verða mömmur svona ungar.“ „Það er eitthvað í menningu okkar sem gerir það að fólki finnst allt í lagi að 17 ára stúlka eignist bam, að ég tali nú ekki um yngri,“ segir Sóley Bender, lektor við Háskóla Islands. Í mastersnámi sínu hefur hún við- að að sér upplýsingum um svo- kallaða fjölskylduáætlun í öllum löndum, sem er í raun ekkert annað en fræðsla um kynlíf og gemaðarvarnir fyrir almenning. Hún er ekki ein um að finnast þörf á slíkri aðstoð hér, því hún starfar í áhugahópi sem hefur hug á að opna slíka stofu í Reykjavik í haust. „Fjölskylduáætlun er reyndar ekki orð sem ég er mjög hrifin af, en kosturinn við að gera slíka áætlun er að fóUc gerir sér grein fyrir lífi sínu. Hvemig það vill haga því. Bameignir umtuma högum manns og það er því ekki aðeins ákvörðunin um það hve- nær eignast á bamið sem er mik- ilvæg, heldur hvemig standa á að uppeldinu og hvemig um- hverfi við ætlum að búa bam- inu,“ segir Sóley. „Við skipu- leggjum svo margt sem við ger- um í lífinu; sumarfríið, hvenær við skiptum um bU eða kaupum okkur íbúð, að það ætti ekld að vera neitt athugavert við að skipuleggja bameignimar." Það má reyndar teljast undar- legt að slíkt skuli ekki vera al- gengara en raun ber vitni. Ekki síst þegar framtíðarmöguleikar velta mikið á menntun og sífellt fleiri fara í langskólanám, konur jafnt sem karlar. KYNFRÆÐSLA í SVELTI I lögunum um fóstureyðingar er byrjað á að geta um fræðslu og ráðgjöf varðandi kynlíf og bameignir. Þar með er talin fræðsla og ráðgjöf um notkun getnaðarvama og útvegun þeirra, kynlífsffæðsla og ráðgjöf og fræðsla um ábyrgð foreldra- hlutverksins. Þá skulu fræðslu- yfirvöld í samráði við skólayfir- lækni veita fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlífsins á skyldu- námsstigi í skólum landsins. Einnig skal veita þessa fræðslu á öðram námsstigum. Eitthvað virðist þessari fræðslu ábótavant fýrst fólki úr heilbrigðisgeiranum finnst ástæða til að fara af stað með að- stoð um fjölskylduáætlun. Við- mælendur blaðsins vora reyndar sammála um að þessi mál væra í betra horfi nú en fyrir nokkrum árum, að minnsta kosti í grunn- skólunum. Hvemig fræðslunni er háttað og hversu mikil hún er er þó mest undir kennuranum sjálfum og viðkomandi skóla- hjúkrunarffæðingum komið. Að minnsta kosti ennþá. Síðustu tvo vetur hefur verið í gangi til- raunakennsla á nýrri bók, „Lífs- gildi, ákvarðanataka", sem fjall- ar ekki aðeins um kynlíf og getn- aðarvamir heldur ýmislegt fleira er tengist hvora tveggja. Þar á meðal þá ábyrgð að eignast bam. Bókin mun standa öllum kenn- uram, er þessum málum sinna, til boða sem kennsluefni næsta vetur og er þetta fyrsta kennslu- efnið er fjallar um málið á þenn- an hátt og stendur öllum til boða. Guðrún Ólafsdóttir er skóla- hjúkranarfræðingur við Öldu- selsskóla og starfar jafnffamt hjá Heilsuvemdarstöðinni í Reykja- vík, þar sem boðið er uppá við- talstíma um kynlíf og gemaðar- vamir einu sinni í viku, tvo tíma í senn. Hvorki hún né samstarfs- kona hennar, Sigríður Haralds- dóttir hjúkrunarfræðingur, eru ánægðar með hversu stutt er op- ið. Þá hafa þær lítið getað aug- lýst þjónusmna sökum fjársvelt- is. Það hefur líka sýnt sig að þeim sem leita til þeirra hefur farið fækkandi frá því deildin var opnuð fyrir fimmtán áram. Þörfin er þó greinilega fyrir hendi, ekki síst hjá unglingun- um, því flestir sem leita til þeirra era á aldrinum 16-18 ára. Vandamálin era ýmiss konar, en það er sláandi að miklu fleiri stelpur leita eftir aðstoð og upp- lýsingum en strákar. Erindi strákanna er yfirleitt annað en að ræða um getnaðarvamir og þeir gera það sjaldnast að fyrra bragði. Það er aftur á móti ein af aðalástæðunum fyrir því að stelpumar koma. Guðrúnu og Sigríði ber saman um að margir unglinganna séu allvel upplýstir um getnaðar- vamir, sérstaklega þeir sem era nýkomnir úr skóla eða ennþá í grannskóla. Þær hafa meiri áhyggjur af þekkingarleysinu á kynsjúkdómum. Það er Svava sem hittir flestar stúlkumar sem klikkuðu á gemaðarvöminni. Guðrún fær þær reyndar stund- um til sín líka þegar þær era dauðhræddar um að nú séu þær óléttar. Hún segir að oftast verði það þeim víti til vamaðar. SVO STINGA STRÁKARNIRAF Þótt fæðingartíðni ungra kvenna hér á Islandi sé há sam- anborið við nágrannaþjóðimar hefur hún farið lækkandi. Hún er að færast niður í svipað hlutfall og var fyrir heimsstyijöldina síð- ari. Það virðist nefnilega ekki hafa verið fyrr en eftir stríðið, á sjötta áratugnum þegar bama- sprengjan varð, sem bameignir urðu þetta algengar hjá ungling- um á íslandi. Formæður okkar í lok 19. aldar og alveg fram á þessa öld vora mun meira hæg- fara í þessum efnum. Þær biðu flestar framyftr tvítugt með að eiga fyrstu böm sín. Ekki bjuggu þær þó yfir allri þeirri vimeskju eða möguleikum sem ungar stúlkur gera í dag. Líklega hafa þær líka beðið með bameignimar þar til þær væra komnar í hnapphelduna, sem fæstar gera víst núorðið. Af því leiðir líka að samband móður við bamsföður sinn er oftar en ekki lítið. Svava Stef- ánsdóttir segir það undantekn- ingu ef það verður varanlegt. Stúlkumar koma líka oftast einar til hennar í viðtal, þótt fjölskyld- an haft kannski lofað stuðningi. Það gerist ekki mjög oft að þær fái stuðning frá strákunum. „Stundum era þeir jákvæðir og segjast ætla að taka þátt í þessu með þeim, en stinga svo af þegar stúlkan er komin fimm mánuði á leið.“ Þá er ekki í önnur hús að venda en foreldrahúsin._____ Margról Ellsabel Ólafsdóttlr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.