Pressan - 02.07.1992, Side 29

Pressan - 02.07.1992, Side 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLI 1992 29 S A J. þriðjudagskvöldið var ný ís- lensk kvikmynd frumsýnd. Frumsýn- ingin fór ekki hátt, sem kannski er ekki von, því sýnt var á Ólafsfirði. Þama var á ferðinni kvikmynd Krístínar Jóhannes- dóttur, „Svo á jörðu“. Kristín varð að frumsýna mynd- ina fyrir júnflok ætti kvikmyndin að eiga möguleika á að keppa um Felix-verð- launin. Kristín frumsýndi á Ólafsfirði í fyrradag, síðasta dag júm'mánaðar, og því er myndin gjaldgeng í keppnina. Ástæður þess að ekki var frumsýnt í Reykjavík, eins og venjan hefur yfir- leitt verið, er talin sú að Kristín hafi ekki viljað frumsýna nú um hásumarið þegar flestir em með hugann við annað en bíósýningar... u -L JLallgrímur Marinósson, sem rak skemmtistað í Klúbbhúsinu við Borgartún er það brann í bytjun febrú- ar, ætlar í mál við ís- lenska ríkið vegna setu sinnar í gæslu- varðhaldi. Rannsókn á málinu telst ekki lokið, en grunur leik- ur á um að kveikt hafi verið í húsinu og sat Hallgrímur í varð- haldi grunaður um verknaðinn f 12 daga. Hann hefur ekki verið kallaður til yfirheyrslu vegna málsins síðan í febrú- ar eða í fimm mánuði. Hallgrímur hefur ekki fengið greiddar út tryggingabætur vegna brunans en tjónið var metið á rúmar 70 milljónir. Tryggingabætur má ekki greiða út á meðan rannsókn telst ekki lokið... u ndirbúningur að stofnun kristi- legrar sjónvaipsstöðvar er nú í fúllum gangi. Stofnandinn, Eiríkur Svein- björnsson, mun vera búinn að viða að sér töluvert miklu efni erlendis frá af öllu tagi. Framleiðendum kristilegs sjónvarpsefnis í útlöndum mun oft á tíðum ganga illa að selja efni sitt sjón- varpsstöðvum þótt efnið sé kannski al- veg ágætt. Eiríkur mun þvf hafa fengið mikið efni fyrir lítinn eða engan pening en sagan segir að meiningin sé að sjón- varpa 24 tíma á sólarhring... K ^irkjunnar menn, með herra Olaf Skúlason í broddi fylkingar, hafa nú skorið upp herör gegn sértrúarsöfnuð- um ýmiskonar en menn þar hafa und- anfarið haft miklar áhyggjur af starf- semi þeirra. Það er sérstaklega söfnuð- urinn Orð h'fsins sem er þeim þymir í augum. Ein helsta kennisetning þeirra segir að velþóknun Guðs á mönnunum komi fram í efnalegri velmegun. Eftir því sem fólk á stærri bíla, flottari hús og meira af peningum þess meira af Ný sending af hinum einu og sönnu Sun-Lite pallhúsum komin. Glæsileg hús í háum gæðaflokki með öllum auka- búnaði. Sýningarhús í Síðumúla 17. Sun-lite umbobib. Síbumúla 17, sími 985-37333 Auglýsingfrá Sýslumannsembættinu í Reykjavík Skrifstofur embættisins verða framvegis opnar virka daga frá kl. 9.30-15.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík elsku Guðs sé þeirra. Ólafur vitnar meðal annars til Svíþjóðar þar sem Orð lífsins er öflugur söfnuður, en dæmi munu vera um að fylgjendur safnaðar- ins hafi endað á geðveikrahæli eftir að hafa reynst ómögulegt að græða nógu mikið til að hljóta náð fyrir augum Herrans. Söfnuðurinn lítur nefnilega þannig á að þeir sem ekki njóta efna- legrar velgengni séu að taka út refsingu Guðs fyrir slæma hegðun áður. Hér á landi á söfnuðurinn ekki marga fylgis- menn en 50 til 60 meðlimir munu vera hér... v ▼ egna tíðra námskeiða í nuddi og förðun er mikið offramboð nú af nudd- urum og förðunarfólki. Þeir sem nú praktísera þessar greinar hafa ekki allir mikið nám á bak við sig. Það hafa við- skiptavinir margir hvetjir rekið sig á en þeir hafa borgað fullt gjald fólki sem varla kann til verka þótt það hafi sótt einhver námskeið... s tarfsfólki útvarpsstöðvarinnar FM hefúr gengið illa að fá launin sfn greidd undanfarið. Stjómendur stöðvarinnar hafa verið að borga fólki smáupphæðir stöku sinnum til að reyna að lægja óánægjuöldurnar. Dagskrárgerðarmenn hafa meðal annars til þess ráðs að mæta ekki til vinnu og hefur verið áber- andi hvað þá hefúr vantað í útsending- ar. Valdís Gunnarsdóttir hefur til dæmis ekki verið við hljóðnemann heilu dagana þótt hún ætti að vera það samkvæmt auglýstri dagskrá... N -L ^ ú nýverið fjölgaði Sykurmolun- um enn. Einar Örn Benediktsson og sambýliskona hans, Sigrún Guð- mundsdóttir ballerína, eignuðust frumburð sinn nú í vikunni, stóran og stæðilegan dreng. En það er ekki allt. Sykurmolahjúin Þór Eldon og Margr- ét Ömólfsdóttir eignuðust annað bam sitt fyrir hálfúm mánuði, dreng sem þau nefna Ömólf... Þríréttaður kvöldverður frá 2.250 kr. umanmtseðil frá sunnudegi til fimmtudags á kvöldin í allt sumar. Qýörréttir Rækju- og silungamosaík með súrsætri sósu. Rjómasúpa með sveppum og blómkáli. Sjávarfang á fersku salati. Qpfðalréttir Glóðarsteikt Gljáð nautalund Steikt önd með grísafiðrildi Dijon engifer-rauðvínssósu 2.250 2.750 2.950 í verði fyrir aðalrétt er innifalinn forréttur og eftirréttur. eftirréttir Súkkulaðitruffle-terta með romm-rúsínu-ís Krapís í tveimur litum Einnig bjóðum við gestum að velja af hinum frábæra sjávarrétta- og sérréttamatseðli. Hafðu það fyrsta flokks. Það gerum við. 4i "S Borðapantanir í síma 25700. Aðeins í 1.-4. júlí daga Verslunin hættir - allt á að seljast. Vörurnar voru á kostaboði. Nú verður 35% aukaafsláttur af öllum vörum, fjölbreytt úrval. T.d. jakkaföt kr. 9.690,- Jakkar kr. 4.880,- Smókingar kr. 12.675,- Strígaskór kr. 900,- Gallabuxur kr. 950,- Inniskór kr. 530,- Fótboltaskói kr. 1.490,- í aðeins 4 daga KOSTABOÐ VIÐ HLEMM LAUGAVEGI 116 VISA

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.