Pressan - 02.07.1992, Page 40

Pressan - 02.07.1992, Page 40
TVÖFALDUR1. vinningur A egar er farið að velta vöngum yfir því hver sé líklegur eftirmaður Hreins Loftssonar í stóli aðstoðarmanns for- sætisráðherra. í röð- um ungra sjálfstæðis- manna eru fáir nefnd- ir og færri kallaðir. Nöfn lögfræðinganna Gunnars Jóhanns Birgissonar og Sig- urbjarnar Magnús- sonar hafa heyrst og nafn Þórs Sigfús- sonar hagfræðings. Fyrir utan að vera íyrrverandi formaður Heimdallar er Þór bróðir Árna Sigfússonar borgarfull- trúa, en Ámi telur Davíð eiga sér skuld að gjalda frá síðasta landsfundi flokks- ins, sem ekki hafi verið endurgoldin við vai á borgarstjóra um árið... S i síðustu viku sögðum við frá greiða- semi Steingríms J. Sigfússonar við loðdýrabændurna á Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu, en rétt fyrir starfslok sín sem landbúnaðar- ráðherra lét Stein- grímur ríkið kaupa eignir loðdýrabúsins á rikisjörðunum. Það var gert að sögn til að tryggja áframhald- andi ábúð á jörðunum. Við viljum bæta því við að ábúandinn í Kirkjufeijuhjá- leigu, Guðjón Sigurðsson, hefur í raun búið á jörðinni í aðeins tvö ár af síðustu 13 árum. Þessu til viðbótar fullyrða kunnugir að hann hafi verið búinn að semja við ríkið um kaup á jörðinni fyrir 4 til 5 árum og pappírar allir undirritað- ir. Af einhverjum ástæðum- fóru þau kaup aldrei alla leið. Þá er aukinheldur fullyrt að „ábúandinn" hafi leigt heilsu- hælinu í Hveragerði jörðina til 5 ára og fengið fyrir skuldabréf upp á 2,5 millj- ónir... F A yrirtækið Innkaup og sala hf„ sem þar til í desember 1990 nefndist Inn- kaupasamband bóksala hf„ hefur verið gert upp eftir aðeins fjögurra mánaða gjaldþrotameðferð. Fyrirtækið var upp- haflega stofnað 1956, en lifði hins veg- ar aðeins í rúmt ár eftir nafnabreyting- una. Engar eignir fundust í búinu og fékkst því ekkert upp í kröfur upp á tæplega 30 milljónir króna. Stjómaifor- maður félagsins var Axel Henry Bend- er, en framkvæmdastjóri Ragnhildur Bender... Þ á hefur enn einn Allaballinn hreiðrað um sig í utanríkisráðuneytinu. Þegar hringt í símanúmer Þrastar Ól- afssonar, aðstoðar- manns utanríkisráð- herra, svarar nú í sí- mann Árni Páli Árnason. fyrrum miðstjórnarmaður í Alþýðubandalaginu. Ámi Páll tók til starfa í síðustu viku sem sérstakur ráðunautur utanríkisráðherra í málefnum Evrópu- bandalagsins — á sem sagt að svara áróðri fyrrum félaga sinna um EES- samninginn. Ámi Páll er lögfræðingur Stjórnu snakK og er nýkominn frá Brussel þar sem hann lagði stund á Evrópurétt. Væntan- lega hafa aldrei fleiri fyrrum kommar starfað í því íhaldshreiðri, utanríkis- ráðuneytinu, því fyrir utan Þröst og Áma Pál má ekki gleyma að Jón Bald- vin Hannibalsson var sjálfur lengi í Alþýðubandalaginu... N JL ^ iðurskurðurinn á sjúkrahúsun- um er farinn að segja til sín á skringi- legasta hátt. Á Landakoti hefur nokkr- um deildum verið lokað í hagræðingar- skyni og sjúklingar em sömuleiðis í færri kantinum. Þannig er komið nú í júlímánuði að sjúklingar á spítalanum eru ekki nema Ijömtíu, en starfsmenn em hins vegar um fjögur hundmð tals- ins... □AIHATSU CHARADE Daihatsu Charade er lipur og léttur í borgar- og bæjarakstri. Hann er með eindæmum sparneytinn og ódýr í rekstri. Hann er æðislega „srnart" bæði innan sem utan og mjög rúmgóður. Hann stoppar stutt í endursölu og fer á góðu verði. Hann er í alla staði frábær! FAXAFENÍ 8 • SIMI 91 - 68 58 70 Hann kostar staðgreiddur, kominn á götuna frá: 648 .01 )0 kr!

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.