Pressan


Pressan - 02.07.1992, Qupperneq 42

Pressan - 02.07.1992, Qupperneq 42
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 ISLAND \'j£cwfct LÖ6MÁL FERÐAMANN5INS 1. Göngum jafn vel frá áningarstað og við komum að honum. 2. Hendum ekki rusli á víðavangi. 3. Spillum ekki vatni. 4. Sköðum ekki gróður og dýralíf. 5. Skemmum ekki sérstæðar jarðmyndanir 6. Förum varlega með eld. 7. Forðumst akstur utan vega. 8. Fylgjum merktum göngustígum, þar sem þess er óskað. 9. Virðum friðlýsingarreglur og tilmæli gæslumanna. 10. Hirðum vel eignir okkar og umhverfi, svo ánægja og sómi sé að. 'mm HVERNIG LANPIÐ VARÐ TIL Þegar ferðast er um ísland, um hrika- leg fjalllendi, grösugar sléttur, eyðis- anda, mosavaxin hraun, búsældarlega dali, yfir kolgráar jökulár eða hjalandi ijallalæk, um jökla og öræfi, er ekki óeðlilegt að sú spuming leiti á mann hvemig þetta hafi nú allt saman orðið til. ísland varð til fyrir um tuttugu millj- ónum ára þegar hvert berglagið af öðru hlóðst upp í miklum eldgosum sem spýttust upp um spmngu á jarðarkúl- unni sem nefnd er Atlantshafssprung- an. Spmngan myndaðist við svonefnt landrek, þegar jarðskorpan klofnaði og löndin sem vom á miðju því svæði sem nú er Atlantshaf rak til austurs og vest- urs beggja vegna spmngunnar. Island varð því til á Atlantshafssprungunni miðri, sem liggur þvert yfir ísland, frá norðaustri til suðvesturs og er einna bersýnilegust í þjóðgarðinum á Þing- völlum, þar sem heljaröflin togast á til austurs og vesturs. Öll sléttan á milli Almannagjár og Hrafnagjár sígur neðar og neðar og er sýnileg sönnun svo- nefndrar landrekskenningar. FJÖLLIN MYNDAST Allra íyrstu eldgosin mynduðu bas- altstall úr hraunlögum. Það er hinn eig- inlegi berggmnnur Islands og er hann sem næst tíu kílómetrar að þykkt. Á seinni hluta ísaldar, fyrir 700 þús- und árum, hvarf Island undir jökul- breiðu. Undir ísnum gaus hvað eftir annað. Fjöllin sem urðu til undir köldu jökulfarginu em mynduð úr gosösku og brotabergi sem kallast móberg. Móberg er fremur mjúkt gijót, auðugt af brún- leitu hýdratgleri, og skóp hin blæ- brigðaríku og tignarlegu fjöll sem blasa við augum hvert sem litið er. Þegar jökullinn hörfaði í lok síðustu ísaldar, fyrir tíu þúsund árum, kom loks í ljós nokkum veginn það ísland sem við höfum fyrir augunum nú á dögum. En landmótunin hefur aldrei stöðvast. Því sem næst einn tíundi hluti lands- ins er hulinn hrauni sem mnnið hefur úr fleiri en 200 virkum eldstöðvum á nútfma, samkvæmt jarðfræðilegri greiningu, það er eftir lok ísaldar. Hluú íshellunnar hefur orðið eftir og myndar jökla og íshettur sem þekja annan tí- unda hluta landsins. Þar á meðal er Vatnajökull, stærsú jökull Evrópu. Vitað er um að minnsta kosti þijáúu virkar eldstöðvar á íslandi síðan landið var numið fyrir 1100 árunt. Margar þeirra hafa gosið hvað eftir annað. Hekla, sem á miðöldum var fræg um alla Evrópu sem einn innganga vítis, hefur gosið sautján sinnum, sfðast í janúar 1991. LANDNÁM ÍSLANDS ULTIMA THULE Island byggðist ekki fyrr en í lok ní- undu aldar. Heimildir um landið fyrir þann tíma em ákaflega takmarkaðar. Vitað er þó að í fomöld höfðu menn a.m.k. hugmynd um að landið væri úl. Grískur siglingagarpur, Pýþeas að nafni, virðist hafa haldið til Bretlands og e.t.v. Hjaltlandseyja í kringum 330 fyrir Krist. Þar frétú hann af eyju sem sögð var vera sex daga sigling í norður- átt. Þessa eyju kallaði hann Thule eða Ultima Thule — landið á heimsenda. Ekki er ljóst hvort Pýþeas átti við ís- land eða norðurhémð Noregs en nafhið hefur síðan loðað við landið. Á íslandi hafa fundist rómverskir peningar frá 270-305 eftir Krist en ólíklegt þykir að þeir bendi til ferða Rómveija hér um slóðir á þeim tíma. Nafnið Thule var notað á miðöldum um Island af fræðimönnum. Beda prestur á Bretlandi, sem uppi var snemma á áttundu öld, vék oftar en einu sinni að Thule í ritum sínum og ís- lenskir sagnaritarar vitnuðu óhikað til hans. Árið 825 skrifaði írskur prestur við hirð Karlamagnúsar landfræðirit- gerð þar sem hann sagði ffá því að fyrir þrjátíu árum hefðu klerkar dvalist á þessari eyju frá febrúar fram í ágúst. Munkamir virðast ekki hafa sest að hér á landi heldur haft hér skamma við- dvöl. Og þegar Iandnám víkinga hófst tóku þeir saman föggur sínar og héldu sína leið. Enn hafa ekki fundist fom- leifar á íslandi sem gefa úl kynna að hér hafi verið föst búseta fyrir komu norrænna manna. Landnám norrænna manna hófst á síðari hluta níundu aldar eftir að hin svonefnda víkingaöld hófst (800-1050). Venja er að telja Ingólf Arnarson fyrsta landnámsmanninn, hvort sem hann var til í raunvemleikan- um eða ekki, en hann á að hafa byggt sér bú í Reykjavflc árið 874. Nokkmm ámm áður hafði Hrafna-Flóki reynt að setjast hér að en sneri heim aftur. Hann gaf landinu hið kuldalega nafn sem tók við af Thule — ísland. I kjölfar Ingólfs sigldi mikill straumur innflytjenda. Flesúr komu frá vesturhluta Noregs en nokkrir frá víkingabyggðum á Bret- landseyjum, einkum Hjaltlandi, Orkn- eyjum og írlandi. Orsakimar fyrir þessum flutningum eru flóknar. Á Norðurlöndum var valdabarátta mikil á þessum tíma — Haraldur hárfagri var að bijóta Noreg undir sig — en einnig skipta máli fólksfjölgun og landþrengsli í fram- haldi af henni, vaxandi verslun og tæknikunnátta — sérstaklega í skipa- smíðum. Fyrstu landnámsmennirnir komu í litlum fjölskylduhópum til landsins og sigldu á fremur smáum flutningaskip- um, knörrum, sem þó gátu flutt nægi- lega mikið af búfénaði til að hægt væri að hefja búskap — sauðfé, nautgripi, svín, hesta, geitur og gæsir. Landnámsmennimir komu að grónu landi þar sem skógur óx upp í fimm hundruð metra hæð yfir sjávarmáli. Hann eyddist hins vegar vegna ágangs búfjár og skógarhöggs. Þeir sem komu fyrstir námu stór landsvæði. Ingólfur Amarson er t.d. sagður hafa eignað sér allt suðvesturhom landsins. Landnámsöld er yfirleitt talin hafa staðið frá 874 til 930. Við lok þess tímabils er lfldegt að landið hafi verið orðið býsna mannmargt þótt ekki sé hægt að segja til um það með vissu. Menn telja þó að mannfjöldinn hafi verið milli 25.000 og 40.000 manns. Nokkru eftir að landnám hófst var komið á þingum hér og þar um landið úl að setja niður deilur. Þessi þing vom dómþing fremur en löggjafarþing og af þeim sökum var nauðsynlegt að setja lög sem giltu um landið allt. Því var það að íslendingar stofnuðu löggjafar- þing á Þingvöllum árið 930 — Alþing. Norsk lög vom fyrirmynd, nema hvað ekki var gert ráð fyrir þjóðhöfðingja. Þetta var einstök úlraun á miðöldum og entist í rúmlega þijár aldir — fram að Gamla sáttmála 1262. 33 KÍLÓMETRARÁMANN AF ÞJÓÐVECUM Þjóðvegir landsins em ríflega 8400 kílómetrar að lengd. Ef þeim væri skipt bróðurlega milli landsmanna kæmu um 33 metrar í hlut hvers og eins. Bundið slitlag er á um 2300 kílómetrum eða rúmum fjórðungi. Ráðgert er að tvö- falda bundið slitlag á næstu tíu ámm eða svo.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.