Pressan - 02.07.1992, Síða 46

Pressan - 02.07.1992, Síða 46
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 VESTURLAND GISTING Gistihúsib Gimli Hellisandi Sími 93-66825 VERSLUN Verslunin Bitinn Reykholti BENSINSALA Hreðavatnsskáli Borgarfirði Sími 93-50011 VEITINGAR Hreðavatnsskáli Borgarfirði Sími 93-50011 GISTING Hreðavatnsskáli Borgarfirði Sími 93-50011 GISTING Hótel EDDA Reykholti Sími 93-51260 ÞJÓÐSACAN UM KOLBEIN OC KÖLSKA Einu sinni var sagt að kölski hefði veðjað við mann þann er Kolbeinn hét og nokkrir ætla að hafi verið Kolbeinn Jöklaskáld. Skyldu þeir báðir sitja hvor hjá öðrum á Þúfubjargi undir JökJi þeg- ar brim gengi þar hæst og kveðast á þannig að kölski gerði fyrri hluta næt- urinnar fyrri helming vísnanna, en Kol- beinn skyldi botna hjá honum. Seinni hluta nætur skyldi kölski botna hjá Kol- beini, en hann kveða fyrri hluta vísn- anna, og var það skilið undir smnningi þessum að hvor þeirra sem ekki gæti botnað vísu hins skyldi steypast ofan af bjarginu og vera þaðan í frá í valdi hins. Þeir tóku sig svo til og settust út á bjarg eina nótt er tungl óð í skýjum; kveðast nú á sem ætlað var fyrri hluta nætur og verður enginn stanz á Kolbeini að botna vfsur kölska. Svo tekur Kolbeinn við og kveður upphöfin seinni hluta næturinnar, og gengur kölska allvel að slá botninn í hjá honum unz Kolbeinn tekur hníf upp úr vasa sínum og heldur honum fyrir framan glymumar á kölska svo eggina bar við tunglið og segir um leið: „Horfðu í þessa egg egg undirþetta tungl tungl. “ Þá varð kölska orðfall þvf hann fann ekkert orð íslenzkt sem yrði rímað í móti tungl og segir því í vandræðum sínum: „Það er ekki skáldskapur að tama, Kolbeinn." En Kolbeinn botnar þegar vísuna og segir: „Eg steypi þér með legg legg lið sent hrœrir ungl-ungl. “ En þegar kölski heyrði þetta beið hann ekki boðanna og steyptist ofan fyrir bjargið í eina brimölduna þar sem hún brotnaði, og bauð ekki Kolbeini til kappkvæða eítir þetta. (Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar) Á BÚPUM Svæðið undir Snæfellsjökli á ysta hluta Snæfellsness nefnist „undir Jökli“. Þetta svæði er eitt vinsælasta útivistarsvæði landsins, enda landslag fjölbreytt, fjöldi sögufrægra staða auk sérstæðrar náttúmfegurðar. Margir ferðalangar koma að Búðum á leið sinni um nesið. Búðir em á sunn- anverðu Snæfellsnesi í austurjaðri Búðahrauns við Búðaós, gegnt Fróðár- heiði, en um heiðina liggur þjóðvegur- inn norður yfír Snæfellsnes til Olafs- víkur. Á landnámsöld var mikil hafskipa- höfn á Búðum og tíðar skipakomur frá útlöndum. Þá nefndist staðurinn Hraun- höfn, eða Hraunhafnarós. Síðar var gert út frá Búðum og var þar mikil útgerð og jafnframt stundaður stórbúskapur. Búskapur lagðist niður á fjórða áratugi þessarar aldar. Sumarhótel hefur verið rekið á Búðum í meira en fjömtíu ár. Hér verður bent á tvær skemmtilegar gönguleiðir ffá Búðunt. Frambúðir Á Frambúðum versluðu Brimakaup- menn á 16. öld og síðar varð staðurinn þekktur fyrir útræði. Frá Búðum er um þriggja kílómetra gönguleið að Fram- búðum, með ströndinni. Þetta er skemmtileg gönguleið því á ströndinni skiptast á dökkir skuggalegir klettar og Ijós fjörusandur. Þar em á góðviðris- dögum hin ákjósanlegustu skilyrði til að baða sig í sjónum. Á Frambúðum getur að líta rústir af verbúðum, hlöðn- um gijótgörðum og fískreitum þar sem fískurinn var lagður til þerris. Einnig má þar finna leifar lýsis- og lifrai’gryfja, þar sem menn geymdu lýsi. Þetta em holur sem grafnar vom í jörð og var lifrinni síðan fleygt í þær þegar skortur var á lýsistunnum. Búðaklettur Hin gönguleiðin frá Búðum er um Búðahraun á Búðaklett sem rís úr miðju hrauninu nokkum spöl fyrir vest- an hótelið. Búðahraun, sem rann úr Búðakletti, er talið vera fimm til átta þúsund ára gamalt. Hraunið er rnjög úf- ið og illt yfirferðar, en þrátt fyrir það lá alfaraleiðin vestur Snæfellsnes þvert yf- ir það og er gatan nefnd Klettsgata. Hún er mjög krókótt og þröng. Gangan á Búðaklett er leikur einn. Gígurinn er 66 metra yfír sjávarmáli. Gróðurfar í Búðahrauni er afar sérstætt og fjöl- breytt. Þar er að finna einhveija blóm- legustu jurtaflóru sem um getur á gjörvöllu landinu. í djúpum og skjól- góðum hraunkötlum vaxa meira en 130 tegundir plantna. Þar á meðal em ellefu af sextán tegundum burkna sem vaxa á íslandi. Einkenni plantna í Búðahrauni er hversu stórar þær geta orðið. EICI SKAL 6RÁTA BJÖRN BÓNDA A Rifi á Snæfellsnesi er að finna stein nokkum, en sagan segir að á hon- um hafi Englendingar hálshöggvið Bjöm ríka Þorleifsson hirðstjóra árið 1467. Vígið varð tilefni mikilla eftir- mála og rekja margir ófrið Dana og Englendinga 1468, sem stóð í nokkur ár, til þessa vígs á Rifi á Snæfellsnesi. Bjöm ríki hirðstjóri, sem kvæntur var Olöfu, dóttur Lofts ríka, stóð lengi í stappi við Englendinga. I bók Gunnars M. Magnúss, Landhelgisbókinni, segir m.a. um þessa atburði: - Eftir að Bjöm ríki var orðinn hirð- stjóri hér, lét hann enska hvergi í ffiði þarsern hann til spurði um ólöglegar at- hafnir þeirra. Þau hjón hafa búið á Skarði á Skarðsströnd. Hið strengilega bann er Kristján konungur gaf út hið síðasta ár, og afturköllun verslunarleyfa handa Englendingum, virðist hafa verk- að í gagnstæða stefnu. Enskir hafa siglt hingað eftir sem áður, meðal annarra hafa á þessu ári komið hingað Englend- ingar frá Lynn. Bjöm hirðstjóri mælti þeim á Rifi á Snæfellsnesi. Áttust þcir þar illt við og féll þar Björn og sjö menn aðrir með honum, en Þorleifur sonur hans varð handtekinn, en Ólöf komst undan með tuttugu menn, og þó sem nauðulegast, því þeir veittu henni eftirfor; hún kom til Rauðamels ytra. Berast hinar hroðalegustu fregnir af viðureign þessari, sú er ein, að Eng- lendingar hafi höggvið líkama Bjöms í stykki og sökkt þeim í sjó. Þetta er haft eftir Ólöfu konu hans eftir atburðinn: - Eigi skal gráta Bjöm bónda, heldur safna liði. Lét hún síðan leysa út Þorleif son sinn, en eftir það hefur hún leitað grimmilegra hefnda; eru nú enskir hvergi óhultir fyrir henni og hennar mönnum. Hefur hún látið drepa þá, hvar sem þeir hafa náðst, en vestur á Isafirði hefúr hún látið taka þrjár dugg- ur með áhöfh allri. Ganga nú hinar stór- fenglegustu sögur af framgöngu Ólafar, enda skelfast enskir, er þeir fregna af ferðum hennar. ÓLAFSVÍK— ELSTI LÖÚGILTI VERSLUNARSTADUR Á ÍSLANDI Ólafsvík stendur á norðanverðu Snæfellsnesi, innanvið Ólafsvíkurenni. Þar er góð lending frá náttúrunnar hendi og stutt á gjöful fiskimið. Því hefur talsverð byggð verið í Ólafsvík um aldir og tíðum mikil umsvif í útgerð og fiskvinnslu, svo og í verslun. Ólafsvík er elsti löggilti verslunar- staður hérlendis og hlaut löggildingu árið 1687. A sautjándu og átjándu öld vom beinar siglingar milli Ólafsvíkur, Danmerkur og Spánar. Þegar vélbátaöldin gekk í garð hnignaði útgerð frá Ólafsvík rnjög vegna hafnleysis. Eftir miðja tuttugustu öldina fór að rofa úl og hafa öflug út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki jafnan starfað í Olafsvík. STYKKISHÓLMUR Verslun hefur verið rekin í Stykkis- hólmi frá því um 1600. Ámi Thorlacius var umsvifamikill útgerðar- og verslun- armaður í Stykkishólmi á nítjándu öld. Hann reisti meðal annars Norska húsið, fyrsta tvfiyfta íbúðarhúsið sem reist var á Islandi og stærsta íbúðarhús síns tíma. Húsið er friðað og hefur verið endur- byggt í upprunalegri mynd. Þar er nú rekið byggðasafn. Öflug útgerð og fiskvinnsla er rekin f Stykkishólmi, meðal annars skelfisk- veiðar og -vinnsla. Nokkur iðnfyrirtæki em starfrækt í kaupstaðnum, stórt hótel og ennfremur sjúkrahús á vegunt Fransiskussysö-a. Mikill straumur ferðamanna er jafn- an tii Stykkishólms á sumrin, m.a. í tengslum við ferðir Flóabátsins Bald- urs. Úr Stykkishólmi er siglt með ferða- menn um Breiðafjarðareyjar, sem em einstakar frá náttúmfræðilegu sjónar- miði. M.a. er komið við í Flatey. FLATEY Eyjan er stærst Vestureyja á Breiða- firði og viðkomustaður Flóabátsins Baldurs. Hún á sér langa og merka sögu allt frá landnámstíð. Unt árið 1100 var munkaklaustur í Flatey sem síðar fluttist að Helgafelli. Verslun hef- ur verið í Flatey ffá því um miðja 18. öld og allt fram til dagsins í dag. Löng- um hefur athafnalíf verið með miklum blónta í Flatey og um tfma var hún eitt mesta menningarsetur landsins. í Flatey er einn elsti og best varð- veitti byggðakjami landsins. Nú leitar fólk þangað á vit fortíðar og friðsældar þar sem tíminn er afstæður og and- streymi hversdagsins gleymist.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.