Pressan - 02.07.1992, Page 47

Pressan - 02.07.1992, Page 47
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 7 VESTFIRÐIR Ulewtet KJÖRIÐ LAND FYRIR FJALL- CÖNCUFÓLK Norðvesturhluti landsins, Vestfirðir, er næstum skorinn ífá landinu, en að- eins eru tæpir tíu kílómetrar úr botni Gilsfjarðar í Bitrufjarðaibotn þar sem mjóst er. í heild eru Vestfirðir nokkum veginn þríhyrningslaga, mjög vog- skornir og með langlengstu strand- lengju af sambærilegum landshlutum. Undirlendi er lítið nema við firðina. Vestfjaiðakjálkinn er að mestu ein há- slétta, 400-600 metra há, en sundur- skorin af fjörðum og dölum. Fjöllin rísa yfirleitt brött upp ffá þröngum dölum eða frá sjó, og sumir hlutar hásléttunnar rísa hærri en aðrir en hvergi nær hæðin þó þúsund metrum. Syðst og austast eru flöllin þó heldur lægri og ávalari, en hið almenna er að þau séu flöt að ofan með bröttum hlíðum. Frávik ffá þessu er þó skaginn milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem nú er farið að nefna Vestfirsku Alpana. Þar eru fjöllin hærri, meira sundurskorin og enda víða í upp- mjóum strýtum og þunnum klettabrík- um. Þarna er kjörið land fyrir fjall- göngufólk, en gæta þarf sérstakrar var- úðar vegna lausagrjóts og sprungins bergs. VESTFJARÐAGÖNC Framkvæmdir við svonefnd Vest- fjarðagöng hófust í fyrrasumar. Þau munu tengja saman Isafjörð, Flateyri og Suðureyri. Göngin liggja í Breiða- dals- og Botnsheiði og verða alls um 9,14 kílómetrar að lengd. Þau verða þrískipt með gatnamótum undir Botns- heiði. Við munnana verða byggðir for- skálar úr steinsteypu, 7,5 metra breiðir með tveimur akreinum, 120-180 metra langir eða alls um 450 metrar. I þá fara um 3000 rúmmetrar af steypu. Nýir vegir verða lagðir að göngunum og em þeir um níu kílómetrar. Alls þarf að flytja um eina milljón rúmmetra af jarðvegi vegna ganganna og nýju veg- anna. Jarðgöngin leysa af hólmi snjóþunga og varasama fjallvcgi urn Breiðadals- heiði og Botnsheiði og stytta auk þess vegalengdir milli þessara staða nokkuð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í árslok 1995. Kostnaður er áætl- aður um þrír milljarðar króna. PATREKSFJÖRÐUR Patreksfjörður er rúmlega þúsund manna kauptún, sem byggir afkomu sína að mestu á fiskveiðum. Þar er veitt margvísleg ferðamannaþjónusta. Flug- völlurinn er handan fjarðaiins í mynni Sauðlauksdals, þar sem Bjöm Halldórs- son ræktaði fyrstur kartöflur á Islandi á 18. öld og þar sem séra Þorvaldur, afi Vigdísar forseta, þjónaði sem prestur. Nafn fjarðarins og kauptúnsins er af írskum uppmna og dregið af nafhi Pat- reks biskups úr Suðureyjum, sem var helgur maður. Elsta steinhús á Vest- ljörðum, byggt 1874, er á Patreksfirði. Það er jafnframt elsta húsið á Patreks- firði. TÁLKNAFJÖRPUR Tálknafjörður er fiskveiðiþorp með góða höfn í umhverfi fagurra fjalla. Tálknfirðingar em þekktir fyrir mikla vömvöndun fiskafurða. Tálknafjarðar- þorpið hefúr byggst upp á örfáum ára- tugum og er nú orðið með blómlegri fiskveiðistöðum Vestfjarða. Skammt fyrir utan þorpið teygir Sveinseyri sig næstum yfir fjörðinn og skýlir höfninni fyrir úthafsöldunni. Þorpið dró um skeið nafn af Sveinseyri. Úndirlendi er þama nægilegt fyrir stóraukna byggð. BÍLDUDALUR Bfldudalur er útgerðarþorp við sunn- anverðan Amarfjörð. Þar var fyrrum aðsetur einokunarverslunar. Atvinnulíf hefur þar oftast verið blómlegt. Frá Bíldudal er fagurt útsýni yfir Arnar- fjörð og til Hrafnseyrar. Heppileg gönguleið er ffá Bíldudal á Bíldudals- fjall og Hvestunúp, en þaðan er stór- kostlegt útsýni. Innar í Amarfirðinum er Reykjarljörður. Þar er heit útilaug. Frá Bíldudal er úlvalið að aka út með Amarfirði. Leiðin er skemmtileg, en nokkuð seinfarin. BOLUNOARVÍK Bolungarvík er mikilvægur útgerðar- staður, utarlega við vestanvert ísafjarð- ardjúp, með há og mikil fjöll allt um kring. Umhverfis Bolungarvík er mjög áhugavert gönguland, bæði um fjöll og dali. Upp ffá Bolungarvík er Syðridalur með Syðridalsvatn þar sem bæði er sil- ungur og lax. I Bolungarvík er ný og mjög góð sundlaug með heiúim pottum og gufubaði. Golfvöllur er í mynni Syðridals og stutt er yfir úl Skálavflcur. ÞINCEYRI Þingeyri er útgerðarbær undir Sanda- felli við sunnanverðan Dýrafjörð. Á Sandafelli er útsýnisskífa. Rétt utan við Sandafell er flugvöllur. Stutt er frá Þingeyri til Hrafnseyrar í Amarfirði. Nokkm utar í firðinum er Haukadalur þar sem Gísli Súrsson bjó. Frá Hauka- dal liggur vegur íyrir Sléttanes að Lok- inhömrum. Vegurinn er mjög mjór og torfær og getur því verið varasamur fyrir ókunnuga. SUÐUREYRI VID SÚOANDA- FJÖRD Suðureyri er útgerðarstaður yst við þröngan fjörð. Byggðarlagið er mjög einangrað. Þar er jarðhiti og útisund- laug. Stutt er ffá Suðureyri yfir til Galt- arvita. í fjarðarbotninum inn af Suður- eyri og út með firðinum að norðan- verðu er mjög gróðursælt og gott berja- land. Flugvöllur er á Suðureyri og flug- vallarstæðið mjög athyglisvert. SÚÐAVÍK Súðavík er lítið útgerðarþorp við Álftafjörð. Fjallið Kofri setur sérkenni- legan svip á landslagið. Innar með firð- inum eru bæirnir Dvergasteinn, þar sem Norðmenn vom með hvalveiðistöð fyrr á árum, og Svarthamar, þar sem Jón Ólafsson Indíafari fæddist. í fjarð- arbotninum er fallegt og skjólgott úú- vistarsvæði. FLATEYRl Flateyri er útgerðarþorp við Önund- arfjörð með margháttaðri ferðamanna- þjónustu. Fjallahringurinn er mikilúð- legur. Á Flateyri er ný innisundlaug. í svonefndum Vöðum rétt innan við Flateyri er sæmileg silungsveiði. Snemma sumars er vinsælt að stinga rauðmaga á gmnnsævi inn með firðin- um. Flugvöllur er í Holti, fyrir botni fjarðarins. Á seinni hluta síðustu aldar vom miklir uppgangstímar á Flateyri. Þá var meðal annars reist hvalveiðistöð á Sólbakka og mikið íbúðarhús, sem að úlhlutan Hannesar Hafstein var seinna flutt úl Reykjavíkur og er nú ráðherra- bústaðurinn við Tjamargötu. ÍSAFJÖRÐUR Isafjörður er nefndur höfuðstaður Vestfjarða. Hann er langstærsú bærinn þar. Tvö hundruð ár eru liðin síðan bærinn hlaut kaupstaðarréttindi og þar eru mörg fornfræg hús. Tignarlegur fjallahringur myndar fagra umgerð um bæinn og veiúr gott skjól. Veðurblíða á Isafirði verður því oft einstök. Aðalat- vinnuvegur er útgerð og margvísleg fiskverkun, en auk þess gegna allar þjónustugreinar mikilvægu hlutverki, ekki síst þjónusta við ferðamenn. Samgöngur við Isafjörð em góðar í lofti, á landi og sjó og auðvelt fyrir ferðamenn að sækja þaðan til allra hluta Vestfjarða í leit sinni að náttúm- nautn í unaðsreitum náttúrunnar vítt og breitt um Vestfirði. Tilvalið er einnig að halda kyrrn fyrir á ísafirði um lengri eða skemmri tíma og sinna marghátt- uðu menningarlífi á staðnum. HNÍFSDALUR Hnífsdalur er fiskiþorp við utanverð- an Skutulsfjörð og hefur verið samein- að Isafirði. Þar er verkaður úrvals harð- fiskur og hákarl. DRANÚSNES Drangsnes er líúð fiskiþorp við utan- verðan Steingrímsfjörð. Grímsey er ris- mikil fyrir landi. HÓL/AAVÍK Hólmavík er stærsta þorp Stranda- sýslu. Þorpið stendur undir lágu felli við innanverðan Steingrímsfjörð. Þar er margvísleg þjónusta fyrir ferðamenn. Með tilkomu vegar um Steingríms- fjarðarheiði hefur Hólmavík komist í alfaraleið. Á Hólmavfk, eins og annars staðar á Vestfjörðum, byggist atvinnan aðallega á ýmiskonar fiskvinnslu og þaðan er talsverð rækjuútgerð. Sutt er frá Hólmavík yfir í ísafjarðai'djúp. Lax- og silungsveiði er í ám í nágrenni Hólma- vikur.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.