Pressan - 02.07.1992, Side 49

Pressan - 02.07.1992, Side 49
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 9 VESTFIRÐIR Æðey — stærsta eyjan í ísafjarð- ardjúpi skammt undan Snæfjalla- strönd. Fjölbreytt fuglalíf, æðarfugl, lundi, teista, kría og íjölmargar aðrar tegundir. Leyfi ábúenda þarf til þess að fara um eyjuna. Reykjanes — heimavistarskóli og sumarhótel á lágu nesi innarlega í Djúpinu. Jarðhiti, sundlaug. Mikið kríuvarp og selur við ströndina. Drangajökull — einn af stórjökl- um landsins og sá eini á Vestfjörð- um. Hæst er Jökulbunga, 925 metrar, en austur úr jöklinum skagar mikið klettahorn, Hrolleifsborg. Auðvelt er að ganga á jökulinn úr Kaldalóni, en virða skal allar varúðarreglur jökla- ferða. Snæfjallaströnd — aka má að Tyrðilmýri en sé haldið lengra út með verður að ganga. Gaman getur verið að fara að Innraskarði og skoða Möngufoss. Jökulfirðir — skerast inn úr utan- verðu Djúpinu til austurs. Víða er þar fallegt og sérkennilegt landslag. Bátsferð um þessa firði getur verið ævintýri líkust. Norðurstrandir — frá Furufirði að norðan til Ofeigsfjarðar að sunn- an, eru í mörgu líkar Homströndum. Fjöllin eru þó tæpast eins há og mik- ilfengleg, en samt formfögur. Þannig eru til dærnis Geirólfsgnúpur og Drangaskörð og í Reykjafirði er jarð- hiti og sundlaug. Færri leggja leið sína um þessi svæði, enda erfiðari ferð. Norðurfjörður/Trékyllisvík — stórbrotið land við vegarenda á Ströndum. Svefnpokagisting á Finn- bogastöðum og jarðhiti og sundlaug á Krossanesi. Verslun á Norðurfirði. Gjögur/Djúpavík — á Gjögri er smáþorp og flugvöllur á norður- strönd Reykjarfjarðar en innst í sama firði er Djúpavík. Þar var fyrrum blómlegur síldarbær, sem breyttist í eins konar „draugabæ" með hvarfi síldarinnar. Nú hefir einu af gömlu húsunum verið breytt í gott hótel. Þaðan má með ágætum skoða þessar nyrstu byggðir Strandasýslu. Kaldbaksvík — grunn vík milli hárra og hömrum girtra fjalla, áhrifa- mikið landslag. Fjölskrúðugt fuglalíf, laxarækt og veiði. Borðeyri — smáþorp á vestur- strönd Hrútafjarðar, eins konar „hlið“ Vestfjarða þegar komið er úr Hrútafirði. Liggur þó landfræðilega séð utan hinna eiginlegu Vestfjarða. STÓRBROTIN FEGURD HORN- STRANDA Friðlandið sem kennt er við Horn- strandir tekur til Homstranda og norð- urhluta Jökulfjarða, suður að Skorar- heiði, alls um 580 ferkílómetrar. Á svæðinu era yfir íjörutíu eyðijarðir og em flestar í eigu fólksins sem síðar bjó þai' og afkomenda þess. Þar em nú eng- ir fastir mannabústaðir, utan Horn- bjargsvita í Látravík, en margir vitja eigna sinna á sumrum og dveljast þar um hríð. Friðlandið nær yfir stærsta samfellda svæði á íslandi, sem byggt hefur verið, en er nú í eyði. Það býr yfir merkilegri náttúm og stórbrotinni feg- urð, geymir minjar um rnerkan þátt í menningai'- og byggðasögu landsins og býður upp á fjölbreytta möguleika til útiveru, náttúruskoðunar og göngu- ferða. FERDALÖG UM HORN- STRANDIR Flestir fara til friðlandsins með bát frá Isafirði eða Bolungarvík og taka land á Hesteyri eða í Veiðileysufirði, en aðrir koma gangandi úr Jökulfjörðum eða af Ströndum. Um friðlandið ferðast menn ýmist fótgangandi eða á bát með- fram ströndinni. Umferð um friðlandið er öllum heimil. Hafa ber í huga að veður em válynd á Homströndum og allra veðra von, sumar sem vetur. Fyrirhyggja í klæðaburði og ferðabúnaði getur bjarg- að lífi og limum. Þjónusta er engin á Homströndum, nema sú sem tengd er öryggiseftirliti og hjálparstarfi. Ferða- fólk verður að hafa tjöld, allan annan viðlegubúnað og vistir með sér. I neyð- artilvikum mega ferðamenn þó leita skjóls j skýlum Slysavarnafélags Is- lands. Oheimilt er að nota neyðarkost í skýlunum. Neyðarsenditæki má þvf að- eins nota að hættu beri að höndum eða vemlegar tafir hafi orðið frá því sem áætlað var. Eyðibýli, íbúðarhús og sumarhús eru í einkaeign og afnot óheimil án sérstaks leyfis eigenda. Ferðafólk er sérstaklega hvatt til að virða rétt þeirra sem eiga mannvirki og muni á svæðinu, og fara varlega með eld vegna hættu á sinubruna. Leyfi landeigenda þarf til allra veiða, eggja- töku og annarra hlunnindanytja. Homstrandafriðland er land göngu- ferða. Vélknúin farartæki em þar ekki leyfð. Sá nýtur þessa svæðis best, sem gengur þar um fomar götur og fjallvegi milli byggða. Helstu áningarstaðir em í víkum og fjörðum, þar sem áður var byggð, eða þar sem skýli Slysavamafé- lags Islands hafa verið reist. ÍBÚARTALDIR EINRÆNIR OC FJÖLKUNNUGIR Homstrandir komust í byggð strax er landnám norrænna manna hófst í land- inu. I Landnámu er greint frá því að Geirmundur heljarskinn nam land allt frá Rit og að Straumnesi austan Bol- ungarvíkur. Á Homströndum var mikill og góður veiðiskapur í sjó og vötnum, fuglatekja í björgum, hvalreki og gnótt rekaviðar, en til landsins grasmiklar víkur og góð- ar til búskapar. Á landnáms- og sögu- öld munu heimsóknir úr öðmm lands- hlutum hafa verið tíðar vegna veiðanna og svo timburfanga úr rekanum. Þang- að leituðu og stundum ójafnaðarmenn, sem ekki áttu sér griðland annars stað- ar. Þegar frá leið hefur byggðin á Hom- ströndum einangrast og einrænir og Ijölkunnugir vom þeir margir taldir, er útnes þetta byggðu. Víðast stóðu bæim- ir einir og afskekktir, en þó hafði myndast þéttari byggð á nokkrum stöð- um, nokkrir bæir þétt saman eins og í Fumfirði og Homvík, eða jafnvel bæja- þyrpingar eins og í Aðalvík. Þá hafði myndast þorp á Hesteyri fyrir síðari heimsstyrjöldina. En þjóðfélagslegar breytingar og umrót stríðsáranna em talin helstu orsakir þess að um 1943 hófst skriða brottflutnings fólks frá þessu landsvæði og sú skriða varð aldrei stöðvuð eftir að hún fór af stað. Haustið 1952 fluttust síðustu íbúamir á brott. /AAGNADI STEINBÍTSHAUS- INN Þær sögur fóm af Vestfirðingum að þeir væru rammgöldróttir. Hér er ein stutt saga af fjölkynngi þeirra: Á bæ einum á Vestfjörðum bar svo til, að einn heimamanna, er var ókvænt- ur, leitaði fast eftir ástum húsfreyju. Sögðu sumir henni það mótfallið, aðrir ekki. Bóndi konunnar komst á snoðir um hvað fram fór. Kunni bóndi nokkuð fyrir sér í fomum fræðum og magnaði svo steinbítshaus, að hann fylgdi hús- freyju hvert sem hún fór, og kom með glenntan kjaft á móti hverjum þeim sem nálgaðist húsfreyju, nema bónda einum. Heimamaður hélt uppteknum hætti um vinmæli við húsfreyju, en brá held- ur í brún, er steinbítshausinn kom hinn reiðilegasti og ætlaði að ráðast á hann, ef nokkuð fylgdi meira en orðin ein. Lauk fundi þessum svo, að heima- manni þótti fótur sinn fegurstur, er hann mátti á brott komast. Brátt dróst þó þokki heimamanns á húsfreyju til annars fundar. Tók þá ekki betra við, því steinbítshausinn var hálfu grimmari en áður. Fór svo, að heimamaður varð alveg afhuga húsfreyju, þar sem henni fylgdu slík býsn. Nokkru síðar var heimaniaður þessi, sem hét Jón, á sjó með bónda. Veður var gott og heitt og gerðist Jón syfjaður. Varð bónda þá að orði: Syfja tekur segginn Jón á síldarstorðmn. Margt skeður hjá menjaskorðum, mannstu steinbítshausinn forðum. Jón réð af vísu þessari, að bóndi hefði orðið vís háttsemi sinnar, og bað hann gott fyrir óráð sitt. Sambúð þeirra hjóna varð brátt með sama hætti og áður hafði verið, og við steinbítshausinn varð ekki vart upp frá jressu. (Sögn K.F. á ísafirði 1933. — Am- grímurFr. Bjamason skrásetti.)

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.