Pressan - 02.07.1992, Síða 51

Pressan - 02.07.1992, Síða 51
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 2. JÚLÍ 1992 11 NORÐURLAND hún varð vitlaus og hefur geðveiki lagzt mjög í hennar ætt, og kona ein ná- skyld henni hefir skorið sig. (Úr Þjóð- sögum Jóns Amasonar.) SAUÐÁRKRÓKUR Sauðárkrókur er stærsta sveitarfélag- ið í Skagafirði með um 2500 fbúa. Sauðárkrókur hefur verið kaupstaður síðan 1948, en verslunarstaður miklu lengur. og standa verslun og þjónusta þar nú með blóma. A Sauðárkróki eru tvö hótel, stór útisundlaug og golfvöllur svo eitthvað sé nefnt. Tjaldstæði er f hjarta bæjarins, svo stutt er að fara fyrir þá gesti sem þurfa að versla eða leita annarrar þjónustu. Glæsileg íþrótta- mannvirki og mikil eru á Sauðárkróki. SÍLDARÆVINTRÝRIÐ SETTÁ SVID Á SIGLUFIRÐI Sigluljörður er nyrsti kaupstaður á Islandi og rétt norðan við hann liggur heimskautsbaugurinn. Bærinn var á fyrri hluta aldarinnar höfuðstaður sfld- veiða og sfldarvinnslu á landinu enda er þar einhver besta hafnaraðstaða á norð- urströnd landsins. Á síldarárunum stefhdu erlendir og íslenskir sjómenn í þúsundatali skipum sínum til Siglu- fjarðar og fjöldi landverkafólks sótti þangað vinnu. Bæjarbúar hafa írá upp- hafi sótt lífsbjörg sína í sjóinn og í dag er blómleg útgerð og fiskvinnsla í bæn- um. Að auki er rekin þar fjölbreytt þjónusta og ýmiss konar iðnaður. Vatnsveita var lögð á Siglufírði árið 1911 og var hún hin fyrsta í kauptúni hér á landi. Elsti sparisjóður landsins var stofnaður þar 1873. Fyrstu meiri- háttar jarðgöng á íslandi, í gegnum Strákafjall, tengja Siglufjörð við Skaga- fjarðarbyggðir. Siglfirðingar hafa komið á laggimar sfldarminjasafni með ýmsum munum frá sfldarárunum. Safnið er til húsa í gömlum sfldarbragga sem hefur verið endursmíðaður í upprunalegri mynd. Um verslunarmannahelgina er haldin hátíð í bænum, þar sem gullnar minn- ingar sfldarævintýrisins em rifjaðar upp á margvíslegan hátt. Þá daga tekur stað- urinn aftur á sig mynd gamla sfldarbæj- arins, þegar saltað var á plönunum og dansinn stiginn á strætum. Rétt eins og í gamla daga streymir þá fjöldi fólks til Siglufjarðar í sfldina og ævintýrin sem henni fylgja. VERSLUN Á AKUREYRI ALLT FRÁ EINOKUNARTÍMANUM Á góðri stund er því gjaman haldið fram að danskir einokunarkaupmenn hafi verið frumbyggjar Akureyrar. Sögu Akureyrar má rekja samfellt til ársins 1602 að einokunarverslunin komst á og danskir kaupmenn fengu þar leyfi til verslunar. Þó er engan veg- inn víst að fyrstu erlendu kaupmennim- ir sem versluðu þar hafi verið danskir. Líklegra er að þeir hafi verið norskir eða þýskir. Þannig er vitað að Ham- borgarar notuðu Pollinn sem uppskip- unariiöfu þegar þeir lestuðu brennistein ffá austurströndinni á 15. og 16. öld. Föst búseta varð hins vegar ekki á Akureyri fyrr en um miðja átjándu öld. Saga Akureyrar er samofm verslunar- sögu landsins. Þannig var fyrsti þáttur- inn einokunarverslunin, þá selstöðu- verslunin, síðan kemur til sögunnar sjálfstæð kaupmannastétt og loks sam- vinnuverslunin. Akureyri Iiggur við vestanverðan bom Eyjafjarðar. Glerá rennur til sjávar gegnum kaupstaðinn norðanverðan og hefur með framburði sínum myndað flata eyri, Oddeyri, sem aftur hefur skapað eina bestu höfn landsins frá náttúrunnar hendi, Akureyrarpoll, eða Pollinn. Danskir kaupmenn stunduðu mat- jurtarækt á Akureyri á átjándu öld og hefur ræktunarstarf æ síðan verið öflugt í bænum. Mikill trjágróður er á Akur- eyri, bæði á einkalóðum og á opinber- um svæðum. Heiðurinn af ræktunar- áhuganum eiga fyrst og fremst tvær ræktunarstofnanir sem settar voru á laggirnar skömmu eftir síðustu alda- mót: Tilraunastöð Ræktunarfélags Norðurlands (1903) og Lystigarðurinn (1912). Hótel Snæfell Austurvegi3,710 Seyóisfirói Símar21460/21570 Starfsfólk Hótel Snæfelb, Seyðis- flrði, býður ykkur velkomin. Gistíbg og veitíngar í koníaksstofn, notalegf umhverfi. Bjóðum upp á skoðunar- ferðir á sjó og sjóstangaveiði. Verðið kemur á óvart Látið sjá ykkur ATBU RÐARRÁSIN & Útvarpið er besti ferðafélaginn. Rás 2 veitir þjónustu um land allt, skjótar, betur og öruggara en aðrir miðlar. Hvað er að gerast? Hvar? Hvenær? Svarið kemur á Rás 2. Fréttir allan sólarhringinn, dægurmálaútvarp, tónlist. Virka daga og um helgar. Heima - og á ferð. Alltaf best.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.