Pressan


Pressan - 02.07.1992, Qupperneq 55

Pressan - 02.07.1992, Qupperneq 55
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 15 NQRÐURLAND {'jtcwlct Höfði — sérkennilegur afgirtur hrauntangi sem gengur fram í Mý- vatn að austanverðu. Þetta er einn fegursti staðurinn við vatnið, þar sem saman fara óvenjulegar hraunmynd- anir og gróskumikið gróðurfar. Sfðan 1970 hefur Höfði verið í eigu og um- sjá sveitarfélagsins og er þar nú al- menningsgarður. Skammt frá Höfða eru Kálfastrandarklasar og strípar, þekktar hraunmyndanir, súlur og gat- klettar. Krafla — móbergsfjall um tíu kílómetra norðaustur frá Mývatni. Hæð hennar er 818 metrar yfir sjáv- armáli. Kringum Kröflu er megineld- stöð og askja um átta kílómetrar í þvermál, sem kennd er við fjallið. Um Kröfluöskjuna liggur mikill sprungusveimur frá suðri til norðurs. Úndir miðri öskjunni er talin vera kvikuþró á þriggja til sjö kílómetra dýpi. Á árunum 1727 til 1729 urðu þarna mikil eldsumbrot og svipaðir atburðir hófust að nýju 1975 og er óvíst að þeim sé lokið enn. Marg- sinnis á þessu tímabili hafa orðið snarpar jarðskjálftahrinur samfara mikilli gliðnun lands og kvikuhlaup- um. Á árunum 1975 til 1981 urðu þarna átta eldgos en ekkert þeirra stóð lengur en nokkra daga og sum aðeins nokkrar klukkustundir. Jarð- vísindamenn hafa fylgst mjög vel með umbrotunum við Kröflu og raunnsóknir þeirra þar hafa átt meiri þátt í því en flest annað að skapa nýja og gerbreytta mynd af eldvirkni í landinu. Á Kröflusvæðinu er eitt af háhitasvæðum landsins og þar var byggð jarðgufuvirkjun á árunum 1975 til 1977. Laxá — ein þekktasta og eftirsóttasta veiðiá landsins. Hún fellur úr Mývatni og rennur um fimmtíu kílómetra leið til sjávar. Meðalrennsli Laxár er um 45 rúm- metrar á sekúndu. Laxá er ein feg- ursta á landsins. I henni eru taldir um 340 hólmar og eyjar og í mörgum þeirra er andavarp. Leirhnjúkur — ávöl, eldbrunnin hæð skammt vestan við Kröflu, mik- ið jarðhitasvæði. Þarna eru fjöl- breytileg eldvörp og leirhverir en jafnframt talsverður gróður og blóm- skrúð á sumrin. Vegna jarðhitans lifnar gróður snemma á vorin þó að hæð hnjúksins sé um 600 metra yfir sjávarmáli. Lúdent — stór, hringlaga gígskál, um sex kílómetra austur frá Mývatni, mynduð við gjóskugos fyrir meira en sex þúsund árum. Ummál gígsins er nær einn kílómetri, eða litlu minni en Hverfjalls. Sunnan og vestan við Lú- dentsskálina er nokkurra kílómetra löng röð klepra- og gjallgíga, nefnd Lúdentsborgir. Þar eru margir skoð- unarverðir staðir. Námafjall — móbergsfjall um fjóra kílómetra austan Reykjahlíðar. Hæð þess er 482 metrar yfir sjávar- máli. Þama er mikið háhitasvæði og brennisteinn var unninn á svæðinu um aldaraðir. Fjallið er litauðugt með afbrigðum og þaðan er mjög gott útsýni yfír Mývatnssveit og ör- æfin umhverfis. Á Námafjalli er hringsjá. Austan þess eru leirhverir, sem hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þar verður að ganga um með gát, því sumstaðar er sjóðandi leðja undir þunnri skán, sem getur brotnað undan þunga manns, og hafa menn stundum brennst þarna illa á fótum. Um 1950 fóru þarna fram til- raunaboranir. Bera því vitni nokkrar borholur, sem gjósa gufu og eru nú orðnar að eins konar gufuhverum. Vestan Námafjalls heitir Bjamarflag. Þar er lítil jarðgufuvirkjun, byggð 1968 og hin fyrsta sinnar tegundar á íslandi. Þarna er kísilgúrverksmiðja, sem nýtir gufu til þurrkunar á kísil- gúrnum, og holsteinaverksmiðja, sem einnig nýtir gufu til að þurrka og herða framleiðsluna. Margir Mývetn- ingar rækta kartöflur í Bjarnarflagi og þykja þær sérlega bragðgóðar. Þá má geta þess að þarna er oft bakað rúgbrauð við jarðhitann. BENSINSALA Kaupfélag Langnesinga 680 Þórshöfn BILALEIGA VERSLUN Kaupfélag Langnesinga IANDMÆUNGAR (SLANDS daKPmimmd--. LAUGAVEGUR 178 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 680 999 <Í>RU<G» OG ÁNÆGJÍUILBS FERÐALÖG ... eru ekki tryggð nema með vönduðum ferðakortum. Án þeirra verða ferðalög lílið annað en vegurinn framundan og fjöllin nafnlausar þústir í landslaginu. FERÐUMST ALDREIÁN K0RTA!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.