Pressan - 02.07.1992, Side 59

Pressan - 02.07.1992, Side 59
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 2. JÚLI 1992 19 AUSTURLAND HÖFN —YNCSTI KAUPSTAÐ- UR LANDSINS Höfn í Homafirði stendur yst á nes- inu milli Homafjaiðar og Skarðsfjarðar. Þar hefur verið miðstöð verslunar í Austur-Skaftafellssýslu nær óslitið frá því um síðustu aldamót. Byggð á Höfn hófst á síðustu ámm nítjándu aldar þeg- ar verslun Ottós Thuliníusar var flutt frá Papósi. Verslunarhús Ottós standa enn á Höfn. Eitt þeirra, sölubúðin, hef- ur verið endurbyggt í upprunalegri mynd sinni og þar er nú rekið minja- safn. Sjávarútvegur og fiskvinnsla eru uppistaða atvinnustarfsemi á Höfn, svo og margvísleg þjónusta fyrir Austur- Skaftfellinga. Góð höfn er á staðnum, en innsiglingin er erfið og þar hafa orð- ið mörg sjóslys. SKAFTAFELL Skaftafell var gert að þjóðgarði árið 1967. Upphaflega var þjóðgarðurinn um 500 ferkfiómetrar en var stækkaður árið 1984 þannig að hann er nú unt 1600 ferkfiómetrar. Landslag Skafta- fells einkennist af því að það er sundur- skorið af rofi jökla og vatns. Þar em ýmsir kunnir fjallatindar, t.d. Þumall, 1279 metrar, en hann er torkleifúr. Suð- austur af Skaftafelli rís hæsti tindur landsins, Hvannadalshnúkur, 2119 metrar. Innan þjóðgarðsins er stærsti daljökull Evrópu, Skeiðarárjökull, en aðrir skriðjöklar eru Morsárjökull og Skaftafellsjökull. Jökulámar Skeiðará, Morsá og Skaftá falla um þjóðgarðinn. Skeiðará er þeirra mest. Hún var mikill farartálmi uns hún var brúuð árið 1974. FJÖLSKRÚÐUÚT PLÖNTULÍF í SKAFTAFELLI Um 210 tegundir blómplantna og byrkinga vaxa villtar í Skaftafelli. Suð- lægar tegundir em hér meira áberandi en í flestum öðmm landshlutum. Þrjár einkennistegundir Austurlands setja mikinn svip á þjóðgarðinn: Bláklukka, sem vex í skógar- og grasbrekkum, gullsteinsbijótur á melum og áraurum og klettafrú á klettasyllum. Nokkrar sjaldgæfar plöntutegundir vaxa í Skaftafelli, svo sem eggtvíblaðka, garðabrúða og svartburkni. Gróðurfarið er allbreytilegt. Neðan- verðar hlíðar em þaktar birkiskógi, sem nær hæst 260 metra yfir sjávarmál, en skriðular birkihríslur vaxa enn hærra og hafa t.d. fundist í 600 metra hæð í Krossgilsdal. I brekkunum neðan bæj- anna er birkið sex til sjö metra hátt og svarðgróðurinn sérlega blómlegur og gróskumikill. Þar ber mest á blágresi, bláklukku, gulmöðm, geithvönn, ilm- reyr og hálfngresi. Langstærst og fegurst er birkið þó í Bæjarstaðaskógi, yst í vesturhlíðum Morsárdals, átta til tíu metra hátt, en nærri samfellt kjarr er í báðum hlíðurn dalsins. Mjög fagur gróður er einnig í báðum bæjargiljunum í Skaftafelli og í Réttargili við Bæjarstaðaskóg. I þess- um giljum vex reynir innan um birkið. Móa-, mela- og mýragróður tekur við ofan skógarmarka og nær samfelldur gróður upp í 700 metra hæð við rætur Kristínartinda, en þar fyrir ofan eru gróðurlitlar skriður og fjallamelar. Árauramir og jökulöldumar austan tjaldsvæðisins em smám saman að gróa upp. Þar hafa fleiri tegundir numið land undanfama áratugi og sums staðar er komið samfellt kjarr. HELSTU 6ÖNCULEIÐIR í SKAFTAFELLI Helstu gönguleiðir í þjóðgarðinum í Skaftafelli ffá tjaldsvæðinu em: 1. Giljaleið að Svartafossi. göngu- ferðin tekur um klukkustund fram og til baka. 2. A Sjónarsker, um hálfa aðra klukkustund. 3. Að rótum Skaftafellsjökuls, um eina klukkustund. 4. Á Kristínartinda, um sex klukkustundir. 5. Að upptökum Skeiðarár, sex til sjö klukkustundir. 6. I Bæjarstaðaskóg, fjórar til fimni klukkustundir. 7. I Kjósarbotn, níu klukkustund- ir. 8. Að Morsárjökli, sex klukku- stundir. GISTING Farfuglaheimilib Nýjabæ 780 Höfn, Hornafirði Sími 97-81736 GISTING Hótel Askja Hólsveg 4 Eskifiröi Sími 97-61261 BILALEIGA Geysir bílaleiga Seyðisfjörður ÞJONUSTA Hár- og snyrtistofan Jaspis Austurbraut 10 780 Höfn Sími 97-81119 ÞJONUSTA Sparisjóbur Hornafjarðar og nágrennis Hafnarbraut 36 780 Höfn GISTING Hótel Egilsbúð Egilsbraut 1 Neskaupstaður VERSLUN Hornabær s Alaugareyjarvegi 1 780 Höfn Sími 97-81565 GISTING Hótel Skálavík Skólaveg 49 Fáskrúðsfj. Sími 97-51298 Fax 51215

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.