Pressan - 02.07.1992, Page 66

Pressan - 02.07.1992, Page 66
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 yfirborði. Búrfellsgjá er alls um 3,5 kílómetrar á lengd. Það hraun rann fyrir um 7200 árum. Önnur hrauntröð er Lambagjá. Á Búrfell er venjulega gengið af Heiðmerkurvegi við Hjalla og þá efdr Búrfellsgjá. Frá Búrfelli er létt ganga um Helgadal í Kaldársel, að Valahnúkum og Helgafelli. HELCAFELL Ganga á Helgafell er létt fjallganga við flestra hæfi. Oftast er gengið á fell- ið frá Kaldárseli. FJALLIÐ EINA OC SANDFELL Frá Hraunhóli norðan við Vatns- skarð má ganga vestur yfir hraunið að Fjallinu eina og einnig suður á Sand- fell, þaðan sem útsýn er góð yfir Mó- hálsdal og Hrútagjárdyngjuna miklu. Hrútagjá er skemmtileg sprunga með íjölbreyttum gróðri þar fyrir sunnan. CRÆNADYNÚJA Af Lækjarvöllum er vinsæl leið norðan við Sog á Grænudyngju, sem er háhnjúkur Vesturhálsins, 393 metrar. Þaðan má ganga suður um Sogaselsgíg, en þar sjást enn rústir þriggja selja, síð- an upp með jarðhitasvæðinu í Sogum og upp að Spákonuvatni og Græna- vatni, sem er sprengigígur. Þaðan sést vel vestur um skagann og út á Flóa af Grænavatnseggjum, sem eru nær gróð- urlaus móbergshryggur vestan vatnsins. Þaðan er greið leið niður á akveginn við suðurenda Djúpavams. Þar er enn einn kjörinn uppgöngustaður. HRÚTAFELL Af Lækjarvöllum er einnig þægileg ganga á Hrútafell, en þaðan sér vel yfir Móhálsdalinn. HETTA Ketilsstígur liggur frá Seltúni yfir Sveifluháls í Móhálsadal og þar var kaupstaðarleiðin úr Krísuvík og Sel- vogi. Skammt sunnan leiðarinnar við Amarvatn er Hetta, 379 metrar, góður útsýnisstaður. NÚPSHLÍD Af Grindavíkurvegi er létt ganga upp á Núpshlíð. MÆLIFELL Af Grindavíkurvegi er einnig létt ganga upp á Mælifell. Bæði af Núps- hlíð og Mælifelli er útsýni gott yfír Ög- mundarhraun og eldvörpin, sem það er komið úr. KRÍSUVÍKURBERC Gönguleiðir á Krísuvíkurberg eru á tveimur stöðum af Grindavíkurvegi. Þetta er þægileg ganga suður móana og á Selöld, gamla eldstöð. Skriða er sams konar eldstöð í berginu, sem sjórinn er nú óðum að bijóta. ELDBORCIR Stóra-Eldborg er mjög fallegur gfgur rétt við þjóðveginn. Raunar eru eld- borgimar tvær. Stærri gígurinn er talinn einn fegursti gígur á Suðvesturlandi, yfir fimmtíu metra hár, hlaðinn úr hraunskánum og gjalli. Hann er suð- vesturendinn á gígaröð. Frá honum hef- ur mnnið hraun úl sjávar, um 2,5 kíló- metra leið. Litla-Eldborg er nokkm austar og minni fyrirferðar. Hún er einnig hluú af gígaröð. Hraun ffá þeim gígum hefur fallið yfir hraunið frá Stóru-Eldborg og til sjávar. Það er miklu minna fyrirferðar. Geitahlíð er fom dyngja mynduð úr grágrýti, 336 metrar. A henni em Æsubúðir, mikill gígur, og af honum er gott útsýni yfir Selvog og suðurströndina. TILGRINDASKARDA Til Grindaskarða er venjulega farið úr Kaldárseli efúr Selvogsgötu, gömlu kaupstaðarleiðinni, sem enn er vörðuð. Á þessum slóðum eru minjar um brennisteinsnám sem stundað var á síð- ustu öld. Úr gígnum í Draugahlíðum hefur mnnið hraun á sögulegum h'ma, sem staðnæmdist rétt ofan við núver- andi þjóðveg við Hlíðarvatn. Leiðin um Grindaskörð var grýtt og ógreiðfær þótt hún væri styst. Eiginlega em leiðimar tvær. Aðalleiðin er um Kerlingarskarð en Grindaskarðsvegurinn er nokkm norðar. Var hann helst farinn af gang- andi mönnum á vetmm ef mikið harð- fenni var á Kerlingarskarði. Sú saga er til um uppruna nafnsins, að Þórður haustmyrkur, landnámsmaður í Krísu- vík og Selvogi, hafi fýrstur manna lagt veg yfir sköiðin. Þá hafi þar verið svo mikill skógur yfir allt, að hann hafi lagt raftagrind afberkta á skarðsbrúnina að vestanverðu, þar sem horfir úl Hafnar- fjarðar, úl þess að fá hitt rétt á skarðið og heiú það eftir því Grindaskörð. Fiskur og franskar kr. 390 Opið 1 1.00-20.00 alla daga nema sunnudaga AUSTURSTRÆTI 6, sími (91) 626977 Ferðist um ísland með Ferðafélaginu, eða hafið að minnsta kosti Árbækur Ferðafélagsins með í för. Árbækurnar eru ein besta íslandslýsing sem völ er á. Árbókin 1992 um óbyggðasvæðið milli Eyjafjarðar og Skjálfanda hefurfengið frábæra umsögn. Þið eignist hana um leið og þið gerist félagar í Ferðafélaginu. Árgjaldið er 3.000 kr. Nánari upplýsingar eru veittar á nýju skrifstofunni: Mörkinni 6,108 Reykjavík. Gangiö í Ferðafélag íslands y ÞAÐ ER BARA BÆJARLEIÐ í BORGARNES V Komið við í einni glæsilegustu þjónustumiðstöð landsins. Opið frá kl. 8-23.30 alla daga. Kjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur - Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Útibú Sparisjóðs Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn. KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA - OLÍUFÉLAGIÐ HF.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.