Pressan - 02.07.1992, Síða 67

Pressan - 02.07.1992, Síða 67
EÞDUHÓTELIN JOÁRA Gistinætur orðnar á aðra milljón Edduhótelin fagna þijátíu ára afmæli sínu á þessu ári. Hóteiin, sem rekin eru yfir sumarmánuðina í ónýttu heimavistarhúsnæði skóla víðs vegar um landið, ollu á sínum tíma byltingu í ferða- þjónustu hér á iandi. Enn í dag standa Edduhótelin í fararbroddi í þjónustu við ferðalanga á landsbyggð- inni, erlenda sem innlenda. í tilefni afmælisins veita Edduhótelin sérstakt tilboð sem einkum er ætlað ijöl- skyldufólki í sumarleyfi. Nýtt Edduhótel var opn- að 15. júní á Þelamörk í Eyjafirði. Alls eru sumar- hótelin sextán talsins víðs vegar um landið. „Nú í sumar leggjum við sérstaka áherslu á að þjóna ýmsum sérþörfum íslenskra ferða- manna, meðal annars með aukinni nýtingu á ýmiss konar aðstöðu til afþreying- ar sem hótelin hafa upp á að bjóða, svo sem sundlauga, eimbaða, leikfimisala, golf- valla og annarrar íþróttaað- stöðu,“ segir Kjartan Lá- russon, forstjóri Ferðaskiif- stofu íslands, sem rekur Edduhótelin. „Við bjóðum gestum fjölbreyttari mat- seðla, allt frá léttum, ein- földum og ódýmm matseðl- um, til dæmis fyrir þá sem vilja verja hluta dagsins á sundlaugarbarminum, og allt upp í veislumat með öllu tilheyrandi. Þá höfum við vakið í ríkari mæli en áður athygli gesta á silungs- veiði sem víða er hægt að stunda í nágrenni hótelanna svo og ýmiss konar annarri þjónustu sem við bjóðum í samvinnu við bændur í ná- grenninu." Að sögn Kjartans hefur svonefndum ættarmótum fjölgað ár ftá ári og em þau orðin nokkur þáttur í rekstri Edduhótelanna. Ferðaskrif- stofa Islands tekur að sér að undirbúa mótin og hefur sú þjónusta verið vel þegin. Á hverju sumri eru haldin mörg slík ættarmót víðs vegar um landið. Gistinætur á Edduhótel- unum á þeim þijátíu sumr- um sem þau hafa verið starfrækt em komnar á aðra milljón. Alls em í hótelun- um um þrettán hundruð rúm. Reibiað er með sextíu til sjötíu þúsund gistinóttum í sumar, sem er um 75% nýting. Gestir eru að íjómm tíundu hlutum Islendingar og að sex tíundu útlending- ar, en Ferðaskrifstofa ís- lands er stærsti móttökuað- ili erlendra ferðamanna hér á landi. Á afmælisárinu gerir Ferðaskrifstofa Islands gest- um Edduhótelanna sérstakt tilboð, sem felst í því að ef gist er fjórar nætur fæst fimmta nóttin fh'. Þá er gist- ing ókeypis fyrir börn að tólf ára aldri og böm yngri en sex ára fá ókeypis mat og böm frá sex til tólf ára greiða einungis hálft gjald fyrir mat. Gisting á Eddu- hóteli kostar nú tvö þúsund krónur á mann í tveggja manna herbergi. Sól og sumar hjá okkur í VÖRUHÚSIVESTURLANDS er komið sumar og allar deildimar bjóða ykkur velkomna. 0 MATVÖRUDEILD ^VEFNAÐARVÖRUDEILD O GJAFAVÖRUDEILD 0 RAFTÆKJA- OG SPORTVÖRUDEILD 0 B Y GGINGAVÖRUDEILD 0 KB BÓNUS Komið við hjá okkur í sumar VÖRUHÚS VESTURLANDS Birgðamiðstöðin ykkar KBBÓNUS

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.