Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra sagði á Al- þingi í gær að fréttaumfjöllun síðustu daga væri sönnun þess að eignarhald fjölmiðla gæti haft og hefði stundum úrslitaáhrif á það hvernig fjölmiðlar fjölluðu um umdeild mál. Nefndi hann m.a. nýlega forsíðu DV þar sem stóð: Gremja Davíðs bundin í lög. Spurði hann hvort sú forsíða hefði verið í anda hlutlausrar og málefnalegrar umræðu. „Fleiri dæmi mætti nefna,“ sagði hann „eða er það svo, hæstvirtur forseti, að í þessu máli sjái menn engan mun á faglegri umfjöllun ríkisfjölmiðils annars veg- ar og hins vegar nánast ofstækisfullri andstöðu þeirra fjömiðla þar sem eigendur telja að sér vegið. Fréttaumfjöllun undanfarinna daga er í raun sönn- un þess, hafi slíkrar sönnunar verið þörf í huga ein- hvers, að eignarhald fjölmiðla getur haft og hefur á stundum úrslitaáhrif á það hvaða tökum fjölmiðlar taka umdeild mál; þegar nægilegir hagsmunir eru í húfi er litlu skeytt um það hversu nákvæmna og sanngjarna mynd þessir miðlar sýna almenningi af því máli sem er til umræðu.“ Hafði áhrif á fréttaumfjöllun BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra rifjaði upp ýmis ummæli þingmanna Samfylkingarinnar við umræðurnar um skýrsluna um fjölmiðla í gær. Minntist hann m.a. á orð Össurar Skarphéð- inssonar, formanns flokksins, um Baug hinn 22. janúar árið 2002. Þá hefði Össur m.a. sagt um Baug að það væri skoðun Samfylkingarinnar að Samkeppnisstofnun ætti að fá í hendur þau tæki sem hún þyrfti til að skipta upp „slíkum einok- unarrisum,“ eins og Össur orðaði það. „Það var enginn maður úti í bæ sem sagði þetta,“ sagði Björn í gær. „Þetta sagði hann; þarna talaði hann um að nauðsynlegt væri að brjóta upp slíka einok- unarrisa. Ef það væri ekki hægt á grundvelli nú- gildandi laga þá væri nauðsynlegt að Alþingi kæmi saman og setti lög sem dygðu til þess.“ Össur vildi skipta upp Baugi FRAM kom í máli Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra á Alþingi í gær að það ætti ekki að koma mönnum á óvart hver afstaða stjórnvalda væri til lagasetningar á fjölmiðlamarkaði, því í um- ræðum á Alþingi hinn 19. nóvember sl. hefði Davíð Oddsson forsætisráðherra sagt að ekki væri hægt að útiloka slíka lagasetningu. Björn rifjaði þessi ummæli forsætisráðherra upp og sagði að þau hefðu verið svar við fyrirspurn Álfheiðar Ingadótt- ur, varaþingmanns VG. Björn sagði að Álfheiður hefði m.a. sagt þann dag að samþjöppun á fjölmiðlamarkaði gæti orðið lýð- ræðinu varasöm. Síðan hefði hún spurt forsætisráð- herra hvort þróun á fjölmiðlamarkaði hefði verið til umfjöllunar í ríkisstjórn og ennfremur hvort ráð- herra teldi koma til greina að setja lög til að hindra frekari samþjöppun á fjölmiðlamarkaði til að tryggja betur sjálfstæði fjölmiðla. Björn rifjaði upp að Davíð hefði svarað því til að þessi mál hefði borið á góma í ríkisstjórninni en ekki verið rædd með formlegum hætti. Síðan hefði ráðherra sagt að hann teldi að ekki væri hægt að útiloka að til slíkrar lagasetningar kæmi og að það mætti jafnvel færa fyrir því rök að í því „fælist tómlæti af hálfu þings- ins við núverandi aðstæður að láta ekki koma til at- hugunar, að minnsta kosti, slíka lagasetningu.“ Eftir að Björn hafði rifjað upp þessi orðaskipti sagði hann að ekki væri hægt að halda því fram að þeir sem hefðu „staðið að því að samþjappa valdinu á fjölmiðlasviðinu á undanförnum mánuðum hefðu gengið til þess í einhverju tómarúmi án vitundar um vilja og viðhorf stjórnvalda.“ Björn rifjaði einnig upp ummæli annarra þing- manna í umræðunum hinn 19. nóvember sl. Þar hefði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, m.a. sagt að varasamt væri ef um- svifamiklir aðilar í viðskiptum, sem jafnvel störfuðu á fákeppnissviði, gerðust fjölmiðlakóngar. Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefði aukinheldur sagt að vel gæti verið nauðsyn- legt að taka sérstaklega á eignarhaldi fjölmiðla. Afstaða stjórnvalda ætti ekki að koma á óvart STURLA Böðvarsson samgönguráðherra sagði á Alþingi í gær að hann teldi afar mikilvægt að haf- inn yrði undirbúningur að stafrænu sjónvarpi sem allra fyrst. Hann sagði að fulltrúar sam- gönguráðuneytisins hefðu átt viðræður við full- trúa útvarps- og sjónvarpsstöðva í þessum til- gangi. „Það er von mín að okkur megi takast að standa þannig að málum að skapa megi nýtt og traust lagaumhverfi í kringum ljósvakamiðlana,“ sagði hann, „og um leið að sameinast um upp- byggingu dreifikerfis fyrir stafrænt útvarp og sjónvarp, sem auki framboð á efni fjölmiðla.“ Sagði hann skýrslu fjölmiðlanefndarinnar og frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjöl- miðlum mikilvægt innlegg inn í þessa stefnu. Stafrænt sjónvarp sem allra fyrst Þorgerður K. Gunnars-dóttir menntamálaráð-herra sagði á Alþingi ígær að samþjöppun á fjölmiðlamarkaðnum hér á landi væri langtum umfangsmeiri en nokkur dæmi væru um í öðru vestrænu lýðræðisríki. Kom þetta fram í máli hennar er hún fylgdi úr hlaði fjölmiðlaskýrsl- unni svonefndu, þ.e. skýrslu hennar um eignarhald á fjölmiðl- um á Íslandi. Skýrslunni var dreift á Alþingi í gær, skömmu áður en umræðan hófst, og sömuleiðis frumvarpi ríkisstjórn- arinnar, um eignarhald á fjöl- miðlum. Gert er ráð fyrir því að Davíð Oddsson forsætisráðherra mæli fyrir frumvarpinu á Alþingi í næstu viku. Þingmenn fóru lofsamlegum orðum skýrsluna; sögðu hana vel unna og ítarlega en stjórnarand- stæðingar gagnrýndu aftur á móti frumvarpið sjálft og ekki síst hvernig að því hefði verið staðið. Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði til að mynda að hún hefði ekki átt von „á svona vondu frumvarpi“, eins og hún orðaði það, og Magnús Þór Hafsteins- son, þingmaður Frjálslynda flokksins, taldi að dygðir á borð við jafnræði og sanngirni hefðu ekki ráðið ferðinni við samningu þess. Þá kvaðst Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs, ekki skilja hvers vegna lægi svo á að afgreiða frumvarp- ið á vorþingi. Sagði hún að þrýstingur á afgreiðslu væri svo mikill að einna líkast væri sem himinn og jörð væru að farast. Niðurstaðan skýr Þorgerður fór í framsögu sinni yfir helstu atriði skýrslunnar og sagði niðurstöðuna skýra. „Ís- lenskur fjölmiðlamarkaður ber augljós einkenni samþjöppunar; eitt fyrirtæki, sem jafnframt er eitt umsvifamesta fyrirtækið í ís- lensku viðskiptalífi og á hags- muna að gæta á fjölmörgum sviðum, hefur á skömmum tíma náð undir sig stærstum hluta af íslenska fjölmiðlamarkaðnum. Engin dæmi eru um slíkt í lönd- unum í kringum okkur, hugs- anlega vegna þess að þar hafa þegar verið settar reglur er kæmu í veg fyrir að þetta gæti gerst.“ Ráðherra bætti því við að það væri ekki tilviljun, hvort sem litið væri til Evrópu eða Bandaríkjanna, að menn teldu nauðsynlegt að sporna við þróun af þessu tagi. Ráðherra ítrekaði að gífurleg umskipti hefðu orðið í viðskipta- lífinu öllu undanfarin ár. „Sú samþjöppun eignarhalds sem menn höfðu áhyggjur af fyrir tæpum áratug er ekkert í sam- anburði við þá samþjöppun sem við stöndum frammi fyrir í dag. Aðhaldshlutverk fjölmiðlanna gagnvart okkur stjórnmála- mönnunum en ekki síður gagn- vart fulltrúum hagsmunasam- taka, félaga og fyrirtækja hefur aldrei verið þýðingarmeira.“ Ráðherra sagði síðar í fram- sögu sinni nauðsynlegt að grípa til viðeigandi aðgerða, ekki ein- ungis vegna þeirra þjóðréttar- legu skuldbindinga sem felast í tilmælum Evrópuráðsins, um fjölbreytni í fjölmiðlum, heldur einnig vegna stöðunnar á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði og þeirra almannahagsmuna sem snertu málið allt. „Við verðum að þora að bregðast við þeirri sam- þjöppun er átt hefur sér stað í eignarhaldi fjölmiðla til að tryggja hér til framtíðar opna, frjálsa og lýðræðislega um- ræðu.“ Illa unnið frumvarp Þingmenn gerðu ekki bara fjölmiðlaskýrsluna að umtalsefni heldur einnig frumvarpið um eignarhald á fjölmiðlum. Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, sagði m.a. að samkvæmt frumvarpinu yrðu lögin afturvirk, en menntamála- ráðherra vísaði því á bug. Sagði hún að í frumvarpinu væri þvert á móti gert ráð fyrir aðlögunar- tíma. Bryndís Hlöðversdóttir gerði frumvarpið einnig að um- talsefni og sagði það ótrúlega illa unnið. „Ríkisstjórnin hefur fallið í þá undarlegu gryfju að semja upp úr skýrslunni ótrúlega illa unnið frumvarp, sem liggur svo einhver ósköp á að afgreiða frá Alþingi; frumvarp sem stenst ekki þær kröfur sem við eigum að gera til lagasetningar í nú- tímaþjóðfélagi, vegna þess að það beinist nánast alfarið gegn einu fyrirtæki, tilefni þess er óljóst og virðist helst að finna í opinberri andúð forsætisráð- herra á tilteknum aðilum í ís- lensku viðskiptalífi.“ Sagði hún enn fremur að frumvarpið væri Framsóknarflokknum til háð- ungar, því flokkurinn sýndi enn einu sinni að hann væri tilbúinn að sporðrenna öllu sem Davíð Oddsson rétti honum. Þá gagn- rýndi Bryndís að ekki hefði verið unnið að því að endurhugsa skip- an útvarpsréttarnefndar því skv. frumvarpinu hlyti hún aukin völd. Bryndís setti út á fleiri atriði og sagði það m.a. fullkomið ábyrgðarleysi að leggja fram til- lögur um að banna markaðsráð- andi fyrirtækjum að fjárfesta í ljósvakamiðlum. „Þessi tillaga er sett fram án þess að nokkur til- raun sé gerð til að meta hvaða áhrif þetta kann að hafa á mögu- leika fyrirtækjanna til að fjár- magna starfsemi sína og fjár- festingar.“ Bryndís sagði að skoða mætti markaðinn hér og velta því fyrir sér hvaða fyr- irtæki, sem líklega væru mark- aðsráðandi, mættu ekki fjárfesta í ljósvakamiðli. Nefndi hún m.a. Eimskip í því sambandi, Byko, Flugleiðir, Nóa Síríus, Vífilfell, Mylluna og Landsvirkjun. „Öll- um þessum aðilum er bannað að fjárfesta í ljósvakamiðlum sam- kvæmt þessu frumvarpi.“ Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri grænna, gagn- rýndi, eins og áður sagði, hve mikil áhersla væri lögð á að af- greiða frumvarpið á þessu vor- þingi. „Ég sé ekki hvers vegna við erum sett í þá stöðu að vera að ræða þessi mjög svo áhuga- verðu mál undir tímapressu,“ sagði hún. Auk þess átaldi hún forsætisráðherra, Davíð Odds- son, fyrir að hleypa umræðunni af stað undir þeim formerkjum að allir væru dregnir í lið, menn væru ýmist með eða á móti Baugi – með eða á móti forsætis- ráðherra. „Ég hafna því að okk- ur sé stillt upp á þennan hátt,“ sagði hún. Vanda þarf til verksins Þingflokksformaður Frjáls- lynda flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, tók fram í upphafi máls síns að flokkurinn hefði lengi verið reiðubúinn að skoða þessi mál og „miklu lengur en sjálf ríkisstjórnin“, sagði hann, „en þegar brugðist er við því sem kalla mætti óæskileg áhrif samþjöppunar á fjölmiðlamark- aði með lagasetningu þarf að vanda afar vel til verks og vinna það í náinni samvinnu við þá sem málið varðar, ekki síst heildar- samtök blaðamanna og fjöl- miðlana sjálfa. Þetta er gríðar- lega flókið og vandasamt mál sem varðar hagsmuni fjöl- margra," sagði hann. Magnús sagði að ekki mætti gleyma því að dýrt væri að byggja upp fjölmiðla en einmitt slík uppbygging væri nauðsynleg til að tryggja fjölbreytni fjöl- miðla. „Þetta kostar peninga,“ sagði hann. Lagði hann jafn- framt áherslu á að þeir sem keyptu fjölmiðla þyrftu að vera reiðubúnir að reka sína fjölmiðla með tapi fyrstu árin. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunum enda stóðu þær fram yfir miðnætti, eins og áður var vikið að. Jóhann Ár- sælsson, þingmaður Samfylking- arinnar, sagði það m.a. sæta stórtíðindum að eftir því sem hann best vissi væri þetta í fyrsta sinn, frá því lög um prent- frelsi voru sett, sem menn vog- uðu sér að leggja til að prent- frelsi yrði tekið af einhverjum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist aðspurður enn vera þeirrar skoðunar að hið opinbera ætti ekki að reka fjölmiðil; hvort sem það væri ljósvakamiðill eða dagblað. Þingmaðurinn hefur ásamt tveimur öðrum þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins, Pétri H. Blöndal og Birgi Ármanns- syni, lagt fram á Alþingi frum- varp um einkavæðingu Ríkisút- varpsins. Sagði Sigurður að vel gæti verið að samþykkt frum- varpsins um eignarhald á fjöl- miðlum yrði til þess að greiða fyrir því að frumvarp hans og fé- laga hans um RÚV yrði gert að lögum. RÚV af auglýsingamarkaði? Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði Rík- isútvarpið einnig að umtalsefni og sagði að um leið og umrætt frumvarp um eignarhald á fjöl- miðlum yrði afgreitt og unnið yrði að því að bæta rekstur Rík- isútvarpsins ætti að huga að því hvort rétt væri að draga það af auglýsingamarkaði. „Ég tel rétt að við aðgerðir til að tryggja stöðu Ríkisútvarpsins til fram- búðar verði leitað leiða til að milda eða draga úr áhrifum þess óhjákvæmilega inngrips í rekstr- arumhverfi fjölmiðla sem mun leiða af lagasetningunni.“ Sagði hún slíka leið felast í því að draga RÚV út af auglýsinga- markaði eða takmarka hlutverk þess verulega á þeim markaði. Umræður á Alþingi um fjölmiðlaskýrsluna stóðu fram eftir nóttu Samþjöppun meiri hér en í öðrum vestrænum löndum Fjölmiðlaskýrsla menntamálaráðherra, Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, var rædd á Alþingi í allan gærdag. Þingmenn allra flokka tókust á í fjörugum umræðunum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynnti skýrslu um fjölmiðla sem rædd var á Alþingi daglangt. Lauk umræðunni upp úr miðnætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.