Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á ANNAÐ hundrað vopnaðra músl- íma féll í gær eftir harða bardaga við öryggissveitir í Suður-Taílandi. Eru þetta mestu átök, sem um getur í suðurhluta landsins en þar eru músl- ímar í meirihluta í nokkrum héruð- um. Í birtingu í gærmorgun réðust múslímarnir, aðallega ungir menn vopnaðir byssum og sveðjum, á 10 lögreglustöðvar í þremur héruðum, Yala, Pattani og Songkhla, skammt frá landamærunum við Malasíu. Hafði lögreglunni borist njósn af því, sem til stóð, og var því vel búin undir átökin. Í þeim féllu 122 árásarmann- anna, sex særðust og 17 voru hand- teknir. Thaksin Shinawatra, forsætisráð- herra Taílands, sagði, að um hefði verið að ræða glæpaflokka og til- gangur árásanna að stela vopnum til að selja. Aðrir neita því og segja, að múslímskir aðskilnaðarsinnar hafi verið að verki en oft hefur verið ófriðlegt í fyrrnefndum héruðum þar sem múslímar eru í meirihluta. Eru þeir ekki nema 4% af taílensku þjóð- inni, sem er almennt búddatrúar. Blóðug lík á götunum Varnarmálaráðherra Taílands sagði í gær, að fjölgað yrði í herliðinu í suðurhluta landsins en bauðst jafn- framt til að taka upp viðræður við múslíma. Mestu átökin urðu við helgustu mosku múslíma í Pattani og var þar ófagurt um að lítast í gær. Lágu blóðidrifin lík á götunni og sýndi taí- lenska sjónvarpið myndir af því er þeim var kastað eins og skepnu- skrokkum upp á bíl. Blóðug átök í S-Taílandi AP Taílenskir öryggissveitamenn standa yfir líkum tveggja manna, sem þátt tóku í árásunum. Hafði annar þeirra sveðju að vopni eins og sjá má. Voru árásarmennirnir flestir ungir að árum og jafnvel unglingar. Meira en 100 aðskilnaðarsinnar músl- íma féllu í árás á lögreglustöðvar Pattani. AFP. MIKILLAR óánægju gætir meðal Íraka með nýjan þjóðfána sem íraska framkvæmdaráðið í Bagdad hefur kynnt og á að vera tákn nýs og lýðræðislegs Íraks. Nýi fáninn var kynntur formlega í gær en íraskir fjölmiðlar höfðu áður birt myndir af honum. Rifaat Shadershi, listamaður í London, hannaði fánann. Hann er bróðir Nassirs al-Shadershis sem á sæti í íraska framkvæmdaráðinu. Þeir sem gagnrýna fánann segja að hann skírskoti ekki nægjanlega til íraskrar menningar og arabíska meirihlutans í landinu. Kúrdíski minnihlutinn fái þar of mikið vægi og fölblár litur hálfmána á fánanum geri hann of líkan fána Ísraels. Segja fánann líkjast ísraelska fánanum „Þetta er fáni nýs lands, ekki 10.000 ára menningar. Hann er grunnfærnislegur og engu er líkara en einhver nemandi hafi hannað hann,“ sagði listmálarinn Qasim Alsabti. „Blátt er ekki íraskur litur. Ef við færum upp bláa rönd og setj- um stjörnu í staðinn fyrir hálfmán- ann verður þetta fáni Ísraels.“ Aðrir bentu á að það voru Banda- ríkjamenn sem skipuðu menn í fram- kvæmdaráðið og það nýtur lítils stuðnings meðal Íraka. Þeir telja því ekki eðlilegt að ráðið velji fána lands- ins. „Þar sem ráðið var ekki þjóðkjörið er það peð Bandaríkjamanna. Það hefur engan rétt til að velja fána nú þegar landið er hernumið,“ sagði sextugur prófessor sem vildi ekki láta nafns síns getið. „Fáni er tákn sjálfstæðrar þjóðar og þarf að skír- skota til arfleifðar föðurlandsins. En þessi fáni skírskotar ekki til íraskrar menningar, arabískrar þjóðernis- hyggju, eða þjóðareiningar.“ „Reyna að afmá arabískt eðli landsins“ Litirnir í gamla fánanum – rauður, hvítur, svartur og grænn – táknuðu sam-arabíska þjóðernishyggju og íslam. Mörgum Írökum gremst það mjög að þessir litir skuli ekki vera á nýja fánanum, nema hvíti liturinn sem táknar frið. „Litirnir í gamla fánanum táknuðu íslam og byltinguna gegn Tyrkja- veldi, minntu á stofnun lýðveldisins og það að Írak tilheyrir arabaheim- inum. Stjörnurnar þrjár minntu á sameinaða Arabíska lýðveldið (sem stofnað var með Sýrlandi og Egypta- landi 1963 en var skammlíft],“ sagði sagnfræðiprófessorinn Abdelrakhm- an Badri, 52 ára sjíti. „Þeir eru að reyna að afmá arab- ískt eðli landsins, þótt við séum í meirihluta, og einangra okkur frá hinum arabalöndunum,“ sagði Adel Makhmud, 45 ára fyrrverandi her- foringi. Í nýja fánanum er gul rönd sem skírskotar til íraskra Kúrda og hefur það vakið mikla óánægju meðal ann- arra Íraka. Mikil óánægja í Írak með nýjan þjóðfána Bagdad. AFP.           !" #"$       %  #  &   % %  '  )*+* *    '%  + ,   -*             .* )                         !  "     . /0 0  #        $   "  %  &  '  ()*+, " ") %  -  "         ./    &- .*,  ** 01 1 2'03  2,    $    ())( Táknum frá tíð Saddams Husseins kastað fyrir róða ’Þessi fáni skír-skotar ekki til ír- askrar menningar, arabískrar þjóðern- ishyggju, eða þjóð- areiningar.‘ Sagt að með honum sé verið að reyna að ein- angra Írak frá öðrum ríkjum í arabaheiminum HARÐIR bardagar blossuðu upp milli bandarískra hermanna og upp- reisnarmanna úr röðum súnníta í írösku borginni Fallujah í gær eftir að Bandaríkjamenn hófu loftárásir á borgina. George W. Bush Banda- ríkjaforseti sagði að hernámsliðið myndi „grípa til allra nauðsynlegra aðgerða“ til að kveða niður uppreisn- ina í Fallujah. Bandarískar herflugvélar skutu flugskeytum á nokkrar byggingar og bíla meintra uppreisnarmanna í loft- árásunum eftir að bandarískir her- menn urðu fyrir árás í borgarhluta þar sem hernámsliðið hefur mætt mestri mótspyrnu. Beitt var vélbyssum í herþyrlum sem flugu yfir borgina og bandarísk- ar leyniskyttur skutu á uppreisnar- menn. Bandarískir embættismenn segja að um 2.000 uppreisnarmenn séu í Fallujah. Hernámsliðið hefur setið um borgina í rúmar þrjár vikur en Bandaríkjaher hefur hætt við að ráð- ast inn í hana til að ná henni á sitt vald. Tony Blair varði hernaðinn Bandaríkjamenn héldu áfram að þjálfa íraskar öryggissveitir sem eiga að fara í eftirlitsferðir um götur Fall- ujah ásamt bandarískum hermönn- um. Eftirlitið átti að hefjast á þriðju- dag en því var frestað, meðal annars vegna afmælis Saddams Husseins, fyrrverandi leiðtoga Íraks, sem varð 67 ára í gær. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, varði hernaðinn í gær og sagði að það hefði verið „fullkomlega rétt“ að gera loftárásirnar á Fallujah. „Ég harma alltaf mannfall meðal óbreyttra borgara en það er nauðsyn- legt að binda enda á árásirnar og Bandaríkjamenn eru að reyna að gera það,“ sagði Blair á þinginu. Loftárásir á uppreisnar- menn í Fallujah *,1* &,   -% "  ,   & ) % %)  +&, **" ,2 &  *     3    44 5 )  ,  *   &4 45 6             --         ! . " & / 7        8             -, **" "             Bagdad. AFP. MUHAMMAD Gaddafi, leiðtogi Líbýu, sagði í gær, að hann hefði „einskis að iðrast“ en Líbýustjórn var lengi sökuð um að styðja hryðjuverkamenn. „Við áttum í frelsisstríði og vor- um sakaðir um að vera hryðju- verkamenn. Það var gjaldið, sem við urðum að greiða. Ef það var hryðjuverk að berjast fyrir frelsi í Afríku, þá erum við hreyknir af því,“ sagði Gaddafi í viðtali við Radio France Internationale. Gaddafi sagði þetta á lokadegi heimsóknar sinnar til Brussel en segja má, að með henni hafi verið bundinn endi á alþjóðlega einangr- un landsins. Sem dæmi um það má nefna, að Heimsmeistaramótið í skák verður haldið í Líbýu í sumar og líklegt er, að meðal þátttakenda verði þrír ísraelskir skákmenn. Iðrast einskis París. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.