Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ F ramlag kvenna er vanmetið og framlag karla er ofmetið,“ sagði dr. Nasrin Shahinpoor í fyr- irlestri sínum um þróun og skil- greiningu á hnattvæðingu, kostum hennar og göllum, og um mismun- andi áhrif hennar á konur og karla. Hún er gestaprófessor við Butler University í Bandaríkj- unum, fædd í Íran. Fyrirlesturinn flutti hún á vegum Rann- sóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum við HÍ. Shahinpoor sagði að velferð- arkerfið að mestu konum að þakka, því þær önnuðustu ókeypis hjúkrun sjúkra, styrktu fátæka og menntuðu og önnuðust börnin. En þegar það kom að því að reisa sjúkra- hús og byggja skóla voru aðeins karlar spurðir álits. Lítið var gert úr framlagi kvenna, þær ekki virtar viðlits. Og svo er enn. Hnattvæðingin og markaðurinn þrýstir nú konum víða um heim niður á botn. Dr. Nasrin bað fundargesti að skoða fötin sín; sennilega hönnuð af kon- um og saumuð af konum í verk- smiðjum í Asíu, á lægstu hugs- anlegu launum. „Oft eru þær og börnin sett undir vinnukerfi þar sem þeim er ekki hleypt heim til sín fyrr en eftir tiltekin afköst, og fyrr fá þau ekki launin,“ sagði hún. Dr. Nasrin nefndi annað sem ástæða er til að vekja athygli á – en það er ný tegund af þrælahaldi. Hún sagði að þótt Kúveit hefði verið frelsað í fyrra Persaflóa- stríðinu, þá hefðu ekki allir sloppið úr ánauð. Ríka fólkið í Kúveit hafi fátæk- ar Asíukonur í vinnu hjá sér. Þess- ar konur höfðu yfirgefið lönd sín, heimili og börn til að afla peninga. Þær gættu barna í Kúveit til að geta framfleytt eigin börnum í heimalöndum sínum. Vegabréf þeirra voru í vörslu húsbænda þeirra og þær komust hvorki lönd né strönd – enda án réttinda. Margar voru beittar ofbeldi og einnig misnotaðar kynferðislega. „Hvers vegna voru engar fréttir af þessu?“ spurði dr.Nasrin og að svipuð þróun ætti sér nú stað á Vesturlöndum. Algengasta mótbáran við at- hugasemdum um stöðu þessara kvenna er setningin: „Ef þær fengju ekki þessa vinnu, þá fengju þær ekkert, þannig að þetta er betra en ekkert.“ Réttlæting fyrir því að konur og börn séu þrælar í vestrænum verksmiðjum í fátæk- um heimsálfum þessi: „Annars yrðu þau bara atvinnulaus og fengju ekki neitt.“ Röksemd- arfærslan snýst um það að í raun ætti að þakka verksmiðjueigend- unum fyrir að skaffa þeim vinnu með þessu móti. Sýn þeirra er sjálfsmiðuð, sjúk og banvæn. Konurnar „velja“ þetta hins vegar aðeins af algjörri neyð, vegna þess að velmegunarríkin loka á allar aðra möguleika: Ann- aðhvort þetta eða ekkert! Af erindi Nasrin sprettur spurningin: Hvernig eru sjón- armið, viðhorf, hæfni og reynsla kvenna metin á Íslandi, t.d. í við- skiptalífinu? Svar: Tvær konur á móti 85 körlum eru í stjórnum fimmtán félaga í úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands. Önnur er hjá KB banka og hin í Burðarás. Eng- in kona er í stjórn Landsbankans eða Íslandsbanka, Bakkavör, Granda, Og fjarskipta eða Marel. Af 44 stjórnarformönnum skráðra félaga er ein kona. Hún er hjá Símanum. (Sjá greinar í dag í Við- skiptablaði Morgunblaðsins um þessa stöðu.) Þessi niðurstaða sýnir, að mínu mati, að hæfni og reynsla kvenna er næstum einskis metin í ís- lensku viðskiptalífi. Jafnvel stjórnir fyrirtækja, sem eiga að þjóna fjölskyldum, heimilum og ýta undir farsæld, eins og Lands- bankans og Íslandsbanka eru full- skipaðar körlum. Enginn laus stóll handa konu. Þegar fyrsta stjórn nýs Landsbanka var skipuð sett- ust í hana tómir karlar og sér- staklega var tekið fram að einn stjórnarmeðlimur væri ungur – til að sjónarmið unga fólksins heyrð- ust. Það hvarflaði ekki að þeim að ef til vill væri vit í því að heyra stöku sinnum sjónarmið kvenna, þó ekki væri nema bara vegna þess að þær eru helmingur mann- kyns. En hverning er staðan hjá hinu opinbera? Í jafnréttislögum er ekki kveðið á um kynjakvóta nema í eitt ráð og hann fyrir karla: Það er sjálft Jafnréttisráð. Þar skal til- nefna karl og konu. En í grein um þátttöku í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera er aðeins sagt að ávallt skuli á það minnt að þar ættu að sitja jafnmargir karl- ar og konur – ef hægt. En það er ekki skylda. Afleiðingin er m.a. að í þremur ráðuneytum er staða kvenna afleit. Af æðstu embætt- ismönnum þar eru þær aðeins 10% í samgönguráðuneytinu og 14% í landbúnaðarráðuneytinu og sjávarútvegsráðuneytinu. Mér sýnist fullyrðing dr. Nasrin um að framlag kvenna sé van- metið og karla ofmetið eigi fylli- lega við á Íslandi. Það er sífellt að sannast, því að hlutfall þeirra hef- ur lækkað á þessari öld á Alþingi og einnig í stjórnum í veigamestu fyrirtækjunum í viðskiptalífinu. Hæfni konu var einnig greinilega vanmetin þegar tækifæri gafst til að auka hlut kvenna í Hæstarétti. Þegar að henni kom skipti eitt- hvað allt annað miklu meira máli en hún. Þegar karl skal skipa þá eru verðleikar hans lofaðir og sér- fræðikunnátta (of)metin. Konu er á hinn bóginn hafnað á þeim for- sendum að ekki sé fært að skipa hana bara vegna þess að hún sé kona. Ekki er lagður sami mæli- kvarði á hæfni og reynslu kvenna og karla. Það er klárt og kvitt. Það er því ekki nóg að eyða lagalegum hindrunum fyrir jafn- rétti, því þá á eftir að glíma við duldar tilhneigingar til að útiloka konur frá völdum. Það er ekki nóg að segja að jafnrétti sé réttlæti. Dr. Nasrin ráðleggur fólki ein- dregið frá því að taka mark á orð- um valdamanna, aðeins á verkum þeirra. Fullskipað körlum „Framlag kvenna er vanmetið en karla ofmetið,“ fullyrðir dr. Nasrin Shahinpoor. Þetta virðist eiga vel við á Íslandi, því flestallar stjórnir úr- valsvísitölufyrirtækjanna eru full- skipaðar körlum. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is CURLING – eða krulla, eins og íþróttin hefur stundum verið nefnd á íslensku – er íþrótt sem kemur manni á óvart ef maður nær að stíga skrefið frá því að hlæja að henni yfir í að vera sjálfur þátttakandi í leiknum. Víst er að margir hafa brosað þegar sýnd hafa verið myndbrot frá keppni á Ól- ympíuleikunum. Það fólk sem síðan prófar íþróttina heldur einfaldlega áfram að brosa – ekki að íþrótt- inni eða þeim sem hana stunda, heldur vegna þess hve skemmtileg þessi íþrótt er. Margar íþróttir í einni Segja má að í curling sameinist skák, snóker, boccia, heimilisstörf og margt fleira en um leið er þetta ágætislík- amsrækt fyrir þá sem vilja og geta tekið dálítið á með kúst- inum. Í meginatriðum gengur leik- urinn út á að senda steina eftir braut á ísnum, yfir í eða að hring á hinum enda brautarinnar. Það lið sem á síðan innsta stein í hringnum þegar lotu lýk- ur skorar stig. Í hverjum leik eru sex eða fleiri lotur. Hve mörg stig liðið skorar fer síðan eftir því hve marga steina það á innar í hringnum en innsti steinn andstæðingsins er. Leikurinn verður ekki útskýrður nákvæmlega hér en bent er á vefinn www.curling.is þar sem finna má upplýsingar um íþróttina. Vaxandi áhugi Curlingdeild Skautafélags Akureyrar hefur starfað frá 1996 en starfsemin tók verulegan kipp á síðastliðnu ári og hefur iðkendum fjölgað mikið nú í vet- ur. Einn þáttur í efldri starfsemi eru erlend samskipti og til marks um þann kraft sem er í curlingdeildinni er að á liðnu ári fóru lið frá Akureyri tvívegis til Danmerkur til keppni í íþróttinni. Eitt lið tók þátt í Öresunds Cup í apríl og tvö í Tårnby Cup í nóvember og stóðu sig með prýði. Þá kom lið frá Tårnby í Danmörku til keppni á Ak- ureyri í byrjun maí 2003. Ice Cup – alþjóðlegt mót Eðlilegt framhald af þessum uppgangi starfsins er síðan að bæta við og efla erlend samskipti og var ákveðið síð- astliðið haust að efna til alþjóðlegs móts á Akureyri nú í vor. Hefur mótið fengið nafnið ICE CUP og verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 30. apríl og 1. maí. Kynning á mótinu hófst í Danmerkurferð- inni í nóvember en því miður setti Grænlands- flug áætlanir og kynn- ingu mótsins í uppnám. Með kynningarátaki í febrúar og mars tókst þó að vekja mikinn áhuga á mótinu. Nú er ljóst að lið frá Kanada og Svíþjóð koma til leiks að þessu sinni en mjög margir hafa lýst áhuga á að taka þátt í þessu móti á næsta ári og/eða síðar. Þessi áhugi segir okkur tvennt; annars vegar að vanda verður vel til allrar umgjarðar mótsins nú þótt erlend lið verði ekki eins mörg og við hefðum kosið. Hins vegar að ein- sýnt er að mótið verður fastur liður á komandi árum. Stórviðburður í framtíðinni Akureyringar – og reyndar fleiri – geta státað af stórviðburðum á íþróttasviðinu sem draga að fjölda þátttakenda, aðstandenda og annarra áhugasamra áhorfenda; viðburðum sem eru mikilvægur þáttur í starfsemi viðkomandi íþróttafélaga sem og fjölda fyrirtækja á svæðinu og eru í hugum margra órjúfanlegur hluti af bænum. Nægir í því sambandi að nefna Pollamót Þórs og Andrésar and- ar-leikana. Í þeim anda viljum við starfa og stuðla að því að gera Ice Cup að stórviðburði innan fárra ára. Hluti af því að standa fyrir stórviðburði á íþróttasviðinu er að til þess fáist stuðningur frá fyrirtækjum og stofn- unum. Nú þegar höfum við notið vel- vilja margra og fyrir það viljum við þakka, jafnt fyrirtækjum sem hafa stutt okkur og fjölmiðlum fyrir að sýna starfsemi okkar áhuga. Sér- staklega viljum við þakka íþrótta- og tómstundaráði Akureyrar og Vetr- aríþróttamiðstöð Íslands fyrir stuðn- ing við uppbyggingu íþróttarinnar. Aukin aðstaða, fleiri félög Vandi okkar í curlingdeild SA er hins vegar sá að við þurfum að deila ísnum með þeim sem stunda listhlaup og ís- hokkí. Ekki það að við höfum neitt undan þeim að kvarta heldur er það einfaldlega svo að í þeirri nákvæmn- isíþrótt sem curling er þarf ísinn að vera spegilsléttur og jafn. Við vinnslu á ís fyrir listhlaup og hokkí er ekki þörf á sömu nákvæmni og nauðsynleg er til að gera góðan ís fyrir curling. Draumur okkar sem stundum curl- ing er því sá að eignast okkar eigið hús – en hann kann að vera nokkuð fjar- lægur. Fer ekki nánar út í það að sinni en rökstyð það ef til vill síðar hvernig slík bygging getur eflt ferðaþjónustu á svæðinu. Annar draumur er að fleiri fengjust til að stunda curling en Akureyringar. Nú eru í Reykjavík tvær skautahallir og þrátt fyrir það sem ég nefndi hér að ofan um þörf á sérstakri aðstöðu fyrir curling þá er skautasvell engu að síður ágætisbyrjun. Félagar mínir hér á Ak- ureyri hófu að iðka curling á útisvelli og gerðu það í nokkur ár áður en byggð var skautahöll. Maður getur auðvitað ekki annað en tekið ofan fyrir slíkum frumkvöðlum. Ég vil þess vegna skora á sunnanmenn að taka nú höndum saman um að veita Akureyr- ingum einhverja keppni – Íslands- meistaratitill er í húfi! Íþrótt sem kemur á óvart! Haraldur Ingólfsson skrifar um curling eða krullu ’Í curling sameinistskák, snóker, boccia, heimilisstörf og margt fleira. ‘ Haraldur Ingólfsson Höfundur er curlingmaður á Akureyri. LEIÐARI Morgunblaðsins síð- astliðinn þriðjudag fjallaði um fjöl- miðlafrumvarp Davíðs Oddssonar. Hvatti leiðarahöfundur til þess, að umræða um frumvarpið yrði mál- efnaleg, en ekki per- sónuleg. Meginröksemd þeirra sem telja að þörf sé á lagasetningu um eignarhald á fjöl- miðlum virðist vera sú, að nauðsynlegt sé að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun. Ástæðan fyrir því, að nú er hlaupið til og lög sett með hraði, hlýtur þá að vera sú, að fjölbreytni í fjölmiðlun sé ekki næg og fari hraðminnkandi. Til viðbótar er því gjarna haldið fram, að eigendur fjölmiðla hneigist til þess að reyna að hafa áhrif á umfjöll- un þeirra um ýmis mál og ef margir fjölmiðlar séu á sömu hendi geti því fréttaflutningur bjagast. Flestir yfirlýstir stuðningsmenn lagasetningar hafa tekið frumvarpi Davíðs Oddssonar um eignarhald á fjölmiðlum fagnandi. Frumvarpið kveður á um að sami aðili megi ekki eiga bæði dagblað og ljósvakamiðil og að fyrirtæki með ráðandi stöðu á markaði sínum megi ekki eiga fjöl- miðla. Málefnaleg umræða snýst um að greina og skýra hugtök og rök- tengsl. Það er ánægjulegt að Morg- unblaðið skuli hvetja til slíkrar um- ræðu og ég hvet blaðið til að taka frumkvæði. Til að byrja með væri tilvalið að reyna að veita rökstudd svör við eftirfarandi spurningum: Hver eru tengsl fjölbreytni í fjöl- miðlun og eignarhalds á fjölmiðlum? Tökum dæmi: Ef einn aðili á 10 út- varpsstöðvar sem allar útvarpa vin- sælustu dægurlögunum, er þá fjöl- breytni minni en ef 10 aðilar eiga þessar 10 útvarpsstöðvar? Er fjölbreytni í fjölmiðlun minni nú en t.d. áður en Fréttablaðið og Skjár 1 komu til? Sjónvarps- stöðvar og dagblöð eru að minnsta kosti fleiri nú. Hefur fjölbreytni í fjölmiðlun eitthvað með fjölda fjölmiðla að gera? Hefur fjölbreytni eitthvað með fjöl- breytni skoðana að gera? Það er auðvitað lykilatriði að skil- greina þau hugtök sem menn nota. Hvernig ber að skilgreina fjöl- breytni í fjölmiðlun? Tryggja lögin sjálfstæði ritstjórna? Með lögunum verður aðeins fyr- irtækjum með markaðsráðandi stöðu óheimilt að eiga fjölmiðla. Er hættan á afskiptum eigenda aðeins bundin við slík fyrirtæki? Er hún meiri, hafi eigandinn markaðs- ráðandi stöðu á öðrum markaði? Dettur einhverjum í hug í alvöru að halda slíku fram? Er hún engin, sé eigandinn til dæmis stjórn- málamaður? Tryggja lögin sjálf- stæði ritstjórna? Leiða lögin til aukinnar fjölbreytni í eignarhaldi? Kann að vera að niðurstaða mark- aðarins ráðist af því, að það er hag- kvæmara að reka saman fleiri fjöl- miðla en færri? Gæti hún orðið sú, að ljósvakamiðlar Norðurljósa yrðu reknir af enn nýjum eigendum (sem kannski reyna að hafa áhrif á frétta- flutning), Árvakur hf. reki Frétta- blaðið og DV ásamt Morgunblaðinu, Skjár 1 berjist áfram í bökkum? Hefur þá tekist að auka fjölbreytni eignarhalds? Gæti kannski verið, að meginhindrunin fyrir fjölda einka- rekinna ljósvakafyrirtækja sé staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamark- aði? Afstaða Morgun- blaðsins er mikilvæg Á mánudagskvöld samþykkti Blaðamannafélag Íslands ályktun gegn frumvarpinu. Félagið leggst ekki gegn lagasetningu sem slíkri, en vill að málefnaleg umræða fái að eiga sér stað áður en frumvarp er lagt fram og samþykkt? Eins og ljóst er af ofangreindu fer því fjarri að málefnaleg umræða hafi farið fram um þetta mál. Ef marka má orð leiðarahöfundar á þriðjudag er hann sammála því. Má skilja orð leið- arahöfundar í morgun, miðvikudag, þannig, að Morgunblaðið styðji þessa afstöðu Blaðamannafélagsins og æski þess í raun að tími gefist til málefnalegrar umræðu? Málefnaleg umræða Þorsteinn Siglaugsson skrifar um fjölmiðlafrumvarp ’Málefnaleg umræðasnýst um að greina og skýra hugtök og rök- tengsl.‘ Þorsteinn Siglaugsson Höfundur er hagfræðingur og félagi í Sjálfstæðisflokknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.