Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÁÐST hefur samkomulag um lækkun verðs á ýmsum samheitalyfj- um þannig að samheitalyfjamarkað- urinn lækkar um 9%. Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra hefur í kjölfarið ákveðið að fresta í þrjá mánuði gildistöku reglugerðar og viðmiðunarverðskrár lyfja með sam- bærileg meðferðaráhrif sem átti að taka gildi 1. maí. Á þessum þremur mánuðum á að reyna að ná fram samningum milli fulltrúa lyfjaheild- sala, smásala og hérlendra lyfjafram- leiðenda um almenna lækkun á lyfja- verði. Samheitalyfjamarkaðurinn lækkar um 9% Verðlækkanirnar sem lyfjaverðs- nefnd, Pharmaco og Samtök verslun- ar og þjónustu hafa náð samkomu- lagi um, ná til ýmissa samheitalyfja og taka gildi 1. maí. Páll Pétursson, formaður lyfjaverðsnefndar, segir að með samkomulaginu lækki samheita- lyfjamarkaðurinn um 9%. Verð á sumum lyfjum verði óbreytt en magalyf lækki um 12%, blóðfitulækk- andi lyf um 24% og geðlyf um 11%. Alls hafi breytingin um 230 milljóna króna lækkun í för með sér, hluti TR sé þar 150 milljónir. Á fjárlögum er gert ráð fyrir 450 milljóna króna lækkun á lyfjaútgjöld- um Tryggingastofnunar ríkisins á þessu ári. Í fréttatilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðu- neyti segir að upptaka reglugerðar- innar og viðmiðunarverðskrárinnar, sem nú hefur verið frestað í þrjá mánuði, hafi verið liður í aðgerð sem ráðherra setti fram um síðustu mán- aðamót til að mæta sparnaðarkröfum fjárlaga, sem og samkomulag lyfja- verðsnefndar við fulltrúa heildsala lyfja um lækkun lyfjaverðs. Í tilkynningunni segir að á síðustu dögum hafi átt sér stað gagnlegar viðræður við fulltrúa lyfjaheildsala, smásala og hérlenda lyfjaframleið- endur þar sem fram hafi komið ein- dreginn vilji til að ná tilætluðum sparnaði þessa árs með almennri lækkun á lyfjaverði. Jafnframt hafi þeir lýst yfir vilja til að fara rækilega yfir hvaða leiðir séu fyrir hendi til að ná niður þeim mun á lyfjakostnaði sem greinlega hafi komið í ljós í skýrslu Ríkisendurskoðunar um lyfjamál, þar sem bent var á að lyfja- kostnaður hérlendis hefði verið 4,4 milljörðum króna lægri en hann var árið 2003, hefði lyfjakostnaður hér- lendis verið hlutfallslega sá sami og í Danmörku og Noregi. Þannig hefði hann farið úr 14 milljörðum króna í 9,6 milljarða. Lyfjalög endurskoðuð Segir að ráðherra voni að þær við- ræður sem nú standi yfir geri heil- brigðisyfirvöldum kleift að mæta sparnaðarkröfu fjárlaga og að þær leiði til varanlegrar lækkunar lyfja- verðs, sem komi sjúklingum, skatt- greiðendum og ríkinu til góða. Einn- ig hafi ráðherra lýst því yfir að í vor yrði settur á laggirnar starfshópur sem hafi það verkefni að endurskoða lyfjalögin og hann muni óska eftir samstarfi við þá hagsmunaaðila sem að því máli koma. Páll segir að verulegur árangur til lækkunar lyfjaverðs hafi náðst síð- ustu daga, með samkomulagi sem náðist við innflytendur í byrjun apríl. „Lækkun á lyfjaverði frá því sem annars hefði orðið er á milli 8 og 9%, þá er ég að tala um lyfseðilskyld lyf. Þá lækkar lyfjapakki þjóðarinnar um 800–1.000 milljónir á ársgrundvelli,“ segir Páll. Gildistöku reglugerðar og verðskrár lyfja með sambærileg áhrif frestað Verð á sam- heitalyfjum mun lækka Þýðir um 150 milljóna króna sparnað hjá Tryggingastofnun ríkisins Í viðræðum lyfjaheildsala, smásala og framleiðenda að undanförnu hefur komið fram vilji til að leita leiða til almennrar lækkunar á lyfjaverði. STJÓRN SÍBS og lyfjahópur Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) hafa fagnað þeirri ákvörðun heil- brigðisráðherra að fresta gildis- töku reglugerðar og viðmiðunar- verðskrár samanburðarlyfja. Í tilkynningu frá stjórn SÍBS er umræddum aðgerðum ríkisstjórn- arinnar í lyfjamálum sem gert var ráð fyrir að tækju gildi 1. maí nk. harðlega mótmælt. Þar segir meðal annars að SÍBS sé almennt með- mælt aðhaldi í lyfjaverði og að leit- að verði leiða til að lækka það. Hins vegar hafi verið bent á að ofan- greindar aðgerðir muni ekki skila tilætluðum árangri. Samtökin fagna nýframkomnum upplýs- ingum um frestun gildistöku þess- ara aðgerða. Þannig gefist tóm til að ræða við og fá fram frekara álit hagsmunaaðila á þessu mikilvæga máli. Í fréttatilkynningu frá lyfjahópi FÍS er minnt á að það er forsenda þess samkomulags um tilhögun við verðákvarðanir á lyfjum sem lyfja- heildsalar hafa náð við lyfjaverðs- nefnd, að hætt verði við áform um viðmiðunarverðskrá. Þá segir í fréttatilkynningu FÍS að viðræður við lyfjaverðsnefnd hafi skilað árangri sem markar tímamót í verðlagningu frumlyfja á Íslandi. FÍS vonast til þess að það samkomulag sem gert hafi verið muni leiða til þess að verð á frum- lyfjum hér á landi verði til fram- búðar sambærilegt og í nágranna- löndunum. Frestuninni fagnað EFLING Sameinuðu þjóðanna (SÞ) var til umræðu á þingfundi Evrópu- ráðsins í Strassborg í gær, miðviku- dag. Sólveig Pétursdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og talsmaður flokkahóps hægri- manna, sagði í ræðu að alþjóðasam- félaginu bæri að stefna að því að efla stofnunina og skilvirkni hennar, ekki síst í ljósi nýrra ógna sem væru hnattrænar í eðli sínu. Sólveig sagði að Íraksstríðið og að- dragandi þess hefði vissulega reynt á þanþol SÞ en slíkt hefði einnig gerst í fortíðinni, t.a.m. á Balkanskaga, og svæðisbundnar stofnanir líkt og Atl- antshafsbandalagið hefðu orðið að grípa inn í hættuástand til að afstýra frekari hörmungum. Sólveig sagði að allir hlytu að vera á þeirri skoðun að það væri eflingu stofnunarinnar síst til framdráttar að ásaka einstök ríki fyrir að ekki hefði náðst samstaða um tiltekin mál í öryggisráðinu. Um- bætur til framtíðar væru lykilatriðið. Sólveig sagði SÞ vera hinn rétta vettvang fyrir mörg afar mikilvæg málefni og með starfi sínu ynnu sam- tökin að bættum hag hundruða millj- óna manna þótt kastljósi fjölmiðla væri beint annað. Baráttan gegn mansali, alnæmi og fátækt væru fá dæmi um þá mikilvægu málaflokka sem SÞ beittu sér fyrir úrlausn á. Minni ríki geta haft áhrif Þá sagði Sólveig að öryggisráð SÞ yrði að endurspegla aðildarríki stofnunarinnar og jafnframt yrði að gæta að skilvirkni hennar. Taldi hún að aukinn fjöldi sæta í öryggisráðinu, bæði fastafulltrúa og kjörinna, hefði mikið gildi og að ný ríki sem hlytu fast sæti í öryggisráðinu undirgeng- ust sömu skyldur og nytu sömu rétt- inda og þau sem fyrir eru. „Minni ríki geta haft pólitísk áhrif á alþjóðavettvangi og í flestum til- fellum eru þau áhrif afar jákvæð. Í mörgum tilfellum eru smærri ríki betur til þess fallin að miðla málum og Norðurlöndin eru gott dæmi um það,“ sagði Sólveig í ræðu sinni. Þá sagði hún að Íslendingar hefðu tilkynnt um framboð sitt til setu í ör- yggisráði SÞ fyrir árin 2009–2010 og væri það rökrétt framhald á þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að stuðla að friði, öryggi, lýðræði og far- sæld. Ber að efla Sameinuðu þjóðirnar KONUR í þróunarríkjunum gegna lykilhlutverkum við að ná settum markmiðum um sjálfbæra þróun og hreinlæti vatns, en konur sjá að verulegu leyti um öflun vatns til heim- ilishalds og hreinlæti í þróun- arríkjunum. Því er grundvall- aratriði að bæta menntun kvenna, styrkja stöðu þeirra í samfélaginu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sivjar Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra við upphaf fundar nefndar SÞ um sjálfbæra þróun sem hófst í New York í gær og stendur fram á föstudag. Þar er rætt um framkvæmd samþykkta Jó- hannesarborgarráðstefnunnar árið 2002. Einkum er athygl- inni beint að samþykktum er snúa að verndun ferskvatns, hreinlætismálum og byggða- og þéttbýlismyndun. Siv lagði auk þess áherslu á framkvæmd alþjóðlegrar áætlunar um varn- ir gegn mengun sjávar frá landi, en með henni má bæði draga úr mengun hafsins, auka hreinlæti og vernda ferskvatn. Brýnt væri einnig að huga að meðferð sorps og frárennslis. Í lykilhlut- verki í sjálf- bærri þróun SJÁVARKJALLARINN, 101 Hótel í Reykjavík og Hótel Búðir á Snæ- fellsnesi eru það „heitasta“ á Íslandi, ef marka má ferðatímaritið Condé Nast Traveler. Tímaritið birtir ár- lega lista (Hot list) yfir 100 bestu nýju hótel í heimi að mati tímarits- ins, 66 bestu nýju veitingastaðina og 30 bestu nýju barina. „Listinn er birtur í maíhefti blaðsins, sem var að koma út, og á Ísland þar fjóra full- trúa. Það eru 101 Hótel í Reykjavík og Hótel Búðir á Snæfellsnesi sem talin eru í hópi 100 bestu nýju hótela heimsins, Sjávarkjallarinn er á list- anum sem einn af 66 bestu nýju veit- ingastöðunum og barinn á 101 Hótel sem einn af 30 bestu börunum,“ seg- ir á vef Ferðamálaráðs Íslands. Blaðamenn frá tímaritinu komu hingað til lands á vegum skrifstofu Ferðamálaráðs í New York í fyrra- haust. Einar Gústavsson, forstöðu- maður í New York, segir að þeim hljóti að hafa líkað dvölin. Hann tel- ur vel viðeigandi að íslenskir veit- ingastaðir og hótel komist á listann, enda sé Ísland spennandi í hugum Bandaríkjamanna. Talsverð umfjöllun er um hvern stað sem á listann kemst og helstu kostir tíundaðir og rökstutt hvað gerir hann þess verðan. Á vef Ferðamálaráðs kemur fram að Condé Nast Traveler er frægt um allan heim og talið virtasta ferða- tímarit í Bandaríkjunum. Það kemur út mánaðarlega og er lesið af um fimm milljónum manna. Einar segir það mikinn heiður að komast á listann. Það sé jafnan „ríkulega not- að í markaðssetningu hjá þeim sem til þess vinna.“ Hann segir blaða- menn tímaritsins heimsækja tugi landa og þúsundir hótela ár hvert. Það sé þannig með ólíkindum að litla Ísland skuli fá svo mikla athygli. Ísland í tísku hjá Bandaríkjamönnum INGIBJÖRG Pálmadóttir, eigandi 101 Hótel, er að vonum ánægð með að hótelið hefur verið valið á lista yfir 100 bestu nýju hótel í heimi af bandaríska ferðatímaritinu. „Ég er rosalega glöð í mínu hjarta,“ sagði Ingibjörg þegar Morgunblaðið bar þessar fréttir undir hana í gær. „Þetta er mjög góð auglýsing,“ sagði hún. 101 Hótel í Reykjavík komst einnig nýverið á sambærilegan lista yfir 50 „heitustu“ hótelin í dag í evrópsku tímariti Condé Nast- útgáfunnar, sem hefur m.a. verið birtur í dagblaðinu Evening Stand- ard í London. Góð auglýsing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.