Morgunblaðið - 29.04.2004, Page 1

Morgunblaðið - 29.04.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 116. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Er greind kynskipt? Rannsókn á orðræðu um völd, virð- ingu og leiðtogahæfni | Daglegt líf Viðskipti og Ver í dag Viðskipti | Fréttir  Skjalastjórnun Dagbók Svipmynd: Magnús Ragnarsson Innherji Úr Verinu | Fréttir  Landið og miðin  Hvað er eftir af kvótanum?  Bryggjuspjall YFIR 30 manns eru í för með Joaquín Cortés, sem kom til landsins í gær. Þessi heimsþekkti dansari verður með sýningu ásamt tónlistarfólki í Laugardalshöll í kvöld. „Ég ferðast mikið og alls staðar eru áhorfendur og hjörtu mannanna eins,“ segir Cortés m.a. í viðtali við Morgun- blaðið og bætir við að ekki gildi kenning um að hjörtu mannanna séu kaldari á sama hátt og loftslagið þegar norðar í heiminn er komið. /55 Hjörtun alls staðar eins Joaquín Cortés hefur ferðast víða um heim með flamenco-sýningar sínar. ♦♦♦ Morgunblaðið/Brynjar Gauti TVÖ af 87 sætum í stjórnum þeirra 15 félaga sem mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands eru skipuð konum. Eru það 2,3% stjórnarsætanna og hefur hlutfallið ekki verið lægra síðan árið 2000. Sé litið til allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands er hlutfallið 3,4% en alls eru átta konur stjórn- armenn af 234 stjórnarmönnum skráðra félaga. Hjá leiðandi evrópskum fyrirtækjum er hlutfall kvenna í stjórnum 5,8% en norskar konur eiga hlutfallslega flest stjórnarsæti í þarlendum fyr- irtækjum, 18,2%. /C1 Tvær konur af 87 stjórnarmönnum Gagnrýni á Ísrael ekki gyðingahatur Berlín. AFP. COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær á ráðstefnu um gyðingahatur að gagn- rýni á Ísrael væri lögmæt, en „of langt væri gengið“ þegar hún væri notuð til að réttlæta hatur á gyð- ingum. Ráðstefnan er haldin í Berlín á vegum Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evrópu og þýskra stjórnvalda. „Það er ekki til marks um hatur á gyðingum að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis, en það er of langt gengið þegar nasistatákn, til dæmis, eru notuð til að níða Ísrael eða ísraelska leiðtoga eða dregin upp mynd af þeim sem kynþáttahöturum,“ sagði Powell. Margir gyðingar og evrópskir fulltrúar á ráð- stefnunni sögðu við setningu hennar að íslamskir öfgamenn í Evrópu nýttu sér átökin í Mið-Aust- urlöndum til að kynda undir hatri á gyðingum þótt þeir í orði kveðnu væru að verja Palestínumenn. LÖGREGLAN í Lúxemborg kom í gærmorg- un í Kaupthing Bank SA í Lúxemborg og afl- aði upplýsinga um viðskipti tengd Baugi Group og fjárfestingarfélaginu Gaumi, sem á stóran hlut í Baugi. Farið var fram á afhend- ingu gagna samkvæmt dómsúrskurði frá sak- sóknara í Lúxemborg. Þetta er gert sam- kvæmt ósk efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra sem hefur málefni félaganna til rannsóknar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fór lögreglan í Lúxemborg fyrst á heimili bankastjórans fyrir opnun bankans og síðan ásamt honum í Kaupthing Bank þar sem lagt var hald á tiltekin gögn með vísan til rann- sóknar lögreglu á málefnum fyrirtækjanna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun rannsóknin í Lúxemborg halda áfram næstu daga. Þá hefur samkvæmt heimildum blaðsins verið gerð húsleit á undanförnum dögum á vegum embættis skattrannsóknar- stjóra hjá öðrum aðilum á Íslandi, sem tengj- ast rekstri fyrirtækjanna tveggja. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, sagði í samtali við Morgunblaðið að út af fyrir sig væri ekki óalgengt að yfirvöld í þeim löndum, þar sem bankinn starfaði, leit- uðu upplýsinga um tiltekin viðskipti eða við- skiptavini. „Bankinn verður að sjálfsögðu við þeim beiðnum, eftir þeim reglum sem gilda á hverjum stað fyrir sig,“ segir Sigurður. Hann segir að lögreglumennirnir hafi haft dóms- úrskurð eins og reglur í Lúxemborg geri ráð fyrir, en bankaleynd er þar mikil. Efnahagsbrotadeild gerði húsleit hjá Baugi Group 28. ágúst 2002 vegna ásakana Jóns Geralds Sullenberger um auðgunarbrot Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, þáverandi stjórnar- formanns, og Tryggva Jónssonar forstjóra. Um hálfum mánuði síðar gerðu starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar húsleit í höfuð- stöðvum verslanakeðjunnar SMS í Færeyj- um, sem Baugur Group var þá helmingshlut- hafi í. Í nóvember síðastliðnum gerðu fulltrúar embættis skattrannsóknarstjóra ríkisins hús- leit hjá Baugi Group og Gaumi, en þá kom fram að húsleitin væri sprottin úr rannsókn lögreglunnar. Var þess krafist að afhent yrði fært bókhald og fylgiskjöl þess, svo og önnur gögn er vörðuðu reksturinn á árunum 1998– 2002. Einnig voru önnur gögn tekin, s.s. bréf, samningar, tilboð og verðútreikningar. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs Group, sendi í gær frá sér fréttatilkynningu, þar sem segir að lögregla hafi beðið um upp- lýsingar varðandi reikninga í eigu Baugs Group hf., fyrirtækja í eigu félagsins og tengdra aðila. Um sé að ræða sömu rannsókn og hófst í ágúst 2002. „Allir hlutaðeigandi hafa staðfastlega neitað sakargiftum. Þessi rannsókn hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár án þess að leitt hafi verið í ljós, að brot hafi verið framin,“ segir í tilkynningu Hreins. „Baugur Group hf. hefur veitt íslenskum yfirvöldum allar þær upplýsingar og aðstoð, sem óskað hefur verið eftir, og væntanlega er verið að sannreyna þau gögn með þeirri lögreglu- heimsókn ytra, sem fram fór í morgun.“ Hreinn segir að Baugur Group hf. vænti þess „að látlausum árásum af þessu tagi fari að linna, þannig að fyrirtækið fái starfsfrið.“ Lögreglan lagði hald á gögn um Baug og Gaum Lögreglan í Lúxemborg lagði hald á gögn um viðskipti tengd Baugi Group og fjárfestingarfélaginu Gaumi í Kaupthing Bank í Lúxemborg SUMARIÐ fór blíðum höndum um sunnanvert landið í gær og sáust fölir kroppar víða spriklandi og skoppandi um eins og kálfar að vori. Íbúar Hveragerðis heyrðu ekki til undantekninga, en þar hóp- aðist unga kynslóðin í sund og buslaði að loknum skóladegi. Morgunblaðið/RAX Spriklað í sumri og sól LÍKLEGT er að lögum um eign- arhald fjölmiðla í Noregi frá 1998 verði breytt fyrir sumarhlé Stór- þingsins með það í huga að tryggja tjáningarfrelsi, samkeppni og fjöl- breytni á markaðnum, eins og það er orðað í skýrslu stjórnvalda frá því í janúar. Verða sett ný ákvæði þar sem takmarkaður er réttur eins fyrir- tækis til að ná samtímis ráðandi stöðu í tveim eða fleiri geirum, t.d. dagblaðaútgáfu og sjónvarps- rekstri. Þrjár stórar samsteypur eru öfl- ugar á norska fjölmiðlamarkaðn- um auk ríkisútvarpsins, NRK. Verði tillögurnar, sem hafa verið til umfjöllunar hjá hagsmunaaðilum, að veruleika verður slakað á regl- unum að því leyti að þakið á mark- aðshlutdeild á ákveðnu sviði verður hækkað úr 33% í 40%. Einnig verð- ur dregið mjög úr takmörkunum á kaupum stóru samsteypnanna á litlum héraðsblöðum. Hins vegar má fyrirtæki sem er með hámarks- hlutdeild á einu sviði framvegis ekki eiga meira en 20% í öðru. Heimildarmenn segja að með lögunum sé ekki síst verið að hindra eina af stóru samsteypun- um, Schibsted, í að ná yfirburða- stöðu á norska markaðnum. Takmarka markaðshlutdeild  Vilja breyta/15 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.