Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 43 KR-ingar fagna því um þessar mundir að 105 ár eru liðin frá stofn- un félagsins. Af því tilefni verður efnt til afmælisfagnaðar í KR- heimilinu við Frostaskjól næstkom- andi laugardag, 1. maí, undir heit- inu Vorkvöld í Vesturbænum. Boðið verður upp á þriggja rétta hátíðarkvöldverð og á eftir verður stiginn dans við undirleik Stuð- manna. Einnig mun KR-bandið, með gamla varnarjaxlinn Guðjón Hilmarsson í broddi fylkingar, stíga á stokk og leika nokkur vel valin KR-lög. Miðasala er í KR-heimilinu og kostar 3.900 krónur með hátíð- arkvöldverði, en 2.000 krónur á dansleikinn, sem hefst klukkan 23. Morgunblaðið/ÞÖK Stuðmenn munu halda uppi fjörinu í Frostaskjóli á 105 ára afmæli KR. Vorkvöld í Vesturbænum Lauf, Landsamband áhugafólks um flogaveiki, heldur fræðslufund í kvöld fimmtudaginn 29. apríl kl. 20 að Hátúni 10b, jarðhæð. Þar ætla Atli Örn Gunnarsson og Gísli Hrafn Þórarinsson forsvarsmenn Unglaufs að segja frá ferð sinni til Möltu í mars sl. þar sem þeir sóttu ráð- stefnu. Þeir ætla einnig að segja frá félagsskapnum Unglauf, sem hefur það að markmiði að vinna að því að rjúfa félagslega einangrun ungs fólks með flogaveiki og skapa vett- vang til að hittast. Ungt fólk með flogaveiki er sérstaklega hvatt til að mæta og stuðla þannig að því að hægt sé að byggja upp öflugt starf með ungu fólki innan Laufs. Kaffi- veitingar verða gegn vægu gjaldi. Í DAG Reiðkennslusýning í reiðhöllinni í Víðidal Reiðkennarabraut Hóla- skóla býður öllu hestaáhugafólki upp á reiðkennslusýningu í reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 2. maí kl. 14. Sýningin er samstarfsverkefni skól- ans, hestamannafélagsins Fáks og hestavöruverslunarinnar Ástundar. Sýningin nefnist Frá feti upp í flug- skeið og munu nemendur og kenn- arar skólans sýna uppbyggingu á þjálfun íslenska gæðingsins. Nem- endurnir eru: Sandra Marin, Mille Kyhl, Elisabet Jansen, Inga María Stefánsdóttir, Agnar Snorri Stef- ánsson, Ágúst Marinó Ágústsson og Reynir Örn Pálmason. Þá koma þau Anton Níelsson og Mette Mannseth einnig fram. Stjórnandi er Eyjólfur Ísólfsson. Aðgöngumiði kostar kr. 1000 og fer forsala fer fram í Ástund en farið verður að selja inn í reiðhöll- ina kl. 13.30 á sunnudaginn. Námskeið um Lýðheilsu sem End- urmenntun Háskóla Íslands heldur ásamt Félagi um lýðheilsu verður haldið 4. og 5. maí kl. 9–16. Á nám- skeiðinu verður fjallað um sálfélags- lega áhrifaþætti heilbrigði, með áherslu á ójafnræði til heilsu og heilsulæsi. Fjallað verður um hug- myndafræði lýðheilsu í þessu sam- bandi og rætt um hvernig nýta má rannsóknir t.d. um heilbrigði barna og heilbrigði starfsmanna við stefnu- mótun og skipulag lýðheilsu. Aðalfyrirlesarar eru prófessor Don Nutbeam og dr. Tarani Chandola. Prófessor Don Nutbeam er Pro- Vice-Chancellor and Head í College of Health Sciences, University of Sydney. Frekari upplýsingar um námskeiðið er á vef Endurmennt- unar www.endurmenntun.is. Tangónámskeið Tangókennararnir Marita og Adrian frá Buenos Aires verða með tangónámskeið í húsa- kynnum Dansskóla Jóns Péturs og Köru að Bolholti 8, 105 Reykjavík dagana 29. aprí til 3. maí nk. Marita og Adrian hafa á und- anförnum árum kennt argentínskan tangó í Danmörku og víðar í Evrópu í samvinnu tangókennarann Gunner Svendsen. Boðið verður upp á nám- skeið fyrir byrjendur og fyrir þá sem lengra eru komnir, dagana 30. apríl og 1. og 2. maí n.k. Lengra komnir, föstudagur 30. apríl kl. 19–20.30, laugardagur 1. maí kl. 13–15 og sunnudagur 2. maí kl. 13–15.30, verð 7.500 kr. fyrir einstaklinginn. Byrjendur, föstudagur 30. apríl kl. 21.00–22.30, laugardagur 1. maí kl. 15.30–17.30 og sunnudagur 2. maí kl. 15.30–18, verð 7.500 kr. fyrir ein- staklinginn. Námskeiðið er jafnt fyrir pör sem einstaklinga. Upplýsingar og þátt- taka tilkynnist á netfang ug@visir.is. Á NÆSTUNNI Ódýrar rafstöðvar Bensín 650W 24.000,- m/vsk. Bensín 2,5kW 65.874,- m/vsk. Bensín 4,5kW 3f. m/rafst. 121.201,- m/vsk. Loft og raftæki S:564-3000 www.loft.is Verktakar - iðnaðarmenn Laser-mælitæki í úrvali. Grandagarði 5-9, sími 510 5100. www.midlarinn.is Hlutir tengdir bátum og smábát- um. Net, teinar, vélar, drif, spil, dælur, rúllur, kranar, skip og bát- ar. Sími 892 0808. midlarinn@midlarinn.is Landsins mesta úrval af bátum, utanborðsmótorum og bátavörum Vélasalan ehf., Ánanaustum 1, s. 580 5300, www.velasalan.is Tveir glæsilegir M. Bens 260E, sóllúgur, álf., árg. '92, ek. 145 þús., silfurgrár, sjálfsk., aukavetr- ard.+felgur og árg. '87, ek. 235 þús., svartur, beinsk. S. 821 1662, 862 0123, 847 2633. Toyota Landcr VX dísel turbo, ek. 80 þús. Til sölu Landc. árg. 6/2002, leðuráklæði, dráttarkúla, grillgrind, varadekkshlíf, 33" breyttur, þjónustubók. Uppl. í síma 453 7425. Saab 9-5 árg. '99, ek. 65 þús. km, dökkblár, álfelgur, sjálfskipt- ur, Harmon Kardon hljóðkerfi o.fl. o.fl. Einn eigandi frá upphafi. Verð 2.190 þúsund. Skipti mögu- leg á ódýrari. S. 856 7334. Renault Kangoo árg. '01, ek. 48 þús. km. 6 dyra vsk-bíll, hvítur, dráttarkúla. Topp eintak! Upplýs- ingar í síma 866 6190. Nissan Primera árg. '99 til sölu. Vél 2000, sjálfsk., ekinn 81 þús. km, geislaspilari, spoiler, álfelg. Uppl. í síma 896 1339. Mercedes Benz E-230 ek. 205 þús. km. Beinskiptur, topplúga, álfelgur, CD. Verð 290 þ. Uppl. í s. 891 9899. Góð kaup í bíl Fallegur blár Peugeot 406, 2.0, árg. 12/99, drátt- ark. ssk., cd, ek. 60.000. Ásett v. 1.090 þús. Fæst m. góðum afslætti (bílal. 650 þús, afb. 26 þús. á mán.) Upplýsingar í síma 892 3596. Ford Excursion árg. 2000. 310 ha, sjálfsk., leður, rafm. í öllu, filmur, toppb., kúla, álf., cd/maga- sin, cruise, aksttölva, 8 m, stærsti fjöldaframl. jeppi í heimi. Áhv. 2 m. Verð 3,7 m. S. 820 8096. Chevrolet Silverado 2500 HD árg. '02. Duramax dísel 4X4 Crew Cab. Rafmagn í öllu, með nýju húsi og ný dekk. Bein sala. 410 HP. Superchip. S. 846 5130. 7 mánaða gamall M. Galant ES 2,4, árg. 2003, Ameríku-týpa m. öllu. Er eins og úr kassanum. Ek- inn 6.700 mílur. Ásett verð 2,5 m. Fæst á 1.990 þús. í beinni sölu. 1,6 millj. áhv. Uppl. í s. 820 8096. Sendibílar Nissan Vanette m. kæli til sölu árg. '00, ek. 66 þ., með kælivél. Uppl. í s. 894 0632. Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, Skemmuveg 22 sími 564 6415 - gsm. 661 9232. Jeppapartasala Þórðar, Tangar- höfða 2, sími 587 5058. Sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Nýrifnir: Patrol '95, Impreza '97, Pajero V6 '92, Patrol '92, Legasy '92, og Vitara '91-'97 31“ kr. 12.990 stgr. 33“ kr. 13.990 stgr. 35“ kr. 14.990 stgr. Gerið verðsamanburð Til sölu flottar lítið notaðar 16" álfelgur. Upplýsingar í síma 661 8230. Matador nýir sumarhjólbarðar 155 R 13 kr. 3750, 165/70R13 kr. 3950, 175/65 R 14 kr. 4790, 185/ 70R14 kr. 5450, 185/65R15 kr. 5990. Besta verðið. Kaldasel ehf., Dalvegi 16, Kóp., s. 544 4333 og Grensásvegi 7 (Skeifumegin) Rvík s. 561 0200. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Glæsileg ný kennslubifreið, Subaru Impreza '04, 4 WD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Verður heppnin með þér í sum- ar? Tjaldvagnar til leigu. Leigjum einnig út aukabúnað. Uppl. á www.alaska.is, sími 848 1488. Rauð Piaggio vespa til sölu af gerðinni Zip 2000 lítið notuð. Hringið í 868 0899 ef þið hafið áhuga. Amerískur húsbíll. Ford E450 með Fleetwood Tioga húsi. Nýskr. 05/2001. Vél V10 310 hö. Ekinn 7.700 mílur. Lengd 9 metrar. Hlaðinn aukabúnaði. Verð 4.900.000. Uppl. í síma 892 0382. Ný sending frá Elita St. 32-38 lit: sv., hv., v. 2.285. St. S-XL, lit: hv. sv. v. 1.380 St. S-XL, lit: hv. sv. v. 1.590 Misty, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið kl. 12-18 mán.-fös. og lau. kl. 11-14. Stang- og hreindýraveiðiferðir til Grænlands í júlí og ágúst. Nánari upplýsingar: Ferðaskrif- stofa Guðmundar Jónassonar, sími 511 1515. www.gjtravel.is. Laugardalsá í ágúst. Til sölu holl (2 stangir) í Laugardalsá við Ísa- fjarðardjúp dagana 16.-19. ágúst. Nánari uppl. í síma 897 2723.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.