Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 18
AKUREYRI
18 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Frá og með mánudeginum 3. maí nk. hefst útleiga
á orlofshúsi Sjómannafélags Eyjafjarðar að Illuga-
stöðum, Fnjóskadal. Húsið er leigt viku í senn og
ber að greiða vikuleiguna við pöntun á húsinu.
Þeir félagsmenn, sem ekki hafa fengið sumarhús leigt
hjá félaginu sl. þrjú ár, hafa forgangsrétt til kl. 16.00
þann 10. maí nk.
Félagið tekur þátt í kostnaði félagsmanna vegna
vikuleigu á tjaldvögnum, fellihýsum o.þ.h. gegn
framvísun samnings þar um, sama niðurgreiðsla
er vegna bændagistingar.
Þá minnum við á orlofsíbúðir félagsins í
Núpalind 6, Kópavogi, en útleiga þeirra er
með venjubundnum hætti allt árið.
Sjómannafélag Eyjafjarðar
Skipagötu 14,
sími 462 5088.
Sumarhús Fiskvinnsla til sölu
Til sölu eru eignir þrotabús Dalmars ehf. á Dalvík. Um er að ræða
fasteignirnar Ránarbraut 4a og 4b, sem er sambyggt fiskvinnsluhús
samtals 1.551 fm að stærð. Fasteignamat er kr. 31.620.000 og
brunabótamat kr. 102.498.000. Einnig ýmiss fiskvinnslutæki,
verkfæri, frystigámur, fiskikör o.þ.h. Æskilegt er selja allar eignirnar
saman, en þó kemur til greina að selja einstakar eignir sérstaklega.
Upplýsingar veitir undirritaður í síma 462 5919
og Sigurður Marinósson á staðnum milli kl. 11 og 12 fimmtudaginn
29. og föstudaginn 30. apríl, en þá verða eignirnar til sýnis.
Skriflegum tilboðum skal skila til undirritaðs í síðasta lagi
miðvikudaginn 5. maí 2004.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Arnar Sigfússon hdl., Skipagötu 16, 600 Akureyri.
„ÉG Á von á að þetta verði spennandi ferðalag og
vona að við fáum góðar og jákvæðar viðtökur,“
sagði Dagur Óskarsson, nemandi við Myndlistaskól-
ann á Akureyri, en hann ásamt félaga sínum Frey
Antonssyni kvikmyndagerðamanni leggur í dag af
stað í hringferð í kringum landið með lokaverkefni
sitt. Um er að ræða eins konar styttu af Ólafi Ragn-
ari Grímssyni, forseta Íslands, hún er í fullri stærð
og vegur að sögn Dags um 90 til 100 kíló.
Hann sagði að nemendur hefðu fengið það loka-
verkefni að gera verk í anda listamanns að eigin
vali. Hann hefði fetað í fótspor Aðalheiðar S. Ey-
steinsdóttur, Öllu, sem vakið hefur athygli fyrir
verk sín. „Ég smíðaði þetta úr innréttingaafgöng-
um frá Tréverki á Dalvík,“ sagði Dagur, en faðir
hans á það fyrirtæki. Ferðalangarnir, Dagur og
Freyr eru báðir frá Dalvík og eiga félagið Dalvíska
kvikmyndasamsteypan. Ferðalagið verður allt tek-
ið upp og væntanlega gerð heimildarmynd um það.
„Þetta verður einhvers konar kosningaferðalag, við
ætlum að stoppa víða og ræða við fólk, fá viðbrögð
þess og skoðanir á forsetaembættinu,“ sagði Dagur,
en þeir félagar verða einnig með þar til gerðan
kjörkassa og kjörseðla þar sem almenningi gefst
kostur á að merkja við skoðun sína á embættinu.
Talið verður upp úr kjörkassanum við heimkomuna
að viku liðinni. Ljósmyndir af ferðalaginu sem og
niðurstaða kosninganna er einnig hluti af lokaverk-
efni Dags frá Myndlistaskólanum. „Við vitum auð-
vitað fyrirfram ekkert um hvernig okkur verður
tekið, hvaða viðbrögð við fáum, en vonum auðvitað
að fólk taki þessu vel,“ sagði Dagur. Hann sagði þá
félaga leggja í ferðalagið með nesti, tjald og svefn-
poka, en þeir myndu ekki neita boði um gistingu
innandyra á ferð sinni.
„Það væri auðvitað mjög gaman að koma við á
Bessastöðum, en við höfum ekki ákveðið neitt í
þeim efnum, sjáum bara til. Svo stefnum við að því
að hitta aðra forsetaframbjóðendur og fá fram
þeirra viðhorf,“ sagði Dagur.
Í „kosningaferðalag“ með eftirgerð af forsetanum
Fáum vonandi jákvæðar viðtökur
Morgunblaðið/Kristján
Dagur Óskarsson myndlistarnemi er hér með eftirgerðina af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.
Tónleikar | Burtfararprófstónleikar
verða á sal Tónlistarskólans á Ak-
ureyri að Hvannavöllum 14 í dag,
fimmtudaginn 29. apríl kl. 16.30.
Þar koma fram Sigríður Svana
Helgadóttir og Sigurður Helgi Odds-
son en þau eru bæði að ljúka námi í
píanóleik frá Tónlistarskólanum und-
ir leiðsögn Marek Podhajski. Á efnis-
skrá tónleikanna eru m.a. verk eftir
J.S.Bach, W.A.Mozart, Snorra Sigfús
Birgisson og H.Wieniawski, auk þess
flytur Sigurður Helgi verk sem hann
samdi sjálfur og kallar Study. Með-
leikarar á tónleikunum eru María
Podhajska og Tomasz Kolosowski en
þau leika bæði á fiðlu.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og allir velkomnir.
AÐALFUNDUR Auðhumlu, félags mjólkur-
framleiðenda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu,
samþykkti að kaupa 12% hlut Osta- og smjör-
sölunnar í Norðurmjólk. Að sögn Stefáns
Magnússonar, formanns Auðhumlu, hefur
KEA samþykkt að lána félaginu fjármagn til
kaupanna en hluturinn er metinn á um 120
milljónir króna. Með kaupunum á hlut Osta- og
smjörsölunnar eignast Auðhumla meirihluta í
Norðurmjólk en fyrir á félagið 40% hlut í félag-
inu. Stefnt er að því að ganga frá kaupnum nú í
vor.
Stefán sagði að aðalfundur Auðhumlu hefði
ekki verið löglegur, þar sem ekki sóttu hann
nægilega margir félagsmenn. Um 180–190
mjólkurframleiðendur eru félagsmenn í Auð-
humlu og til að aðalfundur sé löglegur þurfa
30% félagsmanna að mæta til fundar. „Við
héldum fundinn of seint, enda menn farnir að
sinna vorverkunum af fullum krafti.“ Stefán
sagði að boðað yrði til annars aðalfundar annan
mánudag og þá skiptir fjöldi fundarmanna ekki
máli, heldur að aðeins væri löglega til hans
boðað. Þá verða þau mál sem tekin voru fyrir á
fundinum í vikunni, afgreidd aftur. Stefán
sagði að þar yrði aðeins um formsatriði að
ræða, enda hefðu engar mótbárur komið fram
á fundinum í vikunni.
Á aðalfundinum var einnig kynnt samþykkt
stjórnar Auðhumlu frá því fyrr í mánuðinum,
þess efnis að skoðaður verði möguleiki á sam-
vinnu eða samrekstri Norðurmjólkur og
Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga.
Stefán sagði að niðurstaða þeirrar athugunar
yrði svo kynnt fyrir félagsmönnum og ákvörð-
un um hvort og hvað eigi að gera tekin í fram-
haldinu. Hann sagði að innan KS væri einnig
vilji til þess að skoða þessa möguleika. „Þetta
gengur vonandi tiltölulega hratt fyrir sig.“
Starfsemi RALA verði flutt
frá Reykjavík út á landsbyggðina
Þá var samþykkt tillaga á fundinum, þess
efnis að landbúnaðarráðherra sjái til þess að
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, RALA,
verði flutt frá Reykjavík. Að sögn Stefáns er í
tillögunni lagt til að RALA verði flutt í stórum
dráttum á þrjá staði á landinu, á Selfoss,
Hvanneyri og Akureyri. „Við vildum hnykkja á
því að það er engan veginn eðlilegt að 60
manna starfslið rannsókna í landbúnaði sé
starfandi í Reykjavík, heldur viljum sjá það
nær þeim sem það er að þjóna.“ Stefán sagði að
tvö til þrjú stöðugildi væru á vegum RALA í
Eyjafirði og svipaður fjöldi á Suðurlandi.
Auðhumla eignast meiri-
hluta í Norðurmjólk
Skoða mögulega sam-
vinnu eða samrekstur
Norðurmjólkur og
Mjólkursamlags KS STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga hefur gertsamþykkt þar sem lýst er vilja til að félagið
leggi fram 150 til 200 milljónir króna árlega
næstu fjögur ár til fjárfestinga og stuðnings-
verkefna sem skiptast á milli þeirra vaxtar-
kjarna sem skilgreindir eru í tillögum nefndar
um Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð sem kynnt-
ar voru nýlega.
„Kaupfélag Eyfirðinga hefur markað þá
stefnu að nýta beri fjármuni félagsins til að
rækta byggðafestu á félagssvæðinu, taka þátt
í fjárfestingum og nýsköpun og margvíslegum
stuðningsverkefnum á sviði mennta og menn-
ingar. Þannig telur félagið að það leggi af
mörkum til að auka lífsgæði og fjölga tæki-
færum fyrir félagsmenn og skapa með því
hvata til að fólk kjósi að búa og starfa á fé-
lagssvæði KEA,“ segir í viljayfirlýsingu sem
samþykkt var á fundi stjórnar KEA. Hún var
kynnt á málþingi sem félagið efndi til í gær-
kvöld.
Þá fagnar félagið þeirri tillögugerð sem
fram kemur í skýrslu nefndar um Byggða-
áætlun fyrir Eyjafjörð, einkum þeim áherslum
sem þar er beint að afmörkuðum vaxtarkjörn-
um sem gera ráð fyrir víðtæku samstarfi fyr-
irtækja, samtaka, sveitarfélaga og ríkisvalds
og stofnana þess. „Slíkt þríhliða samstarf
stjórnvalda, fyrirtækja og sveitarfélaga þarf á
því að halda að Háskólinn á Akureyri verði
virkur farvegur til að draga að og skapa þá
þekkingu sem þarf til að leggja til grundvallar
jákvæðri framþróun atvinnulífs og mennta.“
Fjármunir fari til fjárfestinga
Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar
KEA, sagði að með viljayfirlýsingunni væri
KEA fyrst og fremst að taka jákvætt í þá til-
lögugerð sem fyrir lægi um vaxtarsvæði. „Við
viljum staðfesta það að sú stefnumótun sem
við höfum unnið út frá síðastliðin tvö ár fellur í
þennan farveg,“ sagði Benedikt. „Við væntum
þess að þessir fjármunir fari fyrst og fremst í
fjárfestingar sem varðveita þá höfuðstól KEA
áfram. Þetta eru fjárfestingar sem eru að
mestu tímabundnar, þannig að hægt verður að
nota fjármunina áfram.“ Benedikt sagði KEA
treysta því að þríhliða samstarf, sem fjallað er
um í tillögum nefndarinnar, takist. „Við viljum
greiða fyrir því að þetta samstarf takist og
leggjum áherslu á að gengið verði í að skapa
þetta samstarf.“ Benedikt sagði að í um-
ræðunni hefðu eintaklingar nefnt í ræðu og
riti að ekkert nýtt væri í tillögunum að finna,
en hann væri því algjörlega ósammála. Vissu-
lega væru í skýrslunni nefnd ákveðin verkefni
sem ekki væru endilega ný af nálinni, „en
þarna er talað um vinnuaðferð, sem fyrir okk-
ur er ný, þ.e. þetta samstarfsform í kringum
vaxtarsvæðin eða klasana, sem til lengri tíma
litið ættu að gera orðið sjálfbærir,“ sagði
Benedikt.
Á stjórnarfundi KEA var líka samþykkt að
leggja allt að 5 milljónir króna til Greiðrar
leiðar ehf., undirbúningsfélags að gerð jarð-
ganga undir Vaðlaheiði, og er fénu ætlað að
kosta nauðsynlegar undirbúningsrannsóknir
vegna gangagerðarinnar. Eins samþykkti
stjórnin að lýsa yfir vilja sínum til að taka þátt
í fjármögnun á snjóframleiðslubúnaði í Hlíð-
arfjalli. Bæði með beinni þátttöku í fjárfest-
ingunni og eins með lánsfjármagni.
6–800 millj-
ónir á næstu
fjórum árum
KEA mun taka þátt í
fjárfestingum og nýsköpun
á félagssvæðinu
Á MORGUN og laugardaginn 1. maí
fer fram í Skautahöllinni á Akureyri
fyrsta alþjóðlega mótið í curling
(krullu) sem haldið hefur verið á Ís-
landi. Tíu lið taka þátt í mótinu, eitt
frá Gimli í Kanada, eitt frá Helsing-
borg í Svíþjóð, eitt úr Reykjavík en
sjö lið eru frá Akureyri.
Curlingdeild Skautafélags Akur-
eyrar stendur fyrir mótinu og hafa
Akureyringar lagt á sig mikla vinnu
að undanförnu við undirbúning þess
því endurnýja og lagfæra hefur þurft
ýmsan búnað og kaupa áhöld og
tæki. Fyrirfram er álitið að lið frá
Gimli í Kanada sé hið sterkasta á
mótinu en fyrirliði þess á sinn þátt í
uppgangi íþróttarinnar á Akureyri.
Sá heitir Willie Arnason, sjötugur
kappi sem stundað hefur íþróttina í
58 ár! Auk hans eru í liðinu eigin-
kona hans, Donna-Mae Arnason,
dóttir þeirra og tengdasonur, Tracy
og Karl Jakobson. Sænska liðið heit-
ir því hógværa nafni Queens og er
skipað fimm konum frá Helsingborg.
Aðeins á Akureyri
Enn sem komið er hefur curling-
íþróttin ekki verið stunduð annars
staðar hér á landi en á Akureyri.
Þrátt fyrir það tekur eitt lið frá
Reykjavík þátt í mótinu en það skipa
brottfluttur Akureyringur sem lék
curling í nokkur ár áður en hann
flutti suður og fjórir nýliðar í íþrótt-
inni. Liðið keppir undir merkjum
Golfklúbbs Guttorms tudda.
Sex af liðunum sjö frá Akureyri
tóku þátt í nýafstöðnu Íslandsmóti
(Ísmeistarar, Fálkar, Garpar, Vík-
ingar, Ernir og Gullmolar) en í hóp-
inn hefur bæst lið sem kallast Kústar
og er skipað er nokkrum starfs-
mönnum Vegagerðarinnar á Akur-
eyri, sem allir hófu iðkun íþróttar-
innar nú í vetur.
Alþjóðlegt
mót í krullu
í Skauta-
höllinni
♦♦♦