Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ TÍKIN Kata er nýflutt til landsins og kom hún alla leið frá Colorado í Bandaríkjunum. Kata er sérstök að því leyti að hún er svokallaður „Pointing Labrador“ en Banda- ríkjamenn hafa náð góðum árangri við ræktun þeirra undanfarin ár. Að sögn eiganda Kötu eru „Point- ing Labrador“ eins í útliti og aðrir af retriever-kyni nema að með ákveðinni ræktun hefur tekist að gera þá fjölhæfari veiðihunda. Hundar af Retriever-kyni eru svo- kallaðir sækjandi hundar en „point- ing“-hundarnir taka líka stand á fuglum, sem kallað er. Eigandi Kötu segir hana fyrsta „pointing labradorinn“ á Íslandi, en hundarnir hafa reynst gagnlegir við snjóflóðaleit og rústabjörgun í Bandaríkjunum. Hann segist hafa farið með Kötu í veiðiferðir nú í vor og segir að hún sé öll að koma til og vonast til þess að hún verið orðin fyrirmyndar veiðihundur eftir æf- ingar í sumar. Morgunblaðið/Ingó Kata er orðin fjöl- hæfur veiðihundur LITLU munaði að mikilvæg gögn frá kvikmyndafyrirtækinu Saga Film glötuðust þegar brotist var inn í fyrirtækið aðfaranótt föstudags og þaðan stolið tölvu með loka- klippi fyrsta þáttar Saga Film um Kára- hnjúkavirkjun. Lög- reglumenn í Reykjavík og starfsmaður Örygg- ismiðstöðvar Íslands höfðu hinsvegar snör handtök við að upplýsa málið sem leiddi til þess að tölvan fannst undir steini á Ártúns- höfða. Finnur Jóhannsson, starfsmaður Saga Film, fékk upphring- ingu um innbrotið um miðja nótt aðfaranótt föstudags og dreif sig í skyndi í vinnuna. Þá var lögreglan mætt auk starsmanna Ör- yggismiðstöðvar Ís- lands og kom þá í ljós að tölvan var horfin. Lögreglan tók fingraför á vettvangi og fékk einnig upplýsingar frá glöggum starfs- manni Öryggismiðstöðvar sem kom á staðinn þremur mínútum eftir til- kynningu um óboðna gesti. Hafði hann tekið eftir grunsamlegum bíl sem ekið hafði verið á brott skömmu eftir innbrotið. Hann náði niður númeri bílsins og tegund og fann lögreglan hann stuttu síðar og handtók tvo menn. Þeir höfðu þá losað sig við tölvuna og falið hana undir steini. Fannst hún á föstudag og var henni komið í hendur Saga Film. „Ein tölva er kannski ekki aðal- málið, en það var auðvitað innihald- ið sem skipti miklu máli og því hefði það verið mikill skaði fyrir okkur hefði hún ekki fundist,“ sagði Finnur. „Öryggismiðstöð Íslands og lögreglan eiga því þakkir skildar fyrir skjót og góð vinnubrögð.“ Rósa Stefánsdótir, starfsmaður Saga Film, með tölvuna sem endurheimt var eftir innbrotið. Innbrot í Saga Film upplýst með hraði Tölvan fannst undir steini Morgunblaðið/Ásdís HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrum framkvæmda- stjóra Lífeyrissjóðsins Framsýnar í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik og brot gegn lög- um um skyldutryggingu lífeyrisrétt- inda og starfsemi lífeyrissjóða, með því að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í stórfellda hættu. Rúmlega 30 milljóna króna bóta- kröfu lífeyrissjóðsins var hins vegar vísað frá í ljósi þess að skaðabóta- krafa sjóðsins væri ekki enn orðin endanleg. Ákærði var m.a. sakfelldur fyrir að hafa farið út fyrir umboð sitt til fjárfestinga fyrir hönd lífeyrissjóðs- ins þegar hann keypti skuldabréf fyrir hönd sjóðsins af syni sínum. Keypti framkvæmdastjórinn fyrr- verandi bréfin án samþykkis eða vitundar stjórnar lífeyrissjóðsins. Þá var ákærði einnig sakfelldur fyrir að hafa fyrir hönd sjóðsins en án vitundar eða samþykkis stjórn- arinnar, skuldabréf, sem hann sjálf- ur var útgefandi að. Einnig var hann sakfelldur fyrir að hafa farið út fyrir umboð sitt til fjárfestinga fyrir hönd lífeyrissjóðsins þegar hann veitti fyrir hönd sjóðsins einkahlutafélagi, sem sonur hans var í fyrirsvari fyrir, lán með veði í fasteign sem var langt umfram leyfileg viðmiðunarmörk. Ákærði ekki sætt refsingum fyrr Í niðurstöðu dómsins segir að ákærði sé nærri 71 árs og hafi ekki sætt refsingum fyrr. Hins vegar hafi honum verið falin rík ábyrgð við fjárfestingar fyrir hönd lífeyr- issjóðsins fyrir umtalsverðar fjár- hæðir á grundvelli þess, að hann hafði frá árinu 1970 aflað sér viða- mikillar og haldgóðrar reynslu við fjárfestingar. Brot hafi verið honum sjálfum og þó aðallega syni hans til hagsbóta. Fram kemur jafnframt, að ákærði leitaðist ekki við að leyna brotum sínum með skipulögðum hætti. Starfsmenn sjóðsins og innra eftirlit, hafi átt færi á að afla upp- lýsinga um allar fjárfestingar hans en athygli veki að innra eftirlit líf- eyrissjóðsins hafði farið yfir fjár- festingar hans án afgerandi athuga- semda. Símon Sigvaldason héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi ákærða var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækjandi Björn Þorvaldsson fulltrúi ríkislögreglustjóra. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar 10 mánaða fangelsi fyrir umboðssvik og fleiri brot DAVÍÐ Þór Björgvinsson, pró- fessor við Háskólann í Reykjavík, var kjörinn dómari við Mannrétt- indadómstól Evrópu frá og með 25. september á þingi Evrópu- ráðsins í Strassborg í gær. Davíð Þór tekur sæti Gauks Jörunds- sonar dómara sem lætur þá af störfum fyrir aldurs sakir. Í tilkynningu utanríkisráðu- neytisins kemur fram að dómarar séu kosnir til sex ára í senn og að- ildarríkin tilnefni þrjá frambjóð- endur í hvert sæti. Af hálfu Ís- lands voru auk Davíðs Þórs héraðsdómar- arnir Sigríður Ingvarsdóttir og Sigurður Tómas Magn- ússon tilnefnd. Laganefnd þings Evrópu- ráðsins lýsti alla frambjóð- endur Íslands hæfa til setu í dóm- stólnum. Davíð Þór Björgvinsson Davíð Þór verður dómari við Mannréttindadómstól Evrópu NÚ gefst notendum mbl.is kostur á að panta fríar smáauglýsingar sem birtast munu á smáauglýsingavef mbl.is. Hver auglýsing birtist í sjö daga en að þeim tíma loknum er aug- lýsandanum sendur tölvupóstur þar sem honum er boðið að framlengja birtingu um aðra sjö daga eða þá að bóka nýja auglýsingu. Auglýsing get- ur innihaldið allt að 160 stafi og hægt er að láta mynd fylgja sé þess óskað. Þetta tilboð stendur til 1. júní. Hægt er að panta auglýsingu með því að smella á hnappa sem eru efst í hægra horni á forsíðu mbl.is, á Viðskiptavef, Íþróttavef og vefnum Fólkið. Fríar smáaug- lýsingar á mbl.is HEILMIKIÐ ber enn í milli í við- ræðum um kjarasamning grunn- skólans, að sögn Finnboga Sigurðs- sonar, formanns Félags grunnskólakennara. Niðurstaða samningafundar sem haldinn var í húsnæði ríkissáttasemjara í gær er að launanefnd sveitarfélaga mun á miðvikudag í næstu viku leggja fram tilboð. Finnbogi segir að á grund- velli tilboðsins verði tekin ákvörðun um framhaldið. Samningar grunnskólakennara runnu út hinn 31. mars og segir Finnbogi aðspurður að ekki sé hægt að segja hvort langt sé í að samn- ingar muni nást. Ýmislegt geti gerst á stuttum tíma ef menn finni ein- hvern flöt til að ná saman. „Það væri virkilega óskandi að það væri mögu- legt að ná samningum [áður en skóla lýkur í vor], en við erum að falla á tíma með það,“ segir Finnbogi. Hann segir að einkum séu það umræður um vinnutíma og launalið- inn sem skilji samningsaðila að og segist ekki geta merkt að það hafi verið komið til móts við kröfur kenn- ara. Hann segir að ef til verkfalls kæmi myndi það líklega hefjast um næsta haust. „Miðað við daginn í dag er kannski ekki mikil bjartsýni í mínum huga, en maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Finnbogi. Fundað hefur verið um kjara- samning grunnskólans frá 2. febr- úar. Finnbogi segir að fyrst hafi ver- ið fundað vikulega en að undanförnu hafi verið styttra á milli funda. „Þetta tekur tíma og reynir á þol- inmæði,“ segir hann. Kjaraviðræður grunnskólakennara og launanefndar Heilmikið ber enn í milli Tilboð lagt fram á miðvikudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.