Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 45
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 45 Samvera eldri borg- ara í Laugarneskirkju NÚ er komið að síðustu samveru eldri borgara í Laugarneskirkju á þessum vetri, þótt enn sé sitthvað annað framundan í félagsskap okk- ar. Í dag mun Anna Margrét Jafets- dóttir, fyrrum skólastjóri, greina frá ferðum sínum og ævintýrum á Grikklandi. Um árabil lögðu þau hjónin Anna Margrét og Hálfdán Guðmundsson leið sína suður til Grikklands í fríum sínum. Eftir andlát hans fyrir nokkrum miss- erum hefur hún ekki gefið ferðalög upp á bátinn og mun nú gefa okkur innsýn í reynslu sína og þekkingu, sýna myndir af ferðum þeirra hjóna og fræða okkur um staðhætti og sögu á grískri grundu. Samveran hefst í safnaðarheimili Laugarneskirkju kl. 14. Stjórnun og umsjón veitinga er í höndum þjónustuhóps kirkjunnar, kirkju- varðar og sóknarprests. Allt eldra fólk velkomið. Ljós af ljósi – KK á tónleikum í Dómkirkjunni TÓNLISTARMAÐURINN KK hef- ur för sína um landið með tón- leikum og helgistund í Dómkirkj- unni fimmtudagskvöld kl. 21. Sum laga hans hafa ýmist skýra trúarlega skírskotun eða eru bein- línis trúarleg. Jafnframt hefur hann tekið fram sálma og andleg lög og fært í búning sem hentar tónlistarflutningi hans. Allt tengist efnið útbreiðslu kærleikans meðal manna og er það erindi hans með þessari tónleikaferð um landið að minna á það ljós sem kærleikurinn er í lífi fólks. Ýmist verður um hreina tónleika að ræða eða þeir tengdir helgihaldi í kirkjum á hin- um ýmsu stöðum. Á fimmtudagskvöldið hafa dóm- kirkjuprestarnir sr. Jakob Ágúst og sr. Hjálmar stutta hugleiðingu og bænastund sem tengjast efninu. Að- gangur er ókeypis og fólki boðið að koma og taka þátt í því að leggja áherslu á mikilvægi elsku og kær- leika í opinberu sem hversdagslegu lífi. Kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju KYRRÐARSTUNDIR í hádeginu á fimmtudögum hefjast nú aftur eftir nokkurt hlé. Stundin hefst með orgelleik Harðar Áskelssonar kl. 12 og síðan er stutt hugleiðslustund í umsjá prestanna, séra Sigurðar Pálssonar og séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Að kyrrðarstundinni lokinni er hægt að fá keyptan léttan málsverð í safnaðarsal kirkjunnar. Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12.15 í neðri safnaðarsal. Opið hús kl. 14–17 í neðri safnaðarsal fyrir unga sem aldna. Organisti Áskirkju leiðir söng. Allir velkomn- ir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elleikur. Íhugun. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. For- eldramorgnar kl. 10. Vinaheimsóknir til þeirra sem þess óska. Upplýsingar í síma 511 5405. Langholtskirkja. Foreldra- og ungbarna- morgunn kl. 10–12. Opið hús, spjall, fræðsla á vegum Heilsuverndar barna, söngstund, kaffisopi. Umsjón hefur Gígja Sigurðardóttir leikskólakennari. Allir for- eldrar ungra barna velkomnir. Nánari upp- lýsingar í Langholtskirkju. Landspítali – háskólasjúkrahús. Arnar- holt. Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á há- degi. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið frá kl. 12. Þjónustu annast Bjarni Karlsson prestur og Sigurbjörn Þorkelsson meðhjálp- ari. Kl. 12.30 er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Samvera eldri borgara kl. 14. Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Neskirkju kl. 16. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Stein- grímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ unglinga- klúbburinn. 8. bekkur kl. 17. 9. bekkur og eldri kl. 19.30. Umsjón Munda og Hans. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúðum aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN – starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund (mömmumorgnar) kl. 10-12. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjá Lilju djákna. Stúlknastarf 8–10 ára kl. 16.30–17.30. Sjá nánar: www.kirkj- an.is/fella-holakirkja. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi samverustundir. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30– 18.30 í Grafarvogskirkju og einnig í Húsa- skóla á sama tíma. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Opið hús kl. 12. Kirkjuprakk- arar, 7–9 ára starf kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldra fólki kl. 14.30–16 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón Sigríður Baldursdóttir. Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarðar eða presta. Lindakirkja í Kópavogi. Bænastund kl. 12 í safnaðarheimilinu, Uppsölum 3. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Von- arhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tæki- færi fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmtilega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og léttar veitingar, spjall, föndur, fyrirlestrar, kynningar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára krakka kl. 16.30–18. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra og örykja fimmtudaginn 29. apríl kl. 20. Umsjón félagar úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríður Helga Sigurðardóttir og sr. Baldur Rafn Sigurðsson. Natalía Chow organisti leikur á orgel við helgistund að spilum lokn- um. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgun í Safnaðarheimilinu. Sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun. Prestur sr. Fjölnir Ás- björnsson. Kl. 20 kóræfing kirkjukórs Landakirkju. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. AD KFUM í húsi KFUM og KFUK að Holta- vegi. Hlutverk Rauða krossins. Efni í um- sjón Þóris Guðmundssonar fréttamanns. Hugvekja, Kári Geirlaugsson framkvæmda- stjóri. Allir karlar velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði eftir stundina. Aðalfundur Samhygðar kl. 20.30. Safnaðarstarf FRÉTTIR Morgunblaðið/Brynjar GautiLaugarneskirkja FÁ EINUNGIS endur að baða sig í Landmannalaugum í framtíðinni? Er hægt að bólusetja þorsk? Eigum við von á nýjum Campylobacter-far- aldri þegar grilltíminn hefst? Leitað verður svara við þessum spurningum og mörgum fleiri föstu- daginn 30. apríl þegar boðað er til Vísindadags á Keldum í bókasafni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Kynntar verða niðurstöður rann- sóknarverkefna sem unnið er að á Keldum. Fyrirlesarar og höfundar veggspjalda eru starfsmenn á Keld- um, bæði frá Tilraunastöðinni og Embætti yfirdýralæknis auk gesta- fyrirlesara. Sýnd verða 20 veggspjöld og hald- in 20 erindi. Þrjú þeirra eru yfirlits- erindi. Eitt fjallar um príonsjúk- dóma, annað um minjar um sjúkdóma í landnámshestum og hið þriðja um nýjar aðferðir sameinda- líffræðinnar. Þá eru einnig kynntar margvíslegar rannsóknir á fisksjúk- dómum og varnaraðgerðir gegn þeim, ýmsir smitsjúkdómar í dýrum sem sumir hverjir geta borist í menn, svo sem Campylobacter, nýj- ar rannsóknir á mæði-visnu-veir- unni, athuganir á sníkjudýrum, með- al annars sundmannakláða og hníslasýkingum í hreindýrum og sauðfé, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin. Hún hefst stundvíslega kl. 8:30 með setningu menntamálaráðherra, Þorgerðar K. Gunnarsdóttur og stendur til 16:35. Vísindadag- ur á Keldum „HEIMDALLUR hafnar alfarið fram komnum hugmyndum um lög- gjöf um eignarhald á fjölmiðlum. Félagið telur rétt að draga úr af- skiptum hins opinbera en ekki auka. Slík löggjöf skapar slæmt fordæmi,“ segir í ályktun frá félag- inu. „Heimdallur harmar það ef menn beita fjölmiðlum í annarleg- um tilgangi en telur að fólkið í landinu eigi að ákveða hvernig fara eigi um þessa hluti í frjálsum við- skiptum sínum. Fólkið hefur hing- að til ákveðið það sjálft hvað það vill lesa og horfa á. Ljóst má vera að dregið getur úr fjölbreytni enda felur fram komið frumvarp í sér hömlur. Fjölbreytni á að vera í samræmi við áhuga fólksins og verður best tryggð með því að fólk- ið ákveði í samskiptum sínum hvað það vill og hvenær. Taki ríkisvaldið að sér að ákvarða hvað sé nægileg fjölbreytni er það samkvæmt vilja stjórnvalda en ekki vilja fólksins. Lýðræði felur ekki í sér að hið opinbera ákveði hvernig markaðir skulu vera heldur þvert á móti að fólkið ákveði það,“ segir meðal annars í ályktun Heimdallar. Heimdallur andvígur fjöl- miðlafrumvarpi ♦♦♦ Laugavegi 32 sími 561 0075 Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 4 flokkur, 28. apríl 2004 6172 B kr.17.020.000,- 6172 E kr. 3.404.000,- 6172 F kr. 3.404.000,- 6172 G kr. 3.404.000,- 6172 H kr. 3.404.000,- Kringlan 8-12, sími 568 6211 - Skóhöllin, Firði, sími 555 4420 Glerártorgi, Akureyri, sími 461 3322 VOR 2004 *ekki til í bleiku á Akureyri **ekki til í Hafnarfirði 3.990 svartir/rauðir st. 36-41 3.990 svartir, st. 36-42 3.990 drappaðir/svartir st. 36-41 **3.990 svartir m/regnbogaröndum st. 36-41 3.990 hvítir, st. 36-42 3.990 st. 36-41, bleikir *3.990 hvítir/bleikir, st. 36-42 3.990 hvítir/svartir, st. 36-42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.