Morgunblaðið - 29.04.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 29.04.2004, Qupperneq 45
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 45 Samvera eldri borg- ara í Laugarneskirkju NÚ er komið að síðustu samveru eldri borgara í Laugarneskirkju á þessum vetri, þótt enn sé sitthvað annað framundan í félagsskap okk- ar. Í dag mun Anna Margrét Jafets- dóttir, fyrrum skólastjóri, greina frá ferðum sínum og ævintýrum á Grikklandi. Um árabil lögðu þau hjónin Anna Margrét og Hálfdán Guðmundsson leið sína suður til Grikklands í fríum sínum. Eftir andlát hans fyrir nokkrum miss- erum hefur hún ekki gefið ferðalög upp á bátinn og mun nú gefa okkur innsýn í reynslu sína og þekkingu, sýna myndir af ferðum þeirra hjóna og fræða okkur um staðhætti og sögu á grískri grundu. Samveran hefst í safnaðarheimili Laugarneskirkju kl. 14. Stjórnun og umsjón veitinga er í höndum þjónustuhóps kirkjunnar, kirkju- varðar og sóknarprests. Allt eldra fólk velkomið. Ljós af ljósi – KK á tónleikum í Dómkirkjunni TÓNLISTARMAÐURINN KK hef- ur för sína um landið með tón- leikum og helgistund í Dómkirkj- unni fimmtudagskvöld kl. 21. Sum laga hans hafa ýmist skýra trúarlega skírskotun eða eru bein- línis trúarleg. Jafnframt hefur hann tekið fram sálma og andleg lög og fært í búning sem hentar tónlistarflutningi hans. Allt tengist efnið útbreiðslu kærleikans meðal manna og er það erindi hans með þessari tónleikaferð um landið að minna á það ljós sem kærleikurinn er í lífi fólks. Ýmist verður um hreina tónleika að ræða eða þeir tengdir helgihaldi í kirkjum á hin- um ýmsu stöðum. Á fimmtudagskvöldið hafa dóm- kirkjuprestarnir sr. Jakob Ágúst og sr. Hjálmar stutta hugleiðingu og bænastund sem tengjast efninu. Að- gangur er ókeypis og fólki boðið að koma og taka þátt í því að leggja áherslu á mikilvægi elsku og kær- leika í opinberu sem hversdagslegu lífi. Kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju KYRRÐARSTUNDIR í hádeginu á fimmtudögum hefjast nú aftur eftir nokkurt hlé. Stundin hefst með orgelleik Harðar Áskelssonar kl. 12 og síðan er stutt hugleiðslustund í umsjá prestanna, séra Sigurðar Pálssonar og séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Að kyrrðarstundinni lokinni er hægt að fá keyptan léttan málsverð í safnaðarsal kirkjunnar. Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12.15 í neðri safnaðarsal. Opið hús kl. 14–17 í neðri safnaðarsal fyrir unga sem aldna. Organisti Áskirkju leiðir söng. Allir velkomn- ir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elleikur. Íhugun. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. For- eldramorgnar kl. 10. Vinaheimsóknir til þeirra sem þess óska. Upplýsingar í síma 511 5405. Langholtskirkja. Foreldra- og ungbarna- morgunn kl. 10–12. Opið hús, spjall, fræðsla á vegum Heilsuverndar barna, söngstund, kaffisopi. Umsjón hefur Gígja Sigurðardóttir leikskólakennari. Allir for- eldrar ungra barna velkomnir. Nánari upp- lýsingar í Langholtskirkju. Landspítali – háskólasjúkrahús. Arnar- holt. Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á há- degi. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið frá kl. 12. Þjónustu annast Bjarni Karlsson prestur og Sigurbjörn Þorkelsson meðhjálp- ari. Kl. 12.30 er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Samvera eldri borgara kl. 14. Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Neskirkju kl. 16. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Stein- grímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ unglinga- klúbburinn. 8. bekkur kl. 17. 9. bekkur og eldri kl. 19.30. Umsjón Munda og Hans. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúðum aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN – starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund (mömmumorgnar) kl. 10-12. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjá Lilju djákna. Stúlknastarf 8–10 ára kl. 16.30–17.30. Sjá nánar: www.kirkj- an.is/fella-holakirkja. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi samverustundir. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30– 18.30 í Grafarvogskirkju og einnig í Húsa- skóla á sama tíma. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Opið hús kl. 12. Kirkjuprakk- arar, 7–9 ára starf kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldra fólki kl. 14.30–16 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón Sigríður Baldursdóttir. Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarðar eða presta. Lindakirkja í Kópavogi. Bænastund kl. 12 í safnaðarheimilinu, Uppsölum 3. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Von- arhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tæki- færi fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmtilega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og léttar veitingar, spjall, föndur, fyrirlestrar, kynningar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára krakka kl. 16.30–18. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra og örykja fimmtudaginn 29. apríl kl. 20. Umsjón félagar úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríður Helga Sigurðardóttir og sr. Baldur Rafn Sigurðsson. Natalía Chow organisti leikur á orgel við helgistund að spilum lokn- um. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgun í Safnaðarheimilinu. Sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun. Prestur sr. Fjölnir Ás- björnsson. Kl. 20 kóræfing kirkjukórs Landakirkju. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. AD KFUM í húsi KFUM og KFUK að Holta- vegi. Hlutverk Rauða krossins. Efni í um- sjón Þóris Guðmundssonar fréttamanns. Hugvekja, Kári Geirlaugsson framkvæmda- stjóri. Allir karlar velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði eftir stundina. Aðalfundur Samhygðar kl. 20.30. Safnaðarstarf FRÉTTIR Morgunblaðið/Brynjar GautiLaugarneskirkja FÁ EINUNGIS endur að baða sig í Landmannalaugum í framtíðinni? Er hægt að bólusetja þorsk? Eigum við von á nýjum Campylobacter-far- aldri þegar grilltíminn hefst? Leitað verður svara við þessum spurningum og mörgum fleiri föstu- daginn 30. apríl þegar boðað er til Vísindadags á Keldum í bókasafni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Kynntar verða niðurstöður rann- sóknarverkefna sem unnið er að á Keldum. Fyrirlesarar og höfundar veggspjalda eru starfsmenn á Keld- um, bæði frá Tilraunastöðinni og Embætti yfirdýralæknis auk gesta- fyrirlesara. Sýnd verða 20 veggspjöld og hald- in 20 erindi. Þrjú þeirra eru yfirlits- erindi. Eitt fjallar um príonsjúk- dóma, annað um minjar um sjúkdóma í landnámshestum og hið þriðja um nýjar aðferðir sameinda- líffræðinnar. Þá eru einnig kynntar margvíslegar rannsóknir á fisksjúk- dómum og varnaraðgerðir gegn þeim, ýmsir smitsjúkdómar í dýrum sem sumir hverjir geta borist í menn, svo sem Campylobacter, nýj- ar rannsóknir á mæði-visnu-veir- unni, athuganir á sníkjudýrum, með- al annars sundmannakláða og hníslasýkingum í hreindýrum og sauðfé, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin. Hún hefst stundvíslega kl. 8:30 með setningu menntamálaráðherra, Þorgerðar K. Gunnarsdóttur og stendur til 16:35. Vísindadag- ur á Keldum „HEIMDALLUR hafnar alfarið fram komnum hugmyndum um lög- gjöf um eignarhald á fjölmiðlum. Félagið telur rétt að draga úr af- skiptum hins opinbera en ekki auka. Slík löggjöf skapar slæmt fordæmi,“ segir í ályktun frá félag- inu. „Heimdallur harmar það ef menn beita fjölmiðlum í annarleg- um tilgangi en telur að fólkið í landinu eigi að ákveða hvernig fara eigi um þessa hluti í frjálsum við- skiptum sínum. Fólkið hefur hing- að til ákveðið það sjálft hvað það vill lesa og horfa á. Ljóst má vera að dregið getur úr fjölbreytni enda felur fram komið frumvarp í sér hömlur. Fjölbreytni á að vera í samræmi við áhuga fólksins og verður best tryggð með því að fólk- ið ákveði í samskiptum sínum hvað það vill og hvenær. Taki ríkisvaldið að sér að ákvarða hvað sé nægileg fjölbreytni er það samkvæmt vilja stjórnvalda en ekki vilja fólksins. Lýðræði felur ekki í sér að hið opinbera ákveði hvernig markaðir skulu vera heldur þvert á móti að fólkið ákveði það,“ segir meðal annars í ályktun Heimdallar. Heimdallur andvígur fjöl- miðlafrumvarpi ♦♦♦ Laugavegi 32 sími 561 0075 Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 4 flokkur, 28. apríl 2004 6172 B kr.17.020.000,- 6172 E kr. 3.404.000,- 6172 F kr. 3.404.000,- 6172 G kr. 3.404.000,- 6172 H kr. 3.404.000,- Kringlan 8-12, sími 568 6211 - Skóhöllin, Firði, sími 555 4420 Glerártorgi, Akureyri, sími 461 3322 VOR 2004 *ekki til í bleiku á Akureyri **ekki til í Hafnarfirði 3.990 svartir/rauðir st. 36-41 3.990 svartir, st. 36-42 3.990 drappaðir/svartir st. 36-41 **3.990 svartir m/regnbogaröndum st. 36-41 3.990 hvítir, st. 36-42 3.990 st. 36-41, bleikir *3.990 hvítir/bleikir, st. 36-42 3.990 hvítir/svartir, st. 36-42

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.