Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 11 PÁLL Ísólfsson hermdi víst svo vel eftir Jón- asi frá Hriflu að frægt var og heyrði blaðamað- ur Morgunblaðsins nokkrar sögur af því þegar hann heimsótti Hrafnistu í vikunni. Þar var verið að æfa fyrir Vorhátíð Hrafnistuheim- ilanna í Reykjavík og Hafnarfirði, sem haldin verður næstkomandi sunnudag í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ. Það var Gils Guðmundsson, fyrrum alþing- ismaður Alþýðubandalagsins, sem sagði sögur af Hriflu-Jónasi. „Páll og Jónas voru góðkunn- ingjar. Einhverju sinni hringir Jónas heim til Páls, sem ekki var heima, og kom kona hans í símann. Jónas talaði nú um stund, og eftir að kona Páls hefur hlustað í mínútu eða lengur, hlær hún við og segir: Vertu ekki að þessu, Páll, heldurðu að ég þekki þig ekki?“ Að sögn Gils náði hann aðeins í skottið á þingmennsku Jónasar, en sjálfur sat hann lengi á þingi. „Meðan ég var þar tók ég saman smátt og smátt eitthvað sem mér þótti skemmtilegt eða sérkennilegt við þá menn sem ég kynntist. En svo hef ég einnig heyrt ýmsar sögur af Jónasi og ætla að flytja nokkr- ar, sem eru heldur í gamansömum tón.“ Auk sagnanna sem Gils segir af Jónasi flyt- ur heimilisfólk Hrafnistuheimilanna fjöl- breytta dagskrá, sem ætlað er að bregða upp mynd af því fjölbreytta mannlífi sem ríkir á heimilinu. Á efnisskránni er meðal annars kór- söngur í flutningi starfandi kóra beggja heim- ilanna, hugleiðing, vísnakveðskapur, kínversk leikfimi og morgunleikfimi. Eyjólfur R. Eyj- ólfsson hefur ort sérstaklega Hrafnistubrag, og lesin verða ljóð, bæði frumort og annars konar. Ennfremur mun Arinbjörn Kúld kveða vís- ur. „Ég er búinn að kveða frá því að ég var unglingur,“ segir Arinbjörn í samtali við blaða- mann. Þær eru fjölbreyttar, vísurnar sem Ar- inbjörn kveður og er ein þeirra, Vorvísa, eftir hann sjálfan, þó að hann segist ekki ötull við að yrkja. En Arinbjörn hefur í nógu að snúast á Vorhátíðinni, enda syngur hann líka með kórn- um. „Sem betur fer, ég kann nú best við að hafa eitthvað að gera.“ Um 40 manns taka þátt í dagskránni, en um 550 manns búa á Hrafnistuheimilunum tveim- ur. Jónína Jörgensdóttir, sem er dagskrár- stjóri hátíðarinnar ásamt Böðvari Magn- ússyni, segir menningardagskrána vera lið í því að vekja athygli á starfi aldraðra. „Margir heimilismenn stunda allskonar menningar- starfsemi. Eitt svona heimili er í raun eins og þorp úti á landi, með allri starfsemi, og ákaf- lega gaman að starfa með fólkinu sem þarna býr.“ Ákveðið var að halda dagskrána í Fjöl- brautaskóla Garðabæjar, þar sem ekki var nægilega stór aðstaða fyrir hendi á heim- ilunum fyrir þessa viðamiklu dagskrá. „Við völdum sal sem hefði gott aðgengi og þægilegt væri að koma með eldra fólk í. Þessi salur varð fyrir valinu, enda hentar hann afskaplega vel,“ sagði Jónína að lokum. Menningardagskráin á sunnudag hefst kl. 14 og er hún öllum opin. Aðgangseyrir 1.000 kr., en 500 kr. fyrir eldri borgara. Vorhátíð á Hrafnistu Morgunblaðið/Ásdís Kórar beggja Hrafnistuheimilanna, í Reykjavík og Hafnarfirði, koma fram á Vorhátíðinni. Morgunblaðið/Ásdís Heimilisfólk sýnir tvenns konar leikfimi, morgunleikfimi og kínverska leikfimi. AÐEINS 10% skilnaðarbarna eiga lögheimili hjá föður sínum og í 75% tilvika fer forsjá yfir börnum til mæðra. Af 12.000 meðlagsgreiðend- um eru 11.600 karlar og um 400 konur. „Er þetta jafnrétti í reynd?“ spyr Félag ábyrgra feðra í fréttatilkynningu sem félagið hefur sent frá sér. Þar segir einnig að auglýsing félagsins, þar sem vakin var athygli á „alvarlegu kynjamis- rétti sem viðgengst í samfélaginu í forsjár- og umgengnismálum“ hafi vakið mikil viðbrögð. Sími félagsins hafi verið rauðglóandi og að greinilegt sé að feðrum þyki mannréttindi sín og barna sinna fótum troðin. „Jafnréttisstofa telur mæður eðlilegri umönnunaraðila en feður. Á sama hátt telur Jafnréttisstofa feður eðlilegri fyrirvinnu en mæður. Þess vegna hafa aðeins 10% skilnaðar- barna lögheimili hjá föður. Forsjárlausu feð- urnir og þeir sem hafa sameiginlega forsjá eru engu að síður líka taldir eðlileg fyrirvinna barna sinna þótt þau hafi ekki lögheimili hjá þeim. Skattayfirvöld viðurkenna hins vegar ekki að þeir séu framfærendur barna sinna,“ segir í tilkynningunni. Félagið bendir þessum fráskildu feðrum á að leita álits kærunefndar jafnréttismála „á þessum mannréttindabrot- um löggjafans“. Konum gert hærra undir höfði „Dómstólar, sýslumenn og önnur stjórn- sýslustig virða ekki jafnan rétt kynjanna og svívirða mannréttindi barnanna þegar kemur að úrskurðum og dómum í forsjár- og um- gengnismálum. Yfirvöldin gera konum langt- um hærra undir höfði í úrskurðum sínum og dómum,“ segir í tilkynningunni. Vill félagið árétta að jafnréttislögin fjalli um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna í samfélaginu. „Meðlag er greitt með 21.000 börnum. Með- lagsgreiðendur eru 12.000. Af þeim eru 11.600 karlar og um 400 konur. Er þetta jafnrétti í reynd? Forsjá fer í 75% tilvika til mæðra. Kon- ur hafa 75% af launum karla. Er þetta jafn- réttið sem við viljum?“ spyrja ábyrgir feður. Telja mann- réttindi feðra og barna þeirra fótum troðin TALIÐ er að loftslagsbreytingar á jörðinni á næstu áratugum muni hafa hvað mest áhrif á norðurslóðum, en samkvæmt spám, sem byggðar eru á skýrslu starfshóps á vegum Norður- skautsráðsins, er talið að meðal- hiti jörðinni muni hækka um allt að 3-5 gráður á Celsíus fram til ársins 2050. Á nýafstaðinni Vís- indaviku norðurslóða, sem haldin var í Reykjavík dagana 21.-28. apríl, voru meginniðurstöður skýrslunnar kynntar en um er að ræða fyrsta verkefni sinnar teg- undar sem miðar að því að reyna spá fyrir um loftslagsbreytingar á norðurslóðum næstu öldina. Til marks um mikil áhrif lofts- lagsbreytinga á norðurslóðum, segir Kristján Kristjánsson for- stöðumaður vísindasviðs Rannís, að síðastliðin 50 ár hafi meðalhiti hækkað tvöfalt meira á norður- slóðum í samanburði við heiminn allan. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að verulegar loftslagsbreyt- ingar á norðurslóðum séu þegar hafnar,“ segir Kristján. „Yfir- borð sjávar hefur hækkað og úr- breyttum sjávarstraumum og minnkandi sjávarseltu vegna áhrifa frá ferskvatni. Einnig mun allt líf á Íslandi verða fyrir áhrif- um frá hækkandi hitastigi á norðurslóðum ef spárnar ræt- ast.“ Alþjóðaverkefni um pólana Á Vísindaviku var ennfremur ákveðið að efna til tveggja ára al- þjóðlegs verkefnis um Suður- og Norðurpólinn árið 2007. Mark- mið verkefnisis sem nefnist Int- ernational Polar Year, felur í sér víðtækt átak stjórnmálamanna og vísindamanna í að takast á við þau vandamál sem loftslags- breytingar á jörðinni leiða af sér. Verkefnið á sér hálfrar aldar for- dæmi og krefst mikils fjármagns og viðamikillar rannsóknavinnu. Á Vísindaviku var lögð á hersla á að hraða undirbúningi fram til ársins 2007. Þess má geta að hátt í 200 inn- lendir og erlendir vísindamenn tóku þátt í Vísindaviku norður- slóða, sem haldin var í tengslum við formennsku Íslands í Norð- urskautsráðinu. koma hefur aukist töluvert. Þá hefur sjór hlýnað og hafís minnk- að töluvert. Jöklar hafa hopað töluvert bæði hérlendis, í Kanada og víðar. Rennsli í ám sem renna í Norður-Íshafið hefur þá aukist töluvert, sérstaklega í Rússlandi og sífreri minnkað verulega. Jafnframt hafa vísindamenn séð töluverðar breytingar í út- breiðslu dýra og plantna.“ Út frá umræddri skýrslu hafa verið gerðar spár um áhrif lofts- lagsbreytinga árið 2050, 2080 og 2100. „Því er spáð til dæmis að nær allur ís á Norður-Íshafinu og Barentshafi verði algjörlega horfinn árið 2100 og að Græn- landsjökull minnki um 30-40%,“ segir Kristján. Hann tekur þó fram að hækkun hitastigs á norð- urslóðum verði ekki jöfn yfir allt norðurheimskautssvæðið og lík- lega mun hitastig í nágrenni Ís- lands hækka hvað minnst. „Fólk á Íslandi mun því ekki finna mik- ið fyrir þeirri gífurlegu hækkun hitastigs sem spáð er. En það verða engu að síður breytinga og þá ekki síst á fiskistofnum með Mest áhrif loftslagsbreyt- inga á norðurslóðum MUN meiri viðbrögð eru við haustferðum Heimsferða nú en á sama tíma í fyrra að sögn Andra Más Ingólfssonar, for- stjóra ferðaskrifstofunnar, og segir hann greinilegt að meiri ferðahugur sé í fólki nú en í fyrra. „Ég held að við séum nokkuð góður mælikvarði á efnahagsástandið og núna hefur salan í haustferðirnar farið mun fyrr af stað en síðasta vor hófst hún ekki að marki fyrr en í lok maí eða byrjun júní,“ sagði Andri Már í samtali við Morg- unblaðið. Heimsferðir bjóða vikuferð til Jamaica 2. nóvember og er hún nánast uppseld. Flogið verður með B737-800- þotu á vegum leiguflugfélagsins Travelservice sem tekur um 180 farþega. Þá segir Andri Már að um helmingur sæta í ferð til Kúbu 11. nóvember sé seldur. Hann segir hugsanlegt að boðið verði uppá aðra ferð til Jamaica. Þessar ferðir kosta frá 89 þús- und krónum með gistingu. Þá bjóða Heimferðir uppá haustferðir til Kraká og verður sú fyrsta farin 5. október. Andri Már segir þegar mikinn áhuga á þessari gömlu og merkilegu borg í Póllandi og býður ferða- skrifstofan nokkrar ferðir þang- að í haust. Góð sala í haustferð- ir Heims- ferða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.