Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ KÍSILGÚR er unninn úr setlögum en ekki er vitað til þess að vinnsla úr votnámu fari fram ann- ars staðar í heiminum en í Mývatni. Kísilgúrinn er myndaður af skeljum dauðra kísilþörunga sem hafa hlaðist upp á 2000 árum og mynda nokkurra metra þykkt setlag á botni Mývatns. Skeljarnar eru örsmáar, holar að innan og því gegndræpar og þykja henta vel til síunar á vökva sem og fylli- efni í ýmiss konar iðnaði. Mestur hluti þess bjórs sem drukkinn er í Evrópu er síaður gegnum kísilgúr áður en honum er tappað á flöskur. Gúrinn er einnig notaður til að sía sykurvökva, mat- arolíu, flugvélabensín og blóð í blóðbönkum, svo fátt eitt sé nefnt. Sem slípiefni er gúr m.a. not- aður í bílabón og tannkrem. Kísilduft sem rætt er um að framleiða í stað kísilgúrs er enn „fínni“ framleiðsla og verður það unnið úr innfluttu kvartsi. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands. Kísilgúr notaður við síun bjórs reynt væri að ganga frá öðrum atrið- um samningsins. Á félagsfundi FÍA í fyrrakvöld kom fram stuðningur við samninganefnd félagsins og sagði Halldór flugmenn líklega ekki mjög fúsa til að fljúga á frídögum þótt Icelandair leitaði eftir því. Sagði hann flugmannahópinn hjá fyrirtækinu of knappan um þessar mundir þar sem of mörgum hefði ver- ið sagt upp á liðnu hausti og ekki væru enn komnir nógu margir til vinnu á ný eftir endurráðningar. Við slíkar aðstæður sagði hann ekki úti- lokað að truflun gæti orðið á flugi. Engar truflanir urðu á flugi Ice- landair í gær samkvæmt upplýsing- um frá félaginu. Sáttasemjari hefur boðað næsta fund á mánudaginn kemur. ÝMIS hagræðingaratriði sem tengj- ast kjarasamningi eru nú til skoðunar hjá samninganefnd Félags ísl. at- vinnuflugmanna, FÍA, og fulltrúa Flugleiða. Halldór Þ. Sigurðsson, for- maður FÍA, tjáði Morgunblaðinu í gær að á samningafundi í fyrradag hefði komið fram tilboð frá Icelandair sem flugmönnum hefði ekki þótt að- gengilegt. Formaður FÍA segir að rætt hafi verið að samningurinn tæki mið af kjarasamningum Flóabanda- lagsins en síðan væru ýmis hagræð- ingaratriði sem tengjast samningnum til umræðu. Sagði hann deiluaðila telja þessi atriði misjafnlega verðmæt og um það snerust rökræðurnar nú. Hann sagði að lagðar hefðu verið til hliðar umræður um atriði eins og út- haldstíma í leiguflugi erlendis meðan Ýmis hagræðingar- mál til skoðunar Kjaraviðræður flugmanna og Icelandair KÍSILIÐJAN við Mývatn tók til starfa síðla árs 1967 en unnið hafði verið að uppsetningu tækjabúnaðar og bygginga sumrin 1966 og 67 og var verksmiðjan gangsett um haustið. Upphaflega var ráðgert að framleiðslan næmi allt að 12 þúsund tonnum á ári en reiknað með að hún yrði stækkuð og árs- framleiðslan gæti numið allt að 24 þúsund tonnum. Var fljótlega ráðist í að stækka verksmiðjuna og var því lokið 1971. Hefur framleiðsla Kísiliðjunnar síðan numið 20–30 þúsund tonnum á ári. Árið 2001 var raunar slegið framleiðslumet þegar framleidd voru 30.434 tonn af kísilgúr og einnig var slegið sölumet, því seld voru 29.298 tonn. Þáttur Baldurs Líndal Í bók Sveins Þórðarsonar, Auður úr iðrum jarðar. Saga hitaveitna og jarðhitanýtingar á Íslandi, segir frá því að fljótlega upp úr 1950 þegar rannsóknir hófust á því hvernig hag- nýta mætti jarðgufu við Námafjall hafi ljóst orðið að hugsanlega mætti nýta kísilgúr úr Mývatni með aðstoð jarðgufu. Samkvæmt áliti Baldurs Líndal verkfræðings, sem sagt er frá í Andvara árið 1959, benti auk þess flest til að kísilgúrverksmiðja gæti orðið hag- kvæmt fyrirtæki. Í bók Sveins segir að í upphafi hafi verið reynt að fá Þjóðverja til samvinnu um að nýta kísilgúrinn í vatninu en þeir hafi látið sér fátt um finnast og svo fór að Hollend- ingar sem áttu gamalgróið námafyrirtæki frá Indónesíu, AIME, sýndu málinu áhuga og reiddu fram drjúga fjárupphæð til undirbún- ings verkefninu. Árið 1964 var undirbúnings- félag stofnað, ríkið var stærsti eigandinn en hollensku aðilarnir áttu fimmtungshlut í því. Þegar í ljós kom að óvíst var hvort unnt yrði að ná fótfestu á mörkuðum í Evrópu drógu Hollendingar sig hins vegar úr undirbúnings- félaginu. Vorið 1965 gaf bandaríska námafyr- irtækið Johns Manville út yfirlýsingu þess efnis að þeir vildu taka þátt í rekstri á kís- ilgúrverksmiðjunni og jafnframt annast sölu á framleiðslunni. Frekari rannsóknir sem gerðar voru á vatninu og vinnslumöguleikum þess staðfestu álit Baldurs Líndal og svo fór að samningar við Johns Manville voru und- irritaðir sumarið 1965 og skyldi ríkið eignast 51% hlut, Bandaríkjamenn tæpan helmings- hlut og sveitarfélög norðanlands afganginn. Síðar eignaðist Celite Corporation tæpan helmingshut í fyrirtækinu á móti ríki og sveitarfélögum á Norðurlandi þar til fyrir fjórum árum að Allied EFA, fyrirtæki í eigu Fjárfestingafélagsins Straums hf. og banda- rískra áhættufjárfesta, keypti Kísiliðjuna af ríkissjóði og Celite Corporation. Þegar þar var komið við sögu var offram- leiðsla á afurðunum og heimsmarkaðsverð á kísilgúr fór lækkandi. Gerður var samningur við fyrri söluaðila, World Minerals, sem tryggði sölu afurðanna í fjögur ár en sá samningur rennur út um næstu áramót. Í honum er að finna ákvæði um að sölufyr- irtækið geti framlengt samninginn í allt að tvö ár en ljóst er hins vegar að af því verður ekki. Um 60 starfsmenn í upphafi Fjörutíu og sex starfsmenn missa vinnuna þegar Kísiliðjan hættir starfsemi um áramót. Framan af rekstrinum voru fleiri starfsmenn í fyrirtækinu eða allt upp undir 60 manns en smám saman tók starfsmönnum að fækka með aukinni tæknivæðingu. Þess má geta að engar konur unnu í verksmiðjunni í byrjun en þær starfa nú á rannsóknastofu og við pökkun hráefnis. Þegar nýir eigendur tóku við rekstri Kís- iliðjunnar fyrir fjórum árum var hugmyndin sú að reka þar kísilduftverksmiðju í stað kís- ilgúrverksmiðju og nýta þá uppbyggingu sem fyrir er í Kísiliðjunni til framleiðslunnar. Hægar gekk þó en menn spáðu fyrir um að fjármagna reksturinn en forsvarsmenn Kísil- iðjunnar hafa sagst að til tíðinda geti dregið í vor um fjámögnun nýju verksmiðjunnar og að hún verði komin í gagnið 2006. Miða hug- myndir að því að engin námuvinnsla verði í vatninu lengur með nýrri verksmiðju og verður kvarts til kísilduftframleiðslunnar flutt til landsins frá Noregi. Andstaða við vinnslu í Syðri-Flóa Lengi hefur einmitt verið deilt um námuvinnslu vatninu og hefur vinnsla Kís- iliðjunnar verið bundin við Ytri-Flóa Mývatns. Námaleyfi á svæðinu gildir raunar til 2010 og einnig stóð yfir vinna við um- hverfismat vegna stækkunar á námasvæði í Ytri-Flóa þar eð ljóst var að efnið yrði á þrotum ef sölusamningurinn hefði verið framlengdur um tvö ár eins og að var stefnt. Þegar forsvarsmenn fyrirtækisins sáu fram á að fyrirtækið myndi hætta eftir dælingu í sumar voru þær fyrirætlanir lagðar til hlið- ar. Þess má geta að umhverfismat vegna vinnslu á kísilgúr í Syðri-Flóa liggur fyrir og hefur legið fyrir um tveggja ára skeið en ekki hefur verið sótt um námaleyfi. Lætur nærri að kostnaður fyrirtækisins við gerð þessara tveggja umhverfismata sé í kringum 60 millj- ónir króna. Á sama tíma hefur lengi gætt andstöðu meðal margra gagnvart kísilgúrvinnslu í Syðri-Flóa auk þess sem vinnsla þar hefði þýtt umtalsverða fjárfestingu fyrir fyr- irtækið, kaup á nýjum dælum og leiðslum og jafnvel nýjum dælupramma. Aðstæður þar eru aðrar en í Ytri-Flóanum, stærra haf og meira dýpri. En hver eru áhrif kísilgúrverksmiðjunnar á lífríki Mývatns? Fyrir 30 árum voru sett lög sem tryggja áttu verndun Mývatns og Laxár og var í þeim ákvæði um stofnun nátt- úrurannsóknastöðvar sem starfað hefur um árabil og rannaskað lífríki Mývatns. Komið hefur í ljós að miklar sveiflur hafa ávallt ver- ið í lífríkinu við Mývatn. Þá hefur meðal ann- ars verið á það bent að veiði í Mývatni hafi dregist mjög saman samhliða rekstri Kísiliðj- unnar. Fyrir 1970 var meðalveiði í vatninu 30-35 þúsund fiskar á ári og meðalþyngd 2 kg en í dag eru veiddir í Mývatni tvö þúsund fiskar og er meðalþyngd þeirra u.þ.b. 500 grömm. Heimild Auður úr iðrum jarðar. Saga hitaveitna og jarðhita- nýtingar á Íslandi. Höf. Sveinn Þórðarson. Gagnasafn Morgunblaðsins og viðtöl. Tæplega 40 ára sögu að ljúka Dælingu á kísilgúr úr Mývatni verður hætt síðsumars og verður starfsemi Kísiliðjunnar lögð niður í síðasta lagi um næstu áramót. Lýkur þar með tæplega fjögurra ára- tuga sögu verksmiðjunnar sem frá upphafi var umdeild. kristjan@mbl.is LÁTINN er á Stokkseyri á 79. ald- ursári Jónas Svafár (Einarsson) skáld. Jónas fæddist í Reykjavík árið 1925 og stundaði nám við Laugar- vatnsskóla 1941–1942, fékkst við verslunarstörf og sjómennsku en hóf ritstörf 1948 og hefur gjarnan verið talinn til atómskáldanna svokölluðu. Fyrsta ljóðabók hans, Það blæðir úr morgunsárinu, kom út árið 1952 og Geislavirk tungl 1957 en Jónas myndskreytti bækur sínar sjálfur. Heildarsafn ljóða Jónasar með teikningum, Klettabelti fjallkonunn- ar, kom út árið 1968. Andlát JÓNAS SVAFÁR ist bifreiðin talsvert. Talið er að konan, sem var ein í bifreiðinni, hafi misst vald á henni í lausa- möl. Ekki er talið að hún hafi hlotið alvarleg meiðsl. KONA var flutt með sjúkrabif- reið á Heilbrigðisstofnun Austur- lands í gær eftir bílveltu við Skriðuvatn í Skriðdal. Slysið varð um klukkan 14 og skemmd- Bílvelta við Skriðuvatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.