Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Útlendingar í Fossavatnsgöngunni | Fossavatnsgangan fer fram á laugardaginn en hún er síðasta skíðagöngumót vetrarins og er hluti af Íslandsgöngunni svonefndu, mótaröð fjögurra skíðagöngumóta á landinu. Sjö erlendir skíðakappar hafa skráð sig til leiks að þessu sinni, sex karlar og ein kona skv. fréttavef Bæjarins besta. Fjórir þessara þátttakenda koma frá Bandaríkj- unum, einn frá Þýskalandi, einn frá Ítalíu og einn frá Frakklandi. Meðal erlendu keppendanna er Hannes Larsson frá Frakklandi, sem raunar er af finnsku bergi brotinn. Hann er einn víð- förlasti og reyndasti skíðagöngumaður heims og er m.a. tífaldur Worldloppet Gold Master, en til að hljóta slíkan titil þurfa menn að taka þátt í 10 mótum innan World- loppet-raðarinnar í jafn mörgum löndum og í a.m.k. tveimur heimsálfum. Þá seríu hefur Larsson nú klárað tíu sinnum og er enn að, auk þess að taka þátt í fjöldamörgum mótum sem ekki eru innan þessarar mótaraðar. Larsson, sem er um sjötugt og er í forsvari fyrir alþjóðlegum samtökum Worldloppet- skíðamanna, mun gera úttekt á mótahaldinu og veita skipuleggjendum ráðgjöf um frekari þróun mótsins og sókn á erlendan markað. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Þörf á nýju atvinnuhúsnæði | Atvinnu- málanefnd Stykkishólmsbæjar og Efling Stykkishólms boðuðu til almenns fundar fyrir skömmu, þar sem farið var yfir fram- boð og eftirspurn atvinnuhúsnæðis í Stykk- ishólmi. Byggingafulltrúi fór yfir mögulegar byggingalóðir í landi Stykkishólms. Hann sagði frá þeim lóðum sem eru tilbúnar á skipulagi. Fundurinn var mjög vel sóttur og gagn- legar umræður fóru fram um þessi mál. Miðað við það sem kom fram hjá fund- armönnum er lítið framboð af lausu at- vinnuhúsnæði, og greinileg þörf fyrir hús- næði undir ýmiss konar iðnað. Stefna ber að fjölbreyttu atvinnulífi, sem tryggir stöð- ugri vinnu í bæjarfélaginu. Á fundinum var myndaður 10 manna samstarfshópur sem ætlar að koma saman aftur og ræða framhaldið. Í hópnum eru að- ilar sem hafa hug á að byggja eða koma sér upp atvinnuhúsnæði, saman eða sitt í hvoru lagi. Áhugi er fyrir sam-starfi milli Ísa-fjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps um skipulagningu sumarbú- staðalands á Seljalandi í Álftafirði, skv. bókun sam- eiginlegs fundar sveit- arstjóra á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var fyrir skömmu. Bæj- arins besta greinir frá þessu. Jörðin Seljaland er í eigu Ísafjarðarbæjar en til- heyrir Súðavíkurhreppi. Sveitarstjórarnir leggja til að sveitarfélögin tvö hefji skipulagsvinnu á Seljalandi en fyrsta skrefið í sam- starfinu verði skilgreining verkefnisins og undirritun samstarfssamnings. Bol- ungarvík hefur ekki skipu- lagt sumarbústaðaland innan síns svæðis. Samstarf Fyrstu dagar sumars hafa verið mildir og góðir íGrundarfirði þannig að gróður hefur tekið örtvið sér. Farfuglarnir koma einn af öðrum og ekki þarf annað en að ganga eða hjóla örlítið út fyrir bæjarmörkin til að heyra í lóu eða hrossagauki. Þegar vorar svo vel eru hjólin tekin fram og hjólað út í góða veðrið. Þær stöllur Katrín Elísdóttir, Helga Ingibjörg Reynisdóttir og Sjöfn Sverrisdóttir urðu á vegi Sverris Karlssonar þegar hann fékk sér göngutúr í góða veðrinu á sumardaginn fyrsta. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Hjólað mót sumri Jón Ingvar Jónssonyrkir „Gagaravillu“í tilefni af því að Hreinn Loftsson sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum: Kvelur hlustir suð og sónn, sarg og urg vart þolir neinn, þó er eins og einhver tónn íhaldsflokksins virðist hreinn. Hjálmar Freysteinsson yrkir út af sama máli og tekur fram að Hreinn skrifist með stórum eða litlum staf eftir smekk: Særir holdið harður fleinn hrollur er í skrokknum, af því nú er enginn Hreinn í Sjálfstæðisflokknum. Pétur Þorsteinsson hleraði kött sem hafði legið í 1984 eftir George Orwell síðustu daga: Hér á landi helst er títt og hafandi í sögur að ártal vort er uppá nýtt ’84. Úrsögn Hreins Mývatnssveit | Birgir Stein- grímsson skógarbóndi á Litlu- strönd er hér að skoða fyrsta egg vorsins á sinni heimaslóð. Það er ekki af minna taginu, vænsta álftaregg. Nú þegar fuglafréttir berast víða að má geta þess að álft sem á sér ból á bakka Svein- strandartjarnar sunnan Mývatns hefur hafið varp og þykir okkur nokkuð snemma að verið hér í sveit. Það segir mér fróður fugla- vinur að líklega haldi hún sig á Mývatni vetrarlangt með fleirum álftum. Þess vegna sé hún fyrr tilbúin að hefja varp að vorinu heldur en ef hún hefði dvalið í sólarlöndum yfir veturinn. Flest- ar tegundir farfugla eru nú komnar, ekki þó óðinshani, en jaðrakan er mættur til leiks og Jón í Belg er búinn að koma auga á kríu. Gæsin er út um allt og Böðvar í Baldursheimi hefur séð helsingja bregða fyrir þar nærri bæ, annars eru þeir lítið fyrir að heimsækja Mývetninga. Síðasta ísspöngin er að kveðja vatnið á Neslandavík og er það heldur seinna en í fyrravor. Morgunblaðið/BFH Álftin orpin við Mývatn Vorið Grundarfjörður | Nú standa yfir gagnger- ar endurbætur á húsnæði Sögumiðstöðv- arinnar í Grundarfirði. Jafnframt klæðn- ingu hússins að utan og lagfæringu á þaki hefur verið bætt við húsnæði fyrir salerni í tengslum við aðkomusal, þar sem verður upplýsingamiðstöð og netkaffi og að sögn Gísla Ólafssonar formanns stjórnar Sögu- miðstöðvarinnar er gert ráð fyrir því að endurbótum ljúki fyrir 1. júní nk. Gísli sagði að hjallurinn með bátinn Brönu yrði tilbúinn fyrir 1. júní. Í tengslum við hjallinn væri gert ráð fyrir smíðaverk- stæði fyrir börn gesta í Sögumiðstöðinni þar sem þau gætu dundað sér undir leið- sögn við að smíða einfalda báta meðan for- eldrarnir skoðuðu það sem væri til sýnis í sölum Sögumiðstöðvar. Við endurbæturn- ar fær húsnæðið á sig nýtt útlit sem hann- að er af arkitektinum Orra Árnasyni. En hann er frá Grundarfirði og var það afi hans Emil Magnússon sem reisti þetta húsnæði á sínum tíma fyrir verslunina Grund sem hann átti og rak um árabil. Endurbætur á Sögumiðstöð Gagngerar endurbætur: Sögumiðstöðin tekur útlitslegum breytingum þessa dag- ana. Áður var verslunin Grund í húsinu. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Ísafjörður | Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Ósey hf. í Hafnarfirði um smíði á hafn- sögubát fyrir Ísafjarðarhöfn, skv. frétt Bæjarins bestu. Tilboð Óseyjar var ekki lægst en var engu að síður metið hagkvæmast af Rík- iskaupum. Ekki liggur þó fyrir samkvæmt fundargerð hafnarstjórnar nákvæm lýsing á vél- og tækjabúnaði þess báts er Ósey hf. hyggst smíða. Fyrr í vetur auglýsti Ríkiskaup eftir til- boðum í hafnsögubát fyrir Ísafjarðarhöfn. Alls bárust 15 tilboð og var lægsta tilboðið frá Kína að upphæð 44,4 milljónir króna. Næstlægsta tilboðið barst frá Torshavn Skipasmiðja í Færeyjum að upphæð 46,5 milljónir króna. Ósey smíði hafnsögubát fyrir Ísfirðinga ♦♦♦ pebl@mbl.is    FAGURGÆS, sem er þekktur varp- fugl í Síberíu, sást í fyrsta sinn hér á landi á dögunum. Var gæsin í hópi helsingja en þetta samneyti er þekkt í Skotlandi, þar sem fag- urgæsin er náskyld helsingjanum. Umrædd fagurgæs sást í Vatnsdal, sem einmitt er rómaður fyrir feg- urð sína og við hæfi að sækist sér um líkir. Ljósmynd/Yann Kolbeinsson Fyrsta fagurgæsin heimsækir landið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.