Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50, 5.40, 8 og 10.20. B.i.12 ára FORSÝNING KRINGLAN Forsýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára. FORSÝNING Með L i ndsay Lohan úr Freaky Friday Frábær gamanmynd um Dramadrottninguna Lolu sem er tilbúin að gera ALLT til að hitta „idolið“ sitt! Sýnd kl. 8 og 10.05. B.i. 16. Sýnd kl. 5.45. Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. i tr ir í i lif f tt illt i i f r l . Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu! „Stórkostlegt kvikmyndaverk“ HL. MBL  SV. MBL Sýnd kl. 6 og 10..  Kvikmyndir.is F r u m s ý n d e f t i r 8 d a g a „Frábærar reiðsenur, slagsmálatriði, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur“ Fréttablaðið i , l l i i, j i i l f i ll l i Fyrsta stórmynd sumarssins VG. DV  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 12 ára. Það er óralangt síðan ég sá jafn skelfilega grípandi mynd. Án efa ein besta myndin í bíó í dag. KD, Fréttablaðið SKONROKK HJ MBL Valin besta breska myndin á BAFTA verÐlaunahátíÐinni „Þetta er stórkostlegt meistaraverk“ ÓÖH, DV Í KVÖLD, á Gauki á Stöng, verður þess minnst að tíu ár eru liðin frá því að Kurt Cobain, fyrrum leiðtogi Nirvana, féll fyrir eigin hendi. Það gerðist 5. apríl 1994 og var hann þá 27 ára gamall. Tónleikarnir verða órafmagnaðir í anda plötunnar MTV unplugged in New York sem út kom haustið 1994 en þeir sem sjá um leik og söng verða Kristófer „Kristó“ Jensson (söngur, úr Friskó – Jeff Buckley Tribute), Franz Gunn- arsson (gítar, úr Ensími), Guðni Finnsson (bassi, úr Ensími), Karl Henry (gítar, úr Tenderfoot) og Grímsi (trommur, úr Tenderfoot). Einnig verður gestasöngvari. Á undan tónleikunum mun Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarblaðamaður gera grein fyrir lífi Cobains og list. Franz Gunnarsson segir áhrif Cobain á tónlistarsöguna ótvíræð. „Ég er sjálfur fæddur 1975 þannig að ég var á besta aldri þegar Nirvana-æðið brast á. Þar á undan höfðu þessi „hár-bönd“ verið áberandi, leiðindi eins og Poison, Warr- ant og Ratt. Cobain og félagar ruddust inn á sjónarsviðið og sópuðu þessari senu út af borðinu í heilu lagi. Cobain var að fjalla um tilfinningar, eymd og volæði sem snerti taug hjá mörgum unglingnum; miklu frekar en málning og glansbúningar hárbandanna.“ Gruggsenan tröllreið öllu frá u.þ.b. ’91 til ’95. Franz rifj- ar upp hlæjandi að sumir tónlistaráhugamenn hafi gengið svo langt að pakka saman dótinu sínu og flytja til Seattle, höfuborgar gruggsins. „Svo fékk maður leið á þessu undir rest enda var maður búinn að innbyrða ofskammt af þessu. Ég fór svo að hlusta aftur á Nirvana um ’99 og þá á In Utero (síðari breiðskífan bandsins, sem út kom 1993). Þetta gerði ég vegna þess að Steve Albini, upptökustjóri plötunnar, var að koma til landsins til að vinna með okkur í Ensími. Þá rifjaðist það upp fyrir mér hversu mikið snilldarband þetta var.“ Franz segir téða plötu vera uppáhaldsplötuna sína og lagið „Heart Shaped Box“ af henni sé uppáhaldslagið sitt. Ástæða þess að órafmagnaða leiðin er farin í kvöld er m.a. sú að kveikjan að tónleikunum er tíu ára ártíð Cobain. „Þetta verður rólegt þar sem við erum að minnast kapp- ans og heiðra hann. Ég vil líka nefna það að þegar hlustað er á Unplugged plötuna þá er auðheyranlegt að lögin standa vel í berstrípuðum útgáfum og það finnst mér bera góðum lagasmiðum gott vitni.“ Kurt Cobain væri nýbúinn að fagna 37 ára afmælinu hefði hann lifað. „Ákveðin frelsun“ Minningartónleikar um Kurt Cobain á Gauknum í kvöld Húsið opnað klukkan 21.00 en tónleikarnir hefjast klukkan 23. Aðgangseyrir er 500 krónur og aldurs- takmark 20 ár. Í eltingarleik við flygla Eftir tónleikana í Grímsey verður haldið til Hríseyjar og svo verða tónleikar í Dalvíkurkirkju líka. „Ég er að elta flyglana,“ segir Jón og kímir. „Og þeir eru oft í Guðshúsi. Þann sextánda maí fá svo borgarbúar sitt en þá verð ég með tónleika í Salnum, Kópavogi. Þá verður líka lítil hljósmveit með mér. Lagið „Sunnudagsmorgunn“ er nú komið í spilun á Rás 2, lag sem Jón lýsir sem afbragðs vorlagi. „Þetta er pottþétt ryksugulag og gott að taka til með því,“ segir hann. Angurvær útgáfa Jóns á laginu „Flugvélar“, sem er að finna á af- mælisplötu Nýdanskrar, Freist- ingar (’02), vakti verðskuldaða at- hygli á sínum tíma og hafði lúmsk áhrif á sólóplötuna. Þar er Jón einn HINN þjóðkunni tónlistarmaður Jón Ólafsson mun gefa út fyrstu sólóplötuna sína á þriðjudaginn. Út- gáfutónleikarnir verða í Grímsey sama kvöld en í kvöld mun Jón hins vegar leika á Ísafirði, í tónlistar- skólanum þar. „Mér fannst tilvalið að halda út- gáfutónleikana á svona exótískum stað eins og Grímsey er,“ segir Jón. „Auk þess hefur mig lengi langað að heimsækja Grímsey og ákvað því að slá tvær flugur í einu höggi.“ Fyrstu tónleikarnir verða hins vegar í kvöld, á Ísafirði eins og áður segir. „Og þetta verða fyrstu tónleik- arnir á ferli mínum sem eru undir eigin nafni! Ég bíð með hjartað í buxunum eftir því hvernig þetta muni þróast. Þegar maður er í hljómsveit þá peppa félagarnir hver annan upp í kvíða og mótbyr en því er ekki að heilsa núna. En ég sá í hendi mér að ég yrði bara að láta slag standa með þetta.“ Efnisskráin verður byggð upp til hálfs á plötunni nýju en einnig hyggst Jón sækja í gömul lög. „Lög þá sem fólk veit jafnvel ekki að ég hef samið,“ útskýrir Jón. „Og svo eitthvað af þessum Nýdönsku lögum sem ég var með puttana í. Ætli ég verði ekki líka með ein- hverjar sögur í kringum þetta líka. Svo getur vel verið að allt breytist er á líður.“ Með Jóni í för verður Stefán Magnússon, Geirfugl með meiru. „Hann kemur aðallega með af því að ég nenni ekki að ferðast einn,“ segir Jón og hlær. „Það er bónus að ferðafélaginn kann á hljóðfæri. Stefán er einstakur hæfi- leikamaður og mun hann spila á kassabassa og -gítar með mér.“ við píanóið og breytir melódísku stuðlagi í tregaskotna perlu. „Vinsældir útgáfunnar komu mér óvart,“ viðurkennir Jón. „En um leið stöppuðu þær í mig stálinu og hvöttu mig áfram í sólóplötupæling- unum. Ég ákvað svo að vinna hana með mönnum sem ég þekki gjörla. Ég vil ríða á vaðið af öryggi og plat- an er „ég“ í sem tærastri mynd. En svo getur vel verið að annað verði upp á teningnum næst.“ Platan er samnefnd Jóni og er hann höfundur allra laga en þau voru samin á síðustu tveimur árum eða þar um bil. Textana eiga Hallgrímur Helga- son, Ólafur Haukur Símonarson og Kristján Hreinsson, Steinn Steinarr auk þess sem Jón sjálfur á einn texta. Aðstoðarmenn Jóns á plöt- unni eru Guðmundur Pétursson, Stefán Hjörleifsson, Ólafur Hólm, Jóhann Hjörleifsson, Haraldur Þor- steinsson, Róbert Þórhallsson og Friðrik Sturluson. Útgáfutónleikar í Grímsey Jón Ólafsson: „Pottþétt ryksugu- lag,“ segir hann um lagið sitt „Sunnudagsmorgun“, sem er nýfar- ið í spilun í útvarpi. Fyrsta sólóplata Jóns Ólafssonar kemur út 4. maí www.jon.is arnart@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.