Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 35 „Krummi frændi þinn er kominn á spít- ala,“ sagði mamma við mig tíu dögum fyrir páska. Orð sem eiga ekki að þýða endalokin hjá 49 ára gömlum manni. Og ekki átti ég von á að sitja og skrifa þessi orð um Krumma frænda minn nokkrum vik- um síðar. Krummi var eini bróðir mömmu minnar, eini strákurinn innan um fjórar systur og fæddur í miðið fyrir nærri því fimmtíu árum. Systkinin fimm voru reyndar bara hluti af enn stærri frændsystkinahópi sem ólst upp saman á Melum í Hrútafirði og er nánari en ókunnuga gæti órað fyrir. Það eru því margir sem eiga um sárt að binda nú þegar Krummi er fallinn frá. Krummi var alla tíð hluti af mínu lífi og minningarnar eru margar. Sumt man maður í raun sjálfur en um annað hafa sögur og minningar ann- arra spunnið myndir í huga manns. Sögur af kubbum sem Krummi hafði sjálfur búið til þegar hann vann í tré- smiðjunni og slógu út allar hinar jóla- gjafirnar það árið. Þykku gleraugun hans og sítt hárið og skeggið, pípurn- ar hans, póstkröfuvínið. Mínar fyrstu eiginlegu minningar af Krumma eru samt frá unglingsárunum. Þá bjó hann og vann í Stykkishólmi og ég umgekkst hann mikið. Hafði meira að segja lykil að íbúðinni. Oft var kvöldunum eytt við vídeó- gláp, jafnvel langt fram á nætur. Stundum sátum við og spjölluðum og oft reyndi Krummi að bæta tónlist- arsmekk minn, sem honum þótti afar slæmur. Það tókst ekki. Krummi eldaði súpu og kenndi mér að krydda. Það var nefnilega ekki bara Maggísúpan beint í mjólk hjá Krumma. Hann notaði paprikukrydd, hvítlauksduft, salt og pipar svo eitt- hvað sé nefnt til að gera réttinn meira spennandi og ég kynnti þessar nýj- ungar heima hjá pabba og mömmu; reyndar við misjafnar undirtektir. „Goddamn it, Lillian!“ sagði Krummi gjarnan þegar vel lá á hon- um eða þegar ég hafði sett einhverja hörmung á fóninn. „Goddamn it, Lilli- an!“ var reyndar svo oft viðkvæðið að ég get varla hugsað um Krumma án þess að detta þessi frasi í hug. Þetta var víst úr einhverri mynd, hverri man ég ekki og held að hann hafi sjálfur verið löngu búinn að gleyma því. En orðin lifðu. Og munu lifa í mér þótt Krummi segi þau ekki aftur. Ég þakka Krumma frænda fyrir allt sem hann gaf mér í lífinu. Elsku afi og amma, mamma, Elsa, Þóra og Birna, Melafólkið og vinir Krumma, góður Guð veiti okkur öll- um styrk í sorginni. Reynir Þór Eggertsson. Nú er komið að kveðjustund, elsku Krummi frændi. Ég er heppin að hafa fengið að vera mikið með þér í gegn- um ævi mína, fyrst þegar þú áttir heima í Stykkishólmi eins og ég og svo þegar þú fluttir í sveitina og ég fékk að vera „ráðskona“. Þá var nú oft fjör á bænum að hafa mig þá 15 að verða 16 og Hörð frænda. Oft var það að ég var ekki alveg klár í því sem ég var að elda en alltaf sættir þú þig við það sem ég bar á borð fyrir þig. Þú varst mikill matarkarl borðaðir allt en fannst samt enginn matur vera matur nema það væri mikill laukur, þú elsk- aðir lauk. Ég gleymi aldrei svipnum á þér þegar ég og Gulla rifum teppið af ganginum sem var orðið svo lúið, þeg- ar þú komst heim úr fjárhúsunum, hann var óborganlegur. Í hugann kemur stríðnin þegar þú hringdir í Kaupfélagið á Borðeyri þegar Gulla HRAFN JÓNASSON ✝ Hrafn Jónassonfæddist á Melum í Bæjarhreppi í Strandasýslu 7. júlí 1954. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 14. apríl síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hall- grímskirkju 23. apr- íl. var að versla og baðst Ottó um að tína allan óþarfa úr körfunni, eða þegar systur þínar sem þú kallaðir „vargana“ voru í þann veginn að gera innrás þá vissir þú að best væri að halda sig til hlés, og áður en þú vissir af var búið að henda öllu út og viðra og þrífa allt sem hægt var að þrífa. Öll sveitin vissi þegar vargarnir voru mættir, því þá voru allar snúrur fullar af þvotti. Árið 1992 þá 16 ára varð ég ófrísk að eldri stráknum mínum. Ég mætti auðvitað í sauðburð eins og ekkert væri og gerði allt sem þurfti að gera. En þegar þú vissir mánuði seinna að ég væri ófrísk varstu hundfúll út í mig yfir því að ég skyldi þegja eins og bjáni og tönnlaðist sífellt á því hvað ef eitthvað hefði gerst og hann ekki vit- að hvað væri í gangi. Svona varstu, vildir alltaf vita hvað væri í gangi hjá öðrum en ekki velta þér upp úr sjálf- um þér. Ég er svo þakklát yfir því að hafa fengið að vera hjá þér og strák- arnir mínir þeir Eggert Sveinn og Sveinn Brynjar fengið að kynnast þér og sveitinni. Elsku Krummi, síðustu árin þín hefur lífið ekki verið dans á rósum, veikindi þín og flutningur úr sveit í borg. En síðasta árið hefur þú verið veikur og ég vildi að ég hefði vitað hvernig þér leið svo ég hefði getað verið meira með þér, en svona er lífið maður veit ekkert fyrirfram. Síðustu tvær vikurnar þínar voru erfiðar fyrir alla sem standa þér næst. Síðustu orðunum þínum til mín mun ég aldrei gleyma en þau voru: „Kysstu kútana mína frá mér og ég bið að heilsa þeim.“ Dagurinn sem þú kvaddir þennan heim er dagur sem ég mun aldrei gleyma meðan ég lifi, ég ætla að vera dugleg að segja strákunum sögur af þér. Ég vil þakka starfsfólki hjartadeildarinnar fyrir góða að- hlynningu. Hvíldu í friði. Þín Elín Freyja. Elsku Krummi frændi. Það var gaman að koma í sveitina til þín. Ég og mamma komum svo oft í sauðburð- inn og þá var rosalegt fjör hjá okkur. Þú varst alltaf í góðu skapi og varst svo góður við mig og Svein Brynjar. Ég skal hugsa vel um Blesa. Ég sakna þín. Þinn frændi Eggert Sveinn. Elsku Krummi frændi. Það var gaman að vera í sveitinni hjá þér. Ég elska þig, frændi minn, og ég sakna þín. Þinn frændi Sveinn Brynjar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og þar er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Fallinn er frá Hrafn Jónasson frá Melum í Hrútafirði, aðeins 49 ára gamall. Mig langar að minnast hans Krumma, eins og hann var jafnan kallaður af ættingjum og vinum. Krumma kynntist ég fyrir um það bil sjö árum er ég fyrst kom að Mel- um. Þá var ég að fara í laxveiði í Hrútafjarðará. Ég fann strax að til Krumma var gott að koma. Enda kom ég þar við nokkrum sinnum á leið minni norður í heimasveit mína, Vatnsdalinn. Í einni af mínum ferðum norður kom ég við hjá Krumma og var hann þá einn heima. Krummi bauð mér inn og settumst við í eldhús- ið og tókum tal saman um búskapinn og sveitirnar okkar enda báðir aldir upp í sveit. Ég fann að Krumma þótti vænt um að ég kæmi þar við. Er ég kvaddi Krumma á hlaðinu á Melum sagði hann: „Komdu endilega við, Sævar, þegar þú ert á ferðinni norð- ur.“ Krummi átti við vanheilsu að stríða í mörg ár sem varð meðal annars til þess að hann varð að hætta búskap og flytja til Reykjavíkur. Krummi var barngóður og sá ég það hvað best hvað vænt honum þótti um systurdóttur sína Berglindi enda var hún sem barn og unglingur í sveit- inni hjá honum, meðal annars um sauðburðinn. Kæri vinur, ég þakka þér góð kynni. Blessuð sé minning hans. Ég votta foreldrum hans Jónasi og Elínu og öðrum aðstandendum inni- lega samúð. Sævar Örn Stefánsson. Stundum er erfitt að skilja þetta líf. Engin vissa er fyrir því hvað morg- undagurinn ber í skauti sér. Fréttin um að hann Krummi vinur okkar hefði lagt upp í sín hinstu ferð var eins og reiðarslag. Þótt við sem þekktum hann, vissum að undanfarin ár hafði hann átt við vanheilsu að stríða, þá var enginn undir það búinn að kallið kæmi svo fljótt. Þegar kær vinur fellur frá hvarflar hugurinn til baka og minningarnar streyma fram. Krummi var um margt sérstakur maður, eiginlega ólíkur öll- um öðrum. Hafði skoðanir á öllu, orð- heppinn og spaugsamur. Hlý og ynd- isleg manneskja sem laðaði að sér fólk úr öllum áttum. Hann átti stóran vinahóp og þekkti marga. Þær eru ótal margar minningarnar sem við eigum um Krumma. Ein- hvern veginn finnst mér ég alltaf hafa þekkt hann. Við bjuggum saman um tíma, ég þá nýskilin og bjó ein með strákana mína tvo. Krummi var þá húsnæðislaus og flutti til mín og gerð- ist „húskarl og aðstoðaruppalandi“, eins og hann orðaði það sjálfur. Á þeim tíma kynntist ég því best hvaða mann hann hafði að geyma. Hann reyndist strákunum mínum, Ægi og Hlyni, einstaklega vel. Hann var óþreytandi við að sinna þeim, fara á fætur snemma á morgnana og gefa þeim að borða, lesa fyrir þá á kvöldin eða segja þeim sögur, sannar eða mis- mikið ýktar en það skipti ekki máli, þær voru allar jafn skemmtilegar. Hann kunni ógrynni af sögum og hafði frábæra frásagnarhæfileika. Hann vissi nákvæmlega hvar þurfti að krydda söguna svo hún yrði al- mennileg og skilaði sér sem skyldi. Ægir og Hlynur munu ætíð búa að því að hafa fengið að kynnast þessum góða dreng. Minningar þeirra um hann eru fallegar, fullar af gleði og virðingu. Lífsharpan hans Krumma er þögn- uð en eftir lifa minningar um góðan dreng sem munu lifa með okkur sem eftir sitjum og sakna sárt. Elsku Ella Dís, Jónas, dætur og fjölskyldur, sorg ykkar er mikil. Minningin um yndislegan dreng mun létta ykkur söknuðinn. Sesselja, Þorgeir, Ægir og Hlynur. Lífið spinnur undravefi. Það var svartaþoka þegar ég kom fyrst að Melum fyrir rúmum áratug. Unnust- inn var að heimsækja aldavin sinn bóndann eins og hann kallaði hann gjarnan. Sá var úti að sinna verkum, en inni í bænum voru gestir, enda komst ég að því að þarna var gjarnan gestkvæmt. Þegar bóndinn kom loks inn úr þokunni og við heilsuðumst var eins og við hefðum alltaf þekkst. Þar hófst vinátta sem bar aldrei skugga á. Börnin mín Sara og Skarphéðinn voru með í för, og það sama átti við um þau, þar eignuðust þau góðan vin og félaga sem þau sakna nú sárt. Næsta vor var Sara mætt á Mela í sauðburð og svo var næstu vor. Strax og einkasonurinn hafði aldur til fór hann norður til Krumma vinar síns og dvaldi hjá honum sumarlangt ár eftir ár og þegar frí var í skólanum var at- hugað með far í Hrútafjörðinn. Var unun að fylgjast með þeim félögum og finna vináttuna og virðinguna sem þeir báru hvor fyrir öðrum. Gat ég, móðirin, því verið áhyggjulítil, þó einkasonurinn væri í sveit í öðrum landshluta, því ég vissi að hann var á góðum stað hjá góðum manni. Krummi hafði einstakt lag á börnum og unglingum, í honum fundu þau jafningja sem þau gátu talað við og treyst, enda var alltaf mikið af krökk- um á Melum hjá Krumma. Ég hefði því ekki átt að verða hissa, en varð það nú samt, þegar ég um páska horfði á eftir litla barninu mínu, Helgu Völu, þá fjögurra ára, arka aleina í gegnum snjóinn á leið í fjár- húsin, sármóðgaða út í Krumma vin sinn, að hann hefði ekki beðið þar til hún vaknaði og tekið sig með til gegn- inga. Þó tók steininn úr þegar við for- eldrarnir vorum að tygja okkur til brottfarar og við spurðum telpuna að gamni, hvort hún vildi ekki bara vera eftir hjá Krumma. „Jú,“ var svarið stutt og einfalt, hjá barni sem aldrei hafði sleppt pilsfaldi móður sinnar, Krummi og dýrin höfðu sitt aðdrátt- arafl og bóndinn kvað uppúr með það að þarna væri framtíðarráðskona komin. Á kvöldin áttu þeir fullorðnu glaðar stundir við eldhúsborðið þar sem sagðar voru sögur yfir góðum veig- um. Þá eru ótaldar heimsóknir hans til okkar í bæinn og oft var dagskráin þétt, veislur úti um allan bæ hjá ótal vinum og kunningjum. Um leið og ég kveð kæran vin vil ég votta foreldrum Krumma, systrum og ættingjum samúð mína. Erla Skarphéðinsdóttir. Mig langar til að minnast Krumma vinar míns í nokkrum orðum. Ég naut þeirra forréttinda að fá að vera í sveit hjá honum nokkur sumur. Dvölin á Melum hjá Krumma er mín skemmti- legasta minning. Fyrir mér, borgar- barninu, var mikils virði að fá að kynnast sveitastörfum og eignast líka fullt af vinum, því ungviðið sóttist eft- ir því að vera á Melum hjá Krumma. Alltaf var nóg að gera og alltaf mikið fjör. Bar Krummi mikla umhyggju fyrir mér og hugsaði vel um mig, hrakfallabálkinn. Hvílík upplifun það var fyrir strákinn að fá að keyra traktorinn og bílinn, en það var nú leyndarmál okkar. Ég fór einu sinni í bíl með honum frá Reykjavík í Hrúta- fjörð, við vorum rétt komnir í Hval- fjörðinn þegar ég hafði það að orði að frekar hægt væri ekið: „Erum við í akkorði, hér á ekki asinn við,“ var svarið. Þar sem við vorum báðir ögn hárprúðir, tókum við upp á því að krúnuraka okkur, og var þá oft mikið tilstand. Húmorinn var alltaf í lagi hjá Krumma og hann var alltaf að segja mér sögur. Við gátum hlegið dátt að okkar einkabröndurum sem enginn annar skildi. Margar ferðirnar voru farnar í söluskálann á Brú. Þá var verið að dekra við litla kútinn. Þegar ég heimsótti Krumma á sjúkrahúsið um páskana datt mér aldrei í hug að ég væri að sjá vin minn í síðasta sinn, mér finnst það svo óraunverulegt og sárt. Ég hélt að við félagarnir hefðum miklu meiri tíma. Hafi Krummi þökk fyrir allt. Skarphéðinn Örn Ársælsson (Bóbó). Elsku Krummi minn. Það er sorg- legt að vera í þeim sporum nú, kæri vinur, að vera að kveðja þig svona snemma. Ég var svo heppin að fá að kynnast þér og eiga með þér dýrmætar stund- ir á góðum tíma í lífi okkar og það þró- aðist vinátta. Vinátta sem aldrei breyttist í raun þrátt fyrir að leiðir lægju ekki saman í mörg ár. Á menntaskólaárum mínum þegar ég bjó með frænku þinni í kvennakomm- únu í Bólstaðarhlíðinni, hitti ég þig fyrst. Í byrjun fannst mér þú hafa frakka framkomu, harðan skráp og fastar skoðanir. En fljótlega komst ég að því hvaða mann þú hafðir að geyma og bak við þennan harða skráp leynd- ist viðkvæm og falleg manneskja sem lét sér annt um náunga sinn og um- hverfi sitt. Við vinkonurnar rifjum oft upp árin úr Bólstaðarhlíðinni, hlæjum mikið og undrum okkur á að þessi skrautlega sambúð skyldi ganga upp. Við skoðum myndir og það verður að segjast að á myndunum þar sem þú klæddist smóking og rauðu skyrtunni varstu flottastur manna! Þrátt fyrir næstum tíu ára aldurs- mun og mismunandi áherslur náðum við einhverjum tengslum sem ég bý enn að og þykir óumræðanlega vænt um. Þú náðir alltaf svo vel til þér yngra fólks og gerðir þér far um að leiðbeina því á lífsleiðinni og ég veit að við erum mörg sem nutum ráða þinna og hlýju. Það sem þú kenndir mér var fordómaleysi í samskiptum, einlægni sem þú áttir nóg af og miðlaðir óspart. Þú kenndir mér óendanlega margt um manneskjuna, eiginleika hennar og breyskleika. Ákveðni þín og hrein- skilni þótti stundum of mikil en við sem kynntumst þér eignuðumst dýr- mætan fjársjóð sem nýtist okkur á lífsleiðinni. Þakka þér fyrir það. Ég og fjölskylda mín sendum for- eldrum og öðrum aðstandendum og vinum innilegustu samúðarkveðjur. Auður Axelsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNDÍS ÞORBJARNARDÓTTIR, áður til heimilis á Víðivöllum 10, Selfossi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 16. apríl sl., verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 1. maí kl. 13:30. Björn Marteinsson, Ólöf Helga Þór, Guðrún Marteinsdóttir, Kristberg Kristbergsson, Hlín Kristbergsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur, NÍELS BRIMAR JÓNSSON frá Akureyri, Fossheiði 16, Selfossi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 27. apríl. Hanna Þórey Níelsdóttir, Sveinbjörn Orri Jóhannsson, Steinunn Elsa Níelsdóttir, Arnar Árnason, Jón Viðar Níelsson, Hulda Waage, Magdalena Ingimundardóttir og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.