Morgunblaðið - 29.04.2004, Side 55

Morgunblaðið - 29.04.2004, Side 55
Hinn heimsfrægi flamenco-dansariJoaquín Cortés verður með sýn-ingu í Laugardalshöll í kvöld. Cort-és kemur ekki einsamall heldur er 34 manna teymi með honum. Þar af eru 14 tón- listarmenn en afgangurinn samanstendur af ýmiss konar tæknifólki og einnig þarf að sjá um búningana og fleira. Hópurinn flaug hingað frá Madríd í gegnum London og Cortés var bara nýlentur þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Cortés þarf vart að kynna nánar en hann hefur vakið heimsathygli fyrir danssýningar sínar, sem þykja eftirminnilegar mjög. Einnig hefur borið á honum í skemmtanalífinu þar sem hann laðar til sín allar fegurstu konurnar. Hann kemur alveg sérstaklega vel fyrir og er almennilegur. Hann er klæddur á afslappaðan hátt þótt fötin séu frá flottum hönnuðum. Bol- urinn og gallabuxurnar eru frá D Squared og við buxurnar notar hann skrautlegt belti frá Marokkó. Á nefinu ber hann sólgleraugu Yves Saint Laurent og á fótum eru upphá reimuð Prada-stígvél sem hann ætlar að skipta út sem fyrst fyrir eitthvað léttara. Hann segist hafa búist við öllu verra veðri hér á landi og sól- skinið kemur honum skemmtilega á óvart. Cortés, sem ólst upp í Andalúsíu á Spáni, hefur aldrei komið hingað áður en er ánægður með þetta tækifæri. „Ég hef alltaf haft áhuga á að kynnast þessu landi og er ánægður með að vera loksins kominn hingað. Það er alltaf spennandi að fara til nýs lands og ég hlakka alltaf til. Ég ferðast mikið og það er frábært að komast á stað eins og þennan sem ég ætti ekki von á að komast til öðruvísi.“ – Hverju má fólk búast við í kvöld? „Fólk má búast við því að þetta verði sönn tónlist með sönnum dönsum og það er einkenn- andi fyrir það sem ég geri. Ég dansa flamenco og það er það sem ég er þekktastur fyrir. Engu að síður er þetta mjög persónulegt og ég hef þróað listformið áfram.“ – Er öðruvísi að koma fram fyrir áhorfendur á norðlægum slóðum en suðlægum? „Alls ekki. Ég ferðast mikið og alls staðar eru áhorfendur og hjörtu mannanna eins,“ seg- ir hann og bætir við að það gildi ekki þessi kenning um að hjörtu mannanna séu kaldari á sama hátt og loftslagið þegar norðar í heiminn er komið.“ Hinn heimsþekkti hönnuður Giorgio Armani hannar búningana fyrir Cortés í þessari sýn- ingu og hefur gert svo lengi. „Ég hef átt mjög gott samstarf við Giorgio Armani undanfarin sjö til átta ár,“ segir Cortés. Hann segir heildarmyndina í sýningunni skipta miklu máli. „Ég legg mikla áherslu á hina ólíku þætti í sýningunni; hvort sem það er lýsing, búningar, dansinn eða tónlistin þá helst þetta allt í hendur. Það er sérstök ánægja að geta stofnað til sambands við mann á heims- mælikvarða eins og Armani og geta unnið með honum. Búningarnir eru ekki endilega það mikilvægasta í sýningunni heldur þykir mér mikilvægast að vinna með þeim bestu.“ – Stjórnar dansarinn tónlistinni eða tónlistin dansinum í flamenco? „Vissulega dansar dansarinn eftir tónlistinni eins og í hefðbundnum dansi en hins vegar býð- ur flamenco upp á mun meiri spuna og sköpun í dansinum. Stundum verður til eitthvað á staðn- um.“ – Er einhver einn staður í líkamanum um- fram aðra sem er uppspretta dansins? „Það er ekki hægt að benda á neinn einn stað. Dansinn er í öllum líkamanum, hvort sem það eru fæturnir, hendurnar eða hjartað. Þetta er spurning um lífsstíl, þetta er allt ein heild.“ Það er í þessum sama anda sem hann nær til fólksins þegar hann dansar á sviði. „Dansinn er heildrænn og er lífssýn og lífsstíll. Ég tileinka mér ákveðinn lífsstíl sem dansari. Á sviðinu koma fram tilfinningar mínar og líf mitt end- urspeglast oft í því sem ég geri. Ég hugsa um líf mitt og æskuna og hvernig mér líður. Ég reyni að túlka og tjá það sem ég hef upplifað. Þannig kem ég fram sem ég sjálfur. Hvort sem það er út frá listinni eða ekki, þá er ég að túlka líf mitt,“ segir hann. „Ég er búinn að vera að dansa stöðugt í 23 ár og þetta er það sem ég hef gert. Allt sem ég hef gert kemur fram í þessum dansi. Ég eldist og þroskast og dansinn um leið,“ segir Cortés en dansferillinn er langur miðað við að hann er einungis 35 ára. Enn er tækifæri til að sjá þennan frábæra listamann á sviði í Laugardalshöllinni í kvöld. Ósóttar pantanir og miðar í laus sæti verða til sölu í Og Vodafone í Kringlunni í dag og frá klukkan 16 í Höllinni. Húsið verður síðan opnað klukkan 18 en sýningin hefst kl. 20. Fyrir þá sem mæta snemma verður viðeigandi stemning á staðnum, veitingar og tónlist í anddyrinu. Joaquín Cortés með sýningu í Laugardalshöll í kvöld Dansinn er í öllum líkamanum Hann hefur heillað marga upp úr skónum með tilfinn- ingaríkum dansi sínum og ómótstæðilegu útliti. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Joaquín Cortés þegar hann kom til landsins í gær en flamenco-stórsýning hans verður í Laugardalshöllinni í kvöld. Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Á sviðinu koma fram tilfinningar mínar og líf mitt endurspeglast oft í því sem ég geri. Ég hugsa um líf mitt og æskuna og hvernig mér líður. Ég reyni að túlka og tjá það sem ég hef upplifað,“ segir Joaquín Cortés m.a. í viðtalinu. ingarun@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 55 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www .regnboginn.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. (Píslarsaga Krists) HP. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Skonrokk Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma Til að tryggja réttan dóm En það var einn sem sá við þeim... Eftir metsölubók John Grisham Með stórleikurunum John Cusack, Gene Hackman, Dustin Hoffman og Rachel Weisz Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Jimmy the Tulip er mættur aftur í hættulega fyndinni grínmynd! Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16. Blóðbaðið nær hámarki. HP Kvikmyndir.com „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL  „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV  Skonrokk  SV MBL www.laugarasbio.is „Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“ Þ.Þ. Fbl. Sýnd kl. 6. Íslenskt tal.Sýnd kl. 8 og 10.10. Jimmy the Tulip er mættur aftur í hættulega fyndinni grínmynd! Blóðbaðið nær hámarki. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL  „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV HP Kvikmyndir.com  Skonrokk 800 7000 - siminn.is Aðeins hjá Símanum Ef þú hefur VIT valmynd hefur þú aðgang að öllu því sem skiptir máli um bíó. Þetta er einfalt, þú ferð bara inn í VIT valmyndina, velur þér flokka og færð sent SMS skeyti um hæl. Ef þú hefur ekki valmyndina, þá sendir þú SMS: vit kvik 1, á númerið 1848. Flokkarnir eru: Nýtt í bíó Kvikmyndahús Sýningartímar Gagnrýni Topplistar Væntanlegtí símann Fáðu sent allt um bíó þinn Hvert SMS skeyti kostar 19 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.